Vísir - 13.04.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 13.04.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR A f g r e i ð s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur írá Vallarstræti. Skrífstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr.— Ritstjórinn til viðtals frá Id. 3—4. Sími 400.— P. O. Box 367. Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.Silki. Slifsi o.fl ! I Saumastofan á Laugavegi 24 Iðnaðarmaimaáíengið °g nýju reglurnar. þá höfum við' loksins fengið reglurnar um sölu á menguðu og ómenguðu áfengi til iðnþarfa o. s. frv., þær eru að finna í nýút- komnum stjórnartíðindum, dag- settar 26. febrúar. Manni verður ósjálfrátt að bera saman hve miklu betur gekk að koma vínunum inn í lyfjaskrána, það var gert sama dag og stað- festing laganna fréttist hingað símleiðis (4. nóv. f. á.), en þetta drógst í 4 mánuði. Munurinn verður skiljanlegur þegar Htið er tll þess, hve veikindin altaf eru mikil í bænum. Hins vegar var iðnaðarfyrirtækjunum okkar eng- in hætta búin. Stjórnarráðið sá um það með leyfisbréfum til ein- stakra manna, að þeir þurftu ekki að standa iðjulausir vegna skorts á áfengi. Skal hér ekki farið frekari orð- um um þau leyfisbréf, þau eru vonandi úr sögunni. Aftur á móti mætti minnast á reglurnar og þá sérstaklega eitt atriði í þeim, sem betur hefði mátt fara. Eftir reglunum gildir það einu hvort áfengisbeiðendur snúa sér . til umsjónarmanns áfengiskaupa eða lögreglustjóra með beiðnir sínar. Réttara hefði verið að lög- reglustjórarnir hefðu verið látnir einir um starfið, því það er ekk- ert sem bendir til þess, að um- sjónarmaður áfengiskaupa sé eða geti verið kunnugri mönnum held- ur en fólk er flest og starf hans er svo illa launað, að því fer svo fjarri, að hann geti haft menn sér til aðstoðar í sendiferðir, að hann verður jafnvel að gera alt sem að starfinu lýtur í hjáverkum. Hins vegar er það auðsætt að bæjar- fógeti hlýtur að vera öllum' öðr- um kunnugri um menn hér og starfsemi þeirra, enda hefir hann lögregluþjóna sér til hjálpar og getur sent þá út til að rannsaka vinnustofur vafasamra beiðenda til þess „að ganga úr skugga um hve mikið áfengi beiðandinn þurfi á ári“, en fyrst og fremst til þess að ganga úr skugga um hvort maðurinn á nokkurt áfengi að fá. Óliklegt þykir mér nú, að stjórn- arráðið og ráðunautar þess hafi lagt höfuðin í bleyti og stritað í 4 mánuði eingöngu til þess að eyða pappír og prentsvertu. En þó skamt sé síðan að reglurnar öðluðust gildi, þá er samt feng- in töluverð reynsla fyrir því, að sama sleifarlagið virðist eiga að veraá þeim framkvæmdum einsog j svo mörgu öðru hér. Áfenginu er ausið til manna, sem ekkert hafa við það að gera, annað en drekka það, og það jafnvel manna, sem öllum er vitanlegt að eru hrein vandræði vandamönnum þeirra vegna drykkjuskapar.’ Og þó virðist það ofur auð- velt að afla sér upplýsinga um það, hvaða iðnaðarmenn þurfi spiritus til iðju sinnar og hve mikið. Allur vandinn er að spyrja einhvern einn málsmetandi mann innan hverrar iðnaðargreinar hvort þeir þurfi spiritus, til hvers og hve mikið. Eg hefi aflaö mér upplýsinga í einni af stærstu úrsmíðastofum hér í bæ. Úrsmiðir nota spiritus til þess að leggja í úrverk, sem vatn hefir komist að, ef komið er með úr- ið til þeirra þegar í stað; enn fremur örlítið við hreinsun á sér- stakri sjaldgæfri tegund úra. Við allar venjulegar hreinsanir nota þeir benzin. Úrsmiðurinn, sem eg átti tal við segir mér, að tíma- skifti geti verið að því hve mik- ið þeir þurfi á spiritus að halda, en að það nokkurn tíma fari fram úr tveim lítrum á ári komi ekki til mála. Nú er mér kunnugt um að einn úrsmiður hér hefir fengið bók upp á 30 — þrjátíu — litra af hreinum spiritus á ári. Sama er um gullsmiði að segja. Eg hef talað við tvo gullsmiði, sem báðum kemur saman um, að það sé mjög lítið sem þeir hafi við hreinan spíritus að gera. þrátt fyrir það hefir umsjónar- maður