Vísir - 02.05.1915, Blaðsíða 3

Vísir - 02.05.1915, Blaðsíða 3
V 1 b l K PHr Satútas’ síUot\ o$ fiampaom. Swv\ \9Ö. BÆJARGJÖLD Gjaldendur Reykjavíkur eru hérmeð mintir ái að fyrri hluti aukaútsvarsins átti að greiðast 1. apríi þ. á. í l Bæjarg'jaldkeinm. Með e.s Gullfoss fæ eg frá Washburn Crosby Co., príma amerísk hveiti (bestu tegund sem hægt er að fá), Gold medah merkið, sem notað er um allan heim og œtti einnig að vera notað alment hér, vegna þess, hvað það erágætt. -—.... BMBMSHBaBi Sekkii' á 100 og 50 kílo. »»»-««»■ Borgun út í hönd, þegar Gullfoss kemur til Reykjavíkur. Par eð við í eldsvoðanum 25. þ. m. mistum allar bækur okk- ar og skjöl, vildum við hérmeð mælast til þess við alla viðskiftavini okkar, að þeir sendi okkur sem allra fyrst, afrit af viðskiftunum frá árinu 1914 og það sem af er þessu ári. Við væntum þess fastlega að allir okkar viðskiftavinir verði við þessum tilmælum okkar og leyfum við okkur jafnframt að til- kynna að verslun okkar heldur áfram eins og að undanförnu. Skrifstofur okkar verða fyrst um sinn í Tjarnargötu 5 B. Talsímar nr. 45 og 335. Símnefni: Activ. Reykjavík, 27 apríl 1915. Vírðingarfylst. Nathan & Olsen. Yanir sjómenn geta fengið gott pláss á snerpifiski í sumar. — Stór premía. — Hátt kaup. — Talið við mig sem fyrst. — Að hitta á Hótel ísland nr. 19 frá kl. 10—12 og 5—8. Guðmundur Loftsson. Að eins fyrir kaupmenn, bakaia og kaupfélög. Reykjavík, 28/4 1915. A, OBENHAUPT. Drekkið Carlsberg Pilsner Heimsins bestu óáfengu drykkir. Fásí alstaðar. Aðalumboð fyrir ísland: Naíhan & Olscn. s\8 \ *\J\si\ 4» *JCaup\5 öl ]xí ^\U S&aWa$úmssow. Simi Ör dagbók læknisins. (Lauslega þýtt.) Frh. Það leið ekki á löngu að við gætum sest að snæðingi, en mér til mikillar hrygðar sá eg, að gestur minn lék sér aðeins að matnum. Samt tæmdi hann mörg staup af hinu góða víni og afleiðingin af því varð sú, að hann varð Katari. — »Nú skulum við halda inn í vinnuherbergið og reykja vindil«, sagði eg, þegar við vorum búnir aö borða. Hann stóð strax á fætur og fylgdi með mér. Við drógum stólana okkar að arninum, þar sem glaður^Idur brann, og sátuni við pannig stundarkorn og reyktum þegjandi. Eg þurfti ekki að athuga Feveral vandlega til þess að sjá, að hann var gersamlega farinn að heilsu — það var mjög örðugt að þekkja aftur glaðlega, einbeitta ungmenniðt sem hafði haldið brúðkaup sitt fyrir þrem árum síðan, þar sem eg hafði veriö viðstaddur. Eg sat nú og beið eftir, að hann tryði mér fyrir því, sem hónum lægi á hjarta, en hann sagði ekki orð fyrr en hann var búinn að reykja fyrsta vindil- inn. Þá stökk hann skyndilega á fætur og staðnæmdist fyrir framan mig. »Eg reyni al!s ekki að lýsa þeim hörmungum, sem á hafa dunið«, sagði hann, — »hin hræðiega in- flúensa hefir ætt um alt héraðið, þar sem eg á heima. Því nánar sem eg hef kynst þessum lævísa og varasama sjúkdómi, því meir hef eg óttast hann. Það er föst «annfæring mín, að influensan hafi orsakað fieiri dauðsföll og eyðilagt fleiri mannslíf en kólerati hefir nokkru sinni gert. Þú hefir kynst félaga mínurn Russel? Nú jæja, bæði eg og hSnn erum alveg orðnir yfir- bugaðir af áreynslu. Eg get ekki einu sinni skýrt þér frá, hve marga sára sorgarviðburði við höfum orð- iö að vera viðstaddir, nú upp á síðkastið.* »Þú ert nú naumast kominn hitig- að til bæjarins til þess, að segja mér frá því?« tók eg snögglega fram í fyrir honnm. »Nei, auðvitað ekki. Þú getur sjálfsagt sjálfur sagt frá svipuðum sorgarviðburðum ?« »Já, og ef til vill ennþá sorg- legri*, sagði eg, en svo eg núsnúi mér að þér sjálfum, þá segir þú að þú hafir sjálfur orðið fyrir árás af þessutn óvín.« »Já, því rniður. Það var rétt eftir að dr^ngurinn dó. Hann var ofur- lítill, glaðlegur og hraustur snáði — kominn hátt á annað árið. Þú get- ur víst naumast gert þér í hugar- lund, hvaða þýðingu fyrsta barnið hefir fyrir heimilí, Halifax. — Kon- an mín og eg lifðum svo að segja eingöngu fyrir litla drenginn okkar. En sjúkdómurinn vann bug á hon- um eftir -aðeins fáeina daga. Þá varð veslings konan mín mjög aum. Hún fékk að vísu ekki inflúensuna sjálf, en orkan brást henni alveg og hún misti bæði matarlystina og gat ekki sofið. Það.var ekkert, sem gat hrest hana, og svo varð eg alt í einu veikur. Eg held ekkert veki eins undrun manna eins og það, þegar læknir verður veikur. Eh eg varð nú einnig að lúta fyrir veik- inni, sem að vísu stóð stuttan tíma, en varð áköf. Eg varð að fara á fætur aftur svo fljótt sem unt var, og fór að vinna eftir stuttan tíma. Eg hélt að alt væri í röð og reglu, en — —« »Þú gerðir rangt í því, að fara svo snemma á fætur«, svaraði eg, »Þú ert engan veginn í færum til þess að vinna, ennþá.« »Er þá útlitið svo slæmt? Er anðvelt að sjá á mér, að eg hafi verið veikur?* »Hvaða læknir sem væri, myndi óðara sjá það á þér, að þér líður mjög illa«, sagði eg, »þú ert ger- samlega lamaður, alt lífsafl þitt er á förum, og þú þarfnast hvíldar og næðis. Farðu því heim í kvöld, — eða bíddu öllu heldur til morguns og farðu svo með fyrstu lestinni til Westfield. Talaðu svo við Russel, og segðu honum, að þú verðir að fá þér eins mánaðar frí.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.