Vísir - 30.06.1915, Blaðsíða 1
M
Utgefaadi:
HLUTAFELAG.
Ritstj. ANDRES BJÖRNSSON
SÍMI 400.
Skrifstofa og
afgreiðsla í
H ó t e I I s I a n d .
SIMI 400.
5. á r g ■
2=^ Miðvikuudaginn 30. jú;í ISlS. 2^=^
200. ihl.
GAMLA BiO
Andlitið á
glugganum.
— GYLDEN DALS-FILM —
Áhrifamikill sjónl. í 3 þáttum.
Aðalhlutv. Ieika:
Holger Reenberg og
Poul Reumert!
H é r m e ð tilkynnist vinum og
vandamönnum að dóttir okkar,
Ouðrún, andaðist að heimili sínu
þ. 27. þ. m. — Jarðarförin er á-
kveðin næstk. mánudag og hefst
með húskveðju kl. liy2 f. h. frá
heimili okkar, Birtingaholti.
Sesselja Jónsd. Simon Ólafsson.
Bæjatal
á íslandi 1915.
þess hefir víst þegar verið
getið hér í blaðinu, að nú er
búið að gefa út bæjatalið að nýju.
þetta er auðvitað ómissandi bók
fyrir alla póstafgreiðslu, en hún
er og stórþörf öllum þeim, er
afgreiðslu blaða hafa á hendi o. fl.
Og fróðleg er bókin fyrir alla.
Vér höfum verið að líta yfír
hana, og satt er það, að margt
er bæjsrnafnið fallegt á landi voru.
En til eru þau líka ljót og vitlaus.
þau nöfn eru eitt af þvi, sem
þarf að laga. Og það er alhægt
að laga þau, ef eigendur jarðanna
vilja. Alþingi samþykti lög um
það efni 1913, og samkvæmt
þeim þarf ekki annað, ef einhver
vill fá betra nafn á bæinn sinn,
en að skrifa leyfisbeiðni til stjórn-
arráðsins, ef um sveitabæ er að
ræða, en sýslumanns, ef það er
hús í kauptúni, skýra frá nafni
og dýrleika"eignarinnar og ástæð-
um til nafnbreytingarinnar, láta
fylgja vottorð sýslumanns um
eignarheimild og fá honum svo
alt saman. Hann sendir svo
stjórnarráðinu, og ef það álítur
nýja nafnið óhæft, þá koma
plöggin endursend og má velja
annað nafn. En annars kemur
leyfisbref, sem kostar 25 kr.
nema ef upp er tekið eldra nafn
á býlinu og svo 2 kr. ómakslaun
til sýslumanns, auk venjulegs
Símskeyti
frá
fréttaritara Vssis.
Khöfn 29. júní.
Hermáiaráðherra Rússíands hefir sagi af sér.
lialir búasi iil að iaka þáii í árásinni á Heilu>>
sund.
Bifreiðastöðin
við Vonarsiræii
(jjfljgr sendir bifreið kl. 7 í kveld
tíl Þirtgvalla.~|jteg
4 menn geta fengið farí
I
WYJA BSO
Leyndarmál.
Sjónleikur eftir Otto Rung.
leikinn af Nordisk Films Co.
Aðalhlutv. leika:
Olaf Fönss og
frú Lily Beck
(klichéer) útvegar
Einar Hermannss.
Brekkug. 3. Rvík.
Aukafundur
í Hringnum
í dag kl. 5 á venjulegum stað.
Áriðandi að sem flestar mæti.
þinglestrargjalds. Ekki má taka
upp samnefni við annan bæ í
sömu sýslu.
það væri nú ástæða til þess,
að fá sumum nöfnum breytt fyrir
það eitt, hve mörg samnefnin eru,
oft í sömu sveit. Hólarnir eru
t. d. ekki færri en 47, Hvamm-
arnir 39, Bakkar og Brekkur37,
Grundir 36 o. s. frv. En meiri
ástæða er þó það, að sum bæja-
nöfnin eru til minkunar, eins og
þau eru, og málspillingar.
þau eru ekki fá, sem eru eitt-
hvað afkár, eða jafnvel alveg ó-
skiljanleg. Eg skal nefna nokk-
ur : Bár, Bjalli, Bjálmholt, Bjóla,
Briti, Butra, Eima, Erta, Gaul,
ípishóll, Klón, Ossabær, Roðgúll,
Rot, Snússa, Spækill, Strilla,
Tumsa. það er eftirtektarvert, að
öll eru þessi nöfn af Suðurlands-
undirlendinu, nema 4. Sorglegt,
hvernig þær góðu sveitir liafa
orðið gróðrarstía fyrir latmæli og
málleysur alls konar. því að nú
er ekki nóg með þetta. Sum
nöfn eru stórum löguð í bókinni
frá því, sem þau eru í daglegu
tali. það er sem sé siður í heil-
um sveitum, að uppnefna bæina!
