Vísir - 28.08.1915, Blaðsíða 3

Vísir - 28.08.1915, Blaðsíða 3
VM S t K JDreWB SatvvUs ^ttjjfcttaa o§ kampa\j\t\. S'W' \$Q. auka, og er hve* maður, sem tekur að sér svor<a lagað, skyldur að gera ráð fyrir slíku. Hvað er gert við sveitabændur þegar þeir stofr a eignum sínum í hættu með því að setja of margar skepnur á heyjaíorðann ? Þeir eru eins og eðlilegt er sektaðir. Mér viðist þetta vera svo mjög skilt hvað öðru, að það megi taka það sem dæmi. Því maður sem tekur að sér að byggja hús fyrir lægra verð en það í raun og veru kostar, stofnar sjálfum sér og þeim sem hann skiftir við í fjármunalegan voða, og það hefði eg haldið að væri vítavert, öllu heldur en að þá rnenn sem það gerðu, ætti að verð- launa, og vonandi sýnir nú þingið að það Iíti einnig svo á, með því að daufheyrast við kröfu þess- ara manna. Samningur sá, er pósthússmiðirnir gengu inn á, mun hafa verið svo ótvíræður og Ijós, að þeir hefðu ekki átt að vera í neinum vafa um það, að þeir urðu sjáífir að bera þann skaða, sem af því leiddi, ef tilboð þeirra væri of lágt.. Ef nú þingið veitir þessa upp- bót, þá getur það ekki fremur rétt- lætt þá gerð sína, heldur en ef það hefði krafist þess af pósthússmiðun- um, að þeir borguðu til baka þá upphæð, sem þeir höfðu í hreinan ágóða, ef til þess hefði komið, aö hann hefði orðið nokkur, en að lík- indum hefði það þótt ranglátt. Guðmundur Jónsson. Kartöflur. Nýjar kartöflur á 10 aura pundið fást á Klapparstíg I B. Sími 422, 5U\&MttY a x afbragðs-góður, frá Hvanneyri, fæst daglega á 1 kr. og 1,10 kr. pr. V* kgr. í Matardeildinni í H af narstræti. Sími 211 Sláturfélag Suðurlands. Næstu daga fást Næpur Send\l att^svtt^at Umatttega. áKSapparstígSB Prentsm. Gunnars Sigurðssonar. Skófatnaður nýkominn með e.s. »Island«, svo nú höfum við nœr allar tegundir. Verðið má dœma eftir því, að vér seljum IKvenstígvél fyrir frá kr. Clausensbræður. Sími 39. Hótel ísland. Kolakörfur og Oinskermar nýkomnir til Laura Nielsen, (Joh. Hansens Enke) Austurstræti 1. yot. Þeir sem kynnu að vilja selja »h/f Nýja 9ðunn« 25—50 tonn af góðum kolum, heimflutt fyrrihluta októbermánaðar næstk., eru beðnir að senda skriflegt tilboð um það, sem fyrst og taka þar fram verð og tegund. yattpvS öt ]xí Ot^evSvttttv ^alla^Yvmssott. Svmv t Urskurður hjartans Eftir Charles Garvice. Frh. Veronika opnaöi munninn til þess, aö koma í veg fyrir það, en sá þó brátt, að það þýddi ekki, Hún snéri sér á aðra hliöina, studdi hönd undir kinn og barðist gegn því, að bióðið kæmi fram í kinnar hennar. Hún leit ekki upp, þegar hún heyrði fótatak Ralphs, en varð þó að gera það, því að jarlinn sagði: »Farrington, Miss Denby langar til að þakka yöur fyrir hjálp þá, sem þér halrið veitt henni í morg- un. Mér hefir skilist svo, að það sé dugnaði yðar og hygni að þakka, að þetta slvs hennar varð ekki al- varlegra, en raun er á orðin.« Veronika leit upp. Jarlinn haföi sest á einn af steinbekkjunum. Hann studdi báðum höndum á gullhnúð- inn á stafnum sínum og horfði fast á Ralph, sem stóð með byssuna í annari hendi en húfuna í hinni. »Miss Denby hefir þegar þakkað mér, lávarður minn«, mælti hann lágt, Hann stóð teinréttur, en horfði til jarðar. »VafaIaust, vafalaust«, rnælti jarl- inn glaðlega, »en hana langar til að gera það betur. Eg þakka einn- ig fyrir mitt Ieyti.« Ralph hneigði höfuö sitt. Vero- nika Ieit á hann og hann horfði í augu hennar, en reyndi þó auð- sjáanlega að hafa augun af henni. »Eg gerði lítið, lávarður minn«, sagði hann. »Þetta slys hefði ekki viljað til, ef gott beisli hefði verið við hryssuna og tvíteymingur.« »Ha — hvað?« sagði jarlinn. »Ha, Veronika, er það svo?« »Það er víst!« svaraði Veronika mjög kæruleysislega. »Eg skal biðja Brown að gá að því. Eg þakka yður, Farrington, fyrir umönnun yðar.« Þetta var í fyrsta skifti sem hún nefndi hann með nafni og röddin var mjög blíð, þegar hún nefndi nafn hans. Blóðið streymdi upp í kinnar Ralphs og hann leit undan u<n !eið og hann hneigði sig. Jarlinn starði á hann og virtist vera utan við sig. »Engar fréttir v'ðvíkjandi veiðinni, Farrington ?« spurði hann. »Nei, lávarður minn«, sagði Ralph og snéri sér að honum. »Ungarnir þroskast vel — ef veiðiþjófarnir létu skóginn í friði.« Jarlinn hnyklaði brýnnar og það vottaði fyrir roða í fölu kinnunum hans. »Veiðiþjófar! Hverjir eru það? Eg héit að þeir væru ekki til hér.« »Jæja, það eru engir, aðeins einn eða tveir«, sagði Ralph. Nú náði híinn sér aftur, þegar veiðin bar á góma. »Óg við vitum hverjir það eru. Þeir eru úr nágrenninu eða ja nvel frá London. Þeir halda til í ,Hundinum og uglunni*. Það er hteiðrið þeirra,« ,Hundurinn og uglan* var lítið og óþverralegt veitingahús, sem stóð hjá þjóðveginum við Ianda- merkin á Lynne Court. »Við verðum að loka því«, sagöi jarlinn. Ralph hristi höfuðið. »Eg er hræddur um, að þér getið það ekki, lávarður minn.« »0-0, get eg það ekki!« sagði hinn voldugi jarl þurlega. »Nei, Iávarður minn. Þeir að- hafast ekkert ólöglegt í því húsi. Þaö er engin kæruorsök, segir lög- reglan. Og þó valda þeir menn, sem þar eru, okkur mestum erfið- leikum.* »Jæja, hafið gát á því, hafiö gát á því«, sagði hans hágöfgi stutt- lega. *Eg skal gera það«, sagði Ralph. Rödd hans var svo lík rödd jarls- ins, að Veronika undraðist það. Jarlinn virtist líka veita því eftirteki, því að hann leit mjög íbygginn og þungbúinu á unga manninn og reis því næst á fætur. Við það misti hann stafinn sinn. Ralph brá skjót- lega við, tók hann upp og rétti honum hann. Jarlinn tók við hon- um og leit rannsakandi og föstu augnaráði framan í Ralph

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.