Vísir - 15.03.1918, Page 3
ViSlTÍ
Ekki líkar mér þetta nafn vel
á „hafnaruppfyllingunni11, þó að
það vitanlega sé betra en „hafn-
aruppfylling“. Eg vildi miklu
heldur gefa henni nafnið „strand-
auki“ (sbr. Garðsauki), því þetta
nrð tekur líka fram, að „upp-
fyllingin“ er viðbót við strönd-
ina. en það gjörir bakkinn ekki.
Mætti svo kalla viðaukann fyrir
austan bæjarbryggjuna „Eystri-
strandauka" en fyrir vestan hana
„Vestri-strandauka“.
J.
A t h s.
Já, „enginn gerir svo öllum
líki“ og vel má vera'.að finna
megi tylftir af góðum nöfnum á
uppfyllinguna. Eitt nafn er dá-
gott, sem stungið hefir verið upp
á, það er „hlað“, sbr. bæjarhlað
í svnit. Uppfyllingin verður
eins konar bæjarhlað Eeykja-
víkurbæjar. — Bakkinn hefir það
fram yfir þessi nöfn bæði, að
hver maður, sem gengur fram á
bakkann og ekki veit að hann
er uppfylling eða viðauki við
ströndina, mundi einmitt kalla
hann bakka og ekkert annað.
Daimlsr-verksmíðjan
Þess var getið í símskeiti] ný-
lega, að Daimlerverksmiðjan (ekki
Dannler-) í Þýskalandi hefði verið
sett undir rikiseftirlit.
Verksmiðja þessi er talin ein-
Kjötmeti
margs konar til sölu á
Laugavegi 70.
Sími 142.
hver fullkomnasta bifreiðarverk-
smiðja i heimi og þar eru smíð-
aðar vönduðustu og dýrustu
bifreiðar sem þekst hafa.
Ekki verður skeytið skilið á
annan veg en að það, að verk-
smiðjan hefir verið sett undir
ríkiseftirlit, stafi af því, að okur-
mál þau, sem sagt er að upp
séu komin í Þýskalandi, snerti
hana, og að uppvíst hafi orðið
j um hana, að hún okraði á bif-
reiðum þeim sem hún selur til
hernaðarþarfa.
Verksmiðjan er skamt frá
Stuttgart.
Fyrirsjmrn.
Getur Visir frætt mig og aöra
um þaö, hvort tilboö þau, sem gerð
kunna aö ver'Sa i veiöiréttinn i Ell-
iðaárium veröa opnuð jafnóöum og
þau koma, eða ekki fyrri en á
bæjarstjórnarfundinum, sem á aö
ákveöa, hver veiöiréttinn fær.
V e i ð i m a ö u r.
Svar:
í auglýsingunni var ekki gert ráö
fyrir ööru, en að borgarstjóra yrðu
send tilboðin ívenjulegum bréfum,
og verða slík bréf auðvitað opnuð
strax.En senda mætti tilboðí tveim
umslögum og skrifa á það innra
„tilboð í veiðirétt í ElliðaánumE
og þyrfti þá ekki að opna það fyr
en á fundinum.
Leikfélag Reykjavikur.
Frænka Gharley’s
verður leikin á mOrSVLH (laugard. 16.)
kl. 8 síðdegis í Iðnaðarmannahúsinu.
Aðgöngumiðar seldir í Iðnó
í d a g frá kl. 4—8 síðdegis með hækkuðu verði;
á morgun frá kl. 10 árdegis með venjulegu verði.
Handvagn
i1
merktur „MOEY“ hefir tapast. Sá sem kynni að vita hvar
hann er niður kominn, er vinsamlegast beðinn að gera viðvart í
Frönsku verslunina, Hafnarstræti 17.
Utgerðarmenn, bæja- og sýslafélög.
Smíði og viðgerðir á hafskipabryggjum tökum við undirritaðir
að okkur. Notum það fynrkomulag er reynst hefir best. Með-
mæli ef óskað er. Útvegum verkfræðislegar leiðbeiningar. Þeir
sem þyrftu og vildu sinna þessu, geta hitt okkur fyrir 20. þ. m.
Einar Einarsson í síma 726 frá kl. 7—8.
Sigurður Bjömsson í síma 418 frá kl. 1—2.
láðsmannssíaðan í fungu.
©r Isns.
Laun 1500 kr. á ári og frítt húsnæði (3 herbergi og eldhús
með aðgangi að þvottahúsi og geymslu í kjallara).
Umsóknir sendist skriflegar til formanns Dýraverndunarfélags-
ins, Laufásveg 34, innan 20. þ. m.
Reykjavík 9. mars 1918.
Stjórnin
362
Loksins gekk dómstjórinn inn í réttarsalinn.
