Vísir - 02.03.1917, Blaðsíða 3

Vísir - 02.03.1917, Blaðsíða 3
VISIR Umhugsunarefni. Vonandi er að skemur sé nú eftir en af er, ófriðnum mikla, og munu þá setjast „regin öll á rök- etó!a“ til þess að breyta litum og landamærum á uppdrætti Norður- álfunnar. Varla mun þurfa við því að búast, að alt verði með kyrrum kjörúm að ófriSnum lokn- um hvað yfirráð þjóðhöfðingja álf- unnar snertir yfir löndum og þjóðum. Hver áhrif mun nú sú breyt- ing hafa hvað ísland snertir? Erfitt er máske að leiða getur að því „á þessu stigi málsins“, eins og alþingismennirnir komast að orði. En varla mun þó nokkr- um íslending, sem um það hugs- ar, blandast hugur um að komið geti til mála á því þingi, hver þjóðin eigi að hafa hér yfirráðin. Þær hafa komist á snoðir um | það á ófriðarárunum stórþjóðirn- ar, að margra hluta vegna gæti það verið hugkvæmt að hafa hér tögl og bagldir. Fyrst og fremst eru nú fiikiveiðarnar óþrjótandi matar- uppsprotta; þvi næst kolanámurn- ar, sem allar aðrar þjóðir en ís- lendingar og Danir mundu hafa vit á, og mannrænu til að nota. Þá liggur og landið mætavel við þvi að hafa hér floíastöðvar, og landbúnaðarframleiðslu má eflaust auka og efla stórkostlega með nægum íjárframlögum, viti og kunnáttu, en ólíklegt samt að Selalækjar-heimsbúreikninga-fyrir- myndarforminu yrði fylgt. Það mun nú vera álit margra, og enda er það ekki ósennilegt, að það mundu helst verða Bretar, sem hér yrðu yfirráðandi, ef nokk- ur breyting annars yrði frá því sem nú er. Bæði er það lega landanna, íslands cfg Stóra-Bret- lands, og ýmislegt aunað, sem gerir þötta sennilegt. Verslunar- viðskifti íslendinga og Breta hafa veríð allmikil um langt skeið að undanförnu, og farið vaxandi með ári hverju, svo engin af Norður- álfuþjóðunum, ekki einu sinni Danir, mun vera jafnkunnug fram- leiðslu vorri og framtíðarmögu- leikum lands vors og hún. Ekki væri það fjarri sanni, að j ætlast til þess af landsstjórn vorri og &lþingismönnum, að hún og þeir reyndu að gjöra sér Ijóst hvernig við því skyldi snúast, ef þessu lík breyting kæmi til um- ræðu í náinni framtíð, ef til viíl. Væri þá vert að minnast ráðlegg- ingar mikilmennisins Björnstjerne Björnson til landa Binna, Norð- manna, „nu gjælder det at holde sammen". En oss íslendingum hefir nú jafnan verið annað betnr gefið í stjórnmálunum en samheldnin. Tilgangurinn með þessum lín- um er ekki annar en sá, að hvetja þá, sem eiga að hafa orð fyrir þjóðinni, ef til kastanna kemur, að vera ekki óviðbúnir. Alt virð- ist nú svo á hverfanda hveli hér í álfu vorri, að lítt mögulegt er að gera fasta áætlun um hvaða breytingar framtíðin ber í skauti sínu, fyrir einn eða neinn. En „ekki veldur sá er varar“, og gott er að geta komiat hjá því að láta segja um sig, að „eftir á koma óevinnum ráð í hug“. Velvakandi. K. F. P. K. Fundur í kvöld kl. ö1^. Allar stúlkur, þótt utanfé--- lags séu, eru velkomnar. Utan af landi. Símfregnir. Eyfirðingarogþingmenn þeirra. Einar Árnason, 2. þm. Eyfirð-* inga hélt leiðarþing í þinghúsi Glæsibæjarhrepps á laugardaginn var. Urðu þar miklar umræðor um störf aukaþingsins og þing— mannsins sérstaklega og lank þeim svo, að því er skilorður msður á Akureyri hefir tjáði Visi, að sam- þykt var að lýsa vantrausti á þing- manninum (E.Á.) með öllumgreidd- um atkvæðum gegn 2. — Sagt ér að i ráði sé að skora á sama þingmann að halda leiðarþing í Saurbæjarhreppi og að honúm muni hugaðar sömu viðtökur þar. — Það sem Einári einkum er fundið til föráttu er fyrst og fremst af- staðá hans til ráðherrafjölgunar- innar og fiokkssvik er fram hafi komið í kosningu forseta samein- aðs þings. Auk þess er sagt, að fundarmenn hafi ekki verið ánægðir með ráðherravalFramsóknarflokks- ins. — Aukaþingið töldu þeir að öllu leyti óþarft. Fyrsti þm. Eyfirðinga, Stefán í Fagraskógi, hefir ekkert leiðar- þing haldið. Það getur því vel farið svo, að tvö skipin komi með sömu vörutegundir, en að aðrar vöru- tegundir, sem einnig eru á þrot- um hér, verði aJgerlega útundan. Vonandi er að úr þessu verði bætt, og að samvinnu verði komið á um þetta. — Eg Iæt mér þá i léttu rúmi liggja, þó að eg verði skammaður á eftir, fyrir að finna sð athugaleysi stjórnarinnar í þessu efni og benda á nauðsyn- ína á samvinnu. í bráðina er þá líklega sæmi- 3ega séð fyrir aðflutningum á korn- vörum og öðrum nauðsynjum, sem íáanlðgar eru í Ameriku. En hvað líður saltinu? Það mun vera einna mesta ábyggju- efnið nú á tímum. Mundi það ekki mælast vel fyrir að stjórnin reyndi að fá að minsta kosti eitt stórt skip til saltflntninga hingað? Jón Jónsson. £)rle»d myut. Kbh. 28/2 Bank. Pósth. Stsrl. pd. 17,17 17,50 17,55 Fr«. 