Vísir - 01.04.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 01.04.1916, Blaðsíða 3
V ( SI R Á aðalfundi Isféfagsins viö Faxaflóa, sem haldinn var 28. janúar nœstl., var samþykt að félagið skyldi innleýsa skuldabróf liess, sem voru gefin út 1. júní 1906. Geta því félagsmenn, og aðrir eigendur ef nokkrir eru, komið með skuldabréfin til féhirðis félags- ins, konsúls Chr. Zimsens, og fengið þau borguð frá 1. apríl n. k. Fyrir hönd stjórnarinnar. Tryggvi Gunnarsson. Ráðvönd, versiunarvön og lipur Stúlka getur fengið a t v i n n u við innarbúðarstörf við verslun KONRÁÐS HJÁLMARSSONAR, Norðfirði. Drengi vantar til að bera Vísi út um bæinn. Nokkrar duglegar stúlkur Semjið við Jónas Andrésson, til viðtals í BernhöftS' bakaríi daglega kl. 12. Kelvin-mótorarnir eru einfaldastir, iétiastir handhægastir, bestir og ó- dýrastír í notkun Verðið er tiltölulega lægra en á öðrum mótorum, Fleiri þús seljast árlega og munu það vera bestu meðmælin Aðalumboð íyrir Island. heflr T. Bjarnason. Sími 513. Templarasundi 3. Fiskmjöl til skepnufóðurs og áburðar á tún og garðalæst.hjá sími 25i. Pípuverksmiðjunni. simi 251. geta fengið atvinnu vlð fiskverkun á Kirkjusandi hjá &\. TSfiorsteiftssotu Háti kaup I n ÖGMEN VATRYGGINGAR Oddur Gfslason yfirréttarmálafiutnlngsmaOur Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Simi 26 Vátryggið tafalaust gegn eldi vörur og húsmuni hjá The Brit- ish Dominion General Insu rance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslason Pétur Magnússon yflrdómslögmaOur, rundarstíg 4. G Sími 533 Heima kl. 5—6. Bogi Brynjólfsson yfirrjettarmálaflutningsmaöur. Skrifstofa Aöalstræti 6 (uppi.) | Skrifstofutími frá kl. 12-1 og 4-6 e. hj Talsími 250. Sæ- og strfðsvátrygglng Det kgl. oktr. Söassurance Komp Miðstræti 6. Tals. 254. A. V. TUUNIUS. Aðalumboðsmaður fyrir fsland Det kgl. octr. Brandassurance Comp Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur alskonar. Skrifstofutími 8—12 og 2—8. Austurstræti 1. Prentsm. Þ. Þ. Clementz — 1916 N. B. Nlelsen. Trygð og slægð Eftir Guy Boothby. 105 --- Frh. — Gott og vel, svaraöi Browne. Þá bíöum við. Án þess aö segja frekara f<5r hann aftur til reykinga- stofunnar og sagði þar frá því, hvaö gerzt hafði. Að ekki yröi haldið af sfað fyr en með morgn- inum. — Eg held að þetta sé alveg rétt gert, sagði Maas. Þér viljið ekki frekar en eg eiga neilt á hættu Hér er öllu eins óhætt og hvar annars staðar sem vera skal. — Eg er ekki eins viss um það, sagði Foote. Og svo datt alt í þögn aftur. Fjórðungi stundar síðar fór nú Browne aftur inn til Katrínar og *ööur hennar. Hann fann þau þar tvö ein. Hann í fasta svefni en hún kraup fyrir framan hann. — Elsku vinur minn, sagöi Katrín blíðlega um leið og hún gekk til unnusta síns. Eg hefi ekki enn einu sinni þakkað þér fyrir alt sem þú hefir gert fyrir mig — og hann. Hún hikaði ofurlítið þegar hún sagði siðustu orðin eins og hún vissi ekki meö vissu hvað hún ætl- aði aö segja. En Browne tók eftir því undir eins. — Hvað gengur að þér, vina mín? spurði hann. Hvers vegna ertu svona hrygg á svipinn? Hún ætlaöi að fara að svara spuiningunni, en hún hætti við það og sagði með undrunarsvip sem raunar var uppgerð. — Hrygg? Hví svo sem ætti eg að vera hrygg? Hefi eg ekki einmitt ástæðu til aö vera óvenju- tega glöð i kvöld? — En þú ert það ekki, svaraöi hann. Eg sé það á þér, að það gengur eitthvað að þér. Komdu nú til mín og segðu mér satt frá öllu, hvað að þér gengur, Þú ert hrygg, og eg býst við að það sé vegna þess að þér finnist faöir þinn vera allbreyttur? Er ekki svo? — Jú, að nokkru leyti, svaraði hún. En svo bætti hún við rólega: En frúin þekti hann samt undir eins þótt hún ekki heföi séð hann í mörg ár. Vesalings pabbi minn! Hve mikið hefir hann ekki oröið aö Ifða. Browne kendi sárt í brjósti um hana. Hann bað hana að fiýta sér nú eins og hún gæti inn í her- bergið hennar og fullvissaði hana um, að Andrew og hann skyldu vaka hjá gamla manninum um nóttina. — En hvað þið eruð góðir, sagði hún og kysti hann. Síðan leit hún á manniiin sem svaf í hægindastólnum, og hraðaði sér svo út án þess aö kyssa hann, eins og Browne hafði búist við. Klukkan var orðiii tvö. Það var hráslaga veðuri Þótt Browne hefði sagt að Andrew ætlaði að vaka, þá var það ekki satt. Hann vildi ekki fara fram á það, þvi að hann, vissi að hann hlaut að vera mjög aö þrotum kominn eftr alt vosið síðustu dagana, Hann bað því Foote að fylgja Andrew niður en fór sjálfur inn til gamla mannsins til þess að sjá um að honum liði sæmilega, Um það leyti sem sólin rann upp, var Browne vakinn með því að barið var að dyrum. Hann stökk á fætur og opnaði. Það var skip- stjórinn. Hann var auðsjáanlega í mjög æstu skapi. — Eg veit ekki hvernig eg á að fara að skýra yöur frá því.sem fyrir hefir komiö, sagði hann, Eg hefi aldrei orðið fyrir öðru eins alla mína daga. — En hvað hefir komið fyrir? spurði Browne, og hjartað seig allmjög í brjósti hans. — Það er eitthvað í ólagi í vélarúminu, sagði Mason, og það er ómögulegt að komast af stað fyr en gert hefir verið við það. Rétt í þessurn svifum kom stýri- maðurinn inn. Hann lagði hendina á öxlina á Mason og hvíslaði ein- hverju að honum. — Hvað er það? spurði Browne, Hvað er það sem að er? — Hann segir að nú sjáist til her- skips og að bað muni vera rússneskt, svaraði skipstjórinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.