Vísir - 24.05.1915, Side 3

Vísir - 24.05.1915, Side 3
V l S l K pgf $atúfas’ sUron og feamipaorft. S'W' V96. Sardínur norskar og franskar, Ansjósur — Síld, stór og smá — Kavíar — Lax — Fiskbollur er sjálfsagt að kaupa í Gíaffalbitar N ý h ö f n . Drekkið LYS Carlsberg Heimsins bestu óáfengu drykkir. Fásf aistaðar. Aðalumboð fyrir ísland: Naíhan 6* Olsen. Atvinna. Nokkrar stúlkur, vanar síldai-söltun, verða ráðnar til Siglufjarða*'. Hátt kaup! Hallgr. Tómasson. Laugavegi 55. SmjörHkið besta fæst nú stöðugt hjá Jes Zimsen. Ullar- prjónatuskur keyptar hæsta verði mót pening ingum eða vörum í Vöruhúsiun. Síúlka, helst æfð, getur fengið vinnu frá 1. júní í stórri »manufactur«-verslun hér. — Tiiboð, merkt: »Dömubúð«, sendist afgr. Vísis fyrir 25. þ. m. Jón Kristjánss. læknir. Gigt og hjartasjúkdómar. Fysiotherapi. Bókhlöðstíg 10 (uppi). Viðtalstími 10—12. ULLARBALLA heila og hreina, kaupir Yersl, YON Laugayes: 55 Ávextir í Nýhöfn. Nýjar Appelsínur og Bananar í dósum Perur — Ananas — Epii — Aprikósur — Jarðarber og Blandaðir ávextir. — Best eru ávaxtakaupin í Nýhöfn. Nokkra duglega vinnumenn vantar nú þegar við hafnargerðina í Vestmannaeyjum Upplýsingar á skrifstofunni í Pósthússtræti II, frá kl. (Jr dagkók iækmsms. (Lauslega þýtt.) Frh. Þá snérum við aftur heim að höllinni, en við höfðum ekki geng- ið lengi, þegar Iris kallaði óttasleg- in: »Hvað er í vasaklútnum þín- nm, Davíð?« Hann hafði tekið vasaklút upp úr brjóstvasa sínum. Hann leií snöggvast á hann, þegar hún hróp- aði upp, því næst staðnæmdist hann og fölnaði. »Eg verð að biðja afsökunar«, sagði hann svo, »þetta var óhyggi- legt af mér. Eg var búinn að gleyma þessu.« »Vasaklúturinn þinn erallur blóð- ugur. Hefirðu meitt þig?« spurði Iris. »Nei, nei, alls ekki!« Um leið og hann sagði þetta, stakk hann í flýti vasaklútnum í vasann aftur. »Málinu er blátt áfram þannig varið«, hélt hann áfram, »að asninn hann Ransome hefir verið að skjóta hér í '311311 morg- un, og hefir hann, dóninn sá arna, skotið marga fugla. Þannig gekk eg fram á veslings fasan, sem var særður og að dauða kominn, svo að eg stytti honum stundir fyrir fult og alt, svo hann ekki kveldist lengur. Þess vegna er blóð á vasa- klútnum mínum. Það var ljót sjón, — við skuium ekki tala meira um það.« »Mig grunaði það, að herra Ransome væri einhvers. staðar ná- lægt«, sagði Iris. »Það eitt, að hugsa um þann mann, vekur hjá mér viðbjóð.« Það fór hroilur um hana, um leið og hún sagði þetta. Vane leit á hana, en sagði ekkert. Augu þeirra mættust, — og hann brosti sem snöggvast til hennar, En eg gat þó ekki annað, en tekið eftir því, hve fölur hann var. Við vorum nú komin heim að High Court, og frú Romney kom út til þess, að taka á móti okkur. Hún bauð mig hjarianlega velkominn og bað mig svo að koma með, inn til manns hennar. »Hershöfðinginn liggur inni í vinnustofu sinni, kæri læknir, ann- ars myndi hann undir eins hafa komið út til þess, að taka á móti yður«, sagði hún. »Sannleikurinn er sá, að hann hefir ekki verið vel frískur utidanfatna daga, og áðan, þegar eg var inni hjá honum, lá hann í legubekknum með miklum skjálfta og gat naumast staðið á fætur, þó hann reyndi til þess. Eg vona þó, að hér sé ekki um neitt alvarlegt að ræða, og að hann muni brátt ná sér aftur.« Eg fór með frú Romney inn í vinnustofu hershöfðingjans. Hers- höfðinginn lá í legubekk, en er við komum inn, stóö hann á fætur og gekk á móti okkur. Hann var hár maður og sterkbygður, auk þess allmjög orðiun feitur og dökkrjóð- ur í andliti. Augun voru undarlega skær. »Velkominn!« sagði hann og rétti mér höndina. »Hér sit eg og veit naumast, hvað að mér gengur. Hefir konan mín ef til vill sagt þér, að eg sé veikur — hvað þá? Þá get eg sagt þér, að mér hefir aldrei liðið betur á æfi minni. Það væri líka þokkabragð, að ginna þig hing- að til þess eins, að lækna mig.« »Eg er altaf reiðubúinn til þess ;, svaraði eg. »En það gleður mig samt sem áður mjög aö sjá, að þú ert ekkert alvarlega veikur.« »Nú skaltu lofa okkur að vera einum, Mary«, sagði hershöfðing- inn, um leið og hann snéri sér að konu sinni, og leit til hennar inni- lega. »Sviminn er alveg horfinn, góða mín, og samræða við gamlan vin er betra meðal, en alt annað.« Frú Romney fór undir eins. Jafn- skjótt og hún var komin út um dyrnar, lét hershöfðinginn fallast niður í hægindastól sinn, og faidi andlitið í höndum sér. Eg tók eftir því, að hinar stóru hendur hans hristust. »Sannleikurinn er sá«, sagði hann með alt annari rödd, »að það er eitthvað að.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.