Vísir - 09.03.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 09.03.1918, Blaðsíða 2
V i á I R Fryst dilkakjöt framúrskarandi gott og ódýrara en annarsstaðar fæst daglega í verzluninni VON. II ijður Yaniar kariöflup skuluð þér kaupa í þeirra stað súrt livítliál. Fæst i verslnmnni VON. Stulka, vön afgreiðslu, óskar eftir að komast í búð eða bakari nú þegar. Afgr. vísar á. Þáð tilkynnist hér með, að fóstursonur okkar, Jósef Jósefsson, andaðist i dag að heimili sinu, Mýrargötu 3. Jarðarförin verður ákveðin síðar. Reykjavik, 8, mars 1918, Gróa Guðmundsdóttir. Ólafur Jónsson. [opölenski sauðakjoi spaðsaltað þverhandar þykkar síður — og rullupylsur í versluninni VON. Kæfa (í dósum) fæst í verzl. VON. í versl. VON. Hainarbakkinn. Ágúst -Jósefsson bæjarfulltrúi stakk upp á því hér í blaðinu í fyrradag, að uppfyJlingin með- fram höfnmni yrði kölluð h a f n- arbakkinn, sbr. sjávarbakki, árbakki, lækjarbakki, vatnsbakki o. s. frv. Aðrir hafa stungið upp á ýmsum nöfnum, t. d. stétt og brún og palli, en þau nöfn hafa ekkert fylgi fengið og vand- ræðanafnið „bólvirkiðH var að festast við uppfyllinguna fram af Hafnarstræti. Hafnarbakki er tvímælalaust langbesta heitið, sem enn hefir heyrst, og aðalkosturinn á því er sá, að það er laukrétt, því að úppfyllingin er tilbúinn sjávar- bakki, sem skip geta lagst að. Það þarf ekki að efa það, að hafnarnefnd og hafnarstjórn taki upp þetta nafn. Og vafalaust verða menn fúsir til þess að hjálpa þeim til í daglegu tali. Það getur engum misskilningi valdið, þó að hús sé til hér vest- ur í bæ sem heitir Bakki. — Vesturbakki hafnarinnar verður altaf kallaður vesturbakk i n n, en greinirinn aldrei skeyttur við húsheitið. Um aðrar uppástungur Á. J. þarf ekki að fjölyrða. Nöfnm Grandagarður og Örfiriseyjargarð- ur hafa þegar fengið festu í dag- legu tali. „Battaríið“ hefir alt af verið mönnum þyrnir í aug- um og er vonandi að það gangi ekki aftur á garðinum, sem út frá því var gerður. En fult svo viðkunnanlegt væri að kalla garðinn Arnarhólsgarð sem Ing- ólfsgarð. Eins og Örfiriseyjar- garðurinn er kendur við eyna, sem hann liggur út frá, og Grandagarðurinn við grandann, sem hann er bygður á, eins ætti að kenna þennan garð við Arn- arhól. — Auðvitað má skoða garðinn sem framlengingu af Ingólfsstræti og láta hann draga nafn af því. MatyæMtMutimin. Fyrirspurn. Stór vélbátur liggur hér á höfninni. Skipverjar eru að aust- an og vestan. Þeir hafa ekki til matar annað en fisk og sykur- laust kaffi. Og þeir geta ekki náð í seðla, er veita þoim rétt til að fá keypta kornvöru og sykur. Þeir biðja mig að selja sér brauð, sykur og haframjöl. Hvað á ég að gera? Á ég að hjálpa vesalings mönnunum, eða á ég ekki að gera það? Á óg að reka þá á dyr og út á sjó alslausa eins og þeir komu? Verslunarmaður í Sandgerði. Svar: Vísir hefir spurt Landsversl- unarforstjórann um þetta mál og fengið það svar, að þegar svo só ástatt, að menn sökum fjarlægð- ar geti ekki nálgast seðla úr sínu úthlutunarumdæmi, þá sé til þess ætlast að þeir fái þá þar sem þeir eru staddir, og í því skyni hafi öllum hreppsnefnd- um verið sendir fleiri seðlar en sem svaraði fjölda manna bú- settra í hreppnum. Kaupmenn verða því að vísa þessum aðkomumönnum til hrepps nefndanna, sem þá væntanlega láta þá fá seðla, enda gætu þær borið það undir forstjóra lands- verslunarinnar hvort það skuli gert. — Ef einhver dráttur verð- ur á því að mennirnir geti feng- ið seðla, og kaupmenn vita að þeir eru bjargarlausir af umrædd- um vörum, þá er það auðvitað ekkert vafamál, að kaupmenn verða þá að hjálpa þeim til bráða- birgða og krefjast seðlanna þeg- ar þeir koma. Brent og malað Kaffi er t>est og ódýrast íversl. VON. Tvíbr. svuntutvistur, Fallegt svart Klæði í peysuföt. Egiil Jacobsen Embætti veitt. Dómaraembættið hór í Reykjavík hefir verið veitt Jóhannesi Jóhannessyni bæjarfógeta á Seyðisfirði og Lögreglu- og tollstj.embættið hefir verið veitt Jóni Hermannsyni skrifstofustjóra. Skifting bæjarfógetaembættis- ins á að fara fram 1. april og taka þá nýju embættismennirmr við’ \ ....................................... I■■■IIIIII! lllflllHH Bæjarfréttir. ► h r- r- i Afmæli í dag. Sigurjón Pétursson, kaupm. Magnús Jónsson. Þórunn Thorsteinson, ungfrú. Guðni Guðnason, bóndi. Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. 11, séra Bjarni Jónsson; kl. B, séra Jóhann Þorkelsson. í fríkirkjunni í Rvík, kl. 2, sóra Ólafur Ólafsson. Samskot. í fyrradag voru Yísi færðar 20 kr. handa fótalausa mannin- inum (10 kr. var prentvilla í bl. í gær). í gær B krónur og S kr. til Samverjans. Dagshrúnarfundur verður enginn i kvöld. Hlutaveltu ætlar Gooðtemptarastúkan, Yerðandi að halda á morgun kl. 7, fyrir templara.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.