Vísir - 06.05.1915, Blaðsíða 3

Vísir - 06.05.1915, Blaðsíða 3
V l S 1 H 5)veW$ svtxow oc| tatwpavvtv. Svvtvv Vanan kyndara Heiðraðaviðskiftavini bið eg vinsamlegast að gefa mér upplýsingar um það, hvað þeir hafa fengið úttekið við verslun mína í síðastliðnum mánuði, vegna þess að útlánabókin (kladdinn) först í brunanum. Mig er að hitta fyrst um sinn í Lækjargötu 4 (niðri að norðarverðu) milli 1 og 5. Virðingarfylst. Egill Jacoksen. JtámssfcevS v ^vevmUvsvStvaSv heldur Heimilisiðnaðarfélag íslands frá 15. maí til 30. júní næstk. í barnaskólahúsinu. — Þetta verður kent: 1. Margskonar vefnaður, 2. Bursta- og sópagerð, 3. Alls konar körfuriðning, 4. Bókband. Kensla og efni ókeypis. Sækið sem fyrst til undirritaðs. Þeir sem œtla að vera kenn- arar í þessum greinum, hafa forgangsrétt, ef fleiri sækja en tekið verður við. Jón Þórarinsson, Laufásveg 34. (Sími 105). vantar mig til fiskverkunar á Austfjörðum. — Hátt kaup! — Að hitta á Hótel íslands nr. 19, frá 4—8 e. h. Gruðmundur Loftsson. vantar mig. — Hátt kaup! — Að hittta á Hótel ísland nr. 19, frá kl. 4—5 e. m. Guðm. Loftsson. Yindlar, Yindlingar (Cigarillos) Skraatóbak, Neftóbak (skorið) fæst í verslun Jóns Hjartarsonar&COc Hafnarstræti 4. Sfmi 40. Drekkið L y s Carlsberg Heimsins bestu óáfengu drykkir. Fást alstaðar. Aðalumboð fyrir ísland: Nathan & Olsen. yauipvS öl Öf^eÆvwwv ^c&vU S&all&^umssow. S'wú ír dagkók læknisins. (Lauslega þýtt.) Frh. Næsti þátturinn í hinni undarlegu sögu vinar míns kom mér því ekki miög á óvart. Naumast voru liðnir fjörutíu og átta ti'mar frá burtför vinar míns, er frú Feveral kom til þess að tala við mig. Eg ætlaði einmitt að fara að fara að heiman, þegar hún kom akandi í vagni að dyrunum á húsi mínu. Eg hafði ekki séð hana síðan hún var brúður. Nú var hún klædd í sorgarbúning. Hún var ung og framúrskarandi falleg kona, nieð óvanalegt, Ijóst og bjart hörund og gult hár, sein er mjög sjaldgæft meðal enskra kvenna. En nú mintist eg þess líka, að unga stúlkan, sem Feveral hafði gifst, var af norskum ættum og það gaf skýringu á bjarta hörundslitn- um, bláu augunum og gullna hár- inu. Hún stökk léttilega niður úr vagninum, og þegar hún sá mig, kom hún hlaupandi upp tröppurnar á móti mér. »Guði sé lof, að þér eruð ekki úti«, hrópaði hún. Eg er í óttaleg- um vandræðum. Get eg fengið að tala við yður strax?« »Já, gjarnan«, sagði eg og vís- aði henni inn í vinnustofu mína. »Hvernig líður manninum yðar, frú Feveral? Eg vona, að þér komið ekkí með slæmar fréttir um hann?« »Jú, því miður«, svaraði hún og þrýsti snögglega hendinni að hjarta sér. »En eg vil ekki láta hugfallast,« hélt hún áfrani, um leið og hún leit á mig augum, sem lýstu bæði örvæntingu og einbeitni. Þau höfðu djúp áhrif á mig og mér gafst færi á, í gegnum þau, að sjá inn í hina hugprúðu sál hennar. »Eg ætla að berjast til þrautar, til að bjarga honum, ef það er hugsanlegt að hægt sé að bjarga honum«, hélt hún áfram. »Engetið þér ekki hjálpað mér til þess? Ef þér getið það ekki, þá getur það enginn. Viljið þér hjálpa mér? Þér hafið altaf verið góður vinur manns- ins míns, og einskis manns álit hefir hann metið eins mikið, eins og yðar. Viljið þér nú aðstoða mig í þessum vandræðum?« »Þér þurfið alls ekki að spyrja um slíkt«, svaraði eg, »gerið nú svo vel að setjast þarna á stólinn og segið mér svo alla söguna.« Hún gerði sem eg bauð. Þegar hún tók til máls, kreysti hún sam- an hendurnar og eg gat seð á öllu látæði hennar, að hún átti ílt með að stilla sig. »Það var eg, sem þrábað mann- inn minn, fyrir nokkrum dögum, að fara til yðar og leita ráða hjá yður«, byrjaði hún. »Hunn hafði minst á við mig sumt, sem að honum gengur, og þess vegna bað eg hann að leita til yðar. Eg vonaði, að hin góðu ráð yðar myndu duga. Símskeytið yðar gerði mig að vísu mjög hrædda, en næst- um á sama augnabliki og eg las það, fékk eg annað frá manni mín- um, sem sagði, að eg mætti búast við sér með morgunlestinni, og að sér liði nú betur. Svo kom hann siuttn á eftir og var þá kátur og hress að sjá. Hann sagðist halda, að allir kvillar hefðu nú yfirgefið sig. Inni í biðstofunni sátu margir sjúklingar, sem komu til að leita ráða hjá honum, og eftir að hafa talað við mig, gekk hann strax inn í efnarannsóknastofuna. Mér fanst þá, sem eg væri örugg um heilsu hans og sendi yður því símskeytiö. sem þér fenguð um kvöldið. Allan seinni hiuta dagsins hélt hann áfram að vera kátur og glaður og sagðist halda, aö við þyrftum ekki að vera að hafa óþarfa útgjöld af ferðalag- inu, sem þér höfðuð stungið upp á við hann. Hann svaf mjög vel alla nóttina, og um morguninn sagði hann aftur, að sér liði mjög vel. Hann fór snemma út til þess, að Iíta til sjúklinga, og kom heim aftur til morgunverðar. Því næst dvaldi hann, eins og hann var van- ur, nokkra tíma í efnarannsókna- stofunni. Eg hef altaf verið sorg- bitin og niðurbeygð síðan barnið okkar dó, en þenna dag fanst mér sem eg væri glöð — það var svo ánægjulegt, að sjá Arthur aftur, eins og hann átti að sér að vera.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.