Vísir - 17.05.1918, Blaðsíða 2
VÍSIR
Frá Alþingi.
Stimpilgjaldið og vörutolls-
hækknnin.
í neðri deild yar stimpilgjalds-
frumvarpið fyrst á dagskrá. Urðu
ekki miklar umræður um það.
Framsögumaður fjármálanefndar,
Magnús Gruðmundsson, upplýsti
að tekjuhalli landssjóðs á árinu
1917 hefði orðið meiri en allur
viðlagasjóður, sem safnast hefði
frá því fyrsta. Fjármálaráðherr-
,ann þakkaði fyrir upplýsingamar
og undirtektir nefndarinnar og
var frumvarpið síðan samþykt
með breytingum nefndarinnar
með 17 : 2 atkv. (M. P. og E. A.)
l?á var næst vörutollsfrum-
varpið og urðu talsverðar um-
ræöur um það. Bjarni Jónsson
lýstí sig andvígan frumvarpinu,
og vildi ekki láta leggja nýja
skatta á alþýðu manna, og þá
heldur safna skuldum, endamættu
eftirkomendurnir vel greiða þær
skuldir í þakklætisskyni fyrir að
þeir væru til. Einar Arnórsson
taldi ósamræmi vera í því að
veita aimenna hjálp til að kaupa
nauðsynjar, en hækka um leið
toll á þeim og taka þannig aft-
ur hjálpina. Fjármálaráðherrann
vildi failast á tillögur nefndar-
innar um að láta hækkunina ná
til tolls af öilum vörutollsskyld-
um vörum, en þó fanst tíðinda-
manni Vísis honum einkum hug-
leikið að ná tolli af blýi, en ekki
var neitt upplýst um það, hvað-
an blýið ætti að koma, nemaþá
ef vera skyldi að stjórnin sæi
einhver ráð til að tolla ,,blý-
hatta“, sem raunar eru sjaidgæf-
ir orðnir lika.
Frumvarpið um launahækkun
yhrdómara var tekið út af dag-
skrá, og sömuleiðis þingsályktun-
in um 1'jörnesnámuna, vegna
þess að stjórnin var önnum kafin
við að svara fyrirspurn inni i
efri deild.
Bnðalokunarfrmnvarpið
var til 2. umr. í eíri deild og
var þar samþykt sú breyting
á þvi, að heimilt skyldi að veita
tóbaks- og sælgætisbúðum und-
anþágu frá hinum almenna lok-
unartima gegn ákveðnu gjaldi.
Frumv. um skipamiðlara, veð-
urathuganastöð og breytingu á
fræðslulögunum voru látin ganga
til næstu umræðu.
Fyrirspurnin um kornvöru-
úthlutunina og umræður um
lanðsverslunina.
Siðasta málið á dagskrá efri
deildar var fyrirspurn Halldórs
Steinssonar um úthlutun og sölu
kornvöru óg sykurs. Sýndi fyrir-
spyrjandi fram á það með tölum
á annan í hvitasnnnn
20. maí 1918..
Sliemtl sls.rA *
1—7 Opið haffihús í Groodtemp larahúsinu.
— 2—3 Fyrirlestur í K. F. U. M.:
Síra Fr. Friðriksson: Um. mauranaj.
— 2—3 Fyrirlestur í Iðnó:
Próf. Guðm. Finu .bogason:. Lóðréiít, lárótt og skáhalt
— 2—3 Tombóla í Bárunni. Aðgangur ókeypis fyrir þá sem
hafa aðgöngumið: a að „Hringferðirmi“. — Drátturinn
kostar 25 aura.
— 3—4 Tombóla í Bárunnr,i. — Sama —
— 3—4 Gamanleikur i Iðn ó: „Pipermann í vandræðum11.
Leikendur: Frl c. Soffía Guðlaugsdóttir, Jón Vigfús-
son, Ólafur Ott« jsen.
— 3-4 Samspil í K. F. U . M.:
Loftur Guðmuj ídsson, Þorv. Thoroddsen, Bernburg.
— 4—6 Sýning í Gamla Bíó.
— 4—5 Sýning í Nýja P ;íó.
— 4—5 Gamanleikur í J ðnó: „Pipermann í vandræðum11.
— 5—6 Gamanleikur í I fðnó: „Pipermann í vandræðum“.
— 6—6 Samsöngur í B: irunni:
Frú Valborg Einarsson, Einar Viðar, Símon Þórðarson
— 5—6 Söngur í kaffif ;alnum í Goodtemplarahúsinu.
Aðgöngumiðar vérðí t seldir á föstudag og laugard. í Bókv.
ísafoldav og kosta • að eins kr. 1.50 og heimila aðgang að öllu.
Vissara að ti yggja sér aðgöngamiða í tíma.
Arsfundur
Bfmaö ^artélags XsIancLs
verðor haldi nn í Iðnaðarmanuahúsmn kl. 5 í dag.
Prófessor Guðmuu dur Hannesson talar um byggingarmálið, sérstaklega
húsagerð til sveita.
