Vísir - 03.07.1918, Blaðsíða 4

Vísir - 03.07.1918, Blaðsíða 4
y i § i r Nénette og Rintintin Svo heita verndargripir, sem flölmargir Parísarbúar bera á sér. í>að er sagt frá því í ensku blaði, að þessum verndargripum sé það mikið að þakka, hve vel alþýða manna í Parisarborg hafi borið sig, síðan Þjóðverjar tóku að skjóta á borgina. Nénette og Rintintin eru smá- brúður úr ull, drengur og stúlka, allavega litar. Og þeim, sem þær bera á sér, á að stafa minni hætta aí sprengikúlunum, sem á borg- inni dynja. Þó að fallbyssurnar drynji i fjarska, þá er hveijum xnanni óhætt hvar sem er í Paris, ef hann hefir þessar brúður á sér. Þegar ioftárás er gerð að næturlagi, festa stúlkurnar þær í náttkjólinn sinn og fara hvergi smeykar niður í kjallarann og láta sem þeim sé nú með öllu óhætt. Og svo tala menn saman og halda hrókaræður, í gamni og alvöru, um Nénette og Rin- tintin og gleyma alveg skothríð Þjóðverja. Auðvitað er þetta heimska, segir enska blaðið, en það er heimska, sam enginn skyldi hlæja að. Þegar saga Parísarborgar érið 1918 verður skrifuð, þá verður þeim ekki gleymt, Nén- ette og Rintintin, eða þessari ,brjálsemi“ fólksins, sem gerði þúsundir ungra stúlkna hug- rakkar i hættunni og vakti’gleð- skap i hverjum krók og kima. Og Nénette og Rintintin vinna þarft verk með því að verja Parísarbúa fyrir því að æðrast. ffitt og þetta. Belgar. Samkvæmt opinberum skýrsl- um eru nú um 170 þús. Belgar í breska ríkinu. ÍLundúnumeru nm 60 þús. Um 80 af hundraði þessara manna stunda alskonar vinnu. 40 þúsundir vinna að hergagnafrgmleiðslu en 30 þús. hafa gefið sig fram til herþjón- ustu. Barnafæðingar i Lnndúnnm. Vikuna 2.-9. júni fæddust 1161 barn í Lundúnum og er það lægsta fæðingatala á viku siðan ófriðurinn hófst. í sömu viku 1914 fæddust 2290 börn, 2340:1918 og 2701:1910. Til eflinga sönglistinni hafa háskólanum í Wales ver- ið gefin 10 þús. pund sterling með samskotum. Er það tilgang- urínn að stofnuð verði sérstök eonglistardeild við háskólann. KveBSððnll til sölu á Klapparstig 1. Uppl. milli kl. 2—4. Laukur, Kartöflur, Appelsinur, Citronur, Bananar nýkomið i Liverpool « »fa tlt tlt ifa tfa >Lr ..vfa 1 l Bæjarfróttir. Afmæli í dag. Guöfinna Guönadóttir, hfr. Ottó W. Ólafsson, trésm. Ásgeir Eyþórsson, versl.m. Hallbjörn Halldórsson, prentari. Hafliö'i Helgason, prentari. Dómhildur Ásgrímsdóttir, hfr. Oddný Einarsdóttir, ekkja. Salvör Guömundsdóttir, hfr. Guörún Helgadóttir, hfr. Þorsteinn Ó. Briem, prestur. Felix Guömundsson, verkstj. Ásta Árnadóttir, málari. Halldór Stefánsson, læknir. Björn Benediktsson, prentari. Guöm. Kr. Guöjónsson, versl.m. 15020 manns voru hér í bænum samkvæmt manntali í lok síöasta árs. Síra Friðrik Friðriksson ætlar a‘S halda fyrirlestur í husi K. F. U. M. í kvöld um rnaur- flugur, sbr. augl. Enskur botnvörpungur, sem hingað kom í gær, strandaSi í nótt á útsiglingu skarnt frá Ak- urey. Var björgunarskipi‘ö Geir a‘S reyna að ná honum út í morgun, en þeirri tilraun ekki lokiö, er Vísir vissi síðast til. Að gefnu tilefni skal það teki'ð fram, að höfund- nr greinanna um viöskifti forsætis- ráðherrans og H. N. Andersens er ekki þingmaður. Botnia kom til Khafnar á laúgardags- morguninn. 14 bifreiðar kom Gullfoss meö frá Ameríku. . ' v Gömul stígvél ágæt í síld, fást hjá F. Eirikssyni Hverfisgötu 43 Nýkomið: Tanskór (gnmmisólar), Strigaskór, Leikfimisskór, Tnristaskór, Brúnir skór. Vöruhnsið. ?ÍTRT66INGAR A. V. T u 1 i n i u s. Brunatryggingar, sæ- og stríðsvátryggingar. BókhlöSustíg 8. — Talsími 254. Skrifstofutími kl. 10-ix og 12-2. HÚSNÆÐI 1 Ibúð, 2=3 herbergi óskast 1. okt. Þorst. Sigurgeirsson hjá Timbur- og kolaversl. Símar 238 og 58 [436 Til leigu berbergi með rúmum fyrir ferðafólk á Hverfisgötu 30. [20 íbúð, 2 herbergi og |aðgang að eldhúsi, óska barnlaus hjón eftir, 1. okt. A. v. á. [16 2 einhleypar stúlkur óska eftir herbergi. A.v.á. [39 íbúð 2—3 herbergi og eldhús óskast 1. okt. A.v.á. [44 LEIGA Geymsluskúr til leigu. A.v.á. [52 [~p~;n7i71 Úr með úliðsbandi hefir tap- ast hjá Varmá á