Vísir - 30.07.1915, Page 2
VISIR
VISIR
| Afgreiðsla blaðsins á Hótel
Island er opin frá kl. 8—8 á hverj-
um degi.
Inngangur frá Vallarstræti.
Skrífstofa á sama stað, inng frá
Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá
kl. 5-6.
Sími 400.— P. O. Box 367.
Dýrtíðarnefndin.
Nefndarálit minni hluians.
Við höfum ekki getað orðið öðr-
um nefndarmönnum samferða um
sum mikilvæg atriði í frv. til laga
um heimildir fyrir landsstjórnina til
ýmsra ráðstafana út af Norðurálfu-
ófriðnum (þgskj. 88) og höfum því
borið fram breytingartillögur á þing-
skj. 113.
í stuttu máli sjáum við enga á-
stæðu til að breyta í nokkru veru-
legu frá lögum þeim, sem alþingi
setti í fyrra um sama efni og prent-
uð eru sem fylgiskjal á þingskjali
88.
í álili meiri hlutans er talað um,
að flestar afurðir landsins hafi hækk-
að mjög í verði á erlendum mark-
aði og af því hafi leitt aukinn út-
flutning á ýmsum afurðum frá því
sem venjulegt sé.
Þó að verð á ýmsum innlendum
afurðum hafi hækkað allmikið vegna
ófriðarins, þá getum við ails ekki
fallist á, að nauðsyn beri til að veita
stjórninni heimild til þess að banna
útflutning á innlendri matvöru þess j
vegna, og alls eigi nema flutningur
á matvörum frá útlöndum heftist
svo, að til vandræða horfi fyrir
landsmenn.
í annan stað er ekkí unt að stað-
hæfa, að meira hafi verið flutt úr
landinu af matvælum en venja er
til, eða að það muni verða svo
mjög, aö vandræði hijótist af á
komanda hausti, því að engar skýrsl-
ur eða áætlanir hafa legið fyrir
nefndinni í því efni.
Við teljum enga hættu á því, að
matarskortur verði í landinu, jafnvel
þótt kjöt yrði nú flutt út með mesta
móti, því að vissa er fyrir því, að
fé verður lógað með langmesta
móti í haust, sakir heyskorts, sem
stafar af grasbresti um land alt,
einkum á Norðurlandi. Slátur úr
öllu því fé verður kyrt í landinu
og eru það mikil matföng og ódýr
eftir því, sem um er að gera.
Kjöt mun og fáanlegt sama verði,
sem bændur fá fyrir það annars-
staðar, og þótt verðið sé að vísu
óvenju hátt, þá er á það hvort-
tveggja að líta, að allur þorri manna
mun sem mest sneiða sig hjá að
kaupa þær tegundir matar, sem dýr-
astar eru, og í annan stað, að flestir
verða að sætta sig við áþekka verð-
hækkun margra nauösynja á þess-
um tímum. Verkkaup manna hefir
stórum hækkað, svo að framleiðsl-
an verður miklu dýrari og erfiðari
en verið hefir. Auk þess erubænd-
ur víða mjög aðþrengdir sakir harð-
indanna í fyrra og nú bætist ofan
á fádæma kalt og óhagfelt sumar j
um mikinn hluta Iandsins. í sum-
um bygðarlögum hefir orðið stór-
tjón af fjárpest síðastliðið vor. Af
‘öllu þessu ætti það að vera ljóst,
að landbændur eru ekki svo vel á
vegi staddir, að fært sé aö gera
nokkuð það, er hnekt geti sem best-
um markaði á vöru þeiria, og sem
greiðustum viðskiftum við útlönd,
að unt er.
Útlend matvara (kornvara) er
miklu ódýrari til manneldis en kjöt
er nú, og því sjálfsagt, að gert sé
sem greiðast fyrir mönnum að koma
út dýru vörunni fyrir þá vöru, sem
ódýrari verður.
Að öðru leyti er óvíst um verð
á kjöti íramvegis, því að ef svo fer,
að Bretar gera upptæKt kjöt það,
sem héðan ætti að senda til Norð-
urlanda, þá er auðsætt, að verðið
fellur mjög bráðlega og yfirfljótan-
legt verður af kjöti í landinu.
