Vísir - 30.09.1917, Síða 3
yisifi
Beutsche Stunden.
Gr. Funk. Vonarstr. 11.
Anzatreffen 5—6, 7—8.
Dömnregnkápur
(frá kr. 17,75-36,00).
Vetrarkáputan.
Nýkomið í verslun
Sími 571. Laugaveg20A.
SMnarfregn.
Frá Sigríðar Blöndal, feona Jóns
læknis i Stafholtsey, andaðist í
fyrradsg.
Hljómleikar.
Lúðraflokknrinn Gígjan ætlar
*ð leika nokkur Iög i dag kl. 3
—4 fyrir íraman Mentaskólann.
Kaffihúsið „Skjaldbreið"
verðnr opnað aftar 4 morgun.
Oluf Hanseu, sem lengi hefir unn-
ið þar, heflr tekið það, 4 leigu og
ætlar &ð reka það á sama hátt
og gert hefir verið. P. Bernburg
ar ráðinn til að skemta gestum
með fiðlnleik á hverju kveldi.
Mðr
er nú seldur á eina krónu
pundið hér í bænam. í fyrra var
veiðið 55 aurar.
Tilkynning.
Ntjar vörur í versl.Edinborg
Hafoarstræti 14.
Glervörudeiidin. y efnaðarvör udeildin.
Glasskálar, msrgajr stærðir|og litir. Cheviot frá 5.75—16.50
Blómapípur. Taftsilki svört og misht
Blómsturskálar. Enskt vaðmál, margir litir.
Piparkallar. Puntupottar. Svart pilsefni, 6.75 mtr.
Bollapör, ótal tegandir. Kjólatau, ú? ull og bómull.
Diskar, djúpir og grunnir, feikna úrv. Morgunkjólatau. Tvisttau.
Matarstell. Flunnel, hvítt og mislitt.
Þvottastell. Léreft frá 0.40—1.20 mt.
Sykurkör. Rjómakönnur. V aðmáls vendarléreft.
Kerti. Spil. Karlinannanærföt. Axlabönd frá 1.25
Ferðakistur. Ferðatöskur. Vefjargarn, hvítt og mislitt.
Emaileraðar vörur, allar mögul. teg. Gardínutau, mikið úrval.
Köku-, Búðings- og ísform í ótal Kvensokkar úr ull.
njyadum o. m. m. fl. Barnasokkar. Silkibönd o. m. m. fl.
Líttll ágóði. — - Fljót skil.
V ersl.
- 132 -
angistarlega, en sagði svo undir eins: „Þið
megið ekki koma til mín, eg ætla að ösla
;fram úr þessu“.
Hún smáfetaði sig upp úr dýinu þang-
að til hún komst á þurt, en oft brotnaði
þó klakakæningurinn undan henni á þeirri
leið. Kitti beið ekki boðanna heldur brá
þegar við, hljóp ofan á bakkann, þar sem
nóg var af þnrrum greinum og kvistum,
safnaði þeim saman í hrúgu og kveikti í.
Var hann búinn að kveikja þar upp góðan
eld þegar Jenny Joksins komst til hans.
Hann skipaði henni að setjast niður og
hlýddi hún því fúslega. Síðan leysti hann
aí sér baggann, tók úr honum ábreiðu og
breiddi undir fætur hennar, en þysinn og
ómurinn frá mannfjöldanum fyrir ofan
þau barst til þeirra.
„Látið þér Shorty fara og mæla út lóð“,
sagði hún með ákefð.
„Já, farðu Shorty!“ sagði Kitti og fór
að fást við mokkasínurnar, sem voru orðnar
gaddfreðnar. „Mældu þúsund fet og rektu
tvo miðstaura niður. Við getum svo alt
af bætt við hornstaurum seinna“.
Kitti risti' gegnum mokkasínurnar með
hnífi. sínum og voru þær svo stálfreðnar,
að þær molnuðu og sprungu eins og gler
undan hnífnum. Sömuleiðis voru sokkarnir
einn ísholkur utan um bera fæturna og
fótleggina.
Jack London: Gull-æði8.
- 133 -
„Hvað líður fótunum?“ spurði hann
meðan hann var að losa um þetta.
„Þeir eru tilfinningalausir að heita má
og eg get ekki hreyft þá og ekki heldur
tærnar. En þetta jafnar sig alt saman og
eldur logar glatfc. Gætið þér að yður, svo
að yður kali ekki á böndunum og þér
handleikið hnífinn þannig, að eg er hrædd
nm að þér hafið ekki mikla tilfinningu í
þeim“.
Hann setti upp vetlingana og barði sér
í ákafa, en fleygði gvo vetlingunum aftur
þegar hann fór að ftnna til náladofa og
hélfc áfram að losa Jenny úr klakadróman-
um. Loksins komst hann inn úr honum
öllum eg tók frostgrimdin þá hart á bera
og fannhvíta fæturna, enda var kuldinn
eitthvað um sjötíu stig.
Því næst tók hann að núa fæturna
upp úr snjó og gerði það ósleitulega alt
þangað til að hún engdist sundur og sam-
an af kvölum og gat farið að hreyfa tærn-
ar. Kvartaði hún um að þetta væri hart
aðgöngu, en var þvi þó sárfegin.
Síðan færði hann hana nær eldinum og
studdi hana að svo miklu leyfci, sem hún
ekki gat mjakað sér sjálf. Vafði hann svo
ábreiðunni um fætur hennar og færði þá
sem næst eldinum, sem nú átti að lífga þá
til fulls.
- 134 -
„Þér verðið að gæta vel að fótunum
stundarkorn enn“, sagði hann.
Hún gat nú tekið af sér vetlingana
hættulaust og neri síðan og strauk fæturna
sjálf með allri þeirri lipurð og lægni, sem.
þarlendum mönnum er títt, en einkum
gæti hún þess að láta hitann af eldinum
ekki komast að nema smám saman. Á
meðan var Kitti að fást við sinar eigin
hendur og neri þær í ákafa upp úr snjón-
um, sem var snarpur viðkomu af frostinu
eins og sandur. Loksins fór hann að fá
nálardofa og naglakul, sem var merki þess
að blóðrásin var farin að örvast og að þvi
búnu bætti hann sprekum á eldinn, leysti
pokann af Jenny og tók úr honum þnr
sokkaplögg og mokkasínur.
Nú kom Shorty aftur gangandi eftir
ísnum á læknum og klifraði upp bakkann
til þeirra.
„Jæja, eg hefi nú mælt út rúm þúsund
fet“, sagði hann. „Lóðirnar verða númer
27 og 28 og eg var aðeins búinn að reka
efri staurinn ofan í nr. 27 þegar sá fyrsti
af allri þrönginni, sem elti okkur, kom að
mér og sagði blátt áfram, að eg fengi ekki
að mæla út nr. 28. Og þá sagði eg við
hann —
,,.Tá, hvað sögðuð þór við hann?“ tók
Jenny fram í, áfjáð mjög.
.„Nú, eg sagði bara hreint og beint, að