Reykjavik 17. maí 1918
Eggert Briem.
og samanb ,urði við inníiutning
fyrri ára, að enginn sparnaður
hafi getað , orðið að vöruúthlutun-
inni, veg na þess að meðalnotkun-
in væri ekki meiri á venjulegum
tímum heldur en skömtuninni
svara?,i. Vildi hann því fá að
vita, hvað knúið hefði stjórnina
til þess að grípa til seðlaúthiut-
umarinnar.
En aðalefni ræðu hans var það,
að sýna íraiu á að landsverslun-
in hefði fijkið skakka stefnu í
höndum stjórnarinnar og meira
kapp 1 agt á það að versla og
verslv., heldur en að birgja upp
að nauðsynjavöru í sjálfsagðri
8'amvinnu við kaupmenn. Fram
að árinu 1917 hefði verslunin þó
verið svo lítil, að gróði hefði
enginn orðið; á árinu 1917 segði
stjórnin að landsverslunin hefði
grætt miljón króna, en hann
kvaðst fullyrða, að landsmenn
hefðu tapað mörgum miljónum
á versluninni. Vöruverð lands-
verslunarinnar hefði verið svo
hátt, að í skjóli hennsr hefðu
kaupmenn getað lagt miklu
meira á sinar vörur en þeir ella
hefðu g'ert. Enda hefði stjórn-
inni verið hægðarleikur að hafa
hemil á vöruverði þeirra, ef hún
hefði hugsað meira fyrir því að
birgja landið en að selja vörur
þær, sem að voru dregnar.
Atvinnumálaráðh. svaraði fyr-
irspurninni á þá leið, að vöru-
skömtunin befði verið ákveðin
vegna þess að aðfiutningar
hefðu verið af skornum skamti,
skipakostur litill, vöruV)irgðir
misjafnar í landinu og ioks
hefði stjórnin haldið, að aðr-
ar þjóðir myndu kunna því
illa ef vöruskömtun yrði ekki
upp tekin hér sem annarstaðar.
Hann neitaði þvi, að mest kapp
hetði verið lagt á það, að versla
og vefengdi skýrslu H. St. um
eyðslu landsmanna á fyrri árum
og samanburð á henni og vöru-
skamtinum.
H. St. kvað svar ráðherra
hvorki betra eða verra en hann
hefði búist við. En ef það hefði
verið tilgangurinn með skömt-
uninni að spara, þá hefði átt að
ákveða skamtana minni en venju-
lega væri eytt. Tilgangslaust að
ætla að sýnast fyrir öðrum þjóð-
um með þessu, því að þeim hlyti
að vera kunnugt um það, af
hagskýrslunum, hve miklu sé
eytt hér af matvöru í venjulegu
árferði og þá einnig um það, að
enginn sparnaður hafi orðið af
skömtuninni. Tölur þær, sem
ráðherrann hefði vefengt, kvaðst
hann hafa úr hagskýrslunum og
hyggja að þær myndu standast
vefengingu hans.
Forsætisráðherra kvað lands-
verslunina frá upphafi aldrei
hafa kept við kaupmenn, og
miklu fremur kvatt þá til að
draga að sér vörur og boðið
þeim flutning með landssjóðs-
skipunum.
Magn. Kristjánss. staðhæfði að
vörur væri víða 25—30°/0 dýrari
hjá kaupmönnum en landsversl-
uninni, svo að það væri ekki
rétt, sem fyrirspyrjandi hefði
sagt, að vörur landsverslunar
væru dýrari. En það hafði fyr-
irspyrjandi aldrei sagt, heldur
að kaupmenn hefðu grætt meira
í skjóli landsverslunarinnar en
þeir hefðu gert ella. M. Kr. lét
þess einnig getið, að að því
mundi reka, að landsverslunin
yrði að taka alla matvælaversl-
unina í sínar hendur, vegna þess
að landinu myndi framvegis
skamtað úr hnefa.
Eggert Pálsson kvað lands-
verslunina hafa gerst of yfír-
gripsmikla og beinst i ranga
átt. Hún hefði aðallega átt að
biada sig við að draga að land-
inu þær vörur, sem þyrfti til
framleiðslunnar (kol, salt og olíu),
],ví ef það hefði verið gert, hefði
landið aldrei þurft að kvíða mat-
vælaskorti. Eu í byrjunium hefði
einmitt verið gengið fram hjá
þessum vörutegundum.
Dýrtíðarhjálpm.
Breytingariillaga er fram kom-
in frá þeim Birni JJ. Stefánssyni
og Gísla Sveinssyni við frv. um
almenna dýrtiöarhjálp á þa leið,
að bæja- og sveitastjórnum skuli
heimilað að verja 25 kr. á mana
til dýrtíðarráðstafana og »ð end-
urgreiða skuli úr landssjóði 'j6
af fyrstu 6 kr., */„ ®í upphæðin
nemur 5—10 kr., t/4 af 10—15
kr. og */, af 15—20 kr.
Fyrirspurn
tii stjórnarinnar út af sölu á saltr
og öðrum nauðsynjum^ V
iendra fiskiskipa flytja Þðir Ha"
kon Kristófersson og Pétur Otte-
sen á þessa leið:
Er það með ráði eða samþykki
landsstjórnarinnar, að útlend
fiskiskip, sem stunduðu fiskveið-
ar hér við land síðastliðna vetr-
arvertíð, hafa fengið hór salt og
• aðrar nauðsynjar til útgerðar-
innar?