Vísir - 06.04.1915, Síða 2

Vísir - 06.04.1915, Síða 2
V. I S, 1 R VISIR kemur fyrst um sinn út kl. 12 á hádegi, Afgreiðsla blaðsins á Hótel ísland er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi. Ritstjórinn er þar venjulega til viðtals frá kl. 1—3. Sími 400. — P. O. Box 367. Viðs kifta-styrj öldin á sjónum. Hvað sem annars verður um hvora sagt, þá hafa Bretar lengst af þótt meiri samningamenn, en Þjóð- verjar,—meiri »diplomatar«. Þaðsást á undirbúningi þeirra undir styrj- öldina. Þjóðverjar höfðu aflað sér vopna, en Bretar bandamanna. Fyrsti »diplomatiski« sigur Þjóð- verja í þessuni ófriði var sá, er þeir fengu Tyrki í lið með sér. — Eru þeir nú að vinna þann næsta? Það kom engum á óvart, þótt hlutlausu þjóðirnar, og þá fyrst og fremst Bandaríkin, kynnu að bak- verpast nokkuð við þeim, jafnhart og þeir riðu úr hlaði, er þeir boð- uðu kafbáta-árásirnar eftir þ. 18. febr., enda rigndi þá niður mót- mælum, ems og menn muna. En þeim mótmælum tóku Þjóðverjar með mikilli kurteisi og flýttu sér að rifa seglin, — að minsta kosti í orði kveðnu —, og var það meira en allir höfðu búist við. Þeir kváð- ust fúsir til þess, að hafa eigi tundurdufl á reki og gæta vissrar varúðar í kafnökkva-sókninni, og svo er að sjá, sem Bandaríkin o. fl. hafi gert sér að góöu þessi svör. En þessi loforð voru skilyrðum bund- in. Þeim skilyrðum, að Þjóðverjar mættu vera öruggir um það, að fjendum þeirra Iiðist ekki að villa heimilcíir á skipum sínum með fánum hlutlausu þjóðanna og að kaupskipin yrðu ekki vopnuð, þann- ig, að kafnökkvunum gæti staðið hætta af þeim. Það kann r»ú að vera, að hlut- lausu ríkin hefðu ekkert á móti þessum skilmálum. En ef grant er að gáð, er hér í rauninni ekki farið fram á meira né minna en það, að hver bresk og frönsk verslunarfleyta láti sökva sér ofurrólega, án þess að bera við að veita viðnám, hve- nær sem þýskur kafnökvi kemur nálægt henni, þess, að eigi séu herskip við hendina henni til hjálpar. — Að vísu munar nú ekki ýkja mikið um það, sem kafnökvarnir hafa grandaö, af öllum skipastól Breta, En þegar Þjóðverjar töldu 20 eftir fyrstu 10 dagana og altaf hefir eitthvað veriö aö tínasl til síðan, svo aö segja daglega, þá er i það nú svo, aö þótt »Jón boli« J sé hversckgsgæfur, þá kann hann ilia þess báttar búsifjum. Skipin eru dýr og farmarnir ekki siður, og í þetta skifti fór að síga svo í Jón, að hann kvaðst verða að svara með því, að reyna aö taka fyrir | allar skipasamgöngur við Þýskaland að vestan, eins og þegar áður hefir verið frá skýrt. Nú mótmæltu hlutlausu ríkin þessu á ýmsan hátt, svo sem vænta mátti. En það er svo að sjá, sem Bretar hafi þá verið komnir í svo illan ham út af óværð þeirri, sem kafnökvarnir gerðn þeim, að ekki sé meir en svo orðum komandi við þá lengur. Stakk mjög í stúf viö það, sem áður var, um svör stjórnmálamanna þeirra upp á mála- leitanir hlutlausu ríkjanna, en þó voru blöðin ennþá miklu viðskota- verri. Kvað það við úr hverri átt, að þegar England sé beitt svo þrældegum ólögum, sem Þjóöverj- ar geri nú, þá geti það ekki látið aðrar þjóðir leggja sér lífsreglurnar um það, hvernig það eigi að nota flota sinn gegn þeim. Þetta er svo ólíkt vinakveðjum þeim, sem áður fóru milli Breta og Bandaríkjanna til dæmis, að það er ekki nema eðlilegt, að svo virðist, sem Bretar baki sér með þessu auknar óvin- sældir, að minsta kosti nú í bili. Auðvitað eru Þjóðverjar þessu alls hugar fegnir og hlakka yfir I því, að »hræsnararnir«, Bretar, skuli hafa varpað svona grímunni. Nú séu þeir sjálfir vel látnir fyrir hrein- skilni og lipurð, en Bragða-Mágus- arnir liinum megin hafi maklegar óvinsældir, aldrei þessu vant. Kvikmyndin. Rússnesk smásaga. Tjutjeff yfirlögregluþjónn V2r sér þess vel meðvitandi, hvílik ábyrgð fylgir lögregluþjónsstarfinu. En á hinn bóginn var hann heldur ekki í neinum vafa um það, að hann væri þeirri ábyrgð fyllilega vaxinn. Sjálfsálit Tjutjeffs og ánægjan með sjálfan sig lýsti sér greinilega í augnatilliti hans og dráttunum í kringum munninn, þegar hann kom um eftirmiðdaginn út úr lögreglu- stöðinni í Pétursborg. Hann skrefaði drjúgum niður aðal götuna og leit rannsóknaraug- um á alla þá, er fram hjá honum gengu. Alt í einu staðnæmdust augun við verkamann, sem var talsvert drukkinn og slangraði eftir gangstéttinni. Tjutjeff var á báðum áttum um það, hvort hann ætti að handsama manninn og stinga hon- um í svartholiö. En þar eð