Vísir - 18.06.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 18.06.1918, Blaðsíða 3
fci§JE væntir þess af hverjum manni, að hann geri skyldu sína“. Eins kvað hann mínninguna um störf Jóns Sigurðssonar og ættjarást hrópa nú tii hvers einasta íslend- ings: „ísland væntir þess að allir synir þess og dætur geri nú skyldu sína“. Þá gætumvér örugg litið til komandi tima og haft örugga von um, að geta lagt sigursveig á leiði Jóns Sig- urðssonar á þessum degi að ári sem frjálsir menn í fullvalda ríki, frjálsir menn, sem staðist hefðu ©ldraunir heimsstyrjaldarinnar með ósórplægni þreki og þol- gæði“. Að ræðuDni lokinni gekk for- seti sameinaðs þings, Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti, inn í kirkjugarðinn og lagði blómsveig á leiði Jóns Sigurðssoar en lúðra- sveitin lék „Ó guð vors lands“. Siðan var förinni haldið áfrám suður á íþróttavöll og hófust þar brátt ræðuhöld á ný. Sigurjón Pótursson kaupmaður bauð menn velkomna á völlinn og „setti“ hátíðina. Þá tók til máls, Guð- mundur Finnbogason prófessor og mælti fyrir minni íþrótta- manna. Benedikt Sveinsson al- þingismaður kvatti menn til að halda fast saman um sjálfstæð- iskröfurnar en Sigurður Guðm- mundsson mælti fyrir minni ís- lands. Hófust síðan fimleikar og því næst glimur og fór hvorttveggja afbragðs vel úr hendi. Síðan kann Yísir söguna ekki lengri og þakkar jþróttamönnum fyrir daginn. Hf. Eimskipafélag Islands. Aðalfundur Hlutafélagsins Einiskipafélags íslauds verður hald- inn i Iðnaðarmannahúsinu lau'gardaginn 22. júní 1918, og hefst kl. 12 á hádegi. ID£tg:s]s.rá: 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári og frá starfs- tilhöguninni á yfirstandandi ári og ástæðum fyrir henni og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. desember 1917 og efnahagsreikning með athuga- semdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoð- endum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiftingu ársarðsins. 3. Tillögur um lagabreytingar. 4. Kosning 4 manna í stjórn félagsins í stað þeirra, sem úr ganga samkv. félagslögunum. 5. Kosinn endurskoðandi í stað þess er frá fer, og einn varaendurskoðandi. 6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnum mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngomiðar að faudin- om verða afhentir hlnthöfnm og umboðsmönnum hlnthafa i Bárnhúsinn niðri, dagana 18., 19. og 20. þ. m. kl. 1—5 siðdegis. Rétt til að sækja fundi félagsins hafa þeir éinir, sem staðið hafa sem hluthafar á félagsskránni 10 daga næstu áður en fundurinn er haldinn (sbr. io. gr. félagslaganna). Menn eru vinsamlega beðnir að biðja nm að- göngnmiða fyrstu dagana sem afhendingin fer fram. Reykjavík, 15. júní 1918. Fólagsstjörnin. 195 ■sínu. „Þetta er undarlegt æfintýri — finst yður það ekki? Veslings Xenía systir mín befir gengið í gildruna og þa'ðan verðum við einhvern veginn að ná henni, svo að lítið beri á. Keisara-ættin er þegar orðin fyrir nógum óþægindum út af þessu, eins og eg býst við að þér munuð vita, en það er bót i máli, að hún á sér tryggan og trýilyndan vin, þar sem þér eruð.“ „Eg er reiðubúinn, herra prins, að láta bverja j)á hjálp i té, sem mér er mögulegt/' sagði eg. „En sannast að segja, þá botna eg ekki lifandi vitund í þessu.