Vísir - 15.05.1918, Blaðsíða 6

Vísir - 15.05.1918, Blaðsíða 6
VÍSIE að segja, að það hafði, að því er ábyggilegar heimildir herma.skýrt frá því i bréfi til borgarstjóra að félagið væri samþykt því að þessar verslanir mættu halda búð- um opnum til kl. 10. Þeir borgarstjóri og hr. Á. Ó., sem vera mun meðlimur í fél. „Merkur", ættu því að geta sann- fært sig um, að það sem um þetta hefir verið sagt i Vísi er rótt. ' Um tvískifting vinnutímans skal það tekið fram, að þeim sem þetta ritar er það fullkunnugt um flestar tóbaks- og sælgætis- verslanirnar, að þær hafa tví- skiftan vinhutíma. En til frek- ari tryggingar mætti auðveldlega setja það skilyrði fyrir undan- þágunni. Annars er sumt af þvi sem Á. Ó. segir um þetta óskilj- anlegt, t. d. tal hans um lág- nættis- og sunnudaga-verslunina. En ef til vill veit hann ekki, að ein sælgætisverslunin, sem hefir opna búð á sunnudögum, þarf alis ekki að hlíta þessum lokun- arákvæðum, vegna þess að hún verslar með eigin framleiðslu. Þá vill Á. Ó. ekki láta sér skiljast það, að ekki só um nein forréttindi að ræða fyrir tóbaks- og sælgætisverslanirnar, þó þeim yrði leyft að hafa búðir opnar lengur en til kl. 7. En hann gætir þess ekki, að lokunartim- inn er ákveðinn eftír óslt þeirra kaupmanna, sem versla með al- gengar vörutegundir, með það fyrir augum að verslun þeirra bíði engan hnekki af því. En öllum má vera augljóst, að sér- verslanir þessar myndu bíða Nokkrir duglegir fiskimenn geta fengið atvinnu nii þegar. Helgi Zoega, mikið tjón, ef kvöldverslunin væri tekin af þeim, án þess þó að hinar aðrar verslanir liðu nokkuð við það, þó að lokunar- tíma tóbaks- og sælgætisverslana yrði ekki breytt. Við það yrði engin breyting frá því sem áður var. Loks vitnar Á. Ó. í það, að elsti tóbakssalinn telji tóbaks- og selgætisverslununum óþarft að hafa búðxr opnar lengur en til kl. 7, sem óyggjandi sönnun þess, að svo sé. — En vill hann þá ekki spyrja þennan tóbakssala, hvers vegna hann hafi byrjað sína sælgætis- og tóbaks-sórverslun þannig, að ha.da búð sinni op- inni fram undir miðnætti ? Miklu síður hefði honum þó átt . að vera það nauðsynlegt þá, með- an hann var einn. Ef Á. Ó. vildi nú athuga all- ar ástæður, þá myndu líka ef til vill augu hans opnast fyrir þvi, að tóbaks-kaupmaður þessi, sem hér er um að ræða, elsti Prjónatnskur og Yaðmálstnsknr (hver tegund verður að vera sér) keyptar bæsta verðl. Vöruhnsið. tóbakssalinn og væntanlega einn- ig sá „stærsti", stendur öðru- vísi að vígi en byrjendur. Hann hefir mikla heildverslun með smásölunni og hann mundi því vel þola það, þó smásalan mink- aði eitthvað. En ef til vill gæfist honum líka síðar kostur á því að vinna upp það tap, þegar hinir tóbakssalarnir, fleiri eða færri, sem ekki þyldu tapið, væru fallnir úr sögunni. Það má gera ráð fyrir þvl, að hr. Á. Ó. beri svo mikið skyn á verslun alment, að hannskilji þetta, Til nýkomið stórt úrval af: Drengja-cheviot og Sports-fötum Drengja-frakkar Telpukápur Kiæði Morgunkjálatau Hvítt Lóreft einbr. og tvíbr. Dömurykfrakkar Dörnu- og Teipuregnkápur Yatt-teppi 1250 Bámteppi 6.50 LlJarteppi 525 hjá 11 Anstnrstr. 7. Sími 623. 