Vísir - 27.05.1915, Blaðsíða 3

Vísir - 27.05.1915, Blaðsíða 3
VM S> 1 k Í^HT Sanxtas sítvow o^ fiampao\w« %ixo\ \9ö. ~m Stórar bjarkarplöntur með hnaus Ofnar, eldavélar alls konar, eldfastur steinn, eldfastur Ieir. Pakpappi alls konar, veggjapappi, strigi, pappasaumur. Pakjárn, þaksaumur. Málaravörur alls konar frá Forenede Malerm. Farvemölle, altaf fyrirliggjandi hjá Carl Höepfner, pakkhús Hafnarstræti 21. Sími 21. =3 Atvinna. Jfe- Nokkrar stúlkur, v a n a r síldarsöltun, verða ráðnar til Siglufjarðar. =■■■ , = Hátt kaup. ■ ■ ■ ■= Hallgr. Tómasson. Laugavegi 55. Veggfóðrið ===== margeftirspurða kom með Vestu í - Bankastræti 7. JltuwÆ ejtu ^voUa^úsxwu í ZZ. Sími 407. Sími 407. úr Haliormstaðaskógi eru seldar í gróðrarstöðinni nú fyrst um sinn kl. 12-1 og 6-7. Einar E. Sæmundsen. #áT** e i ® •» i ® Sjorotin marg eftirspurðu eru komin aftur í Frönsku Versl. í Hafnarstr. 17. Pilsin, Treyjurnar, Brækurnar, Hattarnir og Stakkarnir, alt af bestu tegund. • Flýtið ykkur! —.■■■■■— - ——-—— Til síldarverkunar er ágœtt pláss við Eyjafjörð til leigu í sumar fyrir 2—3 skip. 3 bryggjur og húspláss fyrir 50—60 verkafólks, ásamt ótakmörkuðu upplagsplássi. Nánari upplýsingar hjá S. Jóhannesson, Laugaveg 11. Det kgL octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru alskonar o. fl. Skrifstofutími 8-12 og 2-8 Austurstr N. B. Nielsen Guðm Pétursson massagelæknir Qarðastræti 4. Sími 394. Heima 6—8 síðdegis. Sími 394. Qigtarlækning — Sjúkrale.kfimi — Böð (hydrotheraphi) — Rafmagn. \ öt Jtfá 6tge\3\ww\ S^a^aB*xmssom Sxmx Wö, Ör dagl)ók læknisins. (Lauslega þýtt.) Frh. Eg stóð um stund afsíðis og nokkuð álengdar frá hinum glaða og prúðbúna veisluskara. Iris hafði lofað mér nokkrum dönsum, en röðin var ekki enn komin að okk- ur. Meðan eg stóð þarna og beið, fór eg að hugsa um hljóðið, sem eg hafði heyrt, þegar eg stóð með ungfrú Romney uppi á Sjónarhóln- um. Að öllum líkindum hefir það verið þegar morðið var framið, og þó gat það ekki verið, því að Ransome fanst með niolaða haus- kúpuna, og gat það naumast stafað af byssusKOti. Nú kom ungfrú Romney til mín. »Við eigum næsta dans«, sagði hún og leit á mig, — »en«, hér þagnaði hún. »Hvað er að?« spurði eg hana brosandi. »Eg er svo þreylt og viídi helst vera laus við að dansa. Eigum við ekki að sitja hjá í þetta sinn? Og viltu svo ekki ganga með mér út í vetrargarðinn, því það er svo heitt hér inni.« »Jú, með ánægju«, svaraði eg. Hún lagði hönd sína á handlegg niér, og við fórum burt úr dans- salnum, Við urðum að fara í gegn- um annan stóran sal, til þess að komast út í vetrargarðinn, sem lá að baki hússins. »Eg hefi þráð svo mikið, að fá að tala við þig«, sagði unga stúlk- an næstum hvíslandi, um ieið og við ruddum okkur braut, milli binna mörgu gesta. »Eg hefi þekt þig síðan eg var barn, og eg er svo kvíðin —« Við vorum nú komin inn í vetr- argarðinn, og þá snéri Iris sér al- veg að .mér og sagði: »LæknirI er faðir minn heitbrigð- ur?« Eg ætlaði einmitt að fara að svara henni, þegar hávaði að baki okkur kom okkur til að líta við. Maður, sem hvorki var einn af gestunum né af þjónustufólkinu, kom inn í forsalinn. Það var mað- ur dökkur á brún og brá. Tveir þjónar stóðu hjá honum og voru að tala við hann. Það virtist svo, sem þeir legðu mjög að honum með eitthvað, en hann virtist auð- sjáanlega ekki lata sannfærast. Einn þjónanna tók í handlegg mannins, en hinn ókunni maöur ýtti honum óþolinrnóðlega frá sér, og gekk lengra inn í salinn. Gestir voru alstaðar, bæði í for- salnum, á tröppunum, og á leið- inni inn í danssalinn. En nú stóðu allir kyrrir og eins og steini lostn- ir, og allir horfðu á ókunna mann- inn. Eg fann nú, að tími var kom- inn fyrir mig til þess, aö taka fram í. Eg get ekki skýrt frá, hvaða grunur greip mig. En mér fanst eg vera sannfærður um, að ókunni maðurinn, með ískyggilega útlitið, hefði ruðst þarna inn, á meðan há- tíðin stóð sem hæst, til þess að reka eitthvert örlagaþrungið erindi. »Afsakaðu mig sem snöggvast«, sagði eg við Iris. »Eg ætla að fara og tala nokkur orð við þennan mann. En eg kem aftur, eftir fáar mínútur.« »Hvað ætii þessi maður vilji?* sagði Iris. »Það skal eg segja þér strax«, svaraði eg. »Bíddu bara þarna, þá skai eg undir eins koina aftur.« Mér til gremju sá eg samt, að hún kom á eftir mér. — Þjónninn, sem hafði skýrt mér frá dauða Ransomes, — hann hét Henry, — kom nú til mín, þegar hann sá, að eg kom. »Mér þykir mjög vænt um, að þér eruð hér, hr. læknir«, sagöi hann, »því ef til vill getið þér fengið Morris lögregluþjón tii þess, að fara. Eg er, hvað eftir annað, búinn að segja honum, að hann skuli koma aftur í annað sinn.« Rödd þjónsins var hás, og hann var fölur af geðshræringu. Hann greip fast í kjólinn minn, eins og hann væri alveg yfirkominn af taugaódyrk.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.