Vísir - 15.05.1918, Qupperneq 2
E.s. Sterling
(strandferðaskip landssjóðs)
fer héðan vestur og norður, kringum land,
mánudag 20. maí.
Yörur afhendist þannig:
í dag til Yestmannaeyja, Djúpavogs, Breið-
dalsvíkur, Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Norð-
fjarðar, Mjóafjarðar, Seyðisfjarðar og Borgar-
fjarðar,
á morgun, fimtudag 16. mai, til Raufar-
hafnar, Húsavíkur, Akureyrar, Siglufjarðar, Hofs-
óss, Sauðárkróks, Skagastrandar, Blönduóss og
Hvammstanga,
á föstudag, 17. rnaí, til Hólmavíkur, Norður-
fjarðar, Isafjarðar, Önundarfjarðar, Dýrafjarðar,
Ólafsvíkur og Sands.
l.f. iimskipafél. Islands.
Til söln
kjöttunnur og síldartunnur.
Friðrik Magnússon & Co.
Sfmi 144.
VÍSIR.
Aígrsiðila blaðciu i [Aðalctrat
14, opin fr& kl. 8—8 & hverjnm degi.
Skrifstoía & sama stað.
Simi 400. P. 0. Box 867.
Rltstjörini til viðtali frá kl. 2—8.
Prentsmiðjan á Langaveg 4,
eimi 133.
Anglýaicgna vaitt möttaka i Landa
stjörnuBsi oftir kl. 8 á kvöldin.
Anglfsingaverð: 50 anr. hver em
dálka í itærri angl, 5 anra orð„ í
emáanglýsingnm usð öbreyttn letri.
Tjörnesnáman.
Úr skýrslu fjárhagsnefndar
neðri deildar alþingis nm
námnrekstnr landssjóðs
á Tjörnesi.
Fjárhagsnefnd neðri deildar, sem
falið var með þingsályktun að
rannsaka fjármálastjórn lands-
stjórnarinnar hefir nú lokið rann-
sókn á plöggum öllum og reikn-
ingum, er snerta Tjörnesnámuna,
þau sem hún hefir komist yfir, og
gefið skýrslu um þá rannsókn.
Fer hór á eftir það helsta úr
skýrslu þessari.
Landsstjórnin falaðist eftir leigu
á námunni, símleiðis, í mai f. á.
og fékk hana leigða gegn kr. 3,50
gjaldi fyrir hverja kolasmálest,
sem burt yrði flutt. 1 sept. 1917
hafði landssj. greitt kr. 2077,50
fyrir afnot námunnar, en nokkru
áður segir nefndin að það hafi
orðið, án þess að séð verði hver
rök liggi til þess, að landssjóður
kaupir námuna af Tjörneshreppi,
og fór afsal fram hgf í Reykja-
vík 16. ágúst á námuréttindun-
um fyrir 16000 kr. Als hefir þá
verið borgað fyrir námuréttindin
kr. 18077,50, og hefir heyrst, að
það muni vera nær. hálfu meira
verð en hreppurinn hafði þá ný-
lega eignast jörðina og réttindin
fyrir.
Verkstjórar voru ráðnir tveir að
námunni, sem kunnugt er, en
ráðsmaður var ráðinn auk þeirra
Benedikt Björnsson og eftirlits-
maður sýslumaðurinn í Þingeyjar-
sýslu, en yfirumsjón með námu-
rekstrinum hafði atvinnumáladeild
stjórnarráðsins. í ágústmánuði
var Jónas Þorsteinsson ráðinn á’
fram til verkstjórastöðunnar til
vetrarins með skriflegum samn-
ingi, og skyldi hann hafa 15 kr.
á dag, verðlaun af upptekrium
kolum, 50 aura af smálest hverri,
frítt fæði, húsnæði, hita og þjón-
ustu og ferðir fram ogaftur. Tel-
ur nefnin ekki of hátt áætlað, að
þetta kaup og „fríðindi“ þau, sem
því fylgdu, svari til 8000 kr. árs-
launa. Ráðsmaðurinn hafði 300
kr. á mánuði og alt frítt. Verka-
menn 6—7 kr. á dag auk fæðis
og þjónustu, húsnæðis hita o.s.frv.
En fæðis- og matreiðslukostnaður
reiknast að vera að meðaltali kr.
3,20 á dag fyrir manninn; en elds-
neyti er ekki talið til útgjalda.
Til nýárs höfðu verið unnin
8191,1 dagsverk, en frá nýári til
9. mars 2084. En upp hafa ver-
ið tekin kol til þess tíma um
1430 smálestir.
9. mars hafði verið eytt mat-
vælum fyrir kr. 35352,62, en kol
seld fyrir kr. 36425,01. Óseld kol
voru þá talin 15620 króna virði.
Hefir verkalýðurinn allur því unn-
ið rúmlega fyrir mat sínum (þó
að matreiðsla og eldsneyti væri
reiknað með).
