Vísir - 24.12.1915, Side 2

Vísir - 24.12.1915, Side 2
VISIR Hin heiiaga nótt kemur, og þá eiga bijúg- ar og barnslegar hugsanir greiðari aðgang að hjarta þínu. Það verður ef til vill margt manna í kring um þig á þessaii hátíð, reyndu að gleðja alla, greið jólabarninu veg að hjarta þeirra. En mundu jafnframt eftir því, að það er fæðing- arhátíð hans, sem sagði: »Gakk inn í her- bergi þitt, og er þú hefir lokað dyrum þínum, þá bið föður þinn, sem er í )eyndum«. Við minnumst hans, sem starfaði dag eftir dag, frá morgni til kvölds, og mannfjöldinn þyrptistað honum; en hann gat ekki verið án hinnar heilögu kyrðar, hann var einn á bæn heilar nætur. Hann átti ekkert herbergi, sem hann gat flúiö inn í. Þú manst eftir orðum hans: »Refar eiga greni og fuglar himins hreiður, en manns-sonurinn á hvergi höfði sínu að að halla«. En þó að hann ætti ekki herbergi, þá flýði hann truflunina, leitaði næðis í forsælu trjánna úti í grasgarði eða uppi í fallahlíðum — »og er kveld var komið var hann þar einn«. — En þú — getur þú verið án hinnar heilögu kyrðar? Þú mátt ekki vera án henn- ar. Leitaðu hennar, lát enga truflun fá að eyði- leggja hina hreinu gleði. Fagna þú heilögum stundum, ásamt vinum þínum og í einrúmi. Þá er himininn opinn og englar flytja til þín jólaboðskap. »Hið lága færist fjær, en færist aftur nær hið helga’ og háa*. Það getur vel verið, að herbergi þitt sé fá- tæklegt og lágt undir loft, en samt getur him- ininn verið þar inni. Fátæk móðir horfir á hin ungu börn, hún hefir gert jólin eins björt fyrir þau eins og hægt var, hún hefir sagt þeim frá hinu saklausa Betlehemsbarni og hinum un- aðsfagra englasöng, og nú hvíla börnin hennar vært í svefnsins örmum og þau dreymir um himneskar hersveitir og jólabirtu. Hin heilaga kyrð er hjá móðurinni. Áður hafði hún spurt: »Hvað hefi eg handa svo mörgum?« En nú eru áhyggjurnar horfnar, því að jólafriðurinn er í hjarta hennar, og engillinn hvíslar: »Vertu óhrædd, frelsarinn er fæddur«. Eg sé sjúkrastofu, næturnar hafa verið svo langar, það hafa oft verið daprar hugsanir í hjarta á dimmum andvökunóttum. En nú er hin heilaga nótt og hin heilaga kyrð, engillinn er velkominn með jólaboðskap sinn: »Óttist ekki, frelsarinn er fæddur«. Nú vantar ýmsa, sem glöddust með góð- um vinum á síðustu jólum, því að fyrir nokkru nárnu ástvinir staðar við dimma gröf og sökn- uðurinn vaknar, þegar jólasálmar eru sungnir, en á heilagri stund verða sorgartárin að frið- artárum, og sú sál, sem tekur á móti himneskri jólakveðju, sér skæra stjörnu skína yfir gröf. Það eru til ýmsar myndir af þessari kyrð, en innihaldíð er hið sama. Þar er ekki deyfð, þar er ekki svefn, þar styrkjast sálarkraftar, því að tekið er á móti svo dýrum jólagjöfum, að ekkert fær jafnast á við þær. Til er jólagjöf, sem gerir þig ríkan, til er fögnuður, sem þú getur eignast, því að »hann mun [veitast öllurn lýðnum«, og þá getur þú orðið hans aönjótandi, En þá átt þú gleði- leg jól, hvort sem þú áttt heima í skrautlegum stofum, niðri í kjallara eða á sjúkrastofu. Þú hefir eignast hin innrí jól í heilagri kyrð. En heldur þú, að þú fáir ætíð að vera í