“ „Sama er um okkur að segja — við erum litlu nær en þér eruð,“ sagði hann um leið og við fórum hjá gömlu helgiskrini, er var reist á statirum. Brann þar rautt ljós nætur og daga frammi fyrir gömlu Maríu-líkneski, er málaö var blátt og hvítt. Var það venja fiskimanna að skreyta það nýtíndum blóm- um á viku hverri. „Hvaða höll var það, sem við fórum úr áðán?“ spurði eg. „Hún er eign Alberts erkihertoga, frænda míns, en hann kemur þangað aldrei að heita nrá. Hann dvelur lengstmn í Madríd,“ svaraði prinsinri. Eg reyndi einnig að komast fyrir jtað hjá honum, hver ungi maðurinn hefði verið, sem týnt hafði lífi sínu i Argyllgötu, en annaö- ’William le Queux: Leynifclagið. 196 hvort var honum alls ókunnugt um það eða þá að hann vildi ekki segja mér það. „Viö erum öll bundin þagnarlieiti, læknir minn,“ sagði hann, „og þess vegna fæst: eng- inn til aö segja yður neitt. Eg get ekki gengib á heit mitt og þykir það leitt, því að þér ætt- uð það skilið öllum öðrum fremur, eða vera gerður a trúnaðarmanni okkar.“ Innan skamms nálguðuinst við lágar og grasklæddar víggirðingar, fórum langt og mjótt siki á enda og stigum ])á báðir á land við Mestre, sem var lítið þorp og nauöa ó- ásjálegt. Gegnt lendingarstaðnum sáum viö hvar vagnbyrgi stóö. Gengum við þar inn og beið okkar j>ar stór og öflugur vélarvagn, grár aö lit og aö öllu vel út búinn, en hjá lionum stóö ungur og hvatlegur vagnstjóri í þykkum yfirfrakka. Byrgiseigandinn lieilsaði okkur kurteislega og spurði livort við hefðum pantað vagninn í sítua. „Já,“ svaraði prins.inn, „og eg vona, að jrað sé sæmilegur vagn, því að eg ætla að stýra honum sjálfur og verö í burtu viku eöa hálfs . mánaðar tíma ef svo vill verkast.“ Tók bann ])vi næst allmikið fé úr pyngju sinni og galt manninum og fékk kvittun fyrir. „Hana ])á!“ sagöi hann á ensku, er hann hafði linept að sér ferðafrakkanum, sett upp 197 ökuhanskana og tekið sér sæti við stýrishjól- ið. „Verið þér nú sælir, læknir minn, og eg vona að við sjáumst bráðum aftur. Eg verð líklega kominn'til Mílanó í fyrra málið og þaðan fer eg — ja, það má annars hamingjau vita hvert eg lendi,“ sagöi hann hlæjandi. Elann tók vingjarnlega í hönd mér að skiln- aði og þaut út í myrkrið yfir á Padúaveginn, en vagnljósin hurfu þegar sjónum. Eg leit á úriö og sá, að klukkan var faria aö ganga tiu. í þorpinu var alt kyrt og hljótt þetta kalda og dimma vetrarkvöld, en síðan var mér visað á lítið og óhreinlegt veitinga- hús, sem mér var sagt aö væri „ítalíustjarn- an.“ Voru þar fyrir allmargir sveitamenn og þorpsbúar, er reyktu i ákafa daunilla vindla og töluöu saman á Feneyjamállýsku. Þeir gláptu allir á mig eins og tröll á heið- ríkju, en eg tók mér sæti, bað um kaffibolla kveikti méf í vindlingi, tók gamalt fréttablað upp úr vasa mínum og lést fara aö lesa það og beið síöan þolinmóðlega. Vissulega hafði þetta kvöld veriö viðburða-r rikt. Mig hafði að vísu einhvern veginn grunað það, að Xenia væri af góðu bergi brotin, en aldrei hafði mér komið til hugar, að hún væri komtngborin eða þá hitt, aö Janeskó kapteinn, kátur og kompánlegur, væri í raun og veru Lúðvík prins frá Austurríki, en nafns

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.