Vísir - 07.02.1918, Side 3

Vísir - 07.02.1918, Side 3
VÍSIR sem á leiksviðinu var sýndur, verði varla dansaður hérna ý Melunum á vetrardegi og þó að öll ærslin vantaði og sjálfa brennuna, sem dansa átti um- hverfis. En hörmulegt er að horfa á ■annað eins og viðureign rauðálfs- ins (sem raunar var gulur eða grænn) og konu ritstjórans, því að helst fanst manni að þorpar- inn þyrði ekki að snerta konuna. Yar það raunar afsakanlegt, því að þótt frúin hljóðaði, þá var þorparinn ekki „meiri fyrir maun að sjá“ en svo, að áhorfendum hefði ebki komið það á óvart, þó að viðureigninni hefði lokið með því að frúin hefði tekið ‘Jbann í bóndabeygju. — Svo varð þó ekki, því að höfundurinn læt- Tir ritstjórann skakka leikinn og ■síðar skjóta þorparaun í reiði sinni. — Finst mönnum þetta „óeðlilegt“ og óhugsandi að slíkt geti komið fyrir hér á landi. — Blóðið sé ekki svo heitt í Islend- íngum, að þeir fari að drepa mann fyrir ekki meiri sakir. En engan verulegan galla get eg talið það á leikritinu. Hitt er verra, að þessi atburður varð hlægilegur á leiksviðinu, bæði vegna þess að ofbeldismaðurinn virtis t varla geta verið langt yfir fermingu, og eins hins, að Stefán vor Runólfsson, einhver snesti skapstillingarmaður sem bér þekkist, hvort heldur sem er á leiksviði eða utan þess, var einhver allra óheppilegasti mað- arinn sem hæ^t var að fá til að íklæðast gerfi þessa geðríka og bráðlvnda ritstjóra. í öðrum þætti átti mannsöfn- uður mikill að koma saman á Lögbergi. Á leiksviðinu var samkomustaðurinn hafður i Al- mannagjá og hinn „mikli fríði hópur“, sem Hannes blaðamaður ávarpar, látinn koma útúr hamra- veggnum, sem myndar vestri vegg gjárinnar. — Lað hefir verið ómögulegt að koma þessu öðru- visi fyrir. Leiksviðið er of litið. Það er til of mikils mælst, að ætlast til þess að þessar sýning- ar geti orðið eðlilegarhér. En það er ekki höfundinum aðallega að kenna. Á leikendurna hefir lítið reynt enn. Áðalleikendurnir hafa ekk- ert tækifæri fengið til að sýna list sína. Hrólfur, Þorgils og Svafar hafa sagt frá ýmsu sem við hefir borið. í öðrum þætti halda þeir ræður, Hrólfur, Þor- gils og blaðamaðurinn. í>eir eru engir ræðumenn, glímukapparnir, Blaðamaðurinn á varla sinn líka hér á landi. En ekki er það galli á leiknum og Ólafur Otte- sen fór ágætlega með hlutverk sitt. Enn fer því þó fjarri að leikurinn, verk höfundarins hafi fengið að njóta sín. Það hefir verið í f jötrum leiksviðsörðugleik- anna. En úr þessu fara leikhúserfið- leikarnir að hverfa að mestu, og höfundurinn gefur aðalleikend- unum ærið viðfangsefni. Er þá eítir að athuga hvernig þeir fara með það. (Framh.) Selveiði árið 1916. Samkvæmt hlunnindasbýrslum hreppstjóranna hafa árið 1916 veiðst 489 fulloðnir selir og 5676 kópar. Er það minna heldur en meðalveiði undanfarandi ára. — Árið 1915 veiddust 838 fullorðn- ir selir og 5324 kópar. Árið 1916 var farið að gera út selveiðaskip til þess að veiða seli norður í höfum. Voru tvö skip gerð út til þess þá um vor- ið, gufuskipið „Kópur“ frá Tálknafirði og mótorskipið „Óð- inn“ frá Seyðisfirði. Stundaði „Kópur“ veiðina í þrjá mánuði (apríl, mai og júní). Veiddi hann 2010 fullorðna seli, 900 kópa og 2 birni. „óðinn“ stund- aði selveiðarnar einn mánuð (maí) og veiddi um 300 seli og 1 ís- björn. (Hagt.). Fyrsti kvenfrelsispostuli. Fyrsti bvenfrelsispostulinn var karlmaður. Erasmus frá Rotter- dam, hinn nafnkendi hollenski fræðimaðuur og guðfræðingur, sem var uppi á 16. öldinni, hélt fram fullum róttindum kvenna. „Konur eru flón“, sagði mað- ur nobkur við hann. „Flónslega mælt“, svaraðiEras- mus með hægð. „Lætur þú þór detta i hug að kvenfólk láti sór koma saman um nokkuð ?“ spurði annar maður hann. „Geta karlmenn látið sér koma saman um nokkuð ?