Um útflutning á fiski er mjög
lítið hægt að staðhæfa, en sá flutn-
ingur mun líkur og vant er. Sigl-
ingar bontvörpunga með fisk sinn
til Bretlands eru mjög torveldar og
hættulegar, fyrst af hættu sprengi-
dufla og kafbáta og því næst jafn-
vel fyrir þær girt með banni bresku
stjórnarinnar. Eru því líkur meiri
til þess en áður að lítið verði um
útflutning á nýjum fiski í ís og af
því leiðir aftur, að kaupstaðirnir
sunnanlands hafa að öllum líkind-
meiri birgðir af fiski botnvörpnnga
næsta vetur, en verið hefr að und-
anförnu. Að minsta kosti eru engar
sannanir eða jafnvel líkur fyrir því
gagnstæða. Verð á blautum fiski
er ekki miklum mun hærra nú hér
í Reykjavík en að undanförnu, þrátt
fyrir aukinn kostnað við alla útgerð.
Við teljum líklegt, að ekki verði
flutt þeim mun meira út af ull en
að undanförnu, að til neinna vand-
ræða horfi. Megnið af ullinni hefir
hingað til flust til útlanda og er því
engin ástæöa til að banna eða skerða
í útílutning þessarar vöru.
Hross hafa að vísu verið ftutt út
í meira lagi, en að því er enginn
skaði skeður og fulltrúa erum vér
þess, að landið sé enn eigi svo
hrossafátt, að eigi megi vel við
; bjargast. Enn þá síður er hæíta á,
! að hrossastofninum sé nokkur hætta
: búin, með því að hvert folald er
i nú dregið á vetur. Teljum við held-
; ur ekki hrossa eigendur þá óvita,
! að þeir fargi svo sér til skaða, að
! löggjöfin þurfi að grípa þarfram í,
þótt verðið sé nú óvenju hátt.
Okkur virðist því alls engin á-
i stæða til, að gefa almenna heimild
til, að banna útflutning á hrossum
; og ull, eins og nú standa sakir, né
heldur innlendra matvæla.
Alt öðru máli væri að gegna, ef
aðflutningur á matvörum leptist, svo
að til vandræða horfði, og teljum
við þá rétt, að stjórnin hafi heimild
til, að banna útflutning á matvæl-
urn, og þá einnig á lifandi sauðfé
og jafnvel hrossum, en heimild í
þessu skyni var full-nóg í lögum
síðasta þings og hana viljum við
standa láta, en frekara ekki.
Við vitum nú að vísu, að það,
sem komið hefir meiri hlutanum út
a þessa hálu útflutningsbanns-braut,
er uggur um, að svo mikið verði
selt úr landi í haust af innlendunt
matvælum, að kaupstaðirnir sumir,
einkum Reykjavík, geti ekki fengið
nægar birgðir af þeim vörum, en
eins og við höfum sagt hér á und-
an, þá teljum við óþarfa, að grípa
til slíkra örþrifaráða. Virðist okk-
ur, að bæjarstjórnir geti brugðið
við sem fyrst og lagt drög fyrir, að
| fá fisk og síld hjá fisk-kaupmönn-
! um og framleiðendum, og kjöt og
slátur og mör hjá sláturfélögum og
teljum þá líklegt, að með þeim
hætti mætti fá vöruna betra verði,
heldur en ef einstakir menn eru fyrir
i um alla útvegi, hver handa sér. í
sambandi við þetta má einnig benda
á heimild til eignarnáms á nauð-
synjavörum, gegn fullu endurgjaldi,
í 3. gr. frumvarpsins.
Að öllu þessu athuguðu leyfum
við okkur að flytja breytingartillög-
urnar á þingskj. 113 og leggjum
eindregið til, að háttvirt deild sam-
þykki þær.
Loks viljum við benda á þaö,
að jafnvel þótt við teljum ekki rétt
að heimila útflutningsbann á mat-
vælum, þá viljum við þó banna út-
flutning á rjúpum og öðrum fugl-
um. sem farið er fram á að ófriða
í frv. til laga á þingskjali 87 og
munum bera fram breytingartillögu
þess efnis við það frumvarp. Rjúpa
og fleiri fuglar eru ófriðaðir í frv.
þessu einungis í því skyni, að gera
mönnum hægra fyrir að afla sér
matvæla til neyslu, en alls ekki til
þess, að veita þeim tækifæri til þess
að græða fé á sölu fuglanna til út-
landa, og er því engum óréttur ger
með slíku bannákvæði.
Alþingi 26. júlí 1915.
Benedikt Sveinsson. Þorleifur Jónss.
frmsm.
Aths.: Vísi þykir ástæða til þess,
að láta nokkur orð fylgja þessu
nefndaráliti. Vill hann einkum benda
á það, að þótt enginn stöðvun hafi
orðið á aðflutningi útlendra mat-
væla á þeim tíma, sem kjöt erflutt
út á, þ. e. haustmánuðunum, þá gæti
hæglega farið svo, að allir aðflutn-
ingar teptust eftir það, þegar búið
værí að flytja alt kjöt út. — Það
er því algerlega óverjandi, hvernig
sem á mál þetta er litið, að binda
útflutningsbann á kjöti því skilyrði,
að það megi því aðeins leggja á,
að til voða horfi í landinu vegna
skorts á útl. matvælum.
