Vísir - 31.12.1917, Blaðsíða 3

Vísir - 31.12.1917, Blaðsíða 3
 GíustutstzcK'ti 22 — S'a'tói'mi 219 gR 1.—1, — -ic)i8 3fáWvi-í-ti viSo'kijtavinu'Z! oo4a ijc'u'r' yó3c> ocp |a<t- oœfo uvj^dco o<j |>a44a oiSo4i|tiu< d Íi3na ázinu. ^VizdinyazfyioÍ Grleðilegt nýár þakkar viðskiffin á líðnn ári YersL Edmborg. Gleðilegt - 149 - Kroppinbajkm- brifsaði aðgöngumiðann sár höndunum á Peyrolles. „Ertu orðinn yitlaus?11 sagði Gonzagua. Kroppinbakur svaraði því engu en tók penna og blekbyttu upp úr vasa sínum með mestu hægð. „Hann er bandvitlaus", sagði Peyrolles. „Ekki svo víst — ekki svo víst,“ sagði Esóp og skrifaði eitthvað á miðann á hné sér. „Lesið þér þetta!“ sagði hann hreykinn og rétti Gonzagua miðann. Gonzagua ias það sem á miðanum stóð og var það svo hljóðandi. „Kæra barn! Pessar línur eru frá mér. Eg ætlaði mér að gera þér óvænta gleði og bið þig nú að búa þig fallega. Svo verður í kvöld sendur til þin burðarstóll og tveir þjónar til að flytja þig á dans- leikinn. Henri de Lagardere“. Cocordasse og Passepoil voru svo Iangt frá, að þeir heyrðu ekki hvað um var að vera, en þeir tóku vel eftir öllu, sem fyrir augun bar. „Mér finst endilega, að jeg haíi séð þennan púka áður,“ sagði Passepoil. „Hann hefir í fullu tré við furstann og er alls ófeiminn við hann,“ sagði Cocordasse. I>að virtist hafa komið eitthvert fát á Gonzagua og hann starði á Kroppinbak með undrun og ótta. - 150 - „Hvað á þetta að þýða?“ spurði hann. „Það þýðirþað,“ svaraði Kroppinbakur, „að hina ungu stúlku grunar ekkert þegar hún sér þessa rithönd11. „Þú hefir þá ráðið í fjnirætlun okkar?“ „Eg hefi ráðið í það, að þið ætlið ykk- ur að ná ungu stúlkunni á ykkar vald.“ „Og veistu hvað þú átt á hættu með því að hnýsast í leyndarmál okkar?“ „Eg á það á hættu að vinna mér inn sand af peningum“, sagði Kroppinbakur og neri hendurnar af ánægju. 3?eir Gonzagua og Peyrolles litu hvor á annan. „Hvab merkir þessi rithönd?“ „Hún er ekki annað en eitt af smá- brögðum mínurh og þið megið trúa mór til þess, að hún er ágætlega stæld. Ef eg einu sinni hefi séð rithöhd annars manns, þá-------“ „Það getur komið þór að góðu gagni þegar svo á stendur. En geturðu þá stælt manninn sjálfan?“ „Manninn sjálfan!“ sagði Kroppinbak- ur og hló. „Nei. til þess er harm heldur stórvaxinn og eg of lítill. Hann get eg ekki stælt.“ „Þekkirðu hann?“ „Já, eg þekki hann vel.“ „Og siðan hvenær og hvaðan?“ „Yið höfum átt ýms skifti saman.“ - 151 - „Geturðu sagt okkur nokkuð af hon- um?“ „ Já, eitt get eg sagt ykkur. Hann brá sverði sínu tvívegis í gær og mun bregða því aftur tvívegis á morgrrn.“ Peyrolles skalf og nötraði af hræðslu en Gonzagua mælti: „Eg hefi afbragðs fangaklefa niðri í kjallaranum hórna og eg hefi grun um, að þir sért njósnari.“ „Sá grunur hefir ekki við neitt að styðj- ast. Maðurinn, sem hér er um að ræða, er bláfátækur og á ekki grænan eyri, en þið eigið miljónir. Kannske eg eigi að hjálpa ykk\\r til að bæta við þær?“ Gonzagua leit á hann stórum augum. „Látið þér mig fá þennan aðgöngumiða“, sagði Kroppinbakur og benti á seinasta að- göngumiðann, sem eftir var. „Til hvers ætlarðu hann?“ „Eg ætla að nota hann vel. Eg ætla að gefa manninum sjalfum hann og þá mun hann standa við loforð það, sem eg hefi gefið fyrir hans hönd. Hann mun þá koma á dansleik ríkisstjórans“. „Ja, hvert i ljómandi? Eg held að þú sért árinn sjáltur.“ „Nú-jæja!“ sagði Kroppinbakur hæglæt- islega. „l?að eru þó til verri árar en eg.“ „Hvers vegna læturðu þér svona ant um að reka mín erindi?"

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.