Vísir - 24.12.1915, Blaðsíða 8

Vísir - 24.12.1915, Blaðsíða 8
VISIR Kaupmannafélagið heldur fund þriðja í jolum, mánudag 27. þ. m. í Bárubúð uppi. Félagsfuridur frá kl. 7x/2—8 síðd. Nýir félagar teknir inn. Kl. 8 byrjar opinber fundur um mjög áríðandi mál fyrir alla Reykjavíkur- kaupmenn, og er því skorað á alla kaupmenn í Reykjavík í stéttarinnar nafni að mæta á réttum tíma kl. 8 Stjórnin. Husrnæður! Munið efiir að kaupa hina alkunnu sætsaft frá Sanítas, hún er drýgst og fæst hjá öllum kaup- mönnum.--- Jóla-konsert haldalbræðurnir Eggert og Þórarinn Guðmundssyni í awaan kl. 8V2 síðd. í Dómkirkjunni. Aðgöngumiðar seldir í Goodíemplarahúsinu sama dag og kosta 50 aura. S J Á G0TU AUGLÝSINGAR. Til sölu: Borðstofuskápur, konsolspegill, gólfteppi, dívanteppi, toilett- kommóður, þvottaborðmeð marmaraplötu, tveggja manna rúm, fjaðra- madressa, standlampi með skerm, hengilampi, klæðaskápur, chaise- longue, ýms eldhúsáhöld o. m. fl. Alt mjög vel vandað og í góðu standi. — Afgréiðslan vísar á. O -J o -ÖL-ÖL—ÖL-ÖL-ÖL— ÖL—ÖL-ÖL-ÖL—ÖL-ÖL-ÖL- Jólaölið góða, 0= r- I 0= 12 tegundir, | í Nýhöfn, | —ÖL—ÖL—ÖL—ÖL—ÖL-ÖL—ÖL-ÖL—ÖL—ÖL-ÖL—ÖL— Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz. En það er til eitt ráð við þessu, og það ráð ættuð þér að taka, kæri Browne. — Hvað er það? — Kvongast, vinur minn. Ná yður í konu, þá hafið þér engan tíma til að hugsa þessar leiðinlegu hugsanir. Segir ekki Ben Johnson eltthvað á þá leið að það sé það besta, sem hægt sé að gera, að ganga í heilagt hjónaband. — Kvongast I sagði Browne gremjulega. Altaf er það viðkvæð- ið. Eg segi það satt, að eg er far- inn að hata það orð. Manni gæti dottið í hug, að hjónabandið sé sá möndull, sem líf flestra snérist um, af því hvernig fólk talar um það. Þeir virðast ekki gera sér grein fyrir því að þeir, sem detta fram af þeim kletti brotna í smá mola. Hvað era veislurnar meðal auð- mannanna í London annað en geysislórir markaðir, þar sem ungar stúlkur eru seldar hæstbjóðanda, án þess að nokkurt tillit sé tekið til tilfinninganna. Eg skal segja yður nokkuð, Maas, fyrirkomulagið er í sannleika talað alveg óhæfilegt. A Jávarður er ríkur — þess vegna þjóía hundrað mæður upp til handa og fóta og bjóða honum dætur sínar, þær eru ekki að hugsa um það, hvort hann sé heiðvirður maður eða mesti fantur sem til er á jörðinni. í níu tilfellum af tíu kemur það ekki málinu vitund við, bara að hann eigi skrautleg hús og hafi efni á að lifa þægilegu lífi. Það er komið með stúlkurnar til borgarinnar á haustin og þeim er »stilt út« í skreyttum dýrum kjól- um frá bestu saumahúsum borg- arinnar. Þær eru alstaöar til sýnis, og þær eru varaðar við mönnum, sem enga peninga eigi, en, sem að öllum líkindum gætu gert þær hamingjusamar, en foreldrar þeirra segja þeim að gefa hinum undir fótinn, sem hafa nógu mikla fúlgu af bankaseðlum aö styðjast við. Engum dettur í hug að minnast á ást í þessu sambandi, því hún kemur málinu ekki minstu ögn við, Þegar svo vinir og ættingjar hafa gefið hjónaleysunum dýrar gjafir, sem þeir þó ekki hafa altaf efni á, þá eru þau leidd fyrir altarið og þar vinna þau hátíðlegasta eiðinn. á lífstíð sinni. Þegar það er svo gert, þá lifa þau hveitibrauðsdag- ana suður í Egyptalandi, eða Sviss og komast að þeim sorglegu sann- indum, að þeim dauðleiðist hvort annað. Þegar heim kemur, er það venjan að hvort um sig tekur upp sína fyrri lifnaðarhætti. Og afleið- ingin er svo vantraust og svik á báðar hliðar. Svo skilja þau einn góðan veðurdag. En við fórnum höndum og hrópum: »Hve hræði- legt!« Og vitandi alt þetta höfum við djörfung til aö segja að franska venjan sé óeðliieg. — Eg er hræddur um, kæri Browne, að þú sért ekki fyllilega með sjálfum þér í kvöld, sagði Maas brosaudi, þegar þinn hætti að tala. Það er mjög skökk skoð- un, að þaö hjónaband hljóti að verða óhamingjusamt, sem stofnað er milli ríks manns og fagurrar stúlku. Eg held nú fyrir mitt leyti, að einmitt það séu bestu hjóna- böndin. — Eg hélt ekki, að þér væruð svona bjartsýnn, sagði Browne. Mér fyrir mitt leyti finst, þegar eg athuga þennan rólega fjörð, að eg helst vildi setjast hér að og aldrei sjá London framar. Hann talaði af svo mikilli sann- færingu, að Maas varð steinhissa í fyrsta sinn á æfinni. Hann glápti á Browne góða stund. Svo kveykti hann sér í nýjum vindli. — Eitt er víst, sagði hann að síðustu, og það er það, að þér hafið ekki haft gott af þessari fjall- göngu yðar í kvöld. Það er ómögu- legt annað, en að þokan hafi kom- ist í blóðið, og nú skal eg segja yður nokkuð, en þér megið ekki reiðast mér. Ungfrú Verney lieils- aði yður á þann hátt í kvöld, að margir hefðu viljað ganga í gegn- um eld og reyk til að fá sams konar kveðju frá henni. Browne tautaði einhver gremju- yrði fyrir munni sér, hann ætlaði ekki að fara að ræða við félaga sinn um ungfrú Verney né álit hennar á honum. Hann fitjaði því upp á nýju umtalsefni, og spurði hvort Maas hefði nokkuð ráðið við sig hvar hann yrði næsta vetur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.