Vísir - 19.01.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 19.01.1916, Blaðsíða 2
VfSIR VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá AOalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá U. 1-3. Sími 400.— P. O. Box 367. 3 eða hannyrðum. og ódýr — A s t ú I k u r geta ^ fengið tilsögn í Kenslan fjölbreytt Afgr. v. á. Nýir menn. Margir menn deyja á vígvellin- inum og æði margir skaddast svo mjög, að þeir hljóta að verða mann- félaginu að eins til byrði, ef ekkert væri að gert. Það var siður áður, að menn sem mistu handleggi eða fætur í ófriði, væru settir á hækjur eða tréfætur og þeim fenginn »Iírukassi« til að aka með um götur borganna og »Ieika« á mönnum til skemtunar. Upp úr því áttu þeir aö hafa nægi- legt fé sér til viðurværis — og ann- aö gerði föðurlandið ekki fyrir þá, það var eina meinabótin sem þeir fcngu. En í þeirri ógurlegu styrjöld sem nú geysar í heiminum, limiestast fleiri menn en svo, að nokkur björg geti orðiö að þessum ráðstöfunum. Það mundi því horfa til stórvand- ræða fyrir þjóðfélögin, aö eiga að ala önn fyrir ölJum þeim mann- fjölda, sem ófriðurinn gerir ófæra til allrar vinnu, þó að sárin grói, Læknarnir verða því að gera meira en að græða sárin, þeir verða aö búa til nýja limi, svo að segja nýja menn. Læknir einn í Wien, dr. Moszko- wics, var fyrir ófriðinn orðinn fræg- ur fyrir það, að hann breytti allra ljótuslu^kartöflunefum í fínustu kónganef, með því að spýta para- fini inn undir húðina, og hafði hann grætt offjár á mönnum sem streymdu til hans úr öllum áttum, bæði úr Norðuráifunni og frá Ame- ríku til þess að fá sér ný nef. Nú hefir hann nóg að gera að búa til ný andlit á menn, sem mist hafa meiri eða minni hluta af þeim á vígvellinum. Danskur maður, Anker Kirkeby að nafni hefir hitt Moszkowics og séð sjúklinga hans. Kveðst hann t d. hafa mætt manni á spítalanum, sem mist hefði alt niðurandlitið, en ómögulegt hefði veriö að sjá það. En er M. bað hann að hrækja út úr sér, tók hann neðri skoltinn af hjörunum og sýndi þeim hann, Nýkomið tn — V. B. K. Fionel. Léreft. Gl HandklœðadregUI. Rekkjuvoðir. Alklæði. Kjólatau. Tvistau. Sirz. Tvinni. Lakaléreft. Sjöl . Segldúkur. Vandaðar vörur. Ódýrar vörur. 2>Vóvn ^Cmtjánsson. mmmm hann var á stærð eins og hálf haus- kúpa og í honum fullkominn tann- garður; en eftir af andliti manns- ins voru að eins tvö augu og nef. Eu einkum er til þess tekið, hve læknunum hafi tekist að búa til full komna útlimi, handleggi og fætur, handleggirnir eru með Iiðamótum í olnboga og úlfliði, en höndin er skorin út úr tré, neglurnar laglega útskornar og þumalfingurinn hreyf- anlegur. Með tveim þráðum, sem festir eru við hina öxlina, getur maðurinn lyft upp handleggnum eða beygt þumalfingurinn. Á samahátt er fóturinn útbúinn með liðamótum í hné og ökla og framleisturinn haglega gerður og vegur allur fót- ur 3 kíló. Fóturinn »gengur« sjálf- ur á þann hátt, að um leið og hon- um er lyft upp, þá bregður þar til gerö fjööur honum áfram um eitt skref. Menn með tilbúna fætur verða að byrja á því, að læra að ganga eins og lítil börn, í göngustól eða böndum; svo ganga þeir við tvær hækjur, þá við eina og af þeim er ekki slept hendinni fyr en þeir hafa tekið próf og sýnt að þeir geta hoppað 60 centimetra í loftuppán þess að detta. Þegar þessir limlestu menn koma fyrst at vígvellinum, eru þeir lagð- ir á spítalann, síðan þegar sár þeirra eru gróin, eru settir á þá nýju lim- irnir og farið að kenna þeim. Þeim sem hafa mist fæturna