Vísir - 25.09.1917, Síða 3
VISÍR
i
I
í söðlasmíðabúðinni á Laugavegi 18 B,
er best að kaupa slt er til heyrir söðla- og aktýgjasmíði, svo sem: söðla, (fleiri gerðir), hnakka venjai, svo og spaða-
bnakka með emka lsgi, aktýgi, sterk og bentug, og ýmsa lausá hliti til þeirra, lil.yítösliu.i*, lmalilitöskrLi*,
bakpoka og veiðimannatöskur, allskonar ólar tilheyrandi söðlasmíði ávalt til I stórn úrvali, skátabelti,
glaast>elti (á kveníólk og börn), peningabuddur, smátöskur, veski, og margt fleira.
Ágæt toeizli, albúin, fyrir mjög lágt verð, l>eizlisstengar, istöð, teyminga, lirossliöít, j árn-
mél og alitýgjaílóka sem óviða mnnm fást, madressur og tilheyrandi höfða- og fótapúða, tjöld., fislriábreið-
ur o. m. fl. — Allar viðgerðir & ofangreindu fljótt og vel af hendi leystar.
Með því *ð eg nú hefi starfað I eitt ár hér í Reykjavfk, vil eg nota tækifærið til þess að þakka heiðruðum viðsklftavin-
nm mínum fyrir það traust, sem þeir hafa sýnt mér, og vona eg að geU notið sáma transts framvegis.
Laugaveg 18 B.
Talsími 646.
Virðingarfylst
Eggert Kristjánsson.
Æ£&3Wg
I
1
T
Fatabúðin.
Nýkomið með síðustu skipim:
Rykfrakkar
Regnkápur
Nærföt «
Manehetskyrtur
Sokkar
Buxur
Karlmannafatnaðir,
Unglinga- og Drengjafatnaðir, Erfiðisföt o. m. fl.
Stærst úrval! Ódýrast verð!
Best að versla í Fatabíiðinni, Hafnarstræti 18.
Símskeyti
frá fráttaritara ,Vlsis‘.
Kaupm.höfjf. 22. sept.
Bretar halda áfram sókninni i Flandern.
Þjóðverjar hafa náð Jacobstadt við Dwina á sitt vald
og tekið 400 fanga. Rússar halda undan á þeim slóðum
á löngn svæði.
Búist er við kosningasigri frjálslynda flokksins i Svíþjóð.
- 120 -
arnir, sem mest hafa lagt í sölurnar, fyrst-
ir reist hér bygð og þolað hungur og hörm-
ungar, fá ekkert. Það voru nokkrir eldri
menn, sem fundu þennan Kerlingarlæk og
þeir gerðu öðrum eldri mönnum við „Sæ-
.ljónið“ aðvart, en annars veit enginn hvern-
ig þetta hefir komist í hámæli. En sá stað-
ur er tíu mílur héðan og þegar þeir koma
verða græningjarnir frá Dawson búnir að
hremma hvern einasta lóðarblett við læk-
inn, svo langt sem augað eygir, og það er
himinhrópandi ranglæti að strákar skuli
altaf hafa stærsta lukku“.
„Já, það er ekkert vit í slíku“, sagði
Kitti, „en hins vegar fæ eg ekki séð, að
þér getið ráðið nokkurn skapaðau hlut við
það, og sveltur sitjandi kráka en fljúgandi
fær, eins og þór kannist við“.
„Eg vildi bara, að eg gæti gert eitthvað“
sagði hún og brann eldur úr augum henn-
ar. „Það væri rótt mátulegt að þeir krókn-
uðu allir úr kulda á leiðinni eða yrðu fyrir
einhverjum skelli svo að „Sæljóns“-menn-
irnir gætu komist að.
„Jæja, þér eruð þá svona inn við bein-
ið!“ sagói hann hlæjandi.
„Það er ekki þar með sagt“, svaraði
flún samstundis, en eg þekki hvern einasta
mann við „Sæljónið11 og það eru menn,
sem nm er vert að tala — regluleg karl-
menni. Þeir áttu] hór illa æfl og nóga
Jack London; Gull-æðiÖ.
- 121 -
Örðugleika við að stríða fyrstu árin og þeir
urðu sannarlega að leggja sig fram til þess
að verða það, sem þeir nú eru orðnir. Eg
var þeim samtíða á þeim árunum niður
við Koyokuk og var þá barn að aldri og
eg var þeim líka samtíða, þegar hallærið
gekk yfir Birkilækjarsveitina og hungurs-
neyðin ætlaði alt að drepa. í>eir eru hetj-
ur og hraustmenni, sem verðskulda auð og
allsnægtir og svo eru komnir hér löngu
á undan þeim löðurmenni og loddarar
þúsundum saman, sem ekkert gott eiga
skilið. Jæja, þór verðið nú að fyrirgefa alt
masið og svo ætla eg nú ekki að segja
meira að sinni, þvi hver kann að vita
nema að þór og allir hinir ætli sór að
komast fram fyrir okkur föður minn“.
í>að leið nú eitthvað klukkutími svo að
þau Jenny og Kitti töluðust ekki fleira við,
en þó varð hann þess var, að þau feðgin
áttu hljóðskraf saman.
„Já, nú kannast eg við þau!“ sagði
Shorty við Kitta. „Það er Lúðvík gamli
Gaston, allra mesti heiðurskarl, það má
hann eiga. Og þetta er eflaust stelpukrakk-
inn hans. Það er svo langt síðan að hann
kom hingað til lands, að enginn man nú
eftir því, hvenær það var, og þá var þessi
dóttir hans með honum, ofurlítill angi.
Þeir voru í félagi hann og Beetle og sendu
fyrstu gufuskipsfieytuna upp eftirKoyokuk11.
- 122 -
„Eg held að það sé ekki vert, að við
sóum að reyna að komast fram fyrir þau“,
sagði Kitti. „Yið erum nú í fararbroddi
og ekki nema fjögur talsins“.
Shorty samsinti því og gengu þau svo
öll áfram þegjandi nokkurn tíma. Klukk-
an sjö leiftruðu og glitruðu seinustu norð-
urljósin og sáu þau þá til vesturs breitt og
djúpt skarð í fjöllin.
„Þarna kemur Kerlingarlækurinn!“ hróp-
aði Jenny.
„Já, við höfum haldið sæmilega áfram“
sagði Shorty hreykinn „og mér hefir talist
svo til, að við ættum eftir hálftíma göngu
enn. Eg hlýt að hafa gengiö talsvert
hratt“.
Hér var það sem sleðabrautin frá Dyea
rak sig á ísruðninginn og beygði því
skyndilega yfir fljótið og til austurbakkans.
Og hér urðu þau að yíirgefa slóðina, klöngr-
ast eftir hrönninni og komast upp á vest-
iurbakkann.
Lúðvík Gaston gekk ájundan. í myrkr-
inu rann hann til á svellinu, settist niður
°g greip báðum höndum um öklann. Hann
stóð upp aftur en átti mjög bágt með það,
hélt svo áfram hægt og hægt og stakk
talsvert við. Eftir dálitla stund nam hanu
svo staðar.
„Þetta er ekki til neins“, sagði hann
við dóttur sína. „Eg liefi tognað í liðnum.