Vísir - 15.01.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 15.01.1918, Blaðsíða 3
y í & i n BWMMman Morgunkjólatau, Flónel, Silki- og Bómullar-Lasting- ur, Gas éreft, Molskinn, Svuntur iyrir börn og fail- orðna, allskonar Dömukragar, Matrosakragar (hvítir og bláir), Silkihálsklútar, Vasaklútar (herra og dömu), 0 Bróderingar, stórt úrval, |Sokkar á börn og fullorðna og margt fleira. Versl. Gullfoss, Haiíiarstræti 15. Oft hefir vatnsleysið sorfið að mönnum hér í bæ, en aldrei meira en nú. Alstaðar heyra menn umkvartanirnar um vatns- Jeysi og svo virðist sem vatns- laust sé í öðru hvoru húei í upp- bænum. Yísir átti tal við borgarstjóra um þetta vándræðamál í gær, og kvað borgarstjóri vatnsleysið ekki geta stafað af íjðru en því, alment, að vatn væri látið renna stanslaust í húsunum í lágbæn- um, af ótta við frostið. Þó kvað hann vatnsmagnið nú vera svo mikið, að vatn ætti að vera fá- anlegt i flestum húsum, sem ekki standa á háholtunum. Ef það væri ekki, þá hlyti það að stafa &f þvi, að frosið væri í húsæð- ! Eanpið fisl um, í útveggjunum eða í jörðu. T. d. um vatnseyðsluna í bæn- um þessa frostdaga, sagði nann fná því, að í fyrra frostkastinu hefðu eyðst 800 teningsmetrar af vatni á 2—3 tímum. Hafði þá verið lokað fvrir vatnsleiðsl- I una fyrir innan vatnsgeymirinn, en hann tæmst alveg á þessum tíma. Aðalvandræðin eru því senni- lega þessi, að menn láta vatnið renna of mikið. Að banna það algerlega er varhugavert, því þá má búast við að pípurnar springi. En só hófs ekki gætt, þá verður þó líklega að gera það og geta menn þá sjálfum sór um kent, ef illa fer. Haiaarstjórinn. Sjómaðurinn, sem skrifaði i Yísi á dögunum, mælir sérstak- lega með tveim mönnum í hafn- arsfrjórastöðuna, og má vel vera að þeir menn séu báðir vel færir til þess að hafa aðalumsjón hafn- arinnar á hendi. En óþarfi var það fyrir sjómanninn að fara niðrandi orðum um starfsemi Guðm. Jakobssonar og mátti vel hæla hinum án þess að lasta hann. Allir, sem manninn þekkja, vita, að af „ólærðum" manni að vera, er hann óvenjulega vel mentaður maður, er ágætur reikningsmaður og kann vel bæði þýsku, ensku og dönsku. Er það kunnátta, sem vissulega er ekki óþörf hafnarstjóranum. Gott væri það, að hinn nýi hafnarstjóri yrði sem bestum hæfileikum búinn. En sjómensk- an ein nægir ekki. Og hægra mun að bæta úr þekkingarleysi hans i sjómenskunni en t. d. bókfærslu og viðskiftaviti. Um núverandi hafnarvörð er það alkunnugt, að hann hefir gegnt starfi sínu af hinni mestu samviskusemi og staðið yfirleitt ágætlega í stöðu sinni, og mun það mál margra, að þess væri óskandi, að hans nyti sem lengst við í henni. Og fullviss er eg þess, að „sjómaðurinn“ sem var að lasta hann, hefði ekki gert betur. Landkrabbi. V ÍSI R. Afgííiðíla biaóíicfi t AðaifitmÉt 14, opin fvé. ití. 6—b bverpun Skrifsfofa & snm/i gtoð. Simi 400. P. 0. Boi 3tt7. RitBtjót'iun til viðtafe trft ki. 2—8. Pronisraiðjan A Laagaveg *. sirai 138 Anglýiingum vaitt raóttaka í Lnnás- stjörnnimi cftir kl. 8 4 kvöldin. Áttglýsiugaverð: 40 aur. bvei em. dálki i Btarri augl. 4 aura orðið smá> nglýsluguiu með öbreyttu letri. Nokkrir pakkar af Silkjum selst með 30 °/o afslsetti. Egill Jacobsen Is við Langanes. Frá Fagradal í Vopnafiröi var símað í gær, að þaöan sæist þétt- ur hafís noröur undir Langapesi, en ísinn gisnar eftir því sem sunn- ar dregur. Suövestan gola var þar eystra í gær, en þó var ísinn á reki suöur eftir. Þetta er fyrsta ábyggilega fregn- in, sem hingaö hefir borist um is viö Langanes. 188 leit samt oft um öxl til aö horfa á þessa •óvistlegu hallarmúra. Um nóttina dreymdi mig, aö eg sæi unga og sorgbitna konu meö barn á handleggnum og hallaði hún sér að fríðum og fölleitum manni með sár á síð- .< unni. Varst það þú, móðir mín? ViS héldum svo áfram ferð okkar, og sagði Hinrik viö mig einu sinni á leiðinni: „Bráðum fáið þér að vita, Áróra, hvernig i öllu þessu liggur, og eg vildi óska, að yður yrði þá hughægra." Á leiðinni fékk Hinrik stærðar bréf með ríkisinnsigli Frakklands og daginn eftir kom- um við til Parísar, Það var næstum orðið aldiint, þegar við úkum inn um sigurbogann. Eg sat hjá Fran- coise gömlu. en Hinrik reið við hliðina á okkur. „Hér á hún heima,“ sagði eg yið sjálfa mig. Áttu ekki heima í París, ntóðii- mín? Eg tel það hér um bil vist. Við fóram um margar óþverralegar götur og námum loksins staðar fram undan kirkju einni, og var kirkjugafður jbar hjá. Seinna var mér sagt, að það væri kirkjugarðurinn Saint- Magloire, þar sem ungi furstinn átti að vera grafinn. Beint þar á móti var höll Gonzagua fursta. Hinrik fór af baki og studdi mig út úr vagn- Paul Feval: Kroppinbakur. 189 inum. Við gengum inn í kirkjugarðinn og var þar fjöldi af alls konar minnisvörðum. ' Við opnuðum eina gráfhvelfinguna og geng- um inn. Staðnæmdist Hinrik þar hjá mar- marakistu og var höggvin á hana mynd af ungum manni. Hinrik kysti myndina á ennið, og eg heyrði að hann sagði með grátstaf í hálsinum: „Hér er eg, bróðir minn! Guð veit, að eg hefi efnt loforð mitt eftir megni.“ Eg heyrði eitthvert þrusk fyrir aftan mig og leit við. Það voru þau Francoise og Jean sonarsonur hennar. Þau höfðu fallið á knébeð fyrir utan hvelfinguna og Hinrik kraup einnig á kné. Hann baðst lengi fyrir og í hljóði og sagöi við mig um leið og hann stóð upp: „Kystu þessa mynd, Áróra!“ „Hvers vegna?“ spurði eg og gerði sem liann bauö. Hann ætlaði að svara einhverju, en hikaði við og sagði að eins: „Af því þetta var heiðursmaður, sem eg virti mikils.“ Eg þrýsti enn öðrum kossí á hina köldu marmaramynd og þakkaði Hinrik mér fyrir það og þrýsti hönd minni að barmi sér. Litlu síðar settumst viö að í húsinu, þar sem eg er nú að skrifa þér þessar línur. Eg hefi svo ekki komið út fyrir liúsdyr síð- an eg- sté inn fyrir þröskuld þess og hefi aldrei 190 verið jafn einmana, því að Hinrik hefir svo mikið að starfa, að hann annar því varla. Það getur naumast heitiö, að eg sjái hann um leið og hann matast og hann hefir harðbannað mér að fara nokkuð út. Ef honum gengi afbrýðissemi tiL, þá þætti mér ekkert að því að vera í felum, en eg man hvað hann sagði í Madríd: Það er ekki mín vegna gert, heldur yðar vegna. Eg sit hér nú alein og heyri skarkalann og sé Palais Royal, þar sem ríkisstjórinn heldur veislur sínar, alt uppljómað. Ekki skortir mig neitt af neinu, en Hinrik er stundum svo skelf- ing fálátur. Mér hefir flogið það í hug, síðan eg fór að þekkja han'n betur, að tign mín og auður kynni að vera meiri en lians og þess vegna væri hann svona þurlegur við mig og vildi sem minst skifta sér af mér. En helduröu, móðir mín, að eg elskaði þig ekki eins fyrir því, þótt það kæmi á daginn, að þú værir fátæk? Hanu hefir stofnað lífi sínu og limum í hættu vegna dóttur þinnar og hann hefir gert það sem meira er: Hann hefir varið átján ár- um, sínum bestu árum, í þarfir dóttur þinnar. Hvernig veröur honum launað það ? En það er aldréi nema satt, móðir mín góð. Hver skyldi ekki bera traust til Hinriks Lag- ardere, hins hraií=tasta og drenglyndasta

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.