hér var eigi nema um smá yfirsjón að ræða, áleit hann þaö réttast eftir atvikum, að láta lögregluþjóninn, sem stóð á gatnamótunum, eiga við mannuin; það væri léttvægt verk og frekar við hans hæfi. Þegar Tjutjeff beygði út af aðal- götnnni og kom inn í hliöargötu, vék hann ósjálfrátt aftur á bak. Hann sá hvar tvær bifreiðar komu þjótandi hvor á eftir annari. Eftir nokkur augnablik staðnæmdust bif- reiðarnar, og múgur og margmenni flyktist úr öllum áttum í kring um þær. Þetta var ærið nóg til að örva lögregluþjónsblóð Tjutjeffs. Hann hraðaðí sér sem mest hann mátti, því hér var sýnilega tæki- færi til að vinna eitthvert þrekvirki, þó ekki væri annað en að dreifa mannþyrpinguuni. Þegar hann var kominn þar að, sem bifreiðarnar voru, kom ungur og vel búinn maður út úr mann- þyrpingunni, heilsaði honum og rétti honum nafnspjald sitt. »Við erum að taka kviktnynd herra yfirlögregluþjónn*, sagði hann, »og myndum við vera yður mjög þakklátur, ef þér vildúð gera okkur þann greiða, að halda fólk- inu í skefjum, og sjá um, að það standi ekki of nálægt*. Tjutjeff le't á nafnspjaldið. »Ah, þér eruð fyrir Ouberíus félagið. — Eg skal með ánægju verða viö ±>ón yðar« ! »Það er glæpamanna kvikmynd, sem við erum að taka«, sagði um- boðsmaður Ouberius félagsins. Hug- myndin er þannig: Glæpamenn ráðast á auðugan bankamann, sem er á leið til skrifstofu sinnar, og ræna hann öllum þeim peningum, sem hann hefir meðferöis. Ræn-' ingjarnir flyja og komast undan, j þrátt fyrir árvekni og þrautseigju 1 lögreglunnar. — Nú erum við ein- mitt með fyrsta þáttinn*. Tjutjeff horfði hugfanginn á Ieik- inn. í fremri bifreiðinni, sem var rauð, sat vagnstjórinn með poka yfir höfðinu og bundinn á hönd- um og fótum. Hann reyndi á all- an hátt að losa sig úr böndunum, en það var árangurslaust. í aftara sætinu lá gamall maður, Ræningjarnir höfðu bundið klút um munn hans, og á meðan einn þeirra tók frá honum úrið og vasabókina, hélt annar honum föstum. Á gangstéttinni stóð myndasmið- urinn og sneri sveifinni á mynda- vélinni án afláts. í gráu bifreiðinni, sem var fyrir aftan þá rauðu, sat vagnstjórinn og horfði hugfanginn á leikinn, »Það er alveg dæmalausf, hvað ieikurunum tekst það snildarlega að leika þetta«, hugsaði Tjutjeff, þar sem hann stóð og hafði ekki aug- un af leikutununi. Gamla manninum, í rauðu bif- reiðinni, hafði tekist að losa annan handlegginn, en þá var hann sleg- inn svo, að hann féli ofan af sæt- inu og niður í vagninn. »Finst yöur ekki að leikarar okk- ar leiki ágætlega«, sagði umboðs- maður Guberiusfélagsins við Tju- tjeff. »Þaö er engu líkara, en að hér væri um veruleika að ræðá. — En nú erum við bráðum búnir. — Viljið þér ekki gera svo vel að láta fólkið víkja Iítið eitt til hliðar?« Tjutjeff ruddi sér braut inn í mannþyrpinguna og skipaði öllum með hárri röddu að víkja til hliðar. Umboðsmaður Guberiusfélagsins rétti upp aðra hendina, og á sama augnabliki hljóp hann, myndasmið- urinn og leikararnir upp í gráu bifreiðina, sem þaut út götuna og hvarf brátt út í veður og vind. Tjutjeff yfirlögregluþjónn stóð gapandi af undrun og starði á eftir bifreiðinni. »Hvern fj...........átti þetta að þýða?« hugsaöi hann, en þar eð gamli maðurinn í rauðu bifreiðinni var nú aftur staðinn upp, lét hann gráu bifreiðina þjóta veg allrar ver- aldar og hjálpaði honum til að ná bindinu frá munninum. »Hjálp!« . . . »Hjálp!« æpti gamli maðurinn af öllum lífs og sálar kröftum, þegar er bindið var komið frá munninum. »Náiö í ræningjana!* — »í guðs bænum látið þá ekki sleppal* »Verið þér ró!egur«, sagðf'Tju- tjeff, »þeir eru búnir að taka mynd- ina. . . .« »Búnir að hverju«, orgaði gamli maðurinn hálfu hæra. »Búnir að taka myndina sögðuð þér! . . . Já, þeir eru búnir að ræna mig tíu þúsund rúblum . . . og það rétt fyrir framan nefið á lögreglunni!« Tjuljeff varð náfölur. Vagnstjór- inn sem nú var orðinn laus, óð að honum með ópum og skamm- aryrðum á meðan gamli maðurinn hélt áfram að skamma hann án af- láts: »Þér eruð dáfallegur lögreglu- þjónn! Látið ræna menn um há- bjartan daginn og hjálpið jafnvel tii þess! Aldrei á æfi minni hefi eg hitt annan eins asna!« Var því næst orð á því haft, að Tjutjeff hefði ekki veriö eins hnar- reistur þegar hann labbaði niður götuna, og þegar hann skipaði fólk- inu að víkja til hliðar á meðan ræningjarnir voru að komast undan meö ránsféð.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.