Vísir - 04.07.1915, Blaðsíða 4
V i b í H
Afmæli á morgun.
Arnbj. Gunnlaugsson, sjóm.
Þórunn Friðriksdótfir, húsfrú.
Sesselja Hansen, ungfr.
L'lja Ólafsdótt'r, húsfr.
Margrét Egilsdóttir, húsfrú.
Aldís Bjarnadóttir, húsfrú.
Ingibjörg Snæbjörnsdóttir, húsfr.
Björn Rósenkranz, kaupm.
Afmæiskort
fást hjá Helga Árnasyni, Safna-
húsinu.
Ráðherra
fer í dag til Hafnarfjarðar á þing-
málafund, sem þar verður haldinn
kl. 6 síðd.
Endurskoðandi ísi.banka.
Á aðalfundi íslandsbanka þ. 1.
þ. m. var Kristján Jónsson háyfir-
dómari, af fulltrúahálfu kjörinn end-
urskoðandi bankans næsta ár.
Gísli Jónsson,
málari kom til bæjarins í gær.
Hefir dvalið um tíma við Þing-
vallavatn og máiað þaðan nokkrar
myndir, einkum af landslagi kring-
um Nesja, sem er mjög einkenni-
legt, frá Þingvöllum, Almannagjá
og víðar.
Jarðarför
Jóns Jenssonar fór fram í gær,
og var allfjölmen. Húskveðjuna
hélt sr. Jón prófessor Helgason, en
líkræða var engin haldin, samkvæmt
fyrirmælum hins látna, þó talaði
dómkirkjupresturinn íkirkjunni. Yfir-
dómslögmenn báru kistuna í kirkju,
en dómarar út.
Nýi fáninn
blakti á stöng Alþingishússins í
gær, í hálfri stöng, í tilefni afjarð-
arför Jóns Jenssonar.
Þingmálafundur
verður haldinn hér í bænum kl.
3 í dag, í Barnaskólaportinu.
Knattspyrna.
Valur og Fram keppa í dag á
íþróttavellinum, kl. 6l/3 síðd.
Ingólfur
fer til Borgarness á morgun.
Flóra
kom að vestan í morgun, fer í
kvöld eða á morgun til Norðfjarð-
ar og Seyðisfjarðar og þaðan til
Noregs.
Sterling
fór frá Khöfn í fyrramorgun.
Mars
fer til útlanda í dag.
Are,
flutningsskip Elíasar Stefánssonar,
kom til Fleetwöod síðastl. fimtud.
Goðafossi
var tekið á Norðurlandi með
kostum og kynjum. Öli helstu krafta-
skáld fjórðungsins höfðu ort drápur
um skipið.
^a&.du atmenmtv^s
Hafís og skipagöngur.
Það er Ieiöinlegt, að blöðin skuli
nærri daglega flytja fregnir um haf-
ísinn og skipagöngur kringum land-
ið, svo ógreinilegar og sumar svo
v i 11 a n d i, að fólk á mjög erfitt
með að átta sig á, hvað rélt sé í
þessu efni. T. d. segir Morgun-
blaðið fyrir nokkrum dögum, að
»Vestac, sem héðan fór síðastliðinn
sunnudag vestur og norður um
land, hafi snúið aftur á Húnaflóa
og sé væntanleg h i n g a ð »á
morgun*. Þetta hefir reynst rangt
að því leyti, að »Vesta« hefir ekki
komið hingað aftur. Vísir
segir í dag, að »Vesta« hafi ekki
snúið aftur, en sé að reyna að
komast gegnum ísinn fyrir Norð-
urlandi. Svo kemur Ingólfur með
þá fregn, að »Vesta« hafi snúiö aft-
ur og farið suður um land til Seyð-
isfjarðar og fari þ a ð a n t i I ú t -
landa. Hvað er nú réttafþessu?
Það er alls ekki þýðingarlaust, að
fá réttar og ábyggilegar
upplýsingar um hafísinn og skipa-
f göngurnar á þessum tíma,
) þegar fjöldi verkafólks er í þann
j veginn að ákvarða sig um mikils-
; vert atriöi í sumar-atvinnu sinni við
sildveiðar fyrir Norðurlandi. ViII
ekki Vísir gera svo vel og greiða
úr þessari flækju ? Það er þó ekki
stór-pólitískt moldviðri!
Rvík 3. júlí 1915.
S. Þ.
Aths. í fyrra kvöld hringdi eg
til afgreiðslu Sam. gufuskipafé-
lagsins til þess að spyrjast fyrir um
»Vestu«. Eg hafði heyrt, að hún
hefði snúiö við frá ísafirði og
einnig að hún heföi ekki gert það.
— Upp á beina fyrirspurn m'na
um þetta, svaraði afgreiðslan mér
því, að »Vesta« hefði ekKi snúið
aftur frá ísafirði og mundi enn vera
að reyna að komast norður fyrir.
— Nú er sannfrétt að »Vesta« var
á Seyðisfirði í gærmorgun og talið
líklegast að hún mundi halda áfram
ferðinni norður um. — Hún hefir
því áreiðanlega snúið við frá ísa-
firöi. Ritstj.
Kýmni.
Móðirin: Voðalega var maöur-
inn þinn fullur í gær. Sjái eg hann
nokkurn tima framar í slíku ástandi,
stíg eg ekki framar fæti mínum inn
fyrir dyr hjá ykkur.