áfengiskaupa útbúið einn af gullsmiðunum með 18 — át- ján — lítra. það er næstum óþarfi að geta þess að maðurinn hefir ekki fengist við smíðar í langan tíma. Eg hefi átt tal við tvo málara 1 og spurt þá til hvers þeir notuðu hreinan spíritus og er skemst frá að segja, að málarar þurfa ekki einn dropa. Samt sem áður hefir einum af málurunum okkar lánast, að fá bók með 30 — þrjátíu — lítrum af meðalaspíritus á ári. Með trésmiði er vandinn meiri. þeir þurfa spíritus til að gljá með tré, en spursmálið er hve hreinn hann þarf 'að vera. Eg hefi átt tal við smiði og kemur þeim saman um, að vel megi nota brensluspíritus með shel- lakki til að bera á og gljá algenga hluti, en við mjög vönduð hús- gögn telja þeir líklegt að betra sé að nota hreinni spíritus. En hvað eru það svo margir smiðir, sem fást við slíka vinnu ? Eg get ekki talið þá sem stendur með nöfnum, en eg veit það með vissu að þeir eru sárafáir. Annars má með tilraunum komast að réttri niðurstöðu um þetta atriði. En hvað sem því líður þá hefir umsjónarmanni áfengiskaupa yfirsést er hann lét einn smiðinn fá 5 lítra af hreinum spíritus og 30 lítra af shellakkspíritus, því sá smiður vinnur hjá öðrum og var fyrir ekki als löngu synjað um þettá af bæjarfógeta. Allir þeir, sem bækur hafa fengið og hér eru nefndir hafa átt við umsjónarmann áfengis- kaupa og þó til séu fleiri dæmi, þá ætla eg að þetta nægi til að sýna fram á það, að umsjónar- maður áfengiskaupa getur ekki haft þetta á hendi, að honum ólöstuðum að öðru leyti. Eg býst ekki við því að farið verði nú þegar að breyta þess- um eýju reglum, en það ætti að mega ætlast til þess að umsjón- armaðurinn sjái vanmátt sinn og vísi mönnum til bæjarfógeta, eða að öðrum kosti verji einhverju af tíma sínum til þess að útvega sér upplýsingar þessu viðvíkjandi, svo ekki verði fleiri hneyksli að bókaútgáfum hans. það má búast við ýmsum býsn- um í þessu máli. þess vegna þorði eg ekki annað en að tala líka við söðlasmið, skósmið og járn- smið, enda þó eg vissi fyrirfram að til þeirra verka þarf ekki spíritus. Og þó hefir margt skeð ósennilegra en að það komi nú upp úr kafinu, að sólaleður verði ekki bleytt nema í hreinum j spíritus og stál verði ekki hert j með öðru móti en að reka það í hvítglóandi niður í meðalaspíri- j tus. R. T I L MINNIS: Baðhúsiö opið v d. 8-8, Id.kv. lil 1J Borgarst.skrifst. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 8‘/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankínn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Uilán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúi-ugripasafnið opið l1/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartúni 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12 -1. 3 Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. Fyrst Verdun svo París. Fréttaritari hollenzka blaðsins Tyd skrifaði því fréttapistil frá Köln — skömmu fyrir mánaðamótin. Farast honum orð á þessa leiö : Þjóðverjar heima á Þýzkalandi vissu það löngu fyrir að tilstóð að hefja áhlaup á Verdun. Var í marga mánuði verið að undirbúa áhlaupíð, meðal annars að safna þar saman fallbyssum. Voru sumar fallbyssurnar smíðaðar úr byssum, sem Þjóðverjar höföu tek- ið að herfangi af bandamönnum. Hann kveður fjölda særðra manna koma heim úr bardaganum hjá Ver- dun, en Þjóðverjar gugni ekki við það, þeir vilji sporna viö því að bandamenn hefji sókn í sumar. — Þegar Verdun sé unnin þá sé greið leið til Parísar. Þýzkur herforingi ritar þannig um orustuna hjá Verdun. Það verð- ur erfitt að sigra Frakka, en sigra verðum við. Mikið er undir því kornið að Verdun sé tekin. Eng- *nn vafi getur leikið á því að vér náum kastalanum, en það getur jekið langan tíma, það getur staðið á því svo árum skifti. Oss auön- ast það ekki á þessu ári (1916). Fyrirspurn Hvenær koma Maxwell bílarnir? Sjómaður á landi. Vísi ókunnugt um það. timawUga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.