Vísir - 03.07.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 03.07.1916, Blaðsíða 3
VISIR heiður Guðmundsdóttir, búandi hjón hér í bygð, ættuð úr Skafta- fellssýslu. 5. Ingimundur Ólafsson, ætt- aður úr Strandasýslu, kom til Ameríku, 1888, um all mörg ár bóndi í Big Point bygð. Ingi- mundur er ekkjumaður, kona hans var Katrín (d. 4. jan. 1911), Tómasdóttir Ingimundssonar frá Efstadal í Laugardal í Árnessýslu. 6. Jón Sigurðsson Finnboga- son. Foreldrar: Sigurður Finrn- bogason, ættaður úr Norður-Múla- sýslu, og kona hans þóra Sig- urðardóttir, ættuð úr þingeyjar- sýslu. þau bjuggu að Langruth. 7. Karl Sigfússon Bjarnason. Foreldrar: Sigfús Björnsson og kona hans Guðfinna Bjarnadóttir, búandi hjón hér í bygð; ættuð úr Suður-Múlasýslu. 8. Óli Sigurjónsson Lyngholt. Foreldrar: Sigurjón Sigurðsson Lyngholt og kona hans Anna Pétursdóttir, (föðurnafn Önnu skrifað eftir minni), búandi hjón hér í bygð. Ættuð úr Norður- þingeyjarsýslu. 9. Pétur þiðriksson Eyvindar- son. Foreldrar: þiðrik Eyvindar- son og kona hans Guðrún Pét- ursdóttir, búandi hjón, eiga heima skamt fyrir norðan Westbourne, ættuð úr Árnessýslu. 10. SofFanías Jósefsson Helga- son kaupmaður að Langruth. Foreldrar: Jósef Helgason (d. Barátta hjartnanna Eftir E. A. Rowlands. 73 ---- Frh. Eg hefi þurft að bíöa lengi með að hefna mín. En nú er stundin komin. Mannoröi þínu er nú stofn- að í stórhættu. Að þessu kveldi liðnu muntu komast að raun um það. Sleptu nú höndunum á mér, sagði Rósabella þurlega, þú meiðir mig. Svona, þakka þér fyrir, sagði hún þegar hún hnykti að sér höndunum. Nú máttu stöðva vagn- inn, ef þú vilt. Þú munt vita- skuld gera alt sem í þínu valdi stendur til þess að breiða yfir þetta, en eg hefi gert mínar sakir vel. Máske getur þú blindað almenn- ing, en ekki konuna þína. Hún hefir fengið fulla vitneskju um hvað er aö gerast í kvöld. Og hún veit um það að þú hefir haft með mér stefnumót að undanförnu nú hm nokkurn tíma. — Hamingjan góða! Filipp næstum því hrópaði þann- 'fi* Hann sá nú hvernig svikræöi 9 sept. 1912) og kona hans GuÖr. Árnadóttir. Guðrún er bú- andi hér í bygð. þau hjón eru ætt- uð úr Norður-þingeyjarsýslu. 11. Valdimar Davíðsson Valdi- marsson. Foreldrar: Davíð Valdi- marsson og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir, búandi hjón hér í bygð, ættuð úr Suður-þingeyjar- sýslu. 12. Valdimar Erlendsson. For- eldrar: Erlendur Guðm. Erlends- son, ættaður úr Reykjavík, og kona hans Margrét Finnboga- dóttir, ættuð úr Rangárvallasýslu, búandi hjón hér í bygð. 13. Valdimar ívarsson Björns- son. Foreldrar: ívar Björnsson ættaður úr Gullbringusýslu og kona hans Anna Valtýrsdóttir, ættuð úr Norður-Múlasýslu, bú- andi hjón að Langruth. 14. Valdimar Sigfússon Bjarna- son, bróðir Karls Sigfússonar (nr. 7) 15. þórarinn Sigurðsson Finn- son, bróðir Jóns Sigurðssonar, (nr. 6) Aths.: Allir þessir menn, að undanskildum Pétri þiðrikssyni (nr. 9), áttu heimilisfang í Big I Point bygð og að Langruth kaup- | túni, áður en þeir fóru í herinn. v Pétur átti heima hjá foreldrum ' sínum, sem búa skamt fyrir í norðan Westbourne. ÁÖur farnirhéðan í herinn þrír menn: Júlíus Jónsson Alfred, Tómas Jónsson Thordarson og þorvarður Sveinbjörnsson. þeirra allra getið í Lögbergi. Lr VAT»YGGINGAR ZTÍ aBtwamwJ LOGMENN I Pétur Magnússon, yfirdómslögmaöur, Hverfisgötu 30. Simi 533 — Hetma kl. 5—6 Oddur Gfsiason yflrréttarmó!aflutning5maöur Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Simi 26 ©ogi Brynjóifsson yfirréttarmálaflutnlngsmaöur, Skrifstofa í Aðalstræti 6 [uppi]. Srifstofutimi frá kl. 12— og 4— 6 e. — Talsími 250 — Brunatryggingar, sæ- og stríðsvátryggingar. A. V. Tulinius, Miðstræti 6 — Talsími 254 Det kgl. ocír. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutími8-12 og -28. Austurstræti 1. N. B. Nielseh. LTJNDI fæst nú og framvegis í I s h ú s i n u. Sími 517. ######í Nýir kaupendur Vísis fá Sögu Kvennhetjunnar frá Loos ókeypis fyrst um sinn. ###### l###### hennar höfðu umkringt hann á allar hliðar. Og á þessu augna- bliki hataði hann hana tneira en honuro gat komiö ti! hugar að hann nokkru sinni myndi hata nokkra mannlega veru. Hún sat þarna róleg og köld eins og marmaralíkneski, og útlist- aði svo nákvæmlega fyrir honum hvert flón hann hefði verið að láta narra sig í aöra eins gildru og hann nú var kominn í. — Vitaskuld hefir þú reynt að vera mér snjallari í ráðum, Filipp, hélt hún áfram. Þú hefir reynt til að fá mig til að gera mér í hugar- lund, að þú tryðir öllu, tryðir öllum þessum uppspunnu sögum mínum, Og mér varð það ekkert erfitt að finna upp ráð til þess að draga þig að mér. Það var nauðsynlegt fyrir mig, til þess að koma mínu fram, að stía þér frá Katrínu, henni Katrínu þinni heimsku. Eg hélt nú fyrst að það myndi verða erfitt. En þú gleyptir við sögunni minni í mesta sakleysi. Og þó þú værir rnanninum mínum hálfreiður þá varstu samt undir eins boðinn og búinn til að hjálpa honum, þegar þú hélzt að hann þyrfti þess við. Þú lofaðir að koma til Lundúna í hans þágu, eins og eg bar fyrir og lofaðir að enginn skyldi vita um það. Þú hittir m i g þar í gamla bústaðnum mínum, en ekki manninn, sem þú hafðir búist við að hitta þar, manninn, sem hafði skrifaö þér, og hótað að koma upp um hann glæpnum, — sem vitan- lega var alt tilbúningur minn, — en mann þenna hittir þú, auðvitað, aidrei. Eg held pú megir til að játa, Filipp, að þetta var vel út- hugsað hjá mér. Og svo veröuröu líka að játa, aö þegar þig fór að gruna hvernig í öllu lá, þá gerðir þú þig fullkomlega ánægðan meö alt saman, eins og eg hafði í garð- inn búið. — Það er ósatt, stundi hann upp, þegar hún loks eitt augnablik þagnaði. Það er hreint og beint ósatt að öðru leyti en því að eg trúði sögunni. Hún hló dátt. — Er það mögulegt, Filipp? Trúðir þú virkilega .sögunni um þenna mann, sem vildi finna þig, en þú aldrei gazt hitt? Þaö er nokkuð mikil trúgirni. En á meðan þessu fór fraro fékk konan þín að vita sannleikann. — Konan mín! andvarpaði Ches- termere. — Já, konan þín. Eg skrifaði henni hvert nafnlaust bréfið á fætur öðru um alt þilt athæfi, og meira til. Eg sá um að hitta hana í hjarta stað. Eg hefi séð hana veslast upp, verða veika og ófríða af sálarþján- ingum, Hún er skriðdýr, sem eg hata, hata, hata, því hún tók þig frá mér. Eg hata hana ákveðið og innilega! Nú var eins og Chestermere vaknaði af ónotalegum draumi. Hann opnaði vagngluggann og skipaði ökumanninum að stöðva vagninn. Og hatursorðunum öllum, sem Rósabella hafði viðhaft um Katrínu, slengdi hann nú framan í hana sjálfa, um Ieið og hann sté út úr vagninum. — Vertu nú sæll, Filipp minn. Og dreymi þig nú vel, sagði Rósa- bella hlægjandi, þegar hann fór. Augu þeirra mættust í svip og þar gat hún iesið hatrið og fyrir- litninguna, sem hann nú bar til hennar. Hún hagræddi sér í vagn- inum og kallaði í höstum róm til ökumannsins: — Áfram, áfram nú, þangaö til eg segi þér að stöðva vagninn. Hún ók til herbergjanna sem hún hafði búið í áður en hún giftist. Hún hafði þau enn á leigu, Hún hafði búist við að svo gæti farið að hún þyrfti á þeim að haida. Enda var nú Hka að því komið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.