Vísir - 24.05.1915, Síða 2
v i S 1 Í<
^riðjudaginn 25. þ. m. hefsí
Ný útsala í Bergstaðastræti 27.
Þar verða seld brauð frá bakaríi Björns Símonarsonar.
Ennfremur verður selt: Mjóik (í glösum og samkv. pöntun) egg,
gosdrykkir, öl, niðursoðið kjöt og kæfa o. fl. o. fl.
3r Isiensk frímerki [óbrúkuðj verða þar einnig til sölu. 5J
í Heliusondym.
Hér getur að líta
ytstu vígin við Hellu-
sund, rétt úti við Mið>-
jarðarhafið. Vígið, sem
nær manni er, Asíu-
megin, heitir á tyrk-
nesku Kum Kale, og
þýðir það Sandborg,
eða eitthvað því um
líkt. En hinum meg-
in við sundið, Evrópu-
megin, sést Sedd ul
Bahr, það þýðir Hafs-
loka, eða Sundaslag-
brandu'. Þar hata nú
. bandamenn skipað .
upp sumu af Iand-
hernum, er þeir sendu til höfuðs Tyrkjanum. Þarna er því barist bæði á sjó og landi þessar mundir.
Það voru þessi tvö vigi, sem fyrst uiðu fyrii flotaarásinni, og munu þau nú vera mjög skemd,
eða alónýt, enda voru þau aldrei eins öflug og hin, sem innar liggja og boðið hafa bandamönnum
byrginn til þessa.
VISIR
kemur fyrst um sinn út kl. 12 á
hádegi,
Afgreiðsla blaðsins á Hótel
Island er opin frá kl. 8—8 á hverj-
um degi.
Inngangur frá Vallarstræti.
Skrifstofa á sarna stað, inng frá
Aðaistr. — Ritstjórinn til viðtals frá
kl. 12-2.
Sími 400.— P. O. Box 367.
Ytsí
Fáheyrð hefnd
fyrir trygðarof.
Maður er nefndur Arthur Hearn
Cawl, einkasonur auðkýfings nokk-
urs í Bridgeport í Connecticut, sem
á margar miljónir. Konu hafði
hann sér festa, er hét Emily Whee-
ler, og var hún einnig af fjáðum
komin. Einu sinni sagði hún hon-
um upp, eins og gengur. Fór hann j
þá og hitti hana, en fékk engu j
tauti við hana komið. Hann bað
hana þá að skilnaði að kippa í
spotta nokkurn, og gerði hún það,
því að hún hugði, að hann væri
eitthvað að gera að gamni sínu.
Kom þá hár hvellur og maðurinn
datt niður dauður. Hann hafði sem
sé fest annan enda spottans við
gikkinn á skammbyssu, sem hann
geymdi á sér milli fata, og var
henni svo miðað, að skotið skyldi
drepa manninn, þegar er tekið væri
í spottann.
Svo vel tólcst hefndin, að stúlk- |
an féll þegar í öngvit, er hún hafði
unnið þetta óhappaverk, og hugðu
menn bæði dauð vera, er að var
komið. Enginn grunar hana um
morð, en mikið er um málið rætt,
því að stórbokkar eiga í hlut.
Frá bæj ar stj ói narfundi
20. þ, m.
!• Bygginganefndarfundarg.frá 13.
þ. m. samþ. að frá teknum 1.
iið, (að leyfa fslandsbanka að
gera viðbót við Melstedshús).
Þar á meðal, að byggja stein-
steypuhús við nr. 70 á Lauga-
vegi. Gunnari Gunnarssyni leyft
að byggja bráðabirgðaskýli á
brunatópt verzlunarinnar »God-
haab«, með því skilyrði, aö það
líti þokkalega út og verði rif-
ið niður fyrir 1. maí 1916.
Sigurjóni Sigurðssyni leyft að
byggja steinsteypuhús á Slátur-
húslóðinni við Klapparstíg,
2. Fasteignarnefndargerðir frá 12.
þ. m. Tjiboð um vörslu bæj-
arlandsins. Samþ. að taka til-
boði Ágústs PálmasonaríNarfa-
koti um vörsluna gegn 500
kr. gjaldi.
3. Fasteignanefndargerð frá 14. þ.
m. Leigjandi Elliðaánna hefir
beiðst þess, að losast við leigu-
samninginn á veiðiréttinum í
sumar, vegna stríðsins, gegn
því, að greiða einhverjar skaða-
bætur. Samþ. tillaga nefndar-
innar um skaðabótakröfuna, og |
ef leigjandi, Mr. Davidson.geng-
ur að henni, er ætlast til að ;
árnar verði leigðar ti! einstakra .
manna í sumar, líkt og gert
var sumarið 1913.
