Vísir - 17.06.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 17.06.1916, Blaðsíða 2
VfSIR Maðurinn hvítklæddi. Kynjasögur nokkrar hafa borist frá blóövöllum Norðurálfunnar af og til, og er varla viö ööru að búast, þar sem slíkur sægur manns, á ýmsum þroskastigum, lifir innan utn allar þær ógnir og alt þaö böl, sem þar er daglegt brauð. Mesla furöa jafnvel, að sögur þær skuli ekki hafa verið fleiri og öfgafyllri. En hitt er þó enn merkilegra, að í sumum sögunum bregður fyrir ein- hverju, sem af æðra toga er spunn- ið en þaö, sem vér venjulega nefn- um hjátrú. Svo er farið sögunum eöa orðróminum, sem nú skal skýrt frá. Fregnin er hér seld við inn- kaupsverði og getur lesarinn ráðið því sjálfur, hvar hann skipar henni sæti. Hún er tekin úr »The Literary Digest*. pað er almælt í herbúðum Frakka að,.á eftir skæðum orustum hafi menn oft séð hvítklæddan mann, sem gekk um valinn og beygði sig niður að særðum og deyjandi her- raönnum. Hann kvaö hafa sést á mörgum stöðum, einkum þar sem hrföin hefir verið hörðust, eins og umhverfis bæina Nanzy, Soisson og Ypres, og á skógahálsunum í Ar- gonne. Stundum hafa menn þóst sjá hann á gangi um skotgraíirnar, en oftast hefir þó sýn þessari brugð- ið fyrir á svæðinu voðalega framan við fremslu grafirnar, þar sem særð- ir menn liggja stundum hjálparlausir dægrum saman, af því engum mensk- um manui er lfft á ferli í nánd við þá. >HvítkIæddi maðurinn« hefir óft sést á gangi þar, að sögn. Hann hefir stumrað yfir helsæröum mönn- um og ekkert gefið sér að hætt- unni. Þjóðverjar hafa oft skotið á hann, sprengikúlum hefir rigntnið- ur alt í kringum hann, en ekkert hefir getaö orðið honum að grandi. Ein sagan um »hvítklædda mann- inn«, höfð eftir særðum hermanni frönskum, er á þessa leið : «Dag einn um hádegisbil feng- um við skipun um að taka skot- grafir óvinanna fram undan okkur. Þær voru í 200 faðma fjarlægð, og við vorum skamt á leið komnir, þegar viö uröum þess varir, aö fallbyssunum hafði ekki tekist að greiða okkur veg. Við vorum komnir eina sjötíu og fimm faðma áleiðis, þegar viö sáum, að áhlaupið var þýðingarlaust. Höfuðsmaður- inn sagði okkur að leita skýlis, en rétt í sömu svifum fékk eg skot í gegn um báða fæturna. Eg féll áfram í einhverskonar pytt. Eg held, að það hafi liðið yfir mig, því eg var aleinn þarna, þegar eg opnaði augun. Kvölin var óbærileg, en eg þorði ekki að hreyfa legg né lið fyrir Þjóðverjum, sem voru eina tuttugu og fimm faðma í burtu, þvf eg átti mér engrar vægðar von úr þeirri átt, hefðu þeir komið auga á mig. Eg varð feginn, þegar rökkrið kom. í sveit minni voru þeir menn, sem til alls voru búnir fyrir særðan fé* laga sinn í myrkri, ef þeir hugðu hann á lífi. Myrkur féll á, og brátt heyrði eg fótatak, ekki laumulegl, eins og eg átti von á, heldur þétt og stilli- legt, eins og hvorki myrkur né dauði gæti heft eða tiufiaö gang- inn. Svo lítinn grun hafði eg um hver þarna var á feröinni, að þeg- ar eg sá grilla í hvítt í gegnum myrkrið, þá hélt aö það væri bóndamaður i hvítri úlpu, eða þá sturluð kona. Alt í einu flaug mér í hug, að þetta væri «maðurinn hvítklæddic. «Rélt í þessu riðu skotin af úr byssum Þjóðverja. Kúlurnar gátu varla mist af svo glöggu ntarki, því hann rétti fram hendurnar í bæn og sló þeim svo út, þar til hann ieit út eins og einn af kross- unum, sem vér sjáum svo víða meöfram vegum á Frakklandi. Hann talaði. Orðin komu mér kunnug- lega fyrir, en eg man ekkert nema upphafiö: »Ef þú heföir vitað« —, og niðurlagið: »en nú er það hul- ið sjónum þínum», Og svo beygði hann sig niöur og tók mig í fang sér — mig, sem var stærsti mað- urinn f hersveitinni — og bar mig eins og barn. »Það leið víst yfir mig aftur, því þegar eg raknaði við, var eg kom- inn í hellisskúta við læk einn, og »maðurinn hvftklæddi« var að þvo sár mín og binda um þau. Mig Iangaöi til að vita hvað eg gæti gert fyrir þennan vin minu, hvernig eg gæti veitt honum hjálp eða þjón- að honum. Hann horfði í áttina til lækjarins og spenti greipar í þög- ulli bæn. Og þá tók eg eftir því, að hann var líka særður. Eg gat séð sár á hendinni á honum eins eftir kúlu, og meðan hann baðst fyrir, drógst saman blóðdropi og féll á jörðina. Eg hljóðaði