Vísir - 30.05.1918, Blaðsíða 2
Til minms.
Baðhúsið: Mvd. og Id. ki. 8—8.
Borgarntjóraskrifst.: kl. 10—12 og 1—8.
BæjarfógotaBkrifstofan: kl. 10—12 og 1—5
Bæjargjaidkaraskrifit. kl 10—12 og 1—5
Húsalaignnofnd: þriðjud., föstnd. kl 8 #á,
Isiandabanki kl. 10—4.
K. F. U. M. Alm. lamk. snnnnd. 8 sd.
L. F. K. R. Útl. rad. kl. 6—8.
Landakotsspit. Heimsðknart. kl. 11—1.
Landsbankiun kl. 10—3.
Landsbðkasafn Útl. 1—3.
Lándssjóður, 10—2 og 4—5.
Landssíminn, v. d. 8—9, heigid. 10—8,
N&ttúrugripasafn snntsnd. I1/*—21/**
Pðsthúsið 10-6, helgid. 10—11.
Samábyrgðin 1—5.
Stjðrnarráösskrifstofnrnar 10—4.
Vífilsstaðahælið: Heimsóknir 12—1.
Þjóðmenjasafnið, sunnnd 121/*—!*/*•
Ráðherrarnir
og syknrmáls-ósannindin.
Fjármálaráðherrann var að
bera það af sér á sykurfundinum
í neðri deild Alþingis á dögun-
um, að hann hefði í biöðum eða
á mannfundum sagt ósatt eða
gefið rangar skýrslur um sykur-
verðshækkunina út um landið í
haust sem leið. Hallmælti hann
mjög blöðum þeim, Isafold og
Yísi, sem borið hefðu þetta á
stjórnina, og fyrir ýms önnur
ummæli um hana, sem hann
taldi ósæmileg og rakalaus með
öllu, og skoraði hann að lokum
á þingið að verja stjórnina gegn
slíkum áburði „með trausti sinuH.
Yísir ætlar ekki að fara að
andmæla þvi, aö þingið gefi
stjórninni traustsyfirlýsingu fyrir
frammístöðuna i syburmálinu.
Eu hann telur sér heiður að því
að hafa rieið upp gegn sykur-
verðshækkuninm, og þykist ekk-
ert hafa oftalað um það mál eða
stjórnina í sambandi við það.
]?að er nú sýnt og sannað og
viðurkent af öllum, að verðhækk-
un hafi verið óþörf, nema þá að
örlitlu leyti. Það er sömuleiðis
sýnt og sannað og játað af ráð-
herrunum sjálfum, að hækkunin
hafi verið ákveðin. án þess að
stjórnin bæri við að gera sér
nokkra grein fyrir þvi, hvort
nokkur þörf væri á henni. í>að
er ótrúlegt en satt, að stjórnin
ákvað það í algerðu hugsunar-
leysi, á mesta neyðartíma sem
lengi hefir gengið yfir betta land,
að leggja óþarfan nefskatt á
þjóðina, skatt sem numið gat alt
að hálfri miljón króna og hlaut
að koma þyngst niður á fátækl-
ingunum, þeim allra bágstödd-
ustu og bönum þeirra, og því
var réttnefndur blóðskatt-
u r.
Gegn þessu miskunnarlausa
og óheyrðu gjörræði stjórnar-
innar risu blöðin, sem fjármála-
ráðherrann er nú að áfellast fyr-
ir ástæðulausa áfellisdóma yfir
stjórninni. Og það virðist svo,
sem ráðherranum finnist það
yi§xK
Sandalag kvenna i legkjaYÍk
heldur ársfund sinn dagana 8. og 4. júní næstkomandi. Fundurinn
verður haldinn í Báruhúsinu og hefst kl. 7*/2 síðdegis, mánudag-
inn 3. júní.
Aðgang að fundinum hafa allar félagskonur í þeim félögum,
sem i Bandalaginu eru, meðan húsrúm leyfir, og eru aðgöngumið-
ar afhentir sem hér segir:
Fyrir „Hið íslenska kvenfélag" í búð frú Ingibjargar Johnson.
— „Hrínginn“ í bókaverslun ÍSafoldar.
— „Hvíta bandið“ (eldri deild) hjá frú Áslaugu Þórðardóttur,
Smiðjustíg 11.
— „Hvíta bandið" (yngri deild) i Vallarstr. 4, brauðsölub.
— „Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins11 hjá frú Kristínu Vigfús-
dóttur, Hverfisgötu 53.
— „Lestrarfélag kvenna“ í bókaverslun ísafoldar.
— „Thorvaldsensfólagið" á Basarnum.
— „Kvenréttindafólagið“ í Vallarstræti 4, brauðsölubúðinni.
