Vísir - 15.10.1915, Blaðsíða 2
VISIR
VISIR
Afgreiðsla blaðsins á Hótel
Island er opin frá kl. 8—8 á hverj-
um degi.
Inngangur frá Vallarstræti.
Skrifstofa á sama stað, inng. frá
Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá
U. 5-6.
Sími 400.— P. O. Box 367.
Þýskaland
sér um sig.
Lítinn árangur ætla þær að bera,
tiiraunir bandamanna til að svelta
Þjóðverja inni. Bretar hafa með
öliu móti reynt aö banna allan
vöruinnflutning til Þýskalands og
ætluðu með því að neyða Þjóðverja
til friðar. Fyrir ófriðinn fluttu
Þjóðverjar mikið inn af óunnum
efnum og matvöru og hefir sá inn-
flutningur minkað aö miklum mun
fyrir aðgerðir óvinanna. En j?ó
hafa þær aðgerðir ekki komið að
tilætluðum notum.
Það vita allir, að þrátt fyrir þessa
aðfl utni ngsörðuglei ka, hafa Þjóð-
verjar nóg að »bíta og brenna*,
bæði heima fyrir og á vígvellinum
Og síst mun bandamönnum þykja
kveða mjög að skotfæraskorti hjá
þeim. En það eru þýsk vísindi
og þýskur iðnaður sem bjargað hafa
Þjóðverjum úr vandanum; með
þeirra hjálp hefir tekist að fram-
leiða í landinu sjálfu ýms efni, sem
áður voru aðflutt, eða önnur jafn-
góð. T. d. vinna þeir nú nægilega
mikið köfnunarefni úrloftinu í stað
saitpéturs til skotfæragerðar og jarð-
ræktar. í stað steinolíu, sem þeir
hafa flutt inn áður, framleiða þeir
nú gas og rafmagn meö kolum.sem
þeir hafa nóg af. Kornmat spara
þeir mikið með því að gefa kvik-
fénaði næringarefni sem þeir vinna
úr hálmi. Þó er önnur nppgötv-
un enn merkari, ekki að eins vegna
þess, að með henni er fundið ráð
til að framleiða skepnufóður í rík-
um mæli, heldur er hún stórmerki-
leg frá vísindalegu sjónarmiði. Úr
sykri og brennisteinssúru ammoniaki
búa þeir til fóðurefni1), sem í eru
50% af eggjahvítu. Og þar sem
ammoniak er unnið úr loftinu
má með réttu svo að orði kveða að’
nú sé farið að vinna eggjahvítu úr
loftinu.
Þjóðverjum þykir það ekki sýnt,
að óvinir þeirra séu betur staddir
en þeir, þrátt fyrir innilokunina
heidur þvert á móti. Eftir ófriðinn,
kemur að skuldadögunum. Þáskulda
bandamenn öðrum löndum ógrynni
1) Áður hefir verið sagt frá því
í Visi að Þjóðverjar hafa algerlega
bannað útflutning á sykurefnum.
egnkápur,
karla og kvenna.
Stórt úrval.
Sturla Jónsson.
oa
S\\í
H. P. DUUS.
■M g*
| Þvottabalar og |
Vatnsfötur |
og margt flelra nýkomið til «
*
Laura Nielsen.
Á Laugavegi 24
fást
Regnkápur — Kjólar — Svuntur — Silki. Odýrasta
saumasiofan í bænum. Verkið fljótt og vel af hendi leyst,
Þar fást einnig margar tegundir af fínu kaffibrauði, gerpúlver,
eggjapúlver, sultutau, sigarettur, súpujurtir,
margarine o. margt fleira.
fjár, en Þjóðverjar sama sem ekkert.
Þe!r hafa orðið að spila á eigin
spýtur. Allur herkostnaður þeirra
gengur til innlendra framleiðenda
og þjóðfélagið tapar því tiltölulega
liílu fé á ófriðnum. Það eraltöðru
máli að gegna um óvinina. Þeir
flytja nú miklu meira inr. en áður,
en minna út og hljóta því að verða
komnir á heljarþröm í ófriðarlok.
En í ófriðarlok eiga Þjóðverjar ó-
metanlegan fjársjóð í uppgötvunum
þeim, sem þeir hafa gert á meðan
á ófriðnum stóð og verksmiðjum
sem reistar hafa verið lil að hag-
nýta þær.
Skuldir þeirra til annara landa
verða miklu minni en bandamanna,
en möguleikarnir til vir.na þær
af sér miklu meiri.
Diykkjuskapur eykst.
Samkvæmt nýútkomnum opin-
berum skýrslum, hefir drykkju-
skapur fáerst a’.l-mjög í vöxt í
London síðastliðið ár, og benti
dómari einn á það, að þetta
væri undarlegt, þar sem vínsölu-
stöðum hefði verið fækkað að
miklum mun í London síðan í
fyrra.
Stjórnin hefir nú samt látið
takmarka enn meir vínsölu í bæn-
um og meðal annars skipað svo
fyrir, að á opinberum veitinga-
stöðum megi enginn veita öðr-
um vín eða gefa peninga til þess
að kaupa áfenga drykki. Verður
því hér eftir hver og einn að
drekka fyrir sitt eigið fá.
Skotfæri Rússa.
Franskur blaðamaður átti ný-
lega tal við Bark, fjármálaráð-
herra Rússa, sem kom til París-
arborgar fyrir skömmu. Ráðherr-
ann mintist meðal annars á skot-
fœrabirgðir Rússa. Kvað hann
Frakka hafa sent marga her-
gagnasmiði til Rússiands og væri
Rússum mikið traust og hald að
þeim. Ennfremur kvað hann þá
hafa fengið mikið af skotfærum
beina leið frá Frakklandi og Eng-
landi. Skotfærabirgðir þeirra
væru nú sex sinnum meiri, en
þær hefðu verið fyrir misseri.
Goeben enn.
Rússar hafa oft sagt frá því,
að herskip þeirra í Svartahafi
hafi háð orrustur við þýska
beitiskipið Goeben. Stundum
hafa þeir stórskemt skipið og
stundum sagt að það mundi
aldrei verða vígfært framar. En
Goeben er býsna lífseig, þann
23. f.m. segjast Rússar enn einu
sinni hafa átt í höggi við Goe-
ben skamt frá Sæviðarsundi.
lýkomið til
Jes Zimsen.
DÖNSKU og ENSKU
kennir
Guörún Bjarnadóttir frá Steinnesi.
Bókhlöðustíg 7. Heima 7—8.
Ungur verslunarmaður
óskar eftir atvinnu.
Tiiboð merkt 100
sendist aígr.