upp yfir mig. * Eg gat ekki aö því gert, því þessi und hans fanst mér ein- hvernveginn geigvænlegri en öll svððusárin sem eg haföi áður séð í styrjöldlnni. »Þú ert særðurlíka«, sagði eg. Hvort hann heyröi orö mfn eða las þau út úr andlitssvipn- um, veit eg ekki, en hann svaraði f þýðum rómi: »Þetta er gamalt sár, en það hefir tekið sig upp nýlega*. Og þá sá eg mér til hrygðar. að sama grimdarmarkið sást á fætinum á honum. Yður mun þykja það undarlegt, að mif*. skyldi ekki gruna þetta fyr. Eg er hissa á því sjálf- ur. Én það var ekki fyr en eg sá fætur hans, að eg þekti hann*. Svona hljóöar þessi saga. Geri menn úr efni þessu hvaö sem þeiin þóknast — fregnin skal samt sem áður reynast sönn, — góðum mun sannari í insta eöli sínu heldur en allar herfréttirnar, sem skýra frá mannslífinu eins og ódýrum, dauð- um hlut. G. G. Frá bæjarstj'fundi 15. Júní. Gasstöðvarkaupin. Fyrir fundinum lá nefndarálit frá gasnefndinni um tilboð C. Franke um afhendingu á gas- stöðinni, og iagði hún til, að gengið yrði að tilboði þessu og að bærinn tæki að sér rekstur stöðvarinnar frá 1. ágúst næstk. Var sú till. samþ. í einu hljóði til annarar umræðu, sem fram á að fara á næsta fundi. Eldvarnaráhöld. Samþykt var að kaupa slökkvi- dælu, 22 hestafla, af Th. A. Knap í Khöfn fyrir 7630 krónur hing- að komna. Sjálfheldustiga af I. A. W. Olsen fyrir 1890 krónur. Einkennisbúninga með tilheyr- andi áhöldum handa 40 slökkvi- liðsmönnum var samþ. aðkaupa fyrir um 12000 krónur af sama manni. Jarðrækt. Fasteignanefnd hefir athugað landið innan gömlu girð- ingarinnar f Fossvogi, og lagði til við fundinn að nú þegar verði farið að undirbúa það til ræktun- ar og vildi láta veita 1200 kr. úr bæjarsjóði til þess að gera þeg- ar f sumar nauðsynlega aðal- skurði til að þurka landið. — Bæjarstjórn samþykti tillöguna í einu hljóði. TIL MINNIS: Baðhúsið opið d. 8 8, Id.kv. (il 11 Borgarst.skrifjt. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4, K. F. U. M. Alm. samk, suund. 8‘/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.lími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafu 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið V/,-2'1, siðd. Pósthúslð opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-ö. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hchnsóknartimi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. J>d, fmd. 12-2 ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 121 Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nel- og hálslækningar á föstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augtilækningar i Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3, landsféhirðir kl. 10 -2 og 5 —6. Annað flest smávegilegt. Gísli Þorbjarnarson hafði bygt skúr á bakvið húsið nr. 12 við Laugaveg án þess að leyta sam- þykkis byggingarnefndar, en sótti sfðar um leyfið. — En skúrinn kemur í bága við ákvæði bygg-, ingarsamþyktar, og hefir nefndin því ákveðið að kæra þetfa brot á byggingarsamþyktinni. Auk þess lagði nefndin til, að þess yrði krafist að skúrinn yrði tafarlaust tekinn burtu, en fyrir forgöngu Benedikts Sveinssonar var þessari ákvörðun frestað. Byggingarnefnd lagði til að veittar yrðu kr. 2500 til að flytja húsið nr. 1 við Laugaveg inn í húsalínuna. Vill nefndin láta gera þetta nú þegar, vegjna þess að farið hefir verið fram á að leyft ! yrði að byggja steinsteypuskúr við norðurhlið hússins, en sú skúrbygging myndi gera flutn- inginn miklu erfiðari og dýrari síðar. Bæjarstj. samþ. till. j Pétur J. Thorsteinsson hafði ' sótt um leyfi til að breyta hús- I inu nr. 13 við Hafnarstrœti íbúð j og skrifstofur, og fór jafnframt j fram á, að létt yrði af eigninni kvöð, sem á henni hefir hvílt, gegn sanngjörnu endurgjaldi. — Hafði verið svo um samið, þeg- ar leyft var að byggja húsið þarna, (á -horninu á Pósth.str. og Hafn,- str, við steinbryggjuna) að hús- j ið skyldi flytja burtu þegar bœr- ! inn þyrfti á lóðinni að halda, en greitt skyldi andvirði lóðarinnar eftir óvilhallra manna mati. Hafn- arnefnd hafði haft málið til með- ferðar og lagði hún til, að kvöð þessari yrði létt af eigninni gegn Frh. frá 4. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.