“ spurði Erasmus. Undarlegt er það, hversu sjald- an mynd af Erasmusi sést í ritr um kvenfrelsisvina. Brautryðj- endurnir gleymast oftast nær fljótt. Litargerð Þjóðverja. í enska blaSinu „Daily Mail“ er sagt frá þvi í löngu máli, afi nú hafi Bretum tekist aS komast eftir því, hvernig Þjóðverjar búi til ani- línliti o. fl., sem þeir hafa einir kunnað áður. Er blaðið mjög hróð- ugt yfir því, að Bretar þurfi ekki framar að vera upp á Þjóðverjá komnir í þessu efni. Segir blaðið langa sögu af því, að tveir menn hafi verið sendir til Sviss til þess að reyna að ná í „uppskriftimar“ og komið með þær heim aftur 257 að tölu, en varla hafi nokkur dagur liðið svo í ferðalagi þeirra, að ekki hafi ver- ið ráðist á þá, farangri þeirra stol- ið o. s. frv. Aðrar fregnir segja reyfarasög- ur þessar eintóman uppspuna, en að enskir vísindamenn hafi komist eftir því með efnarannsóknum, hvernig litirnir séu „settir saman‘% Erlead myat. Kh. */, BaHk.|PÖ«th Sterl.pd. 15,59 15,7o| 16,20 Prc. 57 50 59,00 60,00 DolL 3,30 3,5013,«0 254 ,,íig finn þaö a mér, aö mér mun verða vel til yðar. Verið þér nú sælir og látiö ekki hug- fallast, en íifið í voninni." „Eg er yðar með lífi og sál,“ sagði Lagar- dere, greip hönd hennar og l)ar hana að vörum sér. „Hvar get eg hitt yður aftur?“ „Hjá Díönu-musterinu eftir einn klukku- tíma.“ Hún gekk nú á burtu, og jafnskjótt sem hún var komin trjágöngin á endá, tók hún á rás. Réði hún sér ekki fyrir fögnuði. „Nú næ eg dóttur minni — nú næ eg henni!“ sagði hún við sjál fa sig; „og hún skal aldrei framar líta þennan mann augum.“ Gekk hún síðan áleiðis til sumarskála ríkis- stjórans. Lagardere var sömuleiðis í sjöunda himni af gleði og þakklátssemi. Hann var nú kominn að dyravarðarkomp- unni og leit þar um öxl sér, en sá ekki að ■neinn veitti sér eftirför. Þó hélt hann sig heyra skóhljóð frá einu tjaldinu, en það fjarlægðist. Þótti honum þetta því hentugt tækifæri, stakk lyklinum í skrána og gekk inn. Hann kom ekki auga á ungfrú Nevers undir eins. Kallaði hann þá til hennar, en enginn gegndi, en þá sá hann hvar hún stóð út við gluggann og virtist vera að hlusta. Gekk hún svo til hans. Paul Feval: Kroppiubakur. 255 „Hver var konan, sem þjer voruð aö tala við ?“ spurði hún. „Hvaða kona?“ spurði Lagardere. „Konan, sem var hjá yður rétt i þessu.“ „Hvernig vitið þér það, Áróra?“ „Þessi kona er yður óvinveitt. Er ekki svo?“ „Hvers vegna haldið þér,“ spurði Lagar- dere alvarlegur, „að þessi kona sé mér óvin- veitt? Var hún ein, þegar hún gekk hér hjá?“ „Nei, það var maður með henni, skrautlega klæddur.“ „Nefndi hún hann á nafn?“ „Nei, en hún nefndi yður á nafn og þá datt mér i hug, að húii bæri óvildarhug til yðar.“ „Heyröuð þér þessa konu segja nokkuð um leið og hún gekk hjá glugganum?“ „Að eins fáein orð. Hún var ákaflega æst og bar sig eins og hún væri viti sínu fjær. Yðar hágöfgi! sagði hún.“ „Yðar hágöfgi,“ tók Lagardere upp aftur. „Ef yöar konunglega tign hjálpar mér ekki (í ‘ „Það hlýtur þá aö hafa verið rikisstjór- inn.“ Áróra skelti saman lófunum eins og krakki. „Nei, var það ríkisstjórinn? Eg hefi þá séö rikisstjórann!“ „Ef yðar konunglega tign hjálpar mér nú ekki núnú! Og hvað svo meira ?“ „Eg heyrði svo ekki meira.“ 256 „Var það þar á eftir, setn hún nefndi nafn mitt ?“ „Nei, það var áður. Eg stóö þarna við gluggann og hún var nokkuð langt í burtu, en um leið og hún kom nær, heyrði eg hana segja:Vald, vald! Það er eini hluturinn, sem bugað getur þessa þverúð.“ „Er það áreiðanlegt, að hún sagði þetta?“ spurði Lagardere niðurlútur. „Já,“ svaraði Áróra. „Heyrðuð þér það með yðar eigin eyrum ?“ „Já — en ósköp eruð þér fölur!“ Hinrik var orðinn náfölur. Það var eins og hann heföi verið lagður í hjarta stað. Hann studdi hönd undir kinn, en hún gekk til hans og lagði hendurnar um háls honum, en hann stjakaði henni frá sér eins og i einhverju of- boði. „Látið mig vera!“ sagði hann. „Látið mig vera — þetta er óttalegt! Það hvílir einhver óblessun yfir okkur.“ „Þér unnið mér ekki framar, Hinrik,“ sagði hún með tárin í augunum. Hann horföi framan í hana og var eins og hálfsturlaður, en þó lék undarlegt bros um varir hans. „Mér er ómögulegt að átta mig á þessu. Það er eins og eg sé staddur í einhverjum myrkviðris sorta.“ „Þér verðið umfram alt að reyna að harka

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.