Þess er óskað að' konur sæki vel fund þenna, þar eð þar munu
verða rædd mörg nauðsynleg mál, er konur varða.
STJÓRNIN.
Landsverslunin
tilkynnir hér meö, aö
verö á sieinlíml [Cementi]
er kr. 42.00 pr. tunnn
afhent frá húsi*
Laxa- og silungastengnr
til sölu.
Nokkur stykki eftir. A. V. á.
12-14 ha. mótor
*
nýr eöa lltiö notaöur
óskast til kanps nn þegar. A. v. á.
miklu ámælisverðara, ef það
sannaðist, að blöð þessi hefðu
farið vanhugsuðum prðum um
stjórnina fyrir þetta tiltæki henn-
ar, heldur en það, sem sannað er,
að stjórnin lagði þennan skatt
á alþýðu manna algerlega hugs-
unarlaust!
Verðhækkunin var feld úr gildi
aftur og skatturinn afnuminn,
það er satt. En það var fyrst
og fremst blöðunum að þakka,
Stjórnin streyttist á móti í lengstu
lög, og það jafnvel eftir að það
var sýnt með hennar eigin skýrsl-
um, að verðhæbkunin var ástæðu-
laus. Þó áð stjórnin sannfærðist
um það, að hún hefði framið
ófyrirgefanlegt glapræði, þá fanst
henni meira um það vert að
leyna því, en að bæta úr því.
Blöðin stóðu miklu ver að vígi
í þessari deilu en stjórnin. Það
hefði því verið fyrirgefanlegt, þó
að þau hefðu sagt eitthvað, sem
sí^ar reyndist rangt. Þau höfðu
enga ínnkaups- eða kostnaðar-
rúkninga í höndum. Stjórnin
þurfti ekki annað en að líta á
reikninga sína, til þess að sann-
færa sig um hvað rétt væri. En
þó er það nú öllum ljósfc orðið,
að alt sem blöðin sögðu
var rétt, en alt rangt sem
stjórnin sagði, einnig það
sem sagt var, eftir að það sanna
hlaut að vera orðið ljóst ráð-
herrunum sjálfum.
Það stoðar ekkert fyrir fjár-
málaráðherrann að neita því,
stjórnin gaf ranga skýrsiu
um verðhækkunina út um
iandið. Þó að ráðherrarnir hafi
ekki gert það sjálfir, þá kemur
það í sama stað niður. Þeir létu
mann, sem þeir báru ábyrgð á,
gefa skýrslu um málið fyrir
stjórnarinnar hönd. Það var
skylda ráðherranna að fullvissa
sig um það fyrirfram, hvort
skýrsla hans væri rétt, áður en
þeir vísuðu til hennar sem skýrslu
stjórnarinuar. Að skýrslan hafi
verið röng, það er nú viðurkent
af ráðherrunum sjálfum. Lands-
verslunarforstjórinn staðhæfði, að
sykurverðið hefði verið hækkað
út um land 19. október, en það
var að eins hækkað á aðalbirgð-
unum hér .í Reýkjavík. Það er
óskiljanlegt, að ráðherrarnir
hafi ebki vitað þetta, því að
verðhækkunin var stjórnarráð-
stöfun, sem samþykki ráðherr-
anna þurfti til (sbr. stjórnarbl.
Tímann),
En látum svo vera, að ráð-
herrarnir hafi samþykt verðhækk-
unina án þess að gera sér grein
fyrir því, hvorfc hún ætti að né
til allra sykurbirgða landsversl-
unarinnar eða að eins til birgð-
anna hér í Reykjavík. Eigi að
síður var þessi skýrsla stjórnar-
innar röng, og þegar það komst
upp, þá var full ástæða til þess
fyrir blöðin að segja að stjórnin
hefði verið staðin að því að gefa
ranga skýrslu og fara með ósann-
indi Enda var og er enn al-
ment litið svo á um alt land, að
sú staðhæfing blaðanna hafi ver-
ið fyllilega réttmæt. Og það er
enn ó s a n n a ð, að ráðherrarnir
hafi ekki frá upphafi vitað það,
sem þeir áttu að vita, en nú
vilji þeir ekki vitað hafa.
En af því að fjármálaráðherr-
ann hefir ekki, svo Vísi sé kunn-
ugt, borið á móti því, að ráð-
herrarnir hafi sagt önnur ósann-
indi á fundinum, sem haldinn
var hér í bænum um sykurmál-
ið 9. nóv. s. 1., þá verður enn
að minna hann á það, að því
hefir verið haldið fram, að stjórn-
in, og það ráðherrarnir persónu-
lega, hafi sagt það ósatt, að verð-
hækkunin hafi verið nauðsynleg