Vísir


Vísir - 12.01.1918, Qupperneq 2

Vísir - 12.01.1918, Qupperneq 2
ViSl Til minnis. Baðhúsið: Mvd. os> ld. kl. 9—9. Bainalesstofan: Md., mvd., föd. kl. 4—6. Borgarstjðraskrifst.: bl. 10—12 og 1—3. Bæjarfógetaskrifstofan: kl. 10—12 og 1—6 Bæjargjaldkeraskrifst. kl 10—12 og 1—6 Húsaleigunefnd: þriðjud., föstnd. kl6sd. Islandsbanki kl. 10—4. E. F. U. M. Alm. samk. snnnnd. 8 sd. K. F. K. R. Útl. md., mvd., fstd. kij 6—8. Landakotsspít. Heimsóknart kl. 11—1. LandsbaDkinn kl. 10—3. Landsbókasafn Útl. 1—3. L&ndssjóður, 10—2 og 4—6. Landssíminn, v. d. 8—9, helgid. 10—8. Náttúrugripasafn sunnnd. I1/,—2l/t. Pósthúsið 10—6, helgid. 10—11. Samábyrgðin 1—5. Stjórnarráðsskrifstofurnar 10—4. Vífilsstaðahælið: Heimsóknir 12—1. Þjóðmenjasafnið, sunnnd. 121/,—l1/,. Lampakveikir allar stærðir frá 2—15 lina, nýkomnir til versl. B. H. Bjarnason. Hvað er á seyði? Stjórnin hefir, eins og kunn- ugt er, veitt sór heimild til þess með bráðabirgðalögum, að leggja undir sig skipakost landsmanna. Hvað mun nú vera á seyði? Hver er sú b r ý n a þ ö r f, sem knýr stjórnina til þessa ein- mitt nú? Allmiklar birgðir eru þegar komnar til landsins af nauðsynja- vöru. Skipin, sem hér getur verið um að ræða, Eimskipafé- lagsskipin, eiga að halda áfram Ameríkuferðum ef nokkuð fæst þaðan að flytja. Til þess þarf ekki að beita félagið neinni nauð- ung. Og vafalaust má telja, að ef stjómin þyrfti að fá annað- hvort skipið í einhverja ferð fyr- ir sig sérstaklega, að samningar gæti tekist um það. En hvaða nauðsyn knýr þá etjórnina til að veita sór slíka heimild með bráðabirgðalögum? f>að er allsendis óheimilt og óverjandi og beint brot a stjóm- arskránni, að grípa til sliks ráðs, ef ekki er af brýnni þörf al- mennings. Það hefir heyrst, að stjórninni hafi lengi mislíkað það, hve lág farmgjöld Eimskipafélagið hefir tekið, og að hún hafi jafnvel fært það í tal við stjórn þess, hvort hún vildi ekki hækka þau. Mundi það þá vera ætlun stjórnarinnar að taka skipin af félaginu til þess eins að hækka farmgjöldin? Skrif „Tírnans11 benda í þá átt. Og allir vita, að stjórninni hefir lengi sviðið það, að kaupmenn hafa selt ódýrari vörur en landsverslunin. Um hag almennings er ekki verið að hugsa. Tilkynning um TDXHAM-MÓT0RA. Þeir sem ætla að fá sér Tuxham-mótora eða varastykki í þá, era beðnir að tala við oss fyrir n. k. sunnudag á skrifstofu vorri í húsi NATHAN & OLSEN (þriðju hæð, gengið inn úr Aust- urstræti). Sími 27. Clementz & Co. Nokkrir pakkar af Silkjum selst með 30 °/0 afelætti. Egill Jacobsen Skriístofur hf. Höröur, hf. Bræöingur, ff. Haukur í Hafnarstræti 15, efstu hæð eru daglega opnar frá kl. 10 árd. til 5 síðd. nema laugardaga og sunnudaga. Útborganir frá kl. 1—3 þá daga sem skrifstofurnar eru opnar. Agætt saltkjöt læst 1 Kaupangi. Kaupmannafélag Reykjavíkur. Fundur mánudaginn 14. þ. m. kl, 8 e. h. í Iðnó uppi. Ariðandi mál á dagskrá. STJÓRNIN. Ein af allra bestu bújðrðum á Norðnrlandi fæst nú til kaups og ábúðar frá næstu fardögum. Þeir sem kynnu að vilja fá nánari upplýsingar, geta snúið sér til Gísla Björnssonar örettisgötu 46. Til viðtals frá kl. 2—3. Hvar lendir gróðinn ? í greininni með þessari fyrir- sögn í blaðinu í gær hafa orðið leiðréttingarskekkjur í prent- smiðjunni á tveim stöðum, þann- ig að leiðréttum linum hefir verið skotið inn á röngum stöð- um. í samanburðinum á vöruverði landsverslunarinnar og heildsal- anna átti haframjölsverð heild- sala að vera kr. 38,25 (50 kg.) (landsversl. kr. 40,00—41,00) og kaffiverðið kr. 1,60—1,75 (lands- versl. 1,90). A öðram stað átti að standa: „ . . . þegar stjórnin gerir Ieik til þess, að láta sitt skip liggja aðgerðalaust í New-York^ meðan skip Eimskipafólags i n s fer heila ferð fram og a f t u r milli Ameríku og íslands“ (þá verður skip stjórnarinnar vitanlega dýrara í rekstri). Þetta eru menn beðnir að „lesa í málið“. Upptök ófriðarÍRS. Þegar eftir að morðið í Serajevo var framið, þann 28. júní 1914, tóku Austurríkismenn með Ijóð- verja að baki sér að búa málið á hendur Serbíu. Og 23. júlí sendu þeir Serbíu síðustu friðar- kosti og þá svo harða og óað- gengilega, að ekkert sjálfstætt ríki hefði sóma síns vegna get- að gengið að þeim. Þess var krafist, að stjóm Serba gæfi út opinbera tilkynn- ingu til þjóðarinnar, þar sem hún léti í ljósi vanþóknun sína á mótblæstri þeim gegn Austur- ríki, sem hafinn hefði verið í Serbíu o. s. frv. Ennfremur vora settar þar fram aðrar kröfur í 10 liðum, sem Serbar áttu að fullnægja innan tveggja daga (25. jiilí). Þess var krafist, að ýms stjórnmálafélag í Serbíu yrðu leyst upp; að ýmsar breytingar yrðu gerðar á kenslunni í skól- unum, að allmargir embættis- menn Serba yrðu settir í varð- hald og dæmdir o. s. frv. í 5. lið var þess krafist, að Serbar samþyktu „samvinnu Austurríkismanna í því að brjóta á bak aftur þá hreyfingu, sem vakin hefði verið í því skyni að ráða lönd undan Austurriki" og í 6. lið var svo ákveðið, að um- boðsmenn austurrísku stjórnar- innar, skyldu taka þátt i rann- sóknum er að þessu lytu. Það er ekki nokkur vafi á þvi, að stjórn Austurrikis hefir ekki komið það til hugar, að Serbar myndu geta gengið að þessum kröfum í heild. Enda var það auðséð á blöðunum í Austurríki, þegar þau voru að segja frá þessum friðarkostum, að hvorki var við því búist eða talið æskilegt, að Serbar gengi að þeim. Áður hefir verið frá því sagt, að ári áður ætluðu Austurríkis- menn að senda Serbum nákvæm- lega samhljóða skilmála. Og sendiherra Austurrikismanna í Belgrad hafði lýst því yfir, í skjali sem austurriska stjórnin hefir látið birta, að fyr eða síð- ar hlyti að þvi að reka, að það yrði að „uppræta11 Serba, og best væri að gera það sem tyrst. Þetta skjal var skrifað mörgura dögum áður en svar Serba kom. Framh. Erlettd myat. Kh. "h Bank. Pórth Sterl.pd. 15,50 15,70 16,00 Fre. 57,50 59,00 60,00 OoU. 3,28 8,50 3,60

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.