Vísir - 27.05.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 27.05.1918, Blaðsíða 2
V iSlR Til minnis. Baðhúsið: Mvd. og ld. kl. 8—8. BorgarstjóraskrífBt.: kl. 10—12 og 1—8. Bæjorfógetaskrifstofan: kl. 10—12 og 1—6 Bæjargjaldkeraskriftt. kl 10—12 og 1—6 Húsaleigtmefnd: þriðjad., föstad. ki 8 nd. íslandshanki kl. 10—4. E. F. U. M. Alm. samk. aannnd. 8 sd. L F. K. R. Útl. md. kl. fi—8. Landakotsepít. Heimsóknart. ki. 11—1. LandsbaDkinn kl. 10—3. Landsbókasafn Útl. 1—3. Lándssjóður, 10—2 og 4—6. Landssíminn, v. d. 8—9, helgid. 10—8, Náttörngripasafn snnnnd. ll/,—2'/t. Pósthúsið 10—6, helgid. 10—11. Samábyrgðin 1—6. Stjórnarráðsskrifstofnrnar 10—4. Yifilsstaðahælið: Heimaóknir 12—1. Þjóðmenjasafnið, snnnnd. 121/,—l1/,. Þeim óar við -- Það er, eins og eitt stjórnar- blaðið sagði, fyrirfram ákyeðið á flokksfundum stjórnarsinna á þingi, að vandræðastjórnin skuli flitja. En einhver hrollur er kominn í þá, stjórnarliðana suma, og þess vegna eru þeir famir að kalla flokksböndin k 1 a k a- bönd flokksfylgisins. Og jafnvel Bjarna frá Vogi óar við öllum þessum ræðuböldum um ávirð- ingar stjórnarinnar. Hann hefir ekki hingað til kveinkað sér við því, að lengja þingtíðindin um eina eða tvær blaðsíður. En í fyrstu briðinni, sem gerð var að Btjórninni á þessu þingi, hélt hann sparnaðarræðu yfir séra Sigurði Stefánssyni og áminti hann um að auka ekki prent- unarkostnað þingtíðindanna um- fram það allra nauðsynlegasta og reiknaði það út, með etjórn- arreikningsaðferðinni, sem kunn «r orðin bæði af kolaræðu for- sætisráðherrans og sykurverðs- hækkunin, að ræður Vigur-klerks myndu kosta landssjóðinn 4000 kr. Bó ekki vegna þess að ræðu- höld þau myndu lengja þing- tímann. eða auka nokkurn ann- an kostnað við þinghaldið en prentunarkostnaðinn, því að Bjami vill, eins og kunnugt er, láta þingið sitja á rökstólum þangað tiL í október, eða lengur. En ekki hefir etjórnin enn lagt svo mörg eða mikilvæg viðfangs- ©fni fyrir þingmenn, að þeir á þeim tíma geti ekki komist yfir það að segja stjórninni dálítið til syndanna í bjáverkum. Nei, þeim óar við því, fylgi- iiskum stjórnarinnar, að þurfa að hlusta á þessar rökstuddu ræður um afglapa- og axarskafta- feril stjórnarinnar, sem þeir hafa ©rðið að sitja undir og „láta eins og vind um eyrun þjóta“ eins og þeir sjálfir segja. I>að hefir sem só verið á k v e ð i ð, að þær skuli „látnar inn um annað eyr- að og út um hitt“; en það er svo bætt við því að menn fái hlustarverk af þeirri umferð, Kartöfíur komu aftur með' e.s. Lagarfossi. Fást í smærri og stærri kaupum. Áreiðanlega ódýrastar í Matarverslnn Tómasar Jónssonar. Laugavegi 2. Sigurður I. íer til Borgarness á morgnn, þriðjadaginn 28. þ. m. kl. 6 árdegis. Nic. Bjarnason. Símanúmer íshússins „Heröubreið“ við Frikirkjuveg er nr. 678. einkum viðvaningarnir. Og þess vegna greiddi Bjarni frá Vogi lika atkvæði með því á dögun- um, að umræður skyldu skoraar niður um Tjörneshneyxlið. Slíku ófrjálslyndi hafa menn ekki átt að venjast af Bjarna. Og hann átti þó eftir seinni ræðuna. En ekki þýðir honum neitt að reyna að telja mönnum trú um að honum hafi gengið sparnaður til. Nei, Bjarna óaði við fram- haldinu, þó að Gísli væri stein- dauður. Honum óaði við því að þurfa að halda seinni ræðuna, þó að hann til málamynda beiddi um i orðið, vel vitandi að hann mundi ekki fá það. Og nú er verðlagsnefndarformanninum far- ið að óalikaí Hann hugsar með skelfingu til sykursins. Hann ©r líka farinn að reikna, og ©r kominn að þeirri niðurstöðu, að kostnaðurinn við verðlagsnefnd- ina sé ekkert hjá þessum gífur- lega prentkostnaði á þingtiðind- unum. Og sá var munurinn, að verðlagenefndin hafði aldrei svona hátt um sig, Hún hefir aldrei verið með neina óþarfa