kyrðinni? Koma munu dagar, er skyldustörf- in kalla, og þú verður aftur að fara út til verka þinna. En þá iekur þú jólin með þér. Þá fá aðrir að njóta góðs af gleði þinni. Það verða tendruð Ijós, þar sem þú ert. Þú styrk- ir aðra í baráttunni, eykur gleði þeirra, aðrir verða fyrir blessun af því að jólagleðin náði til hjarta þíns f heilagri kyrð. Þú flytur öðr- um hinn himneska boðskap: »Verið óhræddir, því sjá, eg boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum; því að yður er frelsari fæddur*. Fögnum nú gleðilegum jólum og verum í hóp þeirra, sem árlangt hafa í hjarta hin himnesku jól. Amen. Jólin í MMi. í Frakklandi er jólahátíðin stutt, en fögur eins og ljómi stjörn- unnar guðdómlegu, sem forðum skein á himni Betlehems. Hún er að eins eina einustu nótt, en að líkindum er þó jólanóttin sú stundin, sem teljast má sú ánægju- legasta, helgasta, hugþekkasta, skemtilegasta og hátíðlegasta í öllu Parísarlífinu, sem er svo margbrotið árið um kring. Á undan þessari gleðihátíð, þessari óskastund alsælunnar, er hefst með deginum helga, fer föstutími, sjálfsafneitun og bæn- ir, eins og títt er um allar þær hátíðir, er eiga rót sína að rekja til helgisiða katólsku kirkjunnar. Jafnskjótt sem síðasta klukku- stund þess 24. desemb. er sleg- in, hefst aftansöngurinn, jafn- snemma um alt Frakkland, í öllum kirkjum, stórum og smáum, rík- um og fátækum, og er hann tvent í senn: lok föstuhalds og bœna og upphaf fagnaðarins. — Kveldinu er því aðallega varið til að búa sig undir hina helgu guðsþjónustu, og endaþótt allar búðir séu uppljómaðar og menn hafi þar fyrir augum sér og eftir- langan allar hinar dýrustu krásir, svo sem úrvals-krabba, álitlega humra, ostrur með allskonar gerð og gæðum, lifrarkollur al-krydd- aðar, hina prýðiiegustu steik og ljúffengt fuglaket — þá munu þeir teljandi, sem snerta þetta sælgæti fyrir miðnætti. í Parísar- borg er mannfjöldinn mikill á skemtistigum og stórgötum bæj- arins og þyrpist saman frammi fýrir sölugluggunum; menn ljúka kaupum sínum fyrir hátíðina sem í hönd fer, en í öllu yfirbragði manna lýsir sér alvörugefni og blíða, nokkurs konar vottur þess dásamlega viðburðar og þeirrar helgikenningar, sem einkennir þessa nótt. Úr því að kl. er orð- in 11, standa kirkjurnar í einu Ijóshafi, skreyttar blómum og dýrgrpum, og troðfyllast af hin- um trúuðu og jafnvel hinum sem ekki verðskulda það nafn, því að margir koma til aftan- söngsins, þótt þeir annars aldrei gangi í kirkju og afneita þessa stundina kjörnafni sínu: trú- leysingjar. — Allir kierkarnir, íklæddir gulli, silki og knipling- um, framkvæma hina helgu at- höfn með íburðarmikilli viðhöfn; reykelsisylmurinn fyllir kórinn, organhljómurinn hefst hátíðlega og margfaldar raddir syngja hjart- næma sálma til lofs og dýrðar konungi himinsins og frelsara mannkynsins. Guðræknishöfgi sígur yfir mannfjöldann, innileg- ur og mikill, og á andlitum allra þessara manna, karla og kvenna, sem annars þykja efagjarnir og ekki trúhneigðír, bregður nú fyrir trúarljóma fyrstu aldanna. Trúarhlýjan hefir gagntekið hjört- un og í mestu kyrð og eins kon- ar sæluleiðslu mjakast