Vísir - 24.12.1915, Side 4

Vísir - 24.12.1915, Side 4
VÍSIR framförunum lendi hjá landeigend- um (jarða- og lóðaeigendum) án nokkurs tilverknaðar af þeirra hálfu, en ekki hjá verkamönnunum og eigendum rekstursfjárins. Ráð- ið, sem George finnur við þessu, er að gera jörðina sameiginlega eign allra, þannig, að rikið leggi undir sig, án þess að greða eigendum nokkrar skaðabætur, alt það jarð- arverð, sem skajnast hefur án til- verknaðar jarðareigendanna, að eins fyrir -framfarir þjóðfélagsins. Þetta á þó ekki að framkvæma á þann hátt, að ríkið taki eignirnar af eigendunum, held- ur eiga þeir að hafa þær á- fram til frjálsra umráða, en gjalda að eins því opinbera skatt svo háan, að nemi fullum vöxtum af öllu verði jarðarinnar. En það kemur auðvitað í sama stað niður sem eignin sé tekin, þegar allur arðurinn af henni er tekinn. Við þetta hyggur hann að svo mikið fé komi í fjárhirslu lands og sveita, að það nægi fyrir öllum útgjöld- um þeirra og megi þvi afnema alla aðra skatta og tolla. Þetta er i stuttu máli aðalmergurinn í kenn- ingu Henry Georges, en auðvitað er hér við samantvinnað margt og mikið, sem hér er ekki tími né tækifæri til að fara út í. Sú mótbára hefur meðal ann- ars verið hafin gegn jarðskatti Ge- orges, sem leggur alla jarðeign undir ríkið án skaðabóta til eigend- anna, að hann geri þeim eigendum rangt til, sem keypt hafa jÖrðina eða lóðina fullu verði, en því svar- ar George á þá leið, að þýfi sé rétt- tækt, hvar sem það finnist, enda þótt sá, sem það hefir í höndum, hafi keypt það í góðri trú. En að hér sé um tvent ólíkt að ræða, munu þó flestir verða að viður- kenna, enda hafa fylgismenn Ge- orges sumstaðar ( t. d. í Þýzka- landi) fallist á, að láta þá verð- hækkun, sem þegar er orðin, af- skiftalausa, en taka einungis þá verðhækkun, sem framtíðin felur í skauti sér. Þar með er stórt spor stigið burt frá kenningu Henry Georges. Slíkur skattur getur ekki komið í stað allra annara skatta. Að það sé réttmætt, að þjóðfélagið áskilji sér þá verðhækkun á jörð- um og lóðum í framtíðinni, sem eingöngu stafa af framförum þjóð- félagsins, en ekki tilverknaði eig- endanna, eða að minsta kosti nokk- urn hluta hennar, um það er harla lítill ágreiningur. Ágreiningurinn er aðallega um það, hvernig skatt- inum verði best hagað í fram- kvæmdinni og hve mikinn hluta af verðhækkuninni hæfilegt sé að taka, með því að oft er erfitt að ákveða, hvað af verði fasteignar er hreint verð jarðarinnar sjálfrar eða lóðarinnar og að stundum get- ur líka það verð farið lækkandi. Jarðskattur Henry Georges hefir hvergi verið lögleiddur. Sumstað- ar hefir að vísu verið lagður skatt- ur á jarðarverðið eingöngu (t. d. í Nýja Sjálandi, Ástralíu og víðar). En sá skattur er frábrugðinn skatti Geoges að því leyti, að hann er að eins lagður á sumar tegundir jarð- eigna (stóreignir) og að hann er miklu lægri. í stað þess að leggja allar jarðirnar undir hið opinbera, tekur hann að eins lítinn hluta af verði stóreignanna. En Georges- sinnar telja það þó spor í áttina til framkvæmdar á hugmynd Georges. Verðhækkunarskattar hafa líka víða verið lögleiddir, en eins og áður er sagt, fara þeir all-langt frá stefnu Georges. Þó hafa Ge- orgessinnar sumstaðar sætt sig viö þá. Varla er ráð fyrir því gerandi, að þessi stefna vinni fylgi hér á landi í náinni framtíð í sinni upp- haflegu mynd. En í sambandi við aðra skatta mundi verðhækkunar- skatturinn og einhver jarðeigna- skattur vafalaust geta orðið til þess að jafna skattabyrðinni réttlát- legar niður en nú er. Bláu vetlingarnir. Eftir Frederic Boutet. Frú Presles hafði verið að líta eftir börnum i barnahælinu allan daginn, eins og hún var