sýtingssemi, að minsta kosti ekki við stjórnina. — Að maður nú ekki tali um fossanefndina, sem frá upphafi hefir haft eins hljótt um sig og barn á brjósti. Er það ekkí von, að brjóst- milkinga stjórnarinnar ói við öllum þessum óróa? Str. Stjórnin og fánamálið. Af fregnum frá Banmörku hafa menn nú séð það, að fána- málið er komið i það borf, að taka á upp samninga um alt sambandsmálið á ný. Það er óneitanlega dálítið einkennilegt, að þessi fregn skuli koma þessa Ieið, því að þess hefði átt að mega vænta af þeim mönnum, sem styðja stjórn vora öflugast, að þeir væru ekki í p u k r i að undirbúa nýja sambandssamninga við Dani á bak við þjóðina. Og liggur það þó í augum uppi, að það pukur er ekki að eins frá því í þingbyrjun, heldur alla leið frá því að forsætisráðherrann kom af konungsfundi í vetur. — En, svo sem kunnugt er, þá hafa þessir máttarviðir óstjórnarinnar í landi voru ekki staðist reiðari hér fyr meir, en ef leynt hefir verið farið með eitthvað í stjórn landsins, jafnvel þó að svo hlyti að vera, eins og t. d. er bresku samningarnir voru á döfinni 1916. — Nú gera þeir ekki bresku samningana að blaðamáli, þó að allir viti, að þeir eru nú, i bönd- um óstjórnarinnar, orðnir landinu- æði mikið þungbærari en áður. 0g jafnvel eftir að það hafði vitnast, að taka átti upp sam- bandssamninga á ný í bambandi við fánamálið, var í sumum stjórnarblöðunum látið svo sem fánamálið væri að minsta kosti algerlega óháð þeim samningum, t. d. láti í Ijós undrun yfir því, bve lengi þingið hefði verið að- gerðalaust í fánamálinu, smárek- ið á eftir háttvirtum þingmönn- um, að fara nú að hreyfa því o. s. fry. VISIR. Aígrailila blaðeist i Aðalitnil 14, opin it& kí. 8—8 á hverjnm dsgi. Skrifstoía & eama stal. Sími 400. P. O. Bos 887. Ritstjórinn til viðt&li frfi kl. 2—3. P r o n t s m i fi j a u. & Langavag 4 BÍmi 188. AuglýaiBgn* veitt möttaka i Landí BtjörnnBBÍ cftir ki. 8 & kvöláin. Angiýsingaverð: 50 snr. hver c® dáiks i itssni augl, 5 anra orí’, í eMfitnglýBÍngom jaeí óbreyttn letri. Oóölr svartir, 0.98, ÍEgillJacobsen En til hvers var þetta geit? Tilgangurinn gat ekki verið annar en sá, að blekkja þjóðina. Hefði verið miklu betra að þegja algerlega um mábð, úr því að ekki þótti við eiga þegar í þing- byrjun að skýra frá því opinber- lega, að fánamálinu ætti ekki að hreyfa fyrst um sinn, fyr en séð væri hvort samkomulag gæti ekki náðst um alt sambandsmálið, eam- kvæmt ósk Dana. Ekkert var- þó eðlilegra en að slík tilraun yrði gerð, ef Danir leituðu þess, og engin ástæða til að að fara leynt með þá ráðagerð. Hitt er annað mál, bverja trú menn hafa á því að þeir samningar geti. tekist. í>að er nú sagt, að hr. Ólafur Friðriksson hafi farið utan í samráði við stjórnina, eða að minsta kosti einn ráðherrann, til þess að reyna að fá danska jafnaðarmenn til þess að styðja fánakröfu vora. — Hvað sem. því líðu, hvert traust menn bera tii þessa síðasta „sendi- herra“ laudsins, þá verður þvi ekki neitað, að aðferð sú, sem hann hefir tekið upp, að hlaupa þegar í dönsk blöð, hefir reynsfc mjög óheppileg. Af þeirri sendi- för hefir því miður ekki enn sóst annar árangur en sá, að það sem leynt alti að fara er opin- bert orðið, og að íslandsféndur meðal Dana hafa þess vegna fengið ráðrúm til þess að spilla fyrir því, að árangur gseti orðið af þessum samningaumleitunum. Hafa Berlinsliðar nú farið ham- förum í dönskum blöðum áður en þingmenn höfðu fengið næði til að átta sig á málinu, og, eggjað þá lögeggjan um að halda sem fastast fyrir okkur rétti vor- um, og má búast við að þ®r hamfarir beri nokkurn áraugur. í>á verður heldur ekki betur sóð, en að umrædd stjórnarblöð, beint af ásettu ráði, séu að egna

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.