Dóttirin: f öllum bænum, það
máttu ekki segja við hann, því þá
rennur ekki af honum einn einasta
dag.
Prófessorinn: Ungi maður, segið
mér, ef faðir yðar fær 2 þús. kr.
: til láns og lofar að borga þær með
400 kr. afborgun á ári, hvað skuld-
> ar hann þá eftir 4 ár?
Stúdentinn: 2 þús. krónur.
Próf.: Góði maður, þekkið þér
ekki einföldustu reikningsaðferðir?
Stúd.: Ekki veit eg það, en eg
þekki föður minn.
það borgar sig áreiðanlega.
Maðurinn: Þú getur ekki ætlast '
til þess, að eg kaupi handa þér l
400-króna demantshrine. — Það ;
væri. hreint ófyrirgefanleg eyðslu- I
semi.
Konan: En elskan mín góða, þú ;
gætir ekki að því, hvað það myndi 1
spara mér mikið af vettlingum.
I
Fullorðna konan (gamaldagsskoð- j
un): Heyrðu, góða mín, ertu að
forvitnast í 3. bindið, til að sjá,
hvort þau giftast?
Unga stúlkan (nútíðar andi):
Blessuð vertu, þau giftust íl.bind-
inu. Eg var bara að gá að, hvort
maðurinn hennar hefði virkilega
sjálfur gefið henni eitrið.
Rababari
fœst á
afgreiðslu
S a n í t a s.
Til Þingvalla
geta nokkrir menn fengið far frá
Bifreiððarstöðinni kl. 5 í
dag.
Til baka frá Þingvöllum á
m o r g u n.
V I N N A §
Sendisveinar fást ávalt í
Söluturnmum. Opinn frá 8—11
Sími 444.
2 s t ú 1 k u r, vanar línubeitingu
geta strax fengið atvinnu í Sand-
gerði. Gott kaup. Semjið fljótt við
Gísla Hjálmarsson, Laugav. 17.
Morgunstúlka óskast á fá-
mennt heimili í Austurbænum um
miðjan þennan mánuð. Afgr. v á.
Kaupamaður og kaupa-
kona óskast. UppJ. á Laugav. 70.
S t ú 1 k a óskast í vist nú þegar.
Hátt kaup í boði. Uppl. í Bár-
unni.
S t ú I k a óskar ^eftir að gera
hreint herbergi fyrir þingmann.
Uppl. í Vonarstræti 2.
2 d u g 1 e g a sjómenn vantar á
mótorbát frá Reykjavík. Semjið við
Guðm. Guðmundsson Miðstræti 4
(niðri). Til viðtals frá kl. 3—6 e. m.
Kaupakona óskast á gott
heimili. Semjið við Halldór Kjart-
ansson Lgv. 27 B.
O r g e I til Ieigu. Afgr. v. á.
KAUPSKAPU R
Morgunkjólar fást altaf
ódýrastir í Grjótagötu 14, niðri.
H æ s t verö á ull og prjónatusk-
um er í »HIíf«. Hringiö upp síma
503.
Bókabúðin á Laugavegi 22
verslar með brúkaðar bækur inn-
lendar og útlendar.
Þ r í r tófu-yrlingar, stórir og
litgóðir, eru til sölu. Afgr. v. á.
N ý I e g reiðföt til sölu á Grett-
isgötu 10.
B a r n a v a g n er til sölu á
Grettisgötu 32 B.
Hj . H USNÆÐI
1 —2 h e r b. íbúð fæst strax með
hálfvirði til 1. okt., á besta stað.
Afgr. v. á.
Skemtileg herbergi á a-
gætum stað í bænum, til leigu frá
1. júlí til 1. okt. Afgr. v. á.
T v ö samliggjandi herbergi mót
suðri eru til leigu nú þegar á Skóla-
vörðustíg 8.
S t o f a og svefnherbergi með á-
gætum húsgögnum er til leigu í
Miðbænum nú þegar fyrir reglu-
saman og einhleypan mann. A. v, á.
G ó ð stofa óskast til leigu neð-
arlega í Austurbænum frá 1. okt.
Sími 269.
S t o f a til leigu með húsgögnum
og sérinngangi. Uppl. Hverfisgötu
83 (aörar dyr).
T v ö skemtileg herbergi með
húsgögnum, á ágætum stað í bæn-
um, eru til leigu nú þegar yfir
sumarið eða skemri tíma, hentug
fyrir þingmann. Afgr. v. á.
H e r b e r g i með forstofuinn-
gangi er til leigu nú þegar á Norð-
urstíg 5.
2 —3 herbergi, eldhús og
geymsla óskast 1. okt. Áreiðanleg
borgun. Afgr. v. á.
1 herbergi með eða án hús-
gagna til leigu frá 1. júlí till.okt.
At'gr. v. á.
|| FÆÐI
Fæði og gisting fæst í
Lækjargötu 12 B.
F æ ð i fæst í Bankastræti 14.
Helga Jónsdóttir.
|j^ Vátryggingar.
Vátryggið tafalaust gegn eldi,
vörur og húsmuni hjá The Britx
hish Dominion General Insur-
ance Co. Ltd.
Aðalumboðsm. G. Gíslason.
I tTpAÐ — FUNDIÐ jí
T a p a s t hefir budda með pen-
ingum í, 2. júlí. Skilist á Grettis-
götu 22 B, gegn fundarlaunum.