manngrú- inn hægt og hægt út um stóru dyrnar alopnar og dieifir sér svo út um göturnar. — Fer þá óð- um að brydda á kætinni, er fljót- lega læsir sig um allan hópinn. þá hefst »kveldmáltíðin« eða jólahátíðin, sem svo er aðalhá- tíðabrigði þessarar nætur. Alt þokar nú fyrir gleðinni, ánægju og góðri lyst; hvarvetna sitja menn að veislu, hlægja og skemta sér. Veitingahúsin, er jafnaðar- lega loka dyrum sínum stund- víslega kl. 1 — 2, eru í þetta sinn opin alla nóttina og þar er s'eytu- laust snætt alt það ágætasta og ljúfengasta, sem matgerðarlistinni hefir enn tekist að bjóða. Nóttin er í þann veginn að hörfa undan Morgungyðjunni, er gægist fram, þegar hinir kátu hópar eru að komast heim til sín og fram að dagmálum heyr- ist bergmál af hlátri og söng — ogstundum viðkvæmt viðlagjjóla- sálms, sungið af óstyrkri röddu einhvers þess, er nú hefir aftur orðið klökkur undir morgunsárið. En þessar veislur, þessi há- væri gleðskapur, er einkaréttur örfárra manna: Stúdentanna úr Latínuhverfinu, nautnaseggja hinna auðugu hverfa, nágranna borgaranna og útlendinganna. Mesti hluti Parísarbúa sjálfra og þvf nœr alt sveitafólk hefir öllu meira hóf á gleði sinni. — Eftir aftansönginn keppast allir heim til sín, og í þetta sinn er gerð undantekning frá strangri reglu um að ganga snemma til hvílu, og sest að vel framreiddu borði og jólamáltíðarinnar neytt með mestu kátínu og glaðværð. — Aðalkjarni máltíðarinnar er ostr- ur, krydduð litrarkolla og hvít- bjúga (eins konar bjúga, gerð úr brauðmyisnu og mjólk), en ásamt þessu hvítvín lítt áfengt eða flaska af gömlu Bordóvíni og að lokum eitthvert sælgæti, nið- ursoðnir ávextir og íshnetur. Áður en hátíðinni er lokið, þykir hlýða að líta inn til barn- anna, sem í einfeldni sinni hafa raðað kringum arininn öllum sín- um skóm, í þeirri öruggu von, að ef þau verði þæg, þá muni Jesús koma um móttina og láta í þær allar þær gjafir, er þau hafa óskað sér að eiga. Er nú eftir þessu raðað smágjöfum í alla skóna og síðan læðast menn burtu á tánum, á meðan litlu svefnpurkurnar láta sig dreyma að þau sjái barnið helga koma niður um ofnpípuna, í gull-leg- um helgiljóma ásamt geisladýrð af varðenglum, sem bera f hönd- um sér ö.'l leikföng sköpunar- innar. Svona er jólahátíðin í Frakk- iandi, þegar venjulega lætur í ári — en ef einhverjum yrði nú reikað um stórborgina og sæi inn um öll þök hennar, hve mörg myndu honum þá ekki virðast auðu sœtin við hátíðarborðíð, eða allir litlu skórnir, sem árang- urslaust bíða nú smágjafanna hans pabba eða eldra bróður? Hversu mörg stórhýsin verða þar nú ekki eyðileg og skugga- leg? Aftansöngurinn einn held- ur öllum hátíðaljóma sínum og þar eru fluttar til himins hjart- næmar bænir þeirra, sem nú í mannlegri eymd sinni hafa bygt alla von sína á endurlausnara heimsins. A. B. Jólavers. (Gömul munnmæli segja vers þetta sungið i hóli einum á jólanótt). Vígð náttin, náttin, velkomin á allan háttinn, háttinn. Guð og maður barn í stalli sig lét fæða, menn og englar, jörð og himnar saman ræða. Sá mesti’ og besti minstan allra gerði sig, og leysti mig.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.