4. Veganefndargerð frá 17. þ. m.
samþ. Þar á meðal, að gert
verði við barnaleikvöilinn við -
Grettisgötu, með því fé, er
safnast hefir til viðgerða á
barnaleikvöllum, er frú Bríet
Bjarnhéðinsdóttir skýrði frá á
síðasta bæjarstjórnarfundi. Verð-
listi trá Böðvari Jónssyni um
gangstéttir og holræsapípur o.
fl. mál.
5. Hafnarnefndargerð frá 14.p. m.
Um hana urðu langar umræð-
ur, tvær beiðnir lágu fyrir, önn-
ur frá Magnúsi Guðmundssyni
trésmið, hin frá fiskiveiðafélag-
inu »Haukur«, um að fá til
kaups lóð þá, er bærinn á fyr-
ir neðan lóð hlutafélagsins
»Steinar«, fyrir neðan Mýrar-
götu. Loks var samþ. að leigja
Magnúsi Guðmundssyni part
af lóðinni, 20 metra meðfram
sjó, gegn 150 kr. árgjaldi, með
þeim skilmála, að bærinn geti
sagt upp leigunni með 6 mán-
aða fyrirvara.
(Magnús ætlar að nota þessa
lóð til að smíða á mótorbáta
o. fl.).
Tillaga var samþ. frá Jóni
Þorlákssyni, þess efnis, að bæj-
arstjórnm vilji gera ítarlegatil-
raun að útvega fiskveiðafélag-
inu »Hauk« Ióð innan hafn-
arlegunnar, þar sem nauðsyn-
Iegt þyki, til kaups eða leigu,
og einnig öðrum félögum er
samskonar beiðnir komi frá.
6. Brunamálanefndargerð frá 18.
þ. m. samþykt. Þar á meðal:
Einari Erlendssyni leyft að
nota Icopal-pappa tii þaka í
T I L M I N N I S:
Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. lil 11
Borgarst.skrifát. í brunastöð opín v. d
11-3 og 5-7
Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2
og 4-7
Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d.
íslandsbanki opinn og 5‘/2-7
K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 8l * * * 5 6/2 síðd.
Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1.
Landsbankinn 11 -21/, og 5l/2-6V2. Banka-
stjórn 12-2
Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3
Landssíminn opinn v. d, dagiangt (8-9)
Helga daga 10-12 og4-7
Náttúrugripasafnið opið P/,-21/, síðd.
Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1
Samábyrgðin 10-12 og 4-6
Stjórnarráðsskritstofurnar opn. 10-4 v. «'
Vífilsstaðahælið. Hcimsóknart'mi 12-1
Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. find. 12-2
stað járns á einu til tveim smá-
húsum í útjöðrum bæjarins.
Út af bréfi »Hins íslenska
steinolíufélags« var ákveðið, að
ekkert væri því til fyrirstöðu,
að kaupmenn gerðu olíugeyma
í kjöllurum eða í jörðu, þó
þannig, að þeir rúmi ekki
meira en 800 lítra, ef þeir eru
í kjölíurum undir húsum og
ekki meir en 3500 lítra, ef
þeir eru í jörð utan húss.
Ákveðið að greiða þetta ár
reikning sótarans fyrir hrcins-
un reykháfa á sjúkrahúsum í
Laugarnesi og á Kleppi.
Samþ. að kaupa mótordælu
þá af Ágúst Flygenring, sem
höfð var við »brunann mikla«,
fyrir 3,954 kr., er sé greitt úr
brunabótasjóði.
Borgarstj. gat þess jafnframt,
að von væri á tillögum um
að auka meir slökkvitæki bæj-
arins, jafnvel fá aðra mótor-
dælu, brunastiga o. fl.
Samþ. að greiða reikninga
manna fyrir skemdir. á fötum
m. m. við brunann 25. apríl.
Gert ráð fyrir, að það verði
yfir þúsund krónur.
7. Fátækranefndargerðir frá ll.þ.
rn. lagðar fram.
8. Lagðir fram reikningar elli-
styrktarsjóðs fyrir árið 1914.
Til að endurskoða þá voru
kosnir: Sighv. Bjarnason og
Magnús Helgason.
9. Umsókn Magnúsar Blöndahls
um Ieigu á Stóra-Selstúni til
fiskverkunar um næstu 30 ár
vísað til fasteignanefndar.
10. Umsókn Benedikts Jónssonar
fyrv. sótara um hækkun á eft-
irlaunum vísað til fjárhags-
nefndar.
11. Beiðni Gísla Þorbjarnarsonar
um leyfi til að setja upp hring-
ekju við Bergstaðastræti var
feld.
12. Þessar brunabótavirðingar voru
samþyktar:
Á verkmannaskúr »Defensors«,
fiskveiðafélags, kr. 3,947,00.
Ný virðing á húsi nr. 2 við
Vonarstræti kr. 8,065.00.
Eftir það var fundi slitið kl. lO1/^
Hafði staðið fulla A1/^ tíma, auk
matarhlés, er fulltrúarnir tóku sér.
Hrafnkell.