Og það er vert að taka eftir því,
að ef kaúpstaöarbúar eiga að nota
útlenda matvöru í stað íslenskrar,
kjöts og fiskjar, þá verður aðflutn-
ingur þessarar vöru að aukast og
um leið aukast álögurá þenna hluta
þjóðarinnar til landsjóðs í tollum.
— V^gna hækkunar kjötverðsins
yrðu þá fjöldamargir landsmenn að
greiða all-miklu meiri skatt til Iand-
sjóðs en ella. — En bændurn'r
græða.
Það liggur í augum uppi, að
þetta er ranglátt. Annaðhvort á að
hækka skattinn hlutfatslega jafnt á
öllum, eða alls ekki að hækka hann.
— Það ætti því að minsta kosti
að Ieggja útflutningstoll á kjötið.
En er bændum þá betra að borga
toll af kjötinu í landsjóð, en að
T I L M I N N I S:
Baðhúsið opiö »• d. 8-8, Id.kv. ti) 11
Borgarst.skrifjt. í brunastöð opin v. d
11-3
Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2
og 4-7
Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d
Islandsbanki opinn 10-4.
K. F. U. M. Alm. samk.sunnd.8V2 siðd.
Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1.
Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við-
tals 10-12
Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3
Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9)
Helga daga 10-12 og4-7
Náttúrugripasafnið opið P/,,-21/, síðd.
Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1
Samábyrgðin 12-2 og 4-6.
Stjórnarráðsskritstofurnar opn. 10-4 v. d
Vífilsstaðahælið. Hcimsóknarbmi 12-1
Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2
selja landsmönnum það sem þeir
þurfa af því nokkru ódýrara?
Fleiri orðum er óþarft að eyða
um nefndarálit þetta. — Enda ana-
mæla nefndarmennirnir sér sjálfir í
álitinu, þar sem þeir segja: »Alt
öðru máli væri að gegna, ef aðfl.
á matvöru teptist . . . og teljum við
þá rétt« o. s. frv. — Þeir geta ekk-
ert fullyrt um það, að aðflutningur
teppist ekki, eftir að búið er að
fiytja út alt kjöt, og sé það rétt
og sjálfsagt að banna útfl. á kjöti,
ef aðfl. teppist, þá er líka rétt og
sjálfsagt að gera það nú, því þaö
er of seint að birgja brunninn þeg-
ar barnið er dottið í hann.
Knattspyrnumót
Reykjavfkur.
Knattspyrnufélag Reykjavíkur hef-
ir gera látið grip mikinn, silfurbúa
horn mikið, er það nefnir »Knatt-
spyrnuhorn Reykjavíkur*, og skal
það vera sigurmerki og verðlauna-
gripur þess félags, sem þá er talið
besta knattspyrnufélag í Reykjavík.
Þrjú félög höfðu gefið sig fram
að keppa um hornið í fyrsta sinn:
Knattspyrnufélagið Ftam, Reykjavík-
ur og Valur.
Samkvæmt hlutkesti áttu félögin
Fram og Valur að keppa fyrsta
kappleik mótsins. Bæði félögin höfðu
því sent 11 menn hvert út á völl-
inn þ. 26. þ. m. kl. 9 e. h. Leik-
urinn var þegar byrjaður, er eg kom
inn á völlinn; eg gat ekki komist
fyr vegna vinnu minnar, og þótti
mér leitt mjög. Valur er f víga-
hug og heldur knettinnm af leikni
mikilli fast að marki Fram-manna,
og hætti ekki fyr en knötturinn var
kominn inn, og Enberg, markmað-
ur Fram-manna, fálmaði í m sgrip-
um eftir sólinni í staðinn fyrir knett-
inum, en hún var ekki nógu ná-
Iægt honum til þess, að hann fengi
höndlað hana, en knötturinn smaug
miili fóta hans og inn í marknetið.
Allir undantekningarlaust, og eg líka,
klöppuðu eins og þeir gátu, því
það hafði engan grunað, að Valur
myndi fá fyrsta inarkið. Húrra!
Dómarinn flautar aftur, og leikurinn
berst fram og aftur um vöilinn, svo
að á hvorugan hallaði, þar til Fram-
menn henda knettinum á milli sfn
af grimd mikilli og leikni, beint í