Vísir - 22.12.1917, Síða 5

Vísir - 22.12.1917, Síða 5
V J ^ 1 XV Spil og Vindlar fást hjá JES ZIMSEN. Lampaglös allar stœrðir, frá 8—20 nýkomin til Jes Zimsen, Járnvörudeild. I Landstiörnunni líst mér vera létt að finna vindil handa vini og gesti og vinstnlknnni gott f nesti. 128 - 129 130 ■og settí þau á sig, en lofuðu hástöfum miðurlagsorð Gonzagua. Bissy kardínáli stóð nú upp og sagði: „ Eg vil leyfa mér að skora á forset- ann að krefjast hljóðs. Menn verða að fá '&ð heyra framburð fniarinnar engu síður furstans sjálfs“. Furstinn tók aftur til máls. „Eg verð því miður að andmæla hinum veglega kardínála“, sagði hann. „Hefir Mn ekki að eins sama rétt til að tala hér •eins og eg, heldur öllu meiri, þar sem hún ■«r hertoga-ekkja og stendur mér þannig “OÍar að tign“. Hann bar höfuðið hátt og sagði með •áherzlu: „Filippus af Nevers lét líf sitt fyrir 'íjörráðum eða hefnigirni annara og skal eg ekki fara fieirum orðum um hina hryggi- legu atburði á þeirri skelfingarnótt. Herra Caylus, faðir frúarinnar, er fyrir löngu andaður og varnar virðingin fyrir miun- ingu hans mér þess, að tala frekar um þetta“. Um leið og hann sagði þetta, sá hann að frúin var í þann veginn að taka til máls og vissi þá, að nú mundi tími til kominu að snúa sér að henni. Hneigði hann sig þá kurteislega fyrir konu sinni -;\g mælti enn fremur: „Eg veit eltki hvort friún héfir hér Paul Feval: Kroppinbakur. nokkru við að bæta, en sé svo, skal eg með ánægju sleppa orðinu á meðan“. Áróra de Caylus reyndi árangurslaust að segja eitthvað. Fað var eins og kökk- ur stæði í hálsinum og gat htín ekki komið upp nokkru orði. Gonzagua beið örlitla stund og hélt síðan áfram ræðu sinni. „Það var ýmislegt, sem varnaði mér, aðj komast fyrir sannleikann í þessu máli og skal eg þar til telja andlát herra Cay- lus, afstöðu vettvangs, flótta morðingjanna auk annars fleira, sem yður öllum má kunnugt vera. Grunur hefir að vísu vakn- að, en sönnunargögn hafa engin verið fyrir höndum. Og samt átti Nevers sér annan vin auk mín og hann miklu vold- ugri. Farf eg tæplega að nefua nafn hans, því að það er Filippus af Orleans, ríkis- stjóri Frakklands. Hver mundi þá dirfast að halda því fram, að Nevers hafi en^a hefnendur átt?“ Nú varð þögn um stund og gerðu menn góðan róm að ræðu Gonzagua. Aróra þrýsti vasaklútnum að vörum sér og sáust í honum blóðdrefjar. „Herrar góðir!“ mælti Gonzagua enn- fremur. „Eg vík nú að aðalástæðunni til þess, að fundur þessi var kallaður saman. Þegar eg gekk að eiga furstafrúna, kom það í Ijós, að hún og Nevers höfðu lifað saman i leynilegu en löglegu hjóna- bandi. Þegar eg gekk að eiga hana. varð þáð sömuleiðia uppvist, að þau höfðu eign- ast skilgetna dóttur í þessu hjónabandi. En fyrir þessu voru engar skriflegar sann- anir eða vottorð, því að i kirkjubókina, þar sem fæðingar og skirnar var getið, vantaði einmitt þau blöðin, sem þetta hvorttveggja var ritað á. Saunleifcans vegna verð eg að viðurkenna, að herra Caylus og að eins hann hefði getað skýrt frá þvi, hvernig á þessu stóð, ea enginn spyr liann í gröf einni og verður þetta hans launungarmál um aldur og æfi. En Bernard prestur, sá er gaf saman frúna og fyrri mann hennar og skírði barnið, hefir vottað það skriflega og með eiði sínum á spássíu kaupmálans, sem gerður var milli mín og frúarinnar, að barnið væri skilget- ið. Þessari yfirlýsingu treysti eg að sjálf- sögðu fullkomlega og geri ráð fyrir, að frúin sé mér samhuga hvað það snertir. Barnið bvarf sömu nóttina, sem faðir bess var veginn. Hefir nú furstafrúin í átján ár hugsað um það eitt að finna barn sitt, en að svo komnu hafa allar eftir- grenslanir reynst árangurslausar“. Gonzagua horfði á konu sína, en hún mændi augum til himius. Hann bjóst við að hin seinustu orð sín hefðu mótað ein- hvern örvæntingarsvip á andlit hennar,

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.