„Má eg spyrja hverjar þaö eru, sem vilja
fa aö tala viö mig,iíí sagöi hann.
„Herra dómstjóri!“ sagði eldri konan. „Eg
er ekkja Nevers hertoga.“
„Einmitt þaö! Eg hélt nú annars, aö her-
toga-ekkjan væri gift Gonzagua fursta.“
„Já, eg er furstafrú Gonzagua."
Dómstjórinn laut henni kurteislega og baö
þegar um hægindastól handa konum þessum.
Komst þá alt í uppnám og var þegar komiö
með eina tíu stóla aö minsta kosti.
„Þakka yöur fyrir. Verið þér ekki aö hafa
fyrir þessu,“ sagöi furstafrúin og þáði ekki
sætið. „Viö komuin til þess aö gefa skýrslu
fyrir réttinum.“
„Þess gerist engin þörf,“ sagöi dómstjórinn.
„Þaö er hreinn og beinn óþarfi, konur góöar.
Þiö ætliö líklega aö færa fralil fleiri sannanir
á hinn ákæröa, en hann hefir þegar fengig
sinn dóm, sinn réttláta dóm, og verður von-
andi ekki fleiri mönnum að fjörtjóni.“
„Hafið þér þá engin skeyti fengið frá rík-
isstjóranum ?“
„Nei, alls engin — ekki nokkurn skapaðan
hlut,“ svaraði dómstjórinn, „en þess gerist
heldur ekki þörf, því að málið er útkljáð og
■dómur fallinn í því fyrir hálfri stundu.“
„Er það áreiöanlegf, að engin skeyti hafi
363
komið .frá ríkisstjóranum?“ spurði furstafrú-
in aftur alveg utan við sig.
„Hvað skeyti eigið þér við og hvað ættu
þau að þýða?“ spuröi dómstjórinn óþolin-
móðlega. „Ætlist þér til, aö hann veröi hjol-
brotinn lifandi? Ríkisstjórinn hefir óbeit á
þess háttar refsingum ef sakir eru ekki því
meiri.“
„Er hann þá dæmdur til dauða?“ spuröi
Áróra óttaslegin.
„Hvað annað, barniö gott! Hélduð þér kann
ske, að hann yröi látinn sleppa með vatn og
brauð ?“
Ungfrú Nevers hné niður á stól.
„Hvað er þetta — hvað gengur á?“ sagöi
dómstjórinn. „Ungum stúlkum verður auð-
vitað mikið um að heyra minst á slíka hluti,
en nú verðið þið aö afsaka mig, því að eg
er boöinn í miödagsveislu og verð að fara.
Gerið þið svo vel að segja Gonzagua fursta,
að alt sé klappað og klárt og að dóminum
veröi ekki áfrýjað, heldur verður honum full-
uægt í kyöld.
Hann kysti á hönd konunum og laut þeim
afar-kurteislega að þeirra tíma sið.
Furstafrúin stóð sem steini lostin og starði
á dyrnar, sem dómstjórinn hvarf út um. Ár-
óra sat agndofa á stólnum og hreyfði hvorki
né lið. Gekk nú hvert mannsbarn út úr
salnum, en þær mæðgur urðu einar eftir
364
mæltu ekki orð frá munni. Þá heyrði Áróra,
að gengið var um dyrnar að gæsluvarðhald-
inu. Reis hún þá á fætur og mælti: „Þetta
er hann — eg þekki fótatakið.“
Frííin hlustaöi en gat ekkert heyrt. Hún
horfði á Áróru, en hún sagði aftur:
„Það er bann. Eg veit, að það er hann.
Eg vildi að eg mætti deyja i nærveru hans
Nú liðu nokkur augnáblik og komu þá
varðmennimir inn. Mitt á meðal þeirra gékk
Hinrik Lagardere með bert höfuð og bundnar
hendur, en að baki honum fór munkur með
krossmark í höndum sér. Frúin gat ekki var-
ist tárum, en Áróra starði á þetta þurrum og
þrútnum augum. Lagardere nam staðar þegar
hann varð þeirra var. Hann brosti raunalega
og drap höfði, eins og hann vildi biðjast
vægöar.
„Leyfiö mér að segja að eins fáein orð,“
sagði hann við varðmennina.
„Viö höfum strangar fyrirskipanir og þor-
um það ekki,“ svöruðu þeir.
„Eg er furstaírú Gonzagua, og bið ykkur a5,
neita honum ekki um þessa bón,“ sagði frúin
við varðliðsforingjann, en hann horfði á hana
undrandi og mælti:
„Ekki vil eg synja manni, sem er að ganga
út í dauðann, sinnar síðustu bænar, en veriS
þér fljótur pg fáorður.“
m
Paul Feval: Kroppinbakur.
og