Vísir - 19.07.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 19.07.1916, Blaðsíða 3
VÍSI R Regnfrakkaefnin margeftirspurðu — komin. Ennfremur ensk fataefni og frakkaefni. Aðalsfræti 8. al\)\xvxva Gott kaup í boði Duglegur og vanur múrari getur fengið atvinnu við hleðslu á stýflugaröi við rafmagnsstööina á Seyðisfiið Þyrfti að fara austur með Gullfossi nú. Menn snúi sér til Vegagerðarskrifstofunuar á Klapparstíg 20, milli kl. 2—3 síödegis, Rjóltóbak fæst nú ódýrast í versl. Guðm. Egilssonar Laugav. 42; Fljótir nú áður en það þrýtur! xx\exvx\ aolk oaxvVár xx\\| ‘JiwxvÆ S. y,ax\sot\ Laugavegi 29. Prentsmiðja Þ, Þ. Clementz, 1916 3áft\sa§a*Möl\t\ góðu og fást á £a\x2ave§\ 73. j^^TrRYGGIN^^^J Brunatryggingar, * sæ- og stríðsvátryggingar. A. V. Tulinius, Miðstræti 6 — Talsími 254 Det kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir’: Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutíœi8-12 og -28. Austurstra-1!: 1. N. B. Nlelsen. Til ferðalaga er áreiðanlega bezt bezt að kaupa niður- soðið Kindakjöt í Mardeild Sláturféiagsins, Hafnarstræti — Sími 211 Lki LOGEVIENN Oddur Gfsiason yflrréttarmátafiutnlngsmaQur Laufásvegl 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 ____________Sími 26___________ Pétur Magnússon, yfirdómslögmaður, Hverfisgötu 30. Sími 533 — Heima kl 5—6 . Bogt Brynjólfsson yfirréttarmálaflutningsmaeur, Skrifstofa í Aðalstræti 6 [u;pi]. Srifstofutimi frákl. 12— og 4—6 e. — Talsími 250 — Dóttír snælandsins. Eftir jack London. 11 --------------- Frh. — Eg gat ekki náð í ólarhringj- una til þess aö losa af mér bagg- ann. Þarna hefi eg svo orðið að liggja í heila klukkustund, því hin- ir allir fóru aðra leið. — Já, en hvers vegna kölluðuð þér ekki til þeirra? — Og láta þá hafa fyrir að klifr- ast hér upp brekkuna til mín? Þeir, sem allir voru orðnir dauð- uppgefnir. Nei, til þess var óhapp mitt ekki nógu alvarlegt. Ef ein- hver hefði kallað á mig hér upp á brekkuna, bara til þess að draga sig upp úr bleytunni, þá hefði eg vitaskuld dregið hann upp, en eg hefði svo lúbarið hann og fleygt honum niður í forina aftur. Og svo vissi eg þar að auki að ein- hver myndi fara hér um fyr eða síðar. — Já, þér virðist sannarlega skapaður til að ferðast í þessu landi, sagði Frona. — Ójá, sagði hann um leið og hann lyfti á sig bagganum og hélt af stað, og að minsta kosti hvíld- ist eg þó á meðan eg lá þarna. Vegurinn lá nú yfir mýrar niður að ánni. Brúin yfir hana var mjótt furutré, sem bognaði niður um miðjuna og snerti vatnsflötinn. Þessi brú var áttatíu feta löng, ótraust og ill yfirferðar. Froria gekk út á brúna. Hún fann að hún lét undan hverju spori og lék á reiðiskjálfi, svo hún hrökk við og snéri til sama lands. En í sama bili sá hún hóp af Indíánum koma fram úr skóginum. Þrír eða fjórir karlmenn gengu á undan, og á eftir þeim komu marg- ar konur, sem báru þungar byrðar. Því næst kom hópur af krökkum, sem öll báru líka eitthvað, Var það misjafnlega fyriríerðarmikið, eftir því sem þau höfðu aldur ti). Tíu hundai ráku lestina. Höfðu þeir eintiig meira og minna að bera. Karlmennirnir gutu hornauga til Fronu, og einn þeirra tautaði eitt- hvað. Frona gat ekki heyrt hvað hann sagði, en þegar hún sá að allir hinir fóiu að hlæja gat hún getið sér til hvað það hefði verið, og sárskammaðist sín. Hún lét þóekki á því bera. Foringjarnir stóöu nú til hliðar við brúna, og létu einn og einn af hópnum í einu ganga yfir þessa glæfralegu brú. í miðjunni, þar sem tréð var bogið, seig það niður undir yfirborð vatnsins, þegar á það var stígið. ,Það var ílt að ná fótfestu á trénu, er straumurinn beljaði yfir það ökladjúpur. Börnin, hvað þá hinir fullorðnu, gengu þó hiklaust og án slysa yfir. Og þegar ailur hópurinn var kominn yfrum, snéri foringinn sér að Fronu. — Hestagata þarna, sagði harm og benti upp í hlíðina. Mikið betra fyrir þig að fara hestagötuna. Það er lengri vegur, en mikið betri. Hún hristi höfuðið og beið unz hann var lcominn yfrum baúna. Lagði hún þá út á hana og komst klaklaust yfrum að Indíánunum á- horfandi. Nokkru síðar hitti hún mann, sem sat við veginn og grét. Far- angur hans lá hingað og þangað í kringum hann. Hann hafði tekið af sér annan skóinn og fóturinn var bólginn og blóðugur. — Hvað gengur að yður? spyr hún og staldraði við. Maðurinn leit til hennar, bólginn af gráti. En svaraði engu. — Hvað gengur að yður? spyr hún aftur. Get eg nokkuð hjálpað yður? — Nei, svaraði hann. Hvernig ættuð þér að getai hjálpað mér? Fæturi mínir eru bólgnir og blóð- ug'r> °g mér finst eins og hrygg- urinn í mér sé allur mölbrotinn. Og eg er kúguppgefinn. Getið þér máske bætt úr slíku ástandi ? — Já, sagði hún. Eg er viss um að ásiæður yðar gætu verið enn verri en þær eru. Hugsið þér bara ti( þeirra, sem nú eru ný- komnir á land og eiga eftir tíu daga, eða jafnve! tveggja vikna ferð með allan farangur sinn hingað, sem þér þó eruð kominn áleiöis með yðar dót. — En félagar mínir hafa yfir- gefið mig, og haldið áfram, sagði hann með aumkunarlegri rödd, Og eg er aleiun. Mér finst að eg ekki komist nokkurt spor lengra. Og eg er að hugsa um konuna mína og ungu börnin, sem eg skildi eftir í §andaríkjunum. Ó! ef þau gætu séð hvernig nú er ástatt fyrir mér. Eg get ekki komist aftur til þeirra. Og eg get ekki haldið áfrain. Það er mér ofvaxið, Og eg get ekki haldið út að þræla s.vona eins og húðarklár. Eg veit það verður bani núnn ef eg held áfram. Ó, hvað á eg að taka til bragðs? Hvað á ég að gera?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.