62,00 63,50 63,00 Ðoil, 3,62 3,75 3,90 ístir og miliönÍF eftir fpharles (|arviee. 90 Frh. sigin voldugu ástar og hneigði hann sig að eins lítið eitt í við- mrkenningar skyni. — Þakk’ yður fyrir. Syngið þér bara eitthvað, sem yður dettur fyrit í hug, sagði hann kurteis- iega Hún leit allarasnöggvast á hann og settist svo rólega við hljóðfær- ið og innan stundar var hún næst- nm ósjálfrátt farin að syng'ja mansöng frá Toscana með þeirri tilfinningu og viðkvæmni, að jafn- Vel þessum hégómlegH og hvers- dagslegu áheyrendum hennar fór kalt vatn milli skinns og hörunds. Stafford var líka gagntekinD, en e'®göngu af þrá sinni að komast •ftur til ídu og sú þrá var hon- am ofurefli og öllu yfirsterkari. Hann gekk því út úr salnum þeg- ar ungfrú Falconer hafði lokið söng sinum, tók hatt sinn og yfir- höfn og fór út. í sama bili gekk herra Falconer til reykingarstofunnar. Þar sat herra Griffenberg aleinn í stórum hægindastól og reykti bikavartan vindil á lengd við pennaskaft. B'alcouer tók sér stól, færði sig að Griffdnberg og ávarpaði hann hispurslaust að vanda: — Þér ætlið, Griffenberg, að taka þátt í þessn járnbráutarfyrir- tæki Sir Stefáns, er ekki svo? spurði hann. Griffenberg kinkaði kolli, — Og þér ? — Jú, svaraði Falconer stutt- lega. — Eg ætla að gera það líka og býst við, að það sé frámkvæm- anlegt, en ætli Sir Stefán sé fær um að koma því í verk? Grifíenberg þeytti út úr sér heljarstórri reykjarstroku. — Eg ætla nú að reyna hann svolítið og þreyfa fyrir mér, sagði hann. — Hér er um afarstóran höfuðstól að ræða — óhemju mik- inn, en eg cr að hlaupa undir bagga með houum og befi tekið Austurlandahlutabréfin hans sem tryggingu. Annars á eg fremar erfitt með þetta, því að eg er í hálfgerðri kreppu sjálfur einmitt núna — það er nefnilega ríkislán- ið eins og þér vitið. — Já, eg veit það, sagði Fál- coner, — en sjáið þér nú til: Eg skal kaupa þessi hlutabréf af yð- ur, ef þér viljið, og ef þér látið þess ekki getið við nokkurn mann, heldu haldið því leyndu. Griffenbergleitkankvíslega fram- an í Falconer. — Og hversvegna ? epurði hann.j — Ja, það kemnr mér einum við, svaraði Falconer,—ogsnert- ir yður ekki að öðru leyti en því að yður má vera þægð í því, að eg losa yður við þessi hluia- bréf. — Þetta er alveg satt, og þér skuluð lika fá þau, sagði Griffen- berg, — en eg tek yður vara á því, að þan ern ekki neitt smá- smíði. — Eg læt yður fá ávísun á morgun, sagði Falconer. — Hvar hafið þér náð í þennan vindil? Sá er eftir mínum smekk. Griífenbcrg rétti honum óðara vindlaveski sitt. — Houum geðj- aðist ágætlega að samningsaðferð Falconers í sama mund sem Stafford fór heimau frá sér etóð ída við einn salsgluggann í Heronshöllinni. Á borðinu við hlið hennar lá bðk, sem hún hafði fleygt þar í óþolin- mæði. Hún var alt of eirðar- laus til þess að líta í bók eða taka sér nokkra vinnu í hönd og kyrðin yfir öllu húsinu, lááhenni eins og mara. Allan liðlangan daginn, síðan hún skildi við Stsfiord, höfðuorfi hans ástþrungin og innileg, hljóm- að i eyrum hennar, hvort sem hún talaði við föður sinn eða Jes- sie, eða kallaði til hundanna, sem hlupu í kring um hanaogmændm á hana augunum eins og þeir væru að spyrja haua, hvað að henni gengi og hvoit þeir gætu hjálpað henni. Hann elskaði hana! Þettahafði hún tekið upp aftur og aftur og ótalsinnum með sjálfri [sér allas daginn og alt guðslangt kvöldið.. Hann elskaði hana! Þettavarsva undarlegt — svo ótrúlegt. Þau höfðu ekki sést nema eitthvað

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.