Vísir - 13.06.1918, Blaðsíða 2
A Laufásvegi 4
—■ »
eru primus- og
mótorismpa-
brennarar heins-
aðir. — Brennarar
o. fl. tílheyrandi
primusum fæst
þar eínnig.
G. Doryarðsson.
Guðm. Friðjónsson
flytur eiindi í Bárubúð á morgun (n. k. föstudag). Byrjar kl. 9
síðd. Aðgöngumiðar fást í bókaverslua ísafoldar og við inngang-
inn. Kosta fimtíu aura.
Ef þér hafið hola tönn, þá
skuluð þér brúka p 1 o m b i n og
ðentin frá
Sören Kampmann.
Sími S86.
Til míntiisi.
Baðhúsið: Mvd. og ld. ; i. 8—8
Borgarötjðraskrifst.: kl. 10—12 og 1—8.
Bæjaríögstaskrifstofan: kl. 1—5
Bæjargjaldkeraskrifst. kl 10—12 og 1—5
Húsaieigunefnd: þriðjud., föstud. klðsd.
Iilaudsbanki kl. 10—4.
K. F. U. M. Alm. #amk. snBaud. 8 ad.
L. F. K. R. Útl. md. kl. 6—8.
Landakotsepít. Heimsðknart. ki. 11—1.
Landsbankinn kl. 10—8.
Landsbðkasafn Útl. 1—3.
Lándssjóður, 10—2 og 4—5.
Laudssíminn, v. d. 8—9, belgid. 10—8,
Náttúrugripasaín eunnnd. l'/«—2'/v
Pósthúsið 10—6, helgid. 10—11.
Samábyrgðin 1—5.
StjðrnarráðSBkrifstofnrnar 10—4.
Vifilsstaðahælið: Heimsðknir 12—1.
Þjððmenjasafnið, sunnud. 121/,—1*/*.
Vístr er eista og besta
dagblað landsins.
Tvöfalt
innflstningsbann.
I gær birtist reglugerð frá
stjórnarráðinu um innflutning á
vörum. Þar er svo fyrirmælt,
„að engar vörur má flytja hing-
að til lands frá útlöndum nema
til þess sé fengið leyfi innflutn-
ingsnefndar þeirrar, er skipuð
var 8. þ.m.“ Og skulu þeir, sem
vörur flytja til landsins, skuld-
binda sig til að afhenda ínn-
flutningsnefnd eftirrit áfhverjum
vörureikningi jafnskjótt og vör-
urnar koma.
En til hvers er þá innflutnings-
bann M. Torfas. ? Yar forsætis-
ráðherranum ekki kunnugt um
það, þegar hann var að fagna
því frumvarpi í Ed. á dögunum,
að stjórnarráðið ætlaði að banna
inuflutning á öllum vörum með
reglugerð, samkv. heimild laga
nr. 6, 8. febr. f. á. og að reglu-
gerðin var þegar samin ? Eða
er þessi reglugerð stjórnarinn-
ar lögleysa að svo komnu, með-
an frumvarp Magnúsar er ekki
orðið að lögum?
Máske forsætisráðherrann hafi
líka verið svona þakklátur Magn-
úsi fyrir frumvarpið vegna þess,
að hann (Magnús) mælir svo
fyrir, að innfiutningsleyfis skuli
leitað hjá stjórninni, en þá verður
það vald flutt aftur til stjórnar-
innar, sem bún hefir getið inn-
iiutningsnefndinni með reglugerð-
inni og stjórnin þá raunar gerð
ómyndug [að þeirri ráðstöfun!
Máske líka að forsætisráðherr-
anum hafi bara fundist svo mik-
ið til um það hagræði sem
mönnum væri gert, ef það skyldi
nú að lokum verða litið svo á,
að innliutningsleyti verði að fá
bæði hjá stjórn og nefnd. Það
yrði þá dálítið líkt því sem áð-
ur var í Ameríki!
Frá Alþingi
í gær var 2. umræðu um dýr-
tiðarhjálpafrv. haldið áfram í
efri deild og fóru svo leikar, að
breytingartill. bjargráðanefndar
voru feldar með 7 : 7 atkv. og
frumvarpinu síðan vísað til 3.
umræðu íneð 9 atkv.