Herríðarhóll verður „Herra", Arn-
þórsholt „Öndusholt“ o. s. frv.
Og auðvitað eru ýms af þessum
nöfnum, sem nú voru talin, af-
bakanir úr góðu og gömlu máli,
sem oft er ógerningur að vita,
hvað verið hefir í upphafi.
þá eru útlend nöfn, sem fara
óneitanlega illa á íslenskum bæj-
um, t, d. Batavia, Berlín, Bern,
Gottorp o. s. frv. Eitt er Sjólyst,
sem er farið að tíðkast á Suður-
landi. Að vísu eru þau flest í
kaupstöðum, en það er lítið betra.
Auk þessa er mesti fjöldi af
nöfnum, sem ekki eiga vel við á
bæjum, þótt á þeim sé, eða eigi
að heita, íslenskt mál, eða eru þá
eitthvað svo ræfilsleg, að það
hlýtur að skaprauna þeim, er þar
búa, í hvert skifti, sem þeír þurfa
að segja til um heimilisfang sitt.
Hér eru nokkur: Andrésfjós,
Ausa, Beggjakot, Bráðræði, Brók,
Dagsbrún, Dallur, Dunkur, Enda-
gerði, Eyvakot, Gloppa, Glóra,
Halakot, Kotleysa, Látalæti, Lölu-
kot, Siggusel, Simbakot, Sýru-
partur, Sölkutópt, Tobbakot og
Vindbelgur. — Vælugerði er ekki
höfðinglegt, en Vælugerðiskot tek-
ur þó út yfir. — Mykjunes, Tað-
hóll og Vilpa eru ekki þrifaleg
nöfn, en þó er Pula verra, því
að það er bjöguð danska líka,
fjandinn sá arna. Og enn eru
það Austursýslurnar, sem eru
iangdrýgstar. það þolist varla í
Norðurlandi, að draga af manns-
nafninu í samsetningunni.
Sum nöfn eru óhæfilega stirð i
eða löng. það er von að mönn- •
um vefjist tunga um tönn, þegar
þeir eiga að nefna Belgsholtskot.
Og það tekur tíma að nefna
Móeiðarhvols-Suðurhjáleigu eða
Voðmúlastaða-Austurhjáleigu jafn-
vel Dagverðareyrarvík. Mið-Með- f
alholt og Eystri-Efribær eru ekki
viðkunnanleg.
Vandræðanöfn eru það, sem ;
eru eins átkvæðis orð í fleirtölu. '
þáguföllin af þeim, sem mest eru !
notuð, hafa orðið til þess, að i;
menn hafa gleymt nefniföllunum ;
og búa þau svo til vitlaus: Gilj- j.
ir (eða Giljar), Seljar, Skinnar, j
þorpar, í staðinn fyrir Gil, Sel, I
Skinn, þorp. Bókin hefir þess- :
S t j ó r n i n.
Fundur
verður haldinn í verkakvennafél.
,,Framsókn”
fimtudaginn 1. júlí kl. 8 í húsi
K. F. U. M.
Mjög áríðandi mál til umræðu.
Konur f jölmenni!
S t j ó r n i n.
Thorvaldsensfél.
Fundur verður haldinn fimtu-
daginn 1. jú'í nœstkomandi, kl.
9 e. h. í Iðnaðarmannahúsinu.
Aríðandi mál á dagskrál
Félagskonur beðnar að fjölmenna.
Stjórnin.
ar skökku myndir, eins og þær
hafa verið í framtalsskýrslum
hreppstjóranna, en reyna hefði
mátt að laga þær, til þess að
kenna mönnum það rétta. Enn
fremur hefði ekki átt að láta sjást
annað eins og eignarfallið Vallna.
það misskilur enginn, þótt þessu
vitlausa n-i væri sleft, sem því
miður er í daglegu tali sumstað-
ar. Sama er að segja um Vaglir
f. Vaglar. Rétt mun vera- að
skrifa Seyla, en ekki Seila, og
ætti að kenna mönnum slíkt með
því, að hafa það rétt í svona
bókum. Loks var það alveg
ófyrirgefanlegt, að gjöra Egildar-
holt úr. Eyhildarholti, sem altaf
er stafað rétt þar nyrðra.