Vísir - 23.08.1915, Síða 2

Vísir - 23.08.1915, Síða 2
V I s I R VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi. Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 5-6. Sími 400.— P. O. Box 367. Botha fagnaða þegar Botha stjórnarforseti í Suður-Afríku kom til Cape Town úr herferðinni til Suðvestur-Afríku gengu borgarbúar og fólk úr ná- lægum sveitum fagnandi á móti honum. Borgarstjórinn afhenti Botha sverð, sem borgarbúar höíðu látið smíða, forkunna góð- an grip. Botha þakkaði gjöfina og kvaðst hafa heitið því þegar Búastyrjöld- inni lauk að draga ekki oftar sverð úr slíðrum. þetta hefði þó orðið á annan veg. þegar minni hluti hinna fornu landsbúa hefði gert uppreisn, kvaðst hann . hafa gripið til vopna til þess að verja heiður og sóma þjóðar sínnar. Um kvöldið var Botha og Smuts hershöfðingja haldin veisla. Sagði Botha þá frá ýmsu sem hann hefði orðið vísari í herferð- inni. »Fri9urinn Róm«. Meðal annara merkilegra hluta, sem hann fann í löndum þjóð- verja í Suðvestur-Afríku, var ’ landabréf, sem sýndi hvernig ríkjum yrði skipað í heiminum eftir „friðinn í Róm 1916“. þar var Afríku fyrir sunnan miðjarð- arlínu talin þýsk keisaradæmi, en á einum stað var afmarkað lítið svæði, sem átti að vera hæli fyr- ir Búa. þetta og fleira kvað hann sýna hver forlög þjóðverjar hefðu ætl- að Sambandsríkjunum í Suður- Afríku. Hann kvaðst hafa kom- ist að raun um, að Maritz hefði sent mann til Suðvestur-Afríku árið 1913 að leita samninga við þjóðverja og hefði þeim manni verið vel tekið. Áður en ófrið- urinn skall á hefði Maritz ætlað að hefja uppreisn og hefði þá sent mann aftur norður til þess að fá að vita hvers styrks upp- reisnarmenn mættu vænta í fall- byssum og skotfærum. Ennfrem- ur átti sá maður að fá tryggingu fyrir því að Suður-Afríka fengi að vera sjálfstætt ríki. Boðskapur keisarans. Síðan fóru bréf á milli lands- stjóra þjóðverja í Suðvestur-Af- ríku og þýskalandskeisarans út af þessu máli. Svar keisarans var svohljóð- andi: „Eg mun ekki einungis viður- kenna sjálfstæði Suður-Afríku heldur skal eg ábyrgjast það, með því skilyrði þó að uppreisn sé hafin þegar í stað“. Aður auglýst uppboð í Viðey, I þ. 25. og 28. þ. m. og 4. n. m. afturkallast hér með eftir ráð- stöfun hlutaðeiganda. Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu, 21. ágúst 1915. 3ónss;m. Botha kvað ekki að undra þó menn segðu: „Aumingja Belgía", þegar þeir heyrðu slík loforð. Síðan lýsti hann landkostum í Suðvestur-Afríku og kvað ærið verkefni fyrir höndum að byggja og rækta landið. Enn fremur kvaðst hann ætla að skipa nefnd til að rannsaka hryðjuverk sem þjóðverjar hefðu framið á innfæddum Afríkubúum. þjóðverjar hefðu sjálfir játað að þeir hefðu látið drepa 21000 manns af Herera-þjóðflokkunum fyrir það að Hererar hefðu átt að myrða þýskar konur og börn. En skýrslur þjóðverja bæru þó með sér að Hererar hefðu ekki líflátið nema eitt barn. Sagði Botha ýmislegt fleira af þessum verkum. Smuts hershöfðingi hélt einn- ig ræðu í veislunni. Skýrði hann frá því að herferðin hefði kostað 16 milj. sterlingspund. Duman kemur saman. Þeir seku sæti ábyrgð. Þing Rússa kom saman 1. þ. m. í Petrograd. Goremykin stjórnar- forseti setti þingið og kvað þjóð- ina aldrei hafa verið einbeitnari en nú um að leiða ófriðinn til far- sællegra lykta og stæðu allir flokk- ar að því. Hann endurtók Ioforð Nikulásar stórfursta um að gefa Póllandi sjálfstjórn að ófriðnum loknum. Þá gat hann þess að stjórnin mundi leggja frumvarp fyrir þing- ið um að auka skotfæragerð í land- inu á líkan hátt og Englendingar hefðu gert. Átti þingið að kjósa nefnd til að sjá um framkvæmdir í því efni. Ennfremur mundi stjórnin leggja fyrir þingið frumvarp um að heim- ila henni að kveðja til herþjónustu alla óæfða varaliðsmenn. Kvað hann það gert til þess að leysa æfða