Vísir - 31.07.1915, Blaðsíða 3

Vísir - 31.07.1915, Blaðsíða 3
V ISIK JDvefiWÍ s\ttoia o$ feampavúíi. SutiV \9ö. S?. Jónsson & Co. hata nú aftur fengið margar fallegar tegundir af VEGGFÓÐRI. Skemtiterðir til Viðeyjar! Vélbátur Steindörs Einarssonar flytur fólk til Viðeyjar á morgun — sunnudag 1. ágúst. Báturinn fer frá bæjarbryggjunni stundvíslega kl. 11 árd., 12 2, 31/,, 5, 6'/2 og 8. Síðasta ferð frá Viðey kl. 9 um kveldið. Flutningsgjald 50 aurar báðar leiðir fyrir fullorðna og 35 aura fyrir börn. Hótel Valhöll á Þingvöllum. BSSr Að gefnu tilefni tilkynnist að matur er seldur að eins á kr. 1,75—2,25 sé staðið við í 3 daga. — Rúmin eins og áður. — iK? Reykið AII Right * fæst að eins í ú t t Landsstjörnunni. Skip óskast til þess að sækja íslensk koi til Patreksfjarðar fyrri hluta næsta mánaðar. Upplýsingar gefur Guðm. E. Guðmundsson. ÖLTEGUNDIRNAR ágætu, svo sem: REFORM — CENTRAL — LAGER — PILSNEE — PORTER einnig Hafnía öl. fást hvergi ódýrari í kössum en í verslun Ásgríms Eyþórssonar, Sími 316. Austurstræti 18 Dreng eða stúlku með iöngun og hæfileika til að læra að teikna, tek eg til kenslu. Skiltavinnustofan á Hverfisg. 44. Bendtsen. Kandis- sy kur fæst hjá Tóma poka undan rúgi og hrísgrjónum (200 pd.), kaupir Versi. „Hlíf“ Grettisg. 26 háu verði. Hringið 503, Jes Zimsen. SendV^ auc^slngat VVmaYilega. *}Ca\x$\3 öt Jtá Q^e\3vnnV ^VU S^aVVa^tVmsson. S'mV 390, Örskurður hjartans Eftir Charles Garvice. Frh. >Hvað mikið er það, Talbot?s spurði hann mjóróma og háðsleg- ur á svipinn. Talbot brosti og beit á vörina. Það var nauðungarbros. »Þér hittið altaf á naglahausinn, Sir.« Jarlinn strauk hvítu, holdgrönnu hendinni yfir blóölausar varirnar. »Tíminn er of dýrmætur til þess, að honum sé eytt«, mælti hann. »Auðvitað fór eg nærri um það, að þú myndir ekki hafa heiðrað okkur* — Talbot tók eftir orðinu ,okkur‘ — »með komu þinni, nema því aðeins að þú hefðir erindi. Og erindið er vanalega — peningar.« Talbot krosslagði fæturna og lést brosa. »Svo að eg sé jafn hrein- skilinn og þér, herra — fjárhagur minn er slæmur núna«, sagði hann. Jarlinn smakkaði á vínglasinu sínu. »Já, látum okkur sjá. Eg lofaði þér fintm þúsund pundum á ári. Það er nú ekki svo lítið, Talbot.« »Nei, Sir, alls ekki, en þér hafið enga hugmynd um, hve maður í minni stöðu þarf að kosta miklu til.« »Ojú, eg hefi þaö«, hreytti jarl- inn úr sér kuldalega og tilfinning- arleysislega. »Þú gleymir því, að eg sjálfur hefi verið í sömu stöðu og það meö mtkið minna fé undir höndum. Mér er það ráðgáta — hvað þú gerir viö peningana. Þú hefir ekki — he — heimili fyrir að sjá. Nei, þú ert ekki þess háttar maður. Eg — afsakaðu — óska stundum að það væri svo. En það myndi eyða um of tíma þínum. Já, eg veit ekki, hvað þú gerir við þá. Fyrirgefðu forvitnina. Eg játa, að eg hefi engan rélt til að hnýs- ast í það. Eg befi einungis þau hlunnindi, að eg á að láta hinn tilvonandi jarl af Lynborough hafa nóg fé til þess, að lifa eins og hon- um er samboðið. Hvað mikið viltu, Talböt? Það er eiginlega eina spurningin.« Þetta napra, kalda háð og kær- leiksleysi var sem vandarhögg fyrir Talbot. En hann lét þó ekki á neinu bera »Eg hefi orðið fyrir býsna miklum útgjöldum nýlega. Eg er hræddur um, að eg verði að biðja yður um 2000, Sir.« Já, já. Því ekki það«, sagði jarl- inn með glaðværð, sem auðsæilega vissi á ílt. »Eg skal gefa þér ávís- un, áður en þú ferð. Hve nær veröur það? Á morgun líklega?« »Já, eg á að halda ræðu annaö kvöld »Einmit það. Eg skal biðja Vero- niku að útbúa ávísunina í fyrra- málið. Já, meðal annars, úr því að eg mintist á Veroniku, Talbot, er best eg segi þér, að eg samdi erfða- skrá mína hér um daginn. Eg arf- Ieiddi Veroniku að aleigu minni, að hverjum skilding, sem eg get Iátið ganga til hennar.* Hann dró augun í pung og horfði með arnhvössu augnaráöi framan í frænda sinn. Talbot lét sér ekki bregða. Andlitið varð þó enn hvítara en ella, sérstaklega kringum nasaholurnar. »Einmitt það, Sir«, tautaði hann. »Já, eg gerði einmitt það«,sagði jarlinn og glotti að þeim áhrifum, sem hvössu augun hans höfðu séð að orðin höfðu á Talbot, »Því ekki það? Hún hefir auðsýnt mér trygö og hollustu. Hún er náskyld mér. Eg veit að þú sérð ekki eftir þeim peningum. Tekjurnar hafa aukist síðustu árin, það verðurnóg handa þér. Eg hefi lagt dálítið af tekjum mínum fyrir, og sé ekki annað en þú getir það, alveg eins og eg.« Talbot lygndi aftur augunum. Hjartað barðist í brjósti hans eins og eimreiö, sem er beitt fyrir of þunga lest. Honum virtist alt dansa fyrir augum sér. Hann hafði altaf búist við að erfa séreignir jarlsins, og nú var honum sagt, að þær ættu allar að renna til stúlkunnar, sem hann hafði aðeins talið yfir- ráðskonu. »Þér hafið fullan rétt til að verja fé yöar sem yður líst, Sir«, sagi hann loks. Hann var ekki viss um, að sér hefði tekist að láta ekki bera á vonbrigðunum og hatrinu, sem ólg- aði í brjósti hans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.