Vísir - 07.07.1915, Blaðsíða 1
Utgef andi:
HLUTAFELAG.
Ritstj. JAKOB MÖLLER
SÍMI 400.
V
1E2P
Skrifstofa og
afgreiösla í
Hótel Island.
SIMI 400.
5. árg
e=^> Miðvikudaginn 7. júlí IS15. &=&:
207. tbl.
GAMLA BIO
SvaríkSædda
hefndarkonan.
Fádæma áhrifamikili og fall-
egur sjónleikur í 6 þáttum og
120 atriðum.
Aðalhlutv. le.kur hin heims-
fræga leikkona ítala
IVTde Maria Carmi.
Pessi dýra mynd, er útbúin
hjá Cines-félaginu í Róm, hinu
sama, sem bjó til hina heims-
frægu mynd: »Quo Vadis«.
Aðgöngumiðar að þessari
mynd kosta 60 og 35 aura.
m
BÆdARFKETTlR
w**
Afmæli á morgun.
Magniís V. Jóhannesson pr.
Þorbj. Grímsdótlir ungfrú.
Anna Skov húsfrú.
Sigurborg Jónsdóttir kaupm.
Gísli Hjartarson pr. Sandfelli.
Magnús Einarsson söngk., Ak.
Afmæíiskort
fást hjá Helga Árnasyni, Safna-
húsinu.
Veðrið í dag.
Vm. loftv. 762 n. andv. " 9,7
Rv. " 763 logn " 12,0
ff. "- 765 logn " 7,5
Ak. " 764 nv. andv." 5,3
Or. " 729 logn " 4,0
Sf. " 762 logn * 8,3
Þh. " 760 Iogn " 11,7
Hinar ágætu
stríðsmyndir, sem sýndar hafa
verið undanfarna daga í Nýji Bíd,
verða sýndar í Hafnarfjarðar-Bíó
næstu daga.
»Ingólfur
kom f gær frá Borgarnesi. Með-
al farþega sáum vér: Einar Arn-
órsson ráðherra, alþingismennina:
Dr. Jón Þorkelsson, Ólaf Briem,
Jósef Björnsson, Guðmund Ólafs-
son, Stefán Stefánsson Fagraskógi,
Hjört Snorrason. Auk þeirra komu
Halldór Vilhjálmsson skólastjóri,
Konráð Stefánsson, Oddur Gíslason,
B. H. Bjarnason, síra Jón Jónsson
Slafafelli, Bjarni bóndi í Knararnesi
o. m. fl.
»Suzanr?e«
fór í gærkveldi til Bergen, tók
póst. Verður í förum í sumar
miili Bergen og Siglufjarðar ^og
flytur síld og annað fyrir Nathan
& Olsen stórkaupmenn.
spyrnumót
avíkur
hefst mámid. 24. júlí þ, á.
Kept verður um „Knattspyrnuhorn Reykjavíkur".
Að eins félög í Reykjavík mega keppa á mótinu.
Þátttakendur gefi síg fram skriflega fyrir 20. þ. m,
við
Stj ó r n
Knattspyrnufélags Reykjavíkur,
1 faáseta og matsvein
vantar nú fegar á seglskipið
,N0AK
sem liggur hér.
ÍTánari npplýsingar fást í Lækjargötu 6 B hjá
Magnúsi Blöndahl.
Ari Jónsson
sýslumaður fór í fyrrinótt land-
veg norður í sýslu sína. Meö Kon-
um fóru tengdaforeldrar hans, Ein-
ar skáld Hjörleifsson og kona hans.
Aðalstræti.
Viðgerðinni miðar nú drjúgum
áfram. Er verið að leggja síðustu
hönd á nokkurn hluta götunnar
norðan til, en allmikið þó eftir d-
gert enn þá.
»Gwllfoss«
kom hingað í dag. Hafði farið
frá Sfykkishólmi beina leið til Hafn
arfjarðar og tafist þar nokkuð. Far-
þegar: Skúli Thoroddsen eldri, síra
Sig. Stefánsson í Vigur, síra Sig.
Gunnarsson Stykkishólmi, Hákon
Kristófersson Haga, ungfrú Jónína
Jónsdóttir,
»Goðafoss«
var á Blönduósi í gær. íslaust
sagt nú fyrir öllu Noröurlandi, sem
betur fer vegna síldveiðanna, sem
nú fara í hönd.
Vísir
kemur framvegis seinna út en
verið hefir, vegna þingfrétta.
Umferðín um göturnar.
Nú eru milli 10 og 20 hifreiðar
í förum í bænum, ótal hjólreiða-
menn og hestvagnar, en enginn
kemst þversfótar fyrir flutningavögn-
um, kerrum og mannlausum hest-
um, sem þvergirða göturnar svo
tímum skiftir.
Um Sprengisand
kom Karl alþm. Finnbogason frá
Seyðisfirði á laugardaginn. Hann
f^YJA BIO
Systurnar
Sjónleikur í tveim þáttum, eftir
Jules Maray,
leikinn af leikurum Pathé Fréres
félagsins í París.
Aðalhlutverkið leikur hin þekta
leikkona
ungfrú Napierkowska.
Myndin er með eðlilegum litum.
var 58 tíma á milli bygða og þar
af 14 tíma á grasleysu. — Lætur
hann allvel yfir ferðinni, en þoka
tafði hann þó á sandinum.
Til kvenna.
í dag taka konur þessa bæjar
saman hönduni til að fagna ný-
fengnum stjórnmálaréttindum. í dag
er bjart yfir hugum þeirra, þrátt
fyrir íslenskt stjórnmálaþjark og
Evrópustyrjöld. Vonandi láta kon-
ur sér ant um, að hátíðahaldið fari
sem best fram. Ættu þær að koma
suður í Barnaskólagarð á tíma þeitn,
er auglýstur er annarsstaðar í bla^-
inu, og ekki má vanta telpubörnin
og ef hægt er með íslenska smá-
fána í höndunum. — Vel ætti við,
að konur þær, er íslenskan faldbún-
ing eiga, skautuðu, og sjálfsagt er,
að æskulýðurinn verði sem ljós-
klæddastur.
Ein, sem verður tneð.
Hjúskapur:
Sig. Magnússon bóndi frá Króki
í Garði og bústýra Guðbjörg lllugad.
samastaðar. Gefin saman 29. júní.
Þorlákur Kr. Ófeigsson trésm.
Smiðjustíg 11 og ungfrú Anna G.
Sveinsdóttir, samast. Gefin saman
3. júlí.
Eitt furðuverk
bættist við enn í höfuðstaðnum. —
í gær var reistur nýr gálgi bak við
Stjórnarráðið, Miðbænum til prýðis
og útlendum sem innlendum til
mikillar ánæg'iu. Var þar kominn
Ellingsen slippstjóri og sagði fyrir.
verkum, því þar var verið að bisa
við »mastur« eitt mikiö og digurt.
Stýrði hann þar fríðum hóp verka-
manna, sem voru engu mannfærri
en áhorfendurnir. Vonandi verður
»júferta« þessi varanlegur minnis-
varði yfir smekkvísi stjórnarvaldanna
á því viðburðaríka ári 1915.
Corvus.