vara- liðsmenn af hólmi svo þeir gætu farið á vígvöllinn. Auk þess væru þeir samningar milli Finna og Rússa, að þegar þetta nýja útboð væri gert mætti stjórnin kveðja Finna til her- þjónustu. S Loks kvað Goremykin að það mundi verða verk dumunnar, að ráða bót á fjárhag ríkisins. Þessum boðskap var all vel tekið í þinginu, enda eiga nú fulltrúar allra flokka sæti í stjórninni. Pólsk- ir þingmenn þökkuðu þær réttar- bætur sem land þeirra ætti að fá og hétu stjórninni fylgi sínu og sinna sarnlanda. Forseti var valinn sá sami og á síðasta þingi, Rodzianko, með 296 atkv. gegn 24. Tveim dögum síðar var samþykt í þinginu rökstudd dagskrá þess efnis, að þrátt fyrir ýmsar raunir síðastl. ár, væri öll þjóðin samhuga um að linna ekki fyrr en fullnaðar sigur væri fenginn. Og að dum- an treysti því fastlega, að þeir sem ættu sök á því, að herinn hefði ekki haft nægileg skotvopn, yrðu látnir sæta hegningu, hvað hátt sem þeir væru settir. í umræðum í þinginu hefir það komið í Ijós, að þeir sem viunaað skotfæragerð, hefðu gert verkfall.en því væri nú lokið. Bourtseff látinn laus. f fyrra þegar ófriðurinn skall á, gaf Bourtseff foringi stjórnbyltinga- manna í Rússlandi út ávarp til rúss- nesku þjóöarinnar um að fella nið- ur öll deilumál og veita stjórninni fylgi. Hann bjó þá í París og hafði verið í útlegð nokkur ár. Fór hann heim til Rússlands í fyrra haust til þess að bjóða stjórninni sina þjón- ustu. En er heim kom var hann tekinn fastur ug fluttur til Síberíu. Voru honum gefnar að sök gamlar væringar við keisarann og stjórn- ina. , Mæltist tiltæki þetta mjög illa fyrir. Nú hefir stjórnin gert brag- arbót og látið Bourfseff lausan, þó má hann ekki taka sér bólfestu í Petrograd eða Moskva. Det kgL octr. Brandassurance Comp, Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur alskonar o. fl. Skrifstofutími 8-12 og 2-8 Austurstr. N. B. Nielsen. T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarst.skrifit. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 8l/2 siðd. Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið P/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d Vifilsstaðahælið. Hcimsóknart'mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Jxí úUowdum. Hindenburg. Símskeyti frá Berlin segir að ný- lega hafi orustu-beitiskipi veriðhleypt af stokkunum í Wilhemshaven og hlaut það nafnið Hindenburg. Arfur. Franskur hermaður sem er nú í stríðinu, fékk þá óvæntu fregn ný- lega, að gamall uppgjafaherforingi hefði arfleitt hann. Nam arfurinn 150 þús. kr. Þeir höfðu átt heima í sama þorpi. Kvaðst gamli herforinginn hafa gefið honum eigur sínar af því hvað hann hefði altaf verið þolin- móóur, að hlusta á sögu sína um það er hann misti handlegginn í stríðinu 1870. Óskaði hann þess í erfðaskránni, að Páll (svo hét her- maðurinn sem arfinn hlaut) kæmist heill á húfi heim úr stríðinu og bað hann þá að ganga við og við út að gröf sinni og segja þar frá þvi, sem fyrir hann hafði komið í þessu stríði! Fólk flýr frá Rfga. í síðustu útlendum blöðum, sem Vísir hefir fengið, er sagt, að fólk flýji úr Ríga, um 10 þús. á dag. Áður en Rússar fóru úr Libau sprengdu þeir í loft upp öll vígi kringum borgina og skipabygging- arstöðvar. Snarræði. Margar hreystisögur eru sagðar úr ófriðnum og eru sumar býsna mergaðar. í þýsku blaöi var nýlega sagt frá því, að þýskur undirforingi hefði komist yfir í skotgröf óvinanna. Sá hann þá að miðaö var á sig vél- byssu og þóttist vita að sér væri bráður bani búinn, Hann hafði sprengivél í hendinni, sem hermenn kasta milli skotgrafanna, og snaraði sér að vélbyssunni og stakk sprengi- vélinni í hlaupið á by«sunni. Vél- byssan sprakk í þúsund mola og þeir sem stýrðu henni fórust allir, en Þjóðverjinn stóö eftir heill á húfi.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.