Hús var reist við námuna. Vegg-
ir allir eru úr torfi, en þiljað innan.
Húsgerðin ‘kostaði kr. 40451,72,
en virt var það til brunabóta á
33 þús. kr. Önnur þitgjöld eru
einkanlega verkalaunin og annar
kostnaður við verkamenn, til verk-
stjórnar o. s. frv., með fleiru sem
ekki er fullkomin grein gerð fyr-
ir, als yfir 85 þúsund kr. Áhöld
sprengiefni o. fl. yfir 40 þús. kr.
Hreinn halli á námurekstrinum,
þegar búið er að gera fyrir hæii-
legri fyrningu á eignum fyrirtækis-
ins áætlar nefndin að nemi fulium
100 þús. kr, eða að meðaltali yfir
10 þús. kr. á mánuði og nálega
helmingi meira en allur afrakstur-
inn.
Kolaverðið var upphaílega á-
kveðið 35 kr. fyrir smálestina, al-
gerlega af handahófi og síðar hækk-
að ýupp í 40 kr., en sýnt þykir
það, að verðið hafi ekki verið mið-
að við það, að reksturinn bæri
sig.
Nefndin hefir sannfært sig um,
að á öllu þessu tíu mánaða tíma-
bili voru reikningar námunnar
aldrei gerðir upp, aldrei gertjyfir-
lit ýfir reksturinn eða hag hans,
„og eigi verður“, segir nefndin,
„af neinu séð, að landsstjórnin
hafi haft eða gerl sér nokkra hug-
mynd um, hvernig sakir stóðu í
raun og veru, þótt svo kunni að
hafa verið“. Um tilhögun vinn-
unnar og eyðslu til námunnar voru
verkstjórarnir einráðir, nema hvað
stjórnarráðið að formi til lagði til
samþykki sitt.
Fengið hafði stjórnin Einar
Gunnarsson cand. phil. til þess
að eins eins mánaðar tíma (9.
okt. til 17. nóv.) að athuga viku-
lega hvað liði kolabirgðum nám-
unnar og skuldbindingum, og hefir
hann í bréfi dags. 17. nóv. gefið
ófagra lýsingu á ástandinu, er
endar á þessum orðum.
„Samkvæmt framangreindu
— sem byggist á skýrslum
li-á nániunum síðan 9. f. m. —
virðist cngin stjórn á lienni
að einu eða neinu lcyti;
mundi því þörf að kveðja nú
þegar til menn að rannsaka
allan rekstur liennar, svo
ckki liljótist meira tjðn þar
af vanrækslu en þegar er
orðið“.
Þó var ekkert aðhafst. 27. des.
var E. G. að vísu falið að „gera
upp“ reikning námunnar, en úr
þvi varð þó ekkert. 19. janúar
skrifar Jónas Þorsteinsson verk-
stjóri stjórninni bréf, og fer fram
á, að umsjón öll og reikningshald
námunnar verði ílutt norður. Það
bréf sendi stjórnin vegamálastjór-
anum til umsagnar, en hann réði
stjórninni til þess, að fela einum
hæfum manni hér stjórn fyrir-
tækisins og reikningsfærslu, og fól
þá stjórnin 'honum þetta, og síð-
an hefir stjórn námunnar verið í
hans höndum.
Síðan vegamálastjórinn tók við
stjórninni, hefir hann fyrst og
fremst gert upp reikninga nám-
unnar, en síðan hefir hann gert
ýmsar breytingar á vinnufyrir-
komulaginu, breytt ráðningarkjör-
um, ákveðið kolaVerðið 55 kr.
smál., fengið hingað sœnskan
námuverkstjóra, dugandi mann
sagðan, sem nú er nyrðra til að
rannsaka námuna. En áður hafði
stjórnin ekki falið honum að
hafa nein önnur afskifti af þessu
fyrirtæki en að útvega verkfæri
frá útlöndum og ráða nokkra
verkamenn til námunnar. Annar-
ar aðstoðar hafði stjórnin ekki
leitað hjá þessum aðalráðunaut
sínum í verkfræðismálum, og er
þá ekki að furða, þó henni hug-
kvæmdist ekki að nokkur þörf
gæti verið á því, að fá reyndan
námuverkstjóra frá útlöndum til
þess að stjórna námurekstrinum.
í sambandi við þessa skýrslu
um námureksturinn, ber fjárhags-
nefndin fram svohlj. till. til þings-
ályktunar:
Neðri deild Alþingis ályktar að
skora á landsstjórnina:
1. að halda ekki áfram rekstri
Tjörnesnámunnar á kostnaö
landssjóðs, nema náman geti
borið sig, eða rekstraihalb
verði hverfandi lítill í saman-
burði við það, sem verið hefir
i höndum stjórnarinnar, og
2. að styðja með ráðum og dáð
að samtökum einstaklinga til
eldsneytisöflunar.