105 106 107 „Jú, vissulega," svaraSi eg. „Eg er mjög ánæg'ður meS það,“ sagði hann, kvaddi okkur enn einu sinni, opnaði vagnhurðina, sté út úr vagninum og hvarf okkur sjónum, en við lögðum nú á seinasta áfangann, svo sem leið lá eftir Barham-mel- unum, gegnum Lyddenþorp og Evell áleiðis til Dóver. „Hver er Janeskó kafteinn?" spurði eg, er við höfðum setið þegjandi nokkra stund hvort við annars hlið. „Ja, hann hefir sannarlega birtst mér frá nýrri hlið í kvöld,“ sagði hún. „Eg hafði alt af talið hann óvin minn og andvígan mér og það var hann lika, en nú hefir hann reynst mér saman vinur einmitt þegar mér lá mest á og eg hefði gengið beint í greipar þeim, sem vilja mér alt tjón vinna, hefði hann ekki gert mér aðvart. En getið1 þér séð á úrið yðar? Skyldum við nú komast til Dóver í tæka tíð?“ „Ja, hver rækallinn!“ sagði eg þegar eg sá að klukkuna vantaði tuttugu og átta mínútur í ellefu. „Þetta gengur framúrskarandi fljótt: Það eru fimtán mílur milli Canterbury og Dóver, 0g við höfum þegar farið' sex milur og verðum því komin ofan á hafnargarðinn laust fyrira ellefu." „Það skulum við vona,“ sagði hún og stundi við. „Eg skal aldrei gleyma þeirri miklu hjálþ- semi, sem þér hafið auð'sýnt mér, Veseý lækn- William le Queux: LeynifélagiC. ir, og vona að sá dagur komi, að eg geti goldið yður í sömu mynt. Það er mjög fallega gert af yður, að bjóðást til að fylgja mér alla leið til Hamborgar, en eg er orðin alvön því að fara ein minna ferða. En ef þér auk þess viljið vinna mér alt í hag, eins og þér látið í veðri vaka, þá verður það stórum affara- sælla, að þér snúið aftur, berið vitni í málinu og látið að svo komnu ekkert uppskátt um, að við þekkjumst." „Og þetta er það, sern þér viljið1 að eg geri?“ „Já, þetta bið eg yður um — bið yður um það vegna sjálfrar mín,“ sagði hún með öll- um þeim innileik, sem hafði heillað mig og töfrað þegar hún sat í hægindastólnum heima hjá mér. „Janeskó kafteinn talaði við yður 4 ein- hverju tungumáli, sem eg kunni ekkert í,“ sagði eg. „Hvaða tungumál var það? Mér virtist það líkjast itölsku að sumu leyti.“ „Nei, það var ungverska-" „Og hann ér þá ungverskur, þýst eg við?“ Hún kvað svo vera. „En þér — hverrar þjóðar eruð þér?“ „Ensk, þegar eg er á Englandi — frönsk á Frakklandi —- og — hvað eg ætlaði mér að segja — ungfrú Wilson, þegar eg er í Ham- borg.“ „Þér viljið þá með Öðrum orðum ekkert segja mér um það,“ sagði eg og þóttist illa leikinn. „Eg skal svara yður, ef þér skrifið’ mér,“ svaraði hún, „en þess bið eg yður, að gera það með mestu varasemi. Ef það skyldi vitn- ast, að nokkur kunningsskapur væri okkar á milli, þá mundu óvinir mínir vissulega nota sér það til þess að grafast eftir dvalarstað minum. Þeir eru sannarlega ekki eins og fólk er flest, heldur slægir sem höggormar og brögðóttir rnjög og skuluð þér því vera var um yður þangað til sá tími kemur, að við sjá- umst aftur, og þá------“ „Og hvað þá?“ spurði eg, laut ofan að henni og horfði í andlit henni, elskulegt og yndisfagurt. „Og þá hugsa eg, að alt fari eftir atvikum okkar á milli rétt eins og nú.“ Við þetta féll talið niður og hnipraði eg mig svo gramur og og óánægður út í vagn- horninu alt til þess að höfnin og strætin í Dóver blöstu við okkur uppljómuð og ljós- um prýdd. Eg fann sárt til þess, að hún var að hverfa mér sjónum, og þó að við hefðum talað sant- an þetta kvöld rétt eins og við værum gamlir kunningjar, þá lá nú fyrir okkur að skilja — fyrir henni að leita sér að einhverju fylgsni og fyrir mér að snúa heirn aftur til

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.