verður að kenna að ganga, en þeir sem hafa mist hendur verða að læra að vinna með nýju höndunum. Margir þeirra þurfa líka að læra að lesa, skrifa og reikna. Þeim er kendur ýmislegur iðnaður og önnur verk og kostað kapps um að þeir fái allir tækifæri til þess að vinna fyrir sér. Iðnað- armennirnir þeirra á meða! hafa oft margar bendur, sína hendina fyrir hvert verkfæri, sem þeir þurfa að nota, og geta þeir sjálfir sett þær á sig og tekið þær af sér. Eru þær sumar ekki annað en krókar eða skrúfur. En mennirnir eru einkar ánægðir með þær og full- yrða að þær séu miklu hentugri vínnuhendur en þær sem þeir mistu, og þann ómetanlega kost hafi þær, að maður skeri sig aldrei í fing- urinn. Sérstakir sxólar hafa verið settir á stofn til að kenna þessum fötl- uðu mönnum alskonar fræði, bæði verkleg og andleg, eftir því sem helst á viö þá. Þeir eru gerðir að iðnaðarmönnum, verslunarmönnum, málfræðingum o. fl. o. fl. Bæjarstjórnar- kosningin. Vísi fanst það athugavert við grein Hjalta, sem birtist í blaöinu 17, þ. m., að- hann virtist hallast að þeirri skoðun, að stjórnmálaflokkarnir ættu aö láta bæjarstjórnarkosningarnar af- skiftalausar. — Þó að það mál, sem aðallega hefir skift flokkum í land- inu, sambandsmálið, komi stjórn bæjarmála lítiö við, þá gefur að skilja, aö á fundum stjórnmálafélag- anna koma fleiri mál til umræðu en sambandsmáíið eitt. Félagsmönn- um gefst tækifæri á að kynnast stefnu hvers annars í landsmálum, og því er eðlilegt að þeir kjósi fremur bæjarfulltrúa úr sínum hópi en sér óþekta menn úr öðrum félögum, eða félagsleysingja, sem þeirþekkja ekkert, þvi að stefnur manna í al- T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. tíl 11 Borgarst.skrifjt. í brunastöð opíri v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið U/,-21/, siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 l Samábyrgðin 12-2 og 4-6. | Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. | Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 \ Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 i Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyma-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. ...11' --------------* Blómsvetga fallega og ódýra selur Verslunin Gullfoss. mennum Iandsmálum og bæjarmál- um eru auðvitað líkar. Það er auðvitað rétt og sjálfsagt, að verkamenn kjósi bæjarfulltrúana úr sínum hópi, en ekki aðallega vegna þess að þeir séu líklegir til að toga skækilinn fyrir stéttarbræður sína, heldur verður kosningin að byggjast á hollri stefnu í bæjarmál- um yfirleitt. Það væri rangt af stjórnmálafé- lögunum að setja þá menn á lista, sem meiri hlutinn teldi fylgja óhollri stefnu, að eins vegna þess að þeir væru einbeittir flokksmenn. Eins væri rangt af verkamönnum að velja menn á lista eingöngu með tilliti til þess, hversu ákafir þeir eru í því að fylgja fram stéttarmálum þeirra. Stjórnmálafélögin og verkamanna- félögin hafa nákvæmlega sama rétt- inn til að hafa samtök um kosn- inguna, þann, að félagsmenn hafa átt kost á því að kynnast skoðunum og stefnu þeirra manna, sem þeir vilja fylgja til kosninga. Það er auðvitað rangt af þessum félögum öllum, að hinda kosningu á listana við félagsmenn eina. Því vel getur veriö völ á mönnum utan félaga, sem hæfari væri og líklégri til að gera gagn í bæjarstjórninni en þeir menn, sem í félögunum eru. — En þetta á auðvitað ekki fremur við um stjórnmálafélögin en verk- mannafélögin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.