í neðri deild urðu miklar um-
ræður um eftirlaun Björns Krist-
jánssonar. Hafði efrí deild breytt
frv. þannig, að eftirlaunin voru
bundin við það, að bankastjórinn
segði af sér frá l.júlí. Allsherjar-
nefnd Nd. leit svo á, að það
ætti ekki að koma til þingsins
kasta að hafa þannig afskifti af
pví, hvenær starfsmenn fengju
lausn frá embættum, og lagði
því til að frv. yrði breytt aftur
í það horf, sem áður var. En
þeir f ossanefndarmennirnir, Bjarni
og Sveinn, voru á öðru máli og
töluðu báðir ákaft á • móti breyt-
ingunni. Þó fóru svo leikar, að
breytingin var samþykt með
13 : 11 atkv. og frumv. afgreitt
þannig aftur til Ed.
Knattspyrnumótið.
Frani sigrar Val með 2 :1.
Þeim, sem þekkja Val, kom
það ekkert é óvart, þrátt fyrir
hrakfarir hans fyrir Vikingi um
daginn, að hann stóð sig ágæt-
lega í gær í kappleiknum við
Frammenn hina fræknu, og það
því síður, sem Jón Guðmundsson
var kominn á sinn stað í fram-
sóknarliðinu. Og auðséð var að
vinum Vals hafði ekki fallið all-
ur ketill i eld, því að þeir voru
fjölmennir mjög meðal áhorfend-
enda, og lét allhátt í þeim með
köflum, er beir voru að eggja
lið sitt til sóknar. Og undir tók
í Esjunni, þegar knötturinn,
snemma i í'yrri hálfleiknum, hent-
ist í mark Frammanna. En það
vildi þannig til, að Clausen
„back“ sparkaði honum sjálfur í
sitt eigið mark, af því að hann
gat ekki unt fjandmönnum sín-
um heiðursins af því. Eftir það
var sóknin jöfn á báða bóga, en
vinum Frammanna þóttu þeir
linir og voru óvanalega hljóðir
¥ t S 1. R.
Algraiiiiit bíaislag i A.4-.*.síí>>í
í4, opia irk fel. 8—8 á bvarjus dagi .
Skriístoía & aams. staS.
Sími 400. P. 0. Bax 887,
Ritstjðrias til viátais írá k). 2—S.
PreatsBsiSjan 4 Lftngavas
simi 138.
Angiyssagara ?«itt osött&ks 1 Lro&'
stjörnaaas eftir kl. 8 £ k'föSdia,
AagifsiBgs,Yorð: 50 aTir. hv<sr oas
dáikjí i rtæscd 'aagl. 5 sara orú,. í
ssiásngjýsingosa moé öbesYftiiíjletei.
Silki-
Golftreyjup,
i
stórn nrvarli
ÍEgillJacobsen
og þungt hugsandi um það, hverju
þeir ættu um að kenna, e f Fram
t a p a ð i. En til þess kom ekki,
og alt í einu vöknuðu þeir við
hvell mikinn, er knötturinn skall
á stöngina yfir marki Vals og
af henni niður í markið. Stefáu
rétti upp hendurnar og hoppaði
hálfa hæð sína í loft upp, svona
til málamynda, en það var ómögu-
legt að bjarga því og endaði
fyrri hálfleikurinn því sem jafn-
tefli.
í síðari hálfleiknum var sóku-
in enn jöfn, og þó grimmari
miklu af beggja hálfu, einkum
er á leið, og það svo grimm af
hálfu Frammanna, að Valur fekk
hvert „frísparkið" á fætur öðru.
Eu aldrei tókst þeim þó að koma
knettinum í markið, og gekk
svo lengi að hvorugur vanu á
öðrum. Oftar febk þó markmað-
ur Vals tækifæri til að sýna fim-
leik sinn en embættiebróðir hans
hinumegin, og loks fór svo aftur
að hanu hrökk ekki til, og Frið-
þjófur sparkaði kuettinum í mark
af því heljar afli. sem enginu
mannlegur máttur gat í móti
staðið og var það heppni Stefáns
að hann varð ekki fyrir í það
sinn. En skömmu síðar, er Frið-
þjófur ætlaði að leika sama leik-
inn aftur, var hepniu aftur með
Stefáni og varð hann fyrri til að
sparka í knöttinn og fót Frið-
þjófs um leið, svo að hann féll
óvígur fyrir og gekk úr leiknum.
Var nú sverðið slegið úr hendí
Frammanna, en skjöldinn höíðu
þeir eítir. Og hvernig sem Vals-
menn hömuðust, þá tókst þeim
þó ekki að koma knettinum í
mark í þetta eina sinn sem þurftí
til að jafutefli yrði aftur og fór
Fram því enn einu sinni af vell-
inum sigri hrósandi, þó að litlu
munaði í þetta sinn.