vön að gera á hverjum degi, síðan börnin voru flutt þangað eftir að ó- friðurinn hófst; nú var hún á heimleið. Klukkan var orð.in sjö; það var kalt, dimt á götunum og vindurinn lamdi krapasnjónum framan í hana. En frú Presles hraðaði ekki ferð sinni, hún hálf- kveið alt af fyrir að koma heim til sín, þvi þar var ekkert sem hald- ið gæti endurminningum hennar í skefjum um löngu vetrarkvöldin. Þegar komið var á Saint-Sul- pice torgið, var eins og vindurinn réðist að henni úr öllum áttum, og hún krefti hendurnar utan um regnhlífina og hraðaði sér eins og hún mátti heim til sín. „Það er ekkert bréf til yðar,“ sagði dyravörðurinn; síðan ófrið- urinn hófst var hann hættur að færa íbúum hússins bréfin. Frú Presles hneigði höfuðið og hélt áfram. Hún átti ekki von á neinu bréfi. Hver skyldi svo sem skrifa henni? Hún átti enga ætt- ingja og var hætt að umgangast vinkonur sínar frá æskuárunum. Hún gekk upp á annað loft. Þar hafði hún búið í þessi þrjú ár, sem hún hafði verið einsömuj Það var kalt þar og ónotalegt, en húsgögn- in voru snotur. Hún vár allvel efnuð en hafði þó enga þjónustu- stúlku; hún vildi hafa sem mest að gera sjálf og hélt líka spart á, til þess að geta líknað bágstödd- um þeim mun meira. Hún lagði hattinn og yfirhöfn- ina frá sér, tendraði ljós og kveikti upp í ofninum. Við nánari athugun mátti sjá, að hún myndi varla vera yfir þrítugt og að hún var falleg kona. En öskugult hárið, grá aug- un og fölt andlitið, það virtist alt renna saman og alt var jafn lit- laust, af því það hvíldi svo djúp- ur sorgarblær yfir svipnum, sem aldrei virtist hafa þekt kvenlegt gíys^ Hún gleypti matinn sinn á fáum mínútum og settist svo við að prjóna bláa vetlinga. Hún keypti og bjó til ýmislegt, sem til fatnað- ar heyrði, og sendi hvern pakkann á fætur öðrum til hersins í milli þess sem hún hjúkraðíi særðum mönnum og ánnaðist munaðarleys- ingjana á hælinu. Hún var nú með fingurna á vetl- ingnum; hún prjónaði í ákafa og reyndi að sökkva sér niður í vinn- una og í að þylja upp líknarverk- in, sem hún ætlaði að gera daginn eftir — en svo var skyndilega hringt dyrabjöllunni. Hún hrökk við, og furðaði sig mjög á því, að hún skyldi vera sótt heim, en gekk til dyra og lauk upp. Náföl hröklaðist hún nokkur skref aftur, þvi frammi fyrir henni stóð maður hennar, Claude Presles, hjúpaður siðri hermannaúlpu, sem gerði að verkum, að hann virtist miklu hærri en hann var. „Það er eg,“ sagði hann í lág- um titrandi róm. „Eg er kominn, .... eg er kominn____ Hann var kominn inn. Hún kom engu orði upp, það var eins og tek- ið væri fyrir kverkar henni. Flún hafði ekki séð hann í þrjú ár. í þessi fjögur ár, sem þau höfðu búið saman, hafði hann stöðugt kvalið hana, og loks farið frá henni, án þess að hafa aðra ástæðu til þess, en að honurn þóknaðist það. Það hafði konunni fallið þyngra en allar aðrar ávirðingar hans, því hún unni honum þrátt fyrir alt. Hún hafði aldrei viljað skilja við hann, en hún gerði enga tilraun til þess að hitta hann aftur. Og hún forðaðist alla kunningja sína til þess að fá ekki neinar fregnir af svalli hans. Frú .Presles reyndi að ná valdi yfir tilfinningum sínum. Hún horfði á mann sinn. Hann stóð frammi fyrir henni og hafði lagt hermannshúfuna á borðið. Bjarm- inn frá lampanum féll á andlit hans sem bar ljós merki þreytu og þján- irga. Svarta hárið hans var orðið hæruskotið, og þegar hann leit framan í hana, þá sýndist henni jafnvel að augun Jiefðu líka breyzt. „Eg særðist,“ sagði hann, „særð- ist hættulega .... Nú er eg orð- inn heill aftur .... Eg vissi að þú bjóst hérna .... ein .... Og mig langaði að líta inn til þín .... áð- ur en eg færi . .. . “ Hún reyndi að herða upp hug- ann til að tala og gat varla varist gráti. „Hvers vegna kaustu að heim- sækja mig?“ Hann roðnaði dálítið, en horfði fast í augu hennar. „Vegna þess að mig langaði ekki til að sjá neina aðra en þig.“ Hún sagði ekkert. Hún var sezt við borðið og reyndi að verjast skjálfta — en hann svaraðí því, sem hún kom ekki orðum að: >Já, einmitt þig. Eg hefi verið í París síðan í byrjun vikunnar.... Nei, eg hefi engan heimsótt. Mig langaði að sjá þig .... þig .... og eg hafði ekki þrek til þess fyr .... en á morgun fer eg aft- ur . Hann þagnaði skyndilega, en eftir stutta þögn hélt hann hægt áfram eins og hann hugsaði upp- hátt :• „Eg ætlaði að segja þér, að nú vissi eg .... Já, já, nú veit eg það, heyrðu. Eg veit, hvernig eg hefi verið og hvernig þú ert.......... Smátt og smátt hefir mér skilist það .... Eg hefi séð .... sann- leikann...... Eg segi þér satt .... Á hættunnar stund og í þján- ingunum, þegar eg særðist........ þegar eg hélt að eg mundi deyja .... þegar eg var mæddtn. .... og þegar eg barðist í orustunni.. .... Maður verður að hafa< eitt- hvað til að festa hugann við, skil- urðu, eitthvað, sem eltir mann„ sem huggar, sem stælir þróttinn .... Og það varst þú......“ Hann þagnaði eitt andartak og hélt svo áfram: „En það er ekki nóg að hugsa. sér slikt, maður verður að hafa. vissu fyrir því, að einhverjum þyki vænt um mann. Maður verður að vita að heima í húsi einu, sem maður þekkir, á heimili, sem maður þráir, veki tilfinningar manns enduróm .... að þar heima sé manns beðið i angist og þrá .... að þar sé vonin og fyrirheitið .... i framtíðinni....Allir umhverfis mig, alhr áttu þeir þetta á einn eða annan hátt .... og eg öfundaði þá ....“ Frú Presles fól andlitið i hönd- um sér, hún leit ekki upp en sagði. með hljómlausri rödd: Eg hefi lika verið öfundsjúk. .“ „Síðar meir .... síðar meir, heyrirðu, þegar reynslan hefir kent manni .... þá hagar maður sér öðru vísi......Þess vegna kom eg hingað til að spyrja þig .... til að fá vitneskju um ....“ „Það veiztu vel,“ hvíslaði hún lágt, og leit upp eftir stutta þögn. Idann fölnaði, og grátkrampi fór yfir andlitið, en hann vildi ekki gráta, og til þess að leyna geðshræringum sínum, benti hann á prjónana á borðinu og reyndi að hlæja. „Þú hefir ekkert breyzt .... alt af jafn-iðin.....En þessa vetl- inga máttu ekki senda í burtu .... þá verð eg að fá, má eg það ekki ? Þá gat hún ekki lengur varist gtátinum og kastaði sér í fang honum. „Og þú ferð .... þú ferð á morgun?" kveinaði hún með svo veikri rödd, að hann hélt að hún myndi líða í ómegin. „Heyrðu mig,“ hvíslaði hann, „eg er eigingjarn......Nú, eins og fyrrum bý eg þér. sorg.“ Hún svaraði ekki. Hún hristi að eins höfuðið til að segja honum að þessi sorg væri annars eðlis. Þar var enginn samanburður möguleg- ur .... Það vissi hún full vel. Og enn betur vissi hún það daginn eftir, þegar hann var farinn og hún sat ein heima við arineldinn og lampann sinn og henni þótti ekki framar óvistlegt né einmana- legt inni. Og gagntekin af ham- ingju og kvíða fór hún með ákefð að telja lykkjurnar í bláu vetling- unum, sem h a n n átti að fá. Suez-skurðurinn. Eins og menn vita, er um Suez- skurðinn alþjóðaleið á milli Mið- jarðarhafsins og Rauðahafsins. Englendingar hafa skurðinn nú á valdi sínu, en Þjóðverjar láta það i veðri vaka, að þeir ætli sér að taka hann af þeim, og svo eru menn trúaðir á mátt Þjóðverja, að sagt er í simskeytum að Hollend- ingar séu að hætta að láta skip, sem austur til Indlands eiga að fara, sigla um skurðinn, af ótta við það, að Þjóðverjar eða Tyrkir þá og þegar hefji skothríð á hann.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.