Vísir - 30.07.1915, Page 1

Vísir - 30.07.1915, Page 1
Utgefa^di: HLUTAFELAG. Ritstj. JAKOB MÖLLER SÍMI 400. VI Skrifstofa og afgreiðsla í Hótel Island. SIMI 400. 5. á r g, 5«® Föstudaginrt 30- júlí IS15. ^ 230. tbl. Munið að Úrslitakappleikurinn mr milli ,Fram’ og ,Reykjavíkur’ er í kveld kl. 8'|2, -mm mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm GAMLA BIO ÚYeörakrákan. Spæjarasaga f 4 þáttum um stjórnbyltingamenn í Rússlandi Aðalhlutverkið leikur: Frk. Lilli Beck. i HERMEÐ tilkynnist að jarð- arför Pórdísar Nikulásdóttur fer fram laugardaginn 31. þ. m. og hefst með húskveðju kl. lP/a f. h. frá heimili hinnar látnu, Bræðra- borgarstíg 17 A. Börn hennar. Frá alþingi. Neðri deild í gœr. Fundur var ekki haldinn fyrr en kl. 5 síödegis vegna jarðarfarar frú Bergljótar Sigurðardóttur. 1. mál. Frv. um ullarmat; 3. umr, — Sþ. og endursent til e. d. 2. mál. Hafnarl. fyrir Ake. 2. umr. — M. Ól. sagöi nokkur orð, og var svo frv. sþ. og vísað til 3. umr. 3. m á 1. Bæjarstj. á ísafiröi fór sömu leið. 4. m á 1. Ógilding viöskiftabréfa sömuleiðis. 5. mál. Maurdrepandiaukahöð á sauðfé; 1. umr. — B. J. kvaöst flytja frv. fyrir kjósendur sína. Kvað sýnt að kláðabaðið um árið hefði ekki dugað, enda dýralæknar eigi staöiö fyrir því. P. J, vildi líka afla kláðafróðleiks, og fór svo málið til búnaöarnefndar. 6. mál. Túna oggarðamælingar. — Flutnm. Þór. Ben. mælti með frv., og var því vísað til 2. umr. Símskeyti frá fréttaritara Vfsis* Khöfn 28. júlí 1915. Þjóðverjar virða að veitugi kröfu Bandaríkjanna og ætla að haida áfram kafbátaárásunum. A þriðju- daginn skutu þeir á 3 dönsk skip, 2 sænsk og 1 norskt. Vísir hefir getið um svar Pjóðverja við kröfum Bandaríkjanna út af Lúsítaníumálinu. En ókunnnugt er oss um, að Bandaríkin hafi þegar svarað aftur. Svo hlýtur þó að vera, og eftir orðalagi skeytisins, verður að ætla, að Bandaríkin hafi sagt sitt síðasta orð og krafist þess, að Pjóðverjar hættu kafbátaárásunum á hlutlaus skip þegar í stað. — En Þjóðverjar halda uppteknum hætti, og má því vafalaust vænta frétta bráðlega að vestan. Undarlega lengi eru símskeytin farin að verða á leiðinni. Síð- asta skeytið kom hingað á þriðja degi og þetta þefir verið á ann- an sólarhring á leiðinni; en allar líkur eru til þess, að eitt skeyti milli þeirra hafi glatast. Fréttaritarinn virðist ganga út frá því, að oss séu kunnar síðustu kröfur Bandaríkjanna, og ætti hann því að hafa sent skeyti um þær, enda er mjög líklegt að hann hefði gert það, ef þar hefir verið um síðasta orð (ultimatum) að ræða. Efri deild í gœr. Þar var að eins eitt mál á dags- skrá; frv. til laga um breyting á lög- um um stýrim.skóla, til 2. umr. Nefnd sú sem skipuð hafði verið í málið hafði lagt til að gerðar yrðu ýmsar breytingar á frumvarpinu, og voru þær tillögur allar samþyktar og málum síðan vísað til 3. umr. Neðri deildídag. 1 . m á 1: Fjáraukal. 1914 og 15, frh. 1. umr. — Var vísað til 2. umr. oröalaust. 2 . m á 1: Fork.r. landsj. á jörð- um, 2. umr. — Sig. Sig. hafði komið með br.till. til verndar selj- endum, en þess þurfti ekki, því að málið var felt frá 3. umr. 3 . m á i: Löggiltir vigtarmenn, 2. umr. — B. J. vildi kalla jsá vog- armenn, en þá misheyröist H. H. og heyrðist hann segja Vogamenn, en Bjarni var hissa á, að hann skyldi voga sér það. Frv. sþ. og vísað til 3. umr. 4 . m á 1: Sala á hálfum Möðru- völlum í Hörgárdal, 2. umr. — j M. Kr. kvað nefndina vera á móti þessu, og leiddist honum það, en O. H. kvað hana hæfa til slátrunar í grasbýli, og því ekki mega selj- ast. — B. J. neitaði því, jörðin lægi svo langt frá sjó, og vildi ekki láta gera þessum ábúanda órétt. Var því með frv., þótt hann sé móti þjóðj.sölu yfirleitt. — Aftur á móti var J. E. móti pví, þótt hann sé með jijóðjarðasölu ella, því að hann trúði á sýslunefndina. — O. E. studdi Bjarna, P. J. studdi Jóhann, og var auðheyrt, að þjóðjaröasölu- farganið var nú komið í algleym- ing, og þá lokaði fréttaritari Vísis blýantinn niöur í skúffu. — Frv. var þó felt furðu fljótt. Framh. NYJA BIO Erlend tíðindi. Hin nýjustu og efnisríkustu. Skólasysturnar. Amerískur gamanleikur, leikinn af Vitagraph. Tundurvélin. Danskur gamanleikur leikinn af ágætum leikurum. Eru Bandaríkjamenn yið ófriði kúnirP Merkur blaðamaður í Bandaríkju- num hefir nýlega skrifað ritgjörð um þetta efni. Segist hann hafa átt tal við marga foringa í her og flota, og ýmsa merka menn aðra í í Bandaríkjunum, og segist hann hafa komist að þeirri niðurstöðu, að Bandaríkin væru alls ekki við ófriði búin. 1. Bandarikin hafa nú aðeins 90000 hermenn undir vopnum, og þeir eru á við og dreif út um landið. 2. Ef óvinaher Ienti í Banda- ríkjunum, mundi þurfa 30 daga til að draga lið þetta saman, svo að hægt væri að berjast við óvina- herinn. 3. Bandatíkjamenn mundu ekki hafa nægar fallbyssur og skotfæri handa hernum í 18 mánuði. 4. Þeir hafa ekkert varalið, sem geti komið í stað hins reglulega hers, þegar hann týnir tölunni. 5. Ef eitthvert af stórveldunum sendi her gegn Bandaríkjunum, mundu þeir þurfa um 1 milj. manna til landvarnar. En þeir hafa nú hvorki klæðnað, vopn eða annan útbúnað handa 7n> hlutum þess hers. Auk þess mundi þá skorta um 30000 Iiösforingja, til að stýra þeim sjálfboðaliðum sem gæfu sig fram. 6. Við flotaæfingar þær sem ný- afstaðnar eru, kom það í Ijó«, að í flotanum eru ekki nógu mörg orr- í ustuskip, hraðskreið njósnarskip og kafbátar, til þess að hann geti mætt flota einhvers annars stórveldanna. »En hvað getum við gert ef til ófriðar drægi milli Bandaríkjanna og Þjóðv.«, spyr greinarhöfundurinn. Svarar hann þeirri spurningu á Frh. á 4. síðu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.