Vísir - 03.02.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 03.02.1918, Blaðsíða 2
Vf SIR Til minnis. Baðhúsið: Mvd. og ld. kl, 9—9. Barnalosstofan: Md., myd., föd. kl. 4—Ö. Borgarstjóraskrifst.: kl. 10—12 og 1—3. Bæjarfógetaskrifstofan: kl. 10—12og 1—6 Bæjargjaldkoraskrifst. kl 10—12 og 1—5 Húsaleigunefnd: þriðjud., föstnd. kI6sd. Islandsbanki kl. 10—4. K. F. U. M. Alm. samk. snnnud, 8 sd. K. F. K. B. Útl. md., mvd., fstd. Kl, 6—8. Landakotaspit. Heimsóknart. kl. 11—1. Landsbankinn kl. 10—3. LandBbókasafn Útl. 1—3. Lándssjóður, 10—2 og 4—5. •/ Landssíminn, v. d. 8—9, holgid. 10—8. Náttúrngripasafn sunnnd. I1/,—21/.- Pósthúsið 10—6, helgid. 10—11. Samábyrgðin 1—6. Stjórnarráðsskrifstofurnar 10—4. Vífilsstaðahælið: Heimsóknir 12—1. Þjóðmenjasafnið, sunnnd. 121/,—l1/,. Leikhúsið. Frú Stefania Guðmandsöóttir 25 ára leikari. Miðvikudagskvöld 30. jaD. var hátíð í Reykjavík. Þá Voru liðiu 2^9 ár síðan Stefanía Guð- mundsdóttir lék í fyrsta sinn og hlaut þegar í upphafi aðdáun borgarbúa. Eg var þó eigi ,svo heppinn að sjá hana í fyrsta sinn, því að eg var þá erlendis. En eg sá hana fyrst í Valbæjar- gæsinni. Mér fór sem öðrum, að eg dáðist að leik hennar og var í engum efa um að hér væri góður leikari á ferðinni. Þá var og enginn sá hér í bænum, er taJdi hana eigi langsnjallasta allra leikanda hér á létt gaman og kýmni í hlutverkum yngri kvenna og þarf eigi að minna á ærsladrósir þær, er hún lék þá um nokkurra ára skeið. Einhæfum mönnum þykir oft ótrúlegt að aðrir sé fjölhæfir, og bendir til þess, að hér sé mikið um einhæfni. Víst er það, að nálega engir trúðu því, að Stef- aníu væri til nokkurs að reyna við þung og alvarleg eða sorg- leg hlutverk. Þess vegna var spáð heldur illa fyrir því, er ráðið var að hún skyldi leika Mögdu í Heimilinu eftir Suder- mann. En er leiknum var lokið fyrsta kvöldið, þá trúðu menn því, að henni léti eigi miður sú hlið listar sinnar. Og síðan hafa bæj- arbúar hirt undrunarlaust þær perlur, sem hún hefir rétt þeim. Hún hefir siðan leikið mjög mörg vandasöm hlutverk, og gert það prýðilega, konur úr stórborgum og s'túlkur á sveitabæjum. Nefni eg auk Mögdu Xamelíufrúna og Steinunni í Galdra-Lofti, og svo þessa síðustu jungfrú Heklu Kam- bönu. Enginn vissi úr hverjum heimi sú kona var, fyr en Stef- anía dró hana til jarðarinnar og blós lifandi anda í þákeipakind, svo vel að ekki gleymist. Með aldri og æfing hefirfrúin lært að beita enn meira afli og Hásetaféiag Reykjavíkur heidur fund sunnuðaginn 3. febrúar kl. 6 síðdegis í Bárubuð. FjöJmennið félagar! Stjórnin. Lúörafélagið ,Gígjan‘ spilar í kvöld frá kl. 9—11%. Virðingarfylst Kaffi- og mafsölnbnsið Fjallkonan. mm eiga að birfast i ?ÍSI, verður að afbeuða í siðasta tacf kl B l h. útkomu-ðaBiBn. þunga en áður, þótt vel tækist í fyrsta sinn, og að kafa dýpra í sitt eigið hugarfar til þess að safna þeirri glóð, sem fylgja verður orðum og athöfnum, ef þær eiga að ná alla leið inn í hugskot áhorfenda. Heimilið var leikið ágætlega á miðvikudaginn. Almælisbamið lék snildarlega og fekk óspart klapp, og endurgalt það með þvi, að koma út tárunum á oss, er á horfðum. Hitt fólkið lék og alt prýðilega. Friðfinnur Guðjóns- son var eiginlega afmælisbarn líka. Hann lék prestinn ágæt- lega vel, og hefi eg varla séð hann leika betur í annan tima. Annars er hann þess fuUkomJega mak- legur að hans sé minnst, því að hann hefir reynst mjög fjöl- hæfur og góður leikari. Þarf ei annað en að minna á það, sem nýjast er, skuldheimtumaðurinn í Tengdapabba og presturinn í Heimilinu. Þótt eg nefni ekki fleiri af hinum eldri leiköndum, þá er það eigi af þeirri ástæðu, að þeir léki ver nú en þeir hafa leikið best áður, heldur sakir þess, að afmælisbörnin ganga nú að sjálfsögðu fyrir. Nýir leik- endur í ritinu voru vinnukonan, systir húsmóðurinnar og herfylk- ishöfðinginn. Smágalla á tali vinnukonunnar þýðír eigi að nefna, enda vann hún það íylli- lega, upp. Systír húsfreyju var held- ur ungleg, en tókst þó allvel að inna af hendi verk sitt, að leyfa áhorföndunum að létta sór þung- ann með brosi. Mörgum mun hafa leikið grunur á að Heimilið yrði dauflegt án Árna heitins Eiríkssonar, en svo vár leikfó- lagið heppið, að ungur maður lék það svo ve], að áhorfendur gátu ímyndað sór að Árni væri þar sjálfur. Á eftir var klappað fast og lengi og var frúin kölluð fram hvað eftir annað og að lokum var hrópað ferfalt húrra. Bjarni Jónsson frá Yogi. Siðasta óiriðarárið Þann 12. desember sl. var ár iiðið síðan Þjóðverjar gerðu bandamönnum fyrstu „friðarboð- in“ og í tilefni af því hefir þýska stjórnin látið ýms blöð flytja eftirfarandi yíirlit yfir síðasta ófriðarárið: Þegar Þjóðverjar fyrir ári síðan tjáðu sig fúsa til að binda enda á hinn ægilega heimsófrið, sem daglega veldur svo marg- víslegum hörmungum, þá skildu óvinir Þýskalands það þannig, að Þjóðverjar væru að þrotum komnir. Stjórnirnar slógu á þann streng, til þess að telja kjark í þjóðirnar, sem þá þegar voru orðnar langþreyttar á ófriðnum, að innan mjög skamms tíma mundu Þjóðverjar verða að gef- ast upp og þá myndu banda- menn geta sett þeim þá friðar- kosti sem þeim sýndist. Að sú von hefir brugðist þeim heríilega má sjá á eftirfarandi yfirliti yfir það sem gerst hefir þetta síðasta ófriðarár: Bandamenn hafa á þessu ári að eins getað talið fram þessa iandvinninga: 143 ferkílómetra i Flandern, 100 ferkm. við Aisne, hingað og þangað, smátt og smátt 435 ferkm. og er Þjóðverj- ar hörfuðu undan á vesturvíg- stöðvunum um vorið 2985 ferkm., eða samtals 3600 km. VISIR. Aígraiðtla blaðains f 'Aðalgttwtf. 14, opia ftá kl, 8—8 í hverjum degi. Skrifstofa á saraa stað. Sírai 400. P. 0. Box 367. Ritstjórinn tíl viðtaia frá kl. 2—3. Prentsmiðjan á Langaveg 4, simi 133. Anglý«ingum veitt möttaka í Landtt- stjömnnni oftir kl. 8 & bvöldin. Anglýsingaverð: 40 aur. hver em. dftlkt í atærri angl, 4 aura orðið smáituglýsingain með öbreyttu letri. 400 Axlabönd seljast fyrir Ikr. 1,45 stk. Etfilí Jacobsen Miðveldin hafa á sama tíma lagt undir sig: 25850 ferkm. í Galiciu, 2340 ferkm. við Riga, 470 við Jakobstadt, eyjarnar Ösel, Dagö og Moon 3890, og í síðustu sókninni gegn ítölum 14500 ferkm. eða samtals 47050 f$rkm. Það er einkennilegt við þetta yfirlit, að þau lönd, sem banda- nienn hafa tekið af Tyrkjum þetta ár, eru alls ekki talin með og auðýitað ekki heldur nýlend- ur Þjóðverja í Afríku. Þá er það dálítið skoplegt, að í samlagningunni á þessum fer- kílómetrum, sem Þjóðverjar teJja að bandamenn hafi tekið af þeim á árinu, sleppa þeir 68 til að láta standa á hundraði, en þeirra megin er samlagningin alveg nákvæm. Gjafir til Samverjans. Peningar: Afmælisgjöf S 25,00 N. N. 5.00 N. N. 2,00 Lítil stúlka 2,00 Agnar 5,00 Þ. Á. B. 10,00 Skipstjórí úr Hafnarfirði 5,00 Hafnfirðingur 2,00 V. B. K. 100,00 Kona 10,00 S. J. 2.00 Gunnar og Ásta Kaaber 15,00 Greitt fyrir mat og kaffi 10,30 Y ör u r : N. N. 1 vætt kol. Bestu þakkir! Reykjavík 2. febr. 1918. Júl. Árnason (gjaldkeri).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.