Vísir - 30.03.1915, Page 2
VJSl K
Svningin í San. Francisco.
Ameríkumenn hafa opnað heljarstóra sýningu i San. Francisco, en henni er veitt minni at-
hygli nú, en ella hefði verið, sökum stríðsins. Á sýning þessi að standa til 4. desember. það sem
meðal annars hefir komið sýningu þessari á stað, er Panama skurðurinn, er hefir breytt mjög allri
verslun þar vestra. Borgirnar á vesturströndinni standa nú mikið betur að vígi en áður, og aukast
því og margfaldast. Mynd sú, er hér fylgir, er yfirlitsmynd yfir sýningarsvæðið, er tekur yfir stórt
svæði. Fremst á myndinni eru skemtihallirnar, en án þeirra fær engin sýning staðist, því þær eru ein
af aðaltekjulindum sýninganna. Á miðju sýningarsvæðinu liggur aðalhöllin, þar sem hinar einstöku at-
vinnugreinar hafa bækistöðu sína, en á bak við þær koma sýningarhallir fylkjanna. Á þessari sýningu,
er, eftir því er vér höfum heyrt, sýnt mikið af uppfyndingum landa vors H. Thordarson, er nú er
frægur orðinn fyrir uppgötvanir sínar.
Ráðherraefni.
iii.
Þegar Pugnax, vinur vor, forfall-
aðist á dögunum, bað Vísir mig að
hafa tal af prófessor O. H. Eg er
ákaflega mikil höfðingjasleikja og
lofaði því þegar í stað að gera
þetta, lagði af stað upp á Hverfis-
götu og barði að dyrum hjá pró-
fessornum. Frúin kom til dyra.
»Eg þurfti nauðsynlega að finna
prófessorinn«, sagði eg.
»Hann er ekki heima sem stend-
ur«, svaraöi frúin, »en |ann kernur
von bráðar til að borða, kanske þér
viljiö biða eftir honum — gerið
þér svo vei og koma inn«.
Og eg fór inn og beið á kont-
órnum. Helstu húsgögnin eru kvist-
óttar syllur, olíubornar og kvala-
bekkir, konstrúeraöir af eigandanum,
sem er specialisti í hygiæne, og þar
sem það þykir betra, erstráð ryðg-
uðum hnífum og klípitöngum, frá
þeim dögum, er húsbóndinn fékst
við skurðlækningar. Aftur á móti
eru þar reglustikur, tálguhnífar og
teikniáhöld, öll nyfengin frá Julius
Busse í Berlín.
Meðan eg var að virða þetta fyrir
mér, kom húsbóndinn alt í einu
eins og skriða inn úr dyrunum.
»Sæl vertu kona og sæl veri þið
blessuð börn — og sæll vertu,
þarna maður. Ja, nú stendur mikið
til. Kongurinn vill fá að tala við
mig. Hann ætlar líklega að gera
mig að ráðherra, og eg er að hugsa
um, að taka við því, þó að ekki
verði nema í hálft ár — og eg fer«.
»Viltu ekki fara að borða, góði
minn?« sagði frúin.
»JÚ, gott er nú það. Og viljið
þér ekki fá yður bita með ? Matur
er mannsins megin«.
Eg þakkaði fyrir og við settumst
að snæðingi í borðstofunni.
»En kona góð, pakkaðu nú nið-
ur dótinu minu í flýti. Skipið fer
í kvöldt, kallaði hann upp um leið
og við settumst.
»Ja, góðurinn minn. Hér er nú
sölt síld. Besti matur og kröftug-
ur og ódýr að sama skapi. Maður
getur svo sannarlega iifað á síld og
kartöflum fyrir 20 aura á dag. Og
hér er brossaket norðan úr Svína-
dal. Ja, eg hefi nú með sjálfum
mér verið að útbúa frumvarp til
alþingis um lögskipað síldar- og
hrossaketsát. Á því einu myndi
landið græða, ja, eg man það nú
ekki í svipinn. Kona, komdu meö
skrifmöppuna mína«, (fær hana og
les): »Á lögboðnu hrossaketsáti
myndi því landið græða netto 25
þús. 173 kr. og 99 aura á ári og
30 þús. og 12 kr. og 5 aura á
síldaráti. Ja, þér sjáið, hvað mikið
vinst á því, að vera praktiskur, góð-
urinn minn. En nú má eg ekki
vera að borða meira.
Hvað er að þér, kona góð. Því
kemurðu ekki ? Ertu farin að elda
aftur? Oleymdu nú engu. Hérna
er Jellinek. Vefðu utan um hann
pappír og láttu hann vera ofan til
í koffortinu — og Statesmans
Yearbook frá síðasta ári. Strákar,
komið þið með hattinn minn — )
þann hvíta — ekki vil eg fá sól-
sting eða sólbrenna. Og eitthvað
þarf eg við þessu bölvuðu ekki
sinns hárroti. Kristói, phenólspritt
200 grm, 190 grm spritt og 10
grm phenhóU, (skrifar recept). »Fari
þið með þetta í apótekið, strákar,
og flýtið ykkur. Nei, b;ðið þið við,
þeir færa það iiklega inn, og í á-
fengisbókina vil eg andskotann ekki
komast«. (Klórar sér bak við eyr-
aö). »Nei, fari þið heldur ofan í
Þingholtsstræti til hennar frú Mein-
holt og kaupið þið eitt glas af Eau
de Juventine, það er
bæði við hærum — cheveux gris —
og skaila, en ekki dugar að koma
með skalla fyrir konginn. Svona,
drífi þið nú ofan í koffortið: Hatt-
inn, ekki að bögla að óþörfu, bún-
aðarrit Hermanns, Monde medicale
eldspýtur, heilsufræ ðiSteingríms, skro
og læknablaðið, með greininni minni.
Eg ætla að sýna konginum hana.
Jæja, þá er ekki annað eftir, en aö
skrifa úrsögnina úr flokknum og
taka hana aftur um leið. Með svona
grábölvaðri miðstjórn vil eg auðvit-
að ekki vera nema hálfur í flokkn-
um, í mesta lagi.
Jæja, vertu nú blessuð og sæl,
kona — þið fylgið mér börnin góð
ofan á bryggju — og ekki þarftu
að halda, að eg fari mér að voða—
nema ef vera skyldi, að eg yrði
hertekinn í Leith. Maður má auð-
vitanlega ekki svo mikið sem líta
á rennusteinana nýju eða mæla út
í hlutföllum gluggastærðir, án þess
að verða tekinn.
En skítt veri með það og svei því.
Veri þið sæl«.
Snorri.
Skrautgirni og
lfkamsfegurð.
íslendingar hafa ætíð verið mjög
skrautgjarnir — bæði karl og kona
— að því er sögurnar segja. Að
því leyti mun þjóðin ekki hafa úr-
ættast svo mjög. Lítum á klæðn-
aðina. Athugum hinn tvokallaða
íslenska kvenbúning, bæði hvers-
dagsbúninga og hátíðabúninga. Það
eru oft dýrar flíkur með öllu til-
heyrandi, og eru gerðir til að glóa
eða ganga í augun. Eða hversu
mikið verðmæti getur ekki legið í
gull- eða silfurhólkunum, í spenn-
unum og spöngunum, í beitunum
og næluuum og öllu því »stássi«,
nauðsynlegt er talið að fylgi
fyrirmyndar búningi. En flest ó-
þarft og óhentugt.
Menn, sem ókunnir eru hðgum
vorum — efnum og ástæðum —
en kyntu sér búninga kvenþjóðar-
innar, gætu haldið að hér væru
ekki sjaldgæfar miljónara dætur.
Margt fleira mætti nefna, sem
bendir á skrautgirni fólks, bæði
karla og kvenna, en eg vil ekki
þreyta lesandann með slíkum upp-
talnigum. Hver og einn getur gert'
sínar eigin athuganir og veitt því
eftirtekt, sem fyrir augun ber.
Bendir það á fegurðarsmekk, að
fólk hengir utan á sig alls konar
skrautgripi og klæðist skrautlegum
fötum? Ekki þarf það að vera.
Oft getur slíkt verið tómt prjál og
tildur, sem ekki á neitt skylt við
smekkvísi. Fegurðartilfinningin
krefst samræmis í hlutunum.
Er þá samræmi í því, er menn
sjá luralegan og illa hirtan líkama
hlaðinn skrauti og gersemum?
Hver hefir ánægju af að horfa á
dýr klæði, fingurhringa, armbönd
og hálsfestar, sem flest ungt fólk
keppist um að skreyta Ifkami sína
með, einkum þegar það ætlar á
mannamót, og horfir þá ekkí í
skildinginn til þess að alt sé sem
glæsilegast, hver gæti notið þess
að horfa á slíkt, ef fólkið hefir svo
í önnunum gleymt að fara í bað,
og svitalyktin yfirgnæfir öll ilm-
vötn, og þeir, sem hafa heilar lykt-
artaugar, verða að grípa um nefið.
Eða lýsir það nokkrum fegurð-
arsmekk, er menn sjá skrautbúnar
blómarósir brosa og í Ijós kemur,
að þær hirða ekkert um það, þótt
munnur þeirra sé svartur eöa skaö-
skemdur af tannsýki og ein og ein
heil tönn sitji á stangli í tanngarð-
inum, eins og í tröllskessunum
forðum.
Og hvernig njóta sín skrautklæðin,
ef menn eru klunnalegir í fram-
kornu, stirðir í öllum hreyfingum
og ganga slánalega, og eru skakkir
og skældir á velli.
En svona virðist í raun og veru
fyrirmynd manna á vorum dögum
vera í þessum efnum. Menn skeyta
alt of lítið um líkamsrækt og hafa
æði sljóan smekk fyrir Hkamsfeg-
urð og hreysti, og standa menn
mjög að baki fornmönnum í því,
en það er illa farið.
Svo viröist næstum, sem fólk
keppi helst að því, að geta hulið
Hkamslýti sín með aðkeyptum vam-
ingi úr búðum, en gæta þess lítt,
að mesta prýðin liggur í vel tömd-
um og vel hirtum líkama, og hann
einn er fær um að bera skrautleg
klæði, svo vel fari.
Óhætt mun að fullyrða, að hér
eyða menn tiltölulega miklu fé f
klæðabuiöi, en óvíst er, hvort hægt
er að hrósa oss fyrir smekkvísi eða
hygni i þeim hlutum að sama skapi.
Það er list fyrir sig, að búa sig
snyrtilega, einkum ef menn hafa
litlu úr að spila, og mundi ekki
vera ilia fallið fyrir pyngjur margra
feðranna hér, að kvenþjóðin setti
stolt sitt í það, að fara vel með
Htil efni.
Ef fólk vill klæða sig svo, að
það »taki sig út«, þá þarf það að
hafa næman smekk og opið auga
fyrir samræminu í hlutunum.
Sömu flíkurnar fara ekki öllum
margreynt . sem