Vísir - 09.07.1915, Síða 3
V I KS J
JDvcWS Sanitas tjttjjenga. svkoti o$ ^ampavvn. Súnv \9ö.
Edinborgar heimsfræga -- ljúffenga Áreiðanlegur maður sem hefir verið kaupmaður í 16 ár, óskar eftir atvinnu við verslun eða önnur utanbúðarstörf. Ailar nánari upplýsingar gefur Ol. Sveinsson, Laufásvegi 12. Biíreiðafél Mnr, Vonarstrœti, hefir fastar ferðir til Hafnarfjarð- ar kl. 10, kl. 2, kl. 6 og ki. 8. OffijT' Fleiri ferðir farnar ef nægilegt fólk er. Á sunnudögum fer bifreiðin kl. 10,12,2,4,6,8.
ágæta Margarine er nýkomið í verslunina EDINBOEGf (IngólísúYoli),
\ sjomatvxv vantar nu þegar á seglskipið „NOAH“, sem liggur hér. Nánari upplýsingar fást í Lsekjargötu 6 B hjá Magnúsi Blöndahl.
Nýmjólk — frá Engey — fæst allan daginn í brauð- og mjólkur-úisölunni í Bergstaðastræti 24
Skautafélagið fer skemitför upp í D j ú p a d a I sunnudaginn 18. júlí. Hjólandi og ríðandi tólk fer af stað frá Norðurpólnum kl. 10 f. h., en þeir sem ætla í bifreið, semji sem fyrst við Bifreiðafélag Reykjavíkur, sem hefir iofað góð- um prósentum, ef margir nota bifreiðarnar, þær verða 5 f brúki. Meðlimir mega bjóða góðum gestum. — Stjórnin sér um hina votu vöru (óáfenga þó), en mat verða menn sjálfir að sjá um. Stjórnin.
Tilboð óskast, sem fyrst, í ca. 900 kubm. upp- fyllingu — Teikningar og aðrar upplýsingar á skrifstofu Bookless Bro’s, Hafnarfirði. Búkollu- smjörlíkið góða og D-M-C- rjóminn frægi, tvœr teg- undir, einnig Skipskex ávalt fyrirliggjandi. Að eins fyrir kaupmenn. $\eJátvsson.
tvmawlega.
Prentsm. Ounnars Sigurðssonar.
Ö\§et&vxv\vv $$vW S^aWaaúmssotv. §vmv 39 ö.
*
Urskurður hjartans
Eftir
Charles Garvice.
Frh.
Lynborough lávarður vildi ekki
að hún riði út án þess, að hafa
hestasveininn með sér. En nú var
veðrið svo gott og blítt og hana
langaði svo mjög til að hleypa á
sprett, að hún vildi ekki snúa við.
»Þér megið fara heim«, sagði
hún. »Segið hans hágöfgi, ef þér
sjáið hann, að eg ætli ekki að fara
langt.«
Maðurinn brá hendinni upp að
hattinum og teymdi hest sinn burtu.
Veronika, sem var svo glöð af því,
að vera einsömul, hélt nú áfram.
Hún reið gegnum eitt hliðið út úr
garðinum og lét hryssuna brokka
eftir þjóðveginum, í áttina til Halsery.
Markaöirnir voru haldnir þar.
Lynne Court er í þeim hluta af
Devonshire miðjum, sem ekki hefir
orðið fyrir því happi — eða þá
óhappi — að fá járnbraut. Næsta
járnbrautarstöð er í 15 rasta fjar-
lægð. Sveitin er því afskekt og ró-
leg. Landið er fagurt og fegurðin
mjög margbreytt. Sumstaðar gæti
maður haldið, að maður væri Kom-
inn á fegursta svæðið í Surrey.
Skamt þaðan eru víðlendar heiðar,
algerlega skotskar útlits. Aðeins fá-
um röstum þaðan getur maður hitt
fyrir sér dal, sem er nokkurs konar
Sviss í smáuni stíl.
Veronika var far>n að elska hvern
biett í þessar- sveit. Og nú átti hún
að eignast nokkuð af henni, því
höfuðbólið Wayneford var ekki
nema 25 rastir frá Lynne Court.
' Á morgun ætla eg að fara og
skoða það«, sagði hún við sjálfa
sig. »Fé spillir flestum sálum«,stóð
í skrifbókinni rninni. Ætli auð-
urinn sé farinn að hafa spillandi
áhrif á mig? Er eg orðin ólík ungu
stúlkunni, sem stóð frammi fyrir
jarlinum mikla, ekki alls fyrir löngu,
skjálfandi af kvíða, en þó gagntek-
in af þeirri stoltu ákvörðun, að láta
ekkert á því bera?«
Hún leit aftur í tímann, til hins
viðburðaríka morguns, þegar hún
kom fyrst til Lynne Court, og sá
sjálfa sig í endurminningunni, eins
og hún var þá, holdþunn og föl,
í fátæklega, ódýra, látlausa, dökka
kjólnum sínum. Svo rifjaði hún
upp fyrir sér þá mynd, sem hún
hafði séð í speglinum, þenna síð-
asta morgun, þegar Qoodwin var
að færa hana í fallega búninginn
hennar, sem fór henni svo vel.
»Já, eg hefi breytst«, hugsaði hún,
»en hvernig gæti líka annað átt sér
stað?«
Eftir stutta stund reið hún af
þjóðveginum og út á heiðina. Þeg-
ar þangað var komið, gaf hún
hryssunni slakan tauminn og hleypti
á sprett yfir lyngbreiöurnar. Þær
voru lágvaxnar og greiðar yfirferð-
ar. Alt í einu kom hún auga á
eitthvað tvent, sem var á hreyfingu,
framundan henni. Hélt hún fyrst aö
að það væru hérar. En þegar hún
kom nær, sá hún að það var veiði-
tík með hvolpi. Tíkin sat og horfði
með ánægjusvip á skrípalæti af-
kvæmis síns. Þegar hún heyrði
hófaþruskiö í lynginu, leit hún upp
og rak upp stutt bofs, eins og til
aðvörunar.
»Rétt hjá þér, greyið«, sagði
Veronika brosandi, og var í þann
veginn að víkja hryssunni til hliðar.
En í sömu andrá fældist hún eitt-
hvað, sem var á hlið við hana.
Lá nærri, að hún væri búin að troða
hvolpinn undir. í sama bili reis
maður upp úr lynginu. Þaut hann,
sem ör væri skotið, undir kvið
hryssunnar, að því .er Veroniku
virtist. Þreif hann hvolpinn úr þeirri
hættu, sem hann var í.
Þetta var svo fimlega og djarf-
lega gert, að undrum sætti. Vero-
niku varð hálf hverft við og blóð-
ið hljóp. fram í kinnarnar.
>Ó, þökk fyrir«, sagði hún.
»Er hann meiddur?*
»Ekki vitund«, svaraði hann.
»Auminrja greyið*, saði hún við
tíkina, sem hljóp gjálfrandi að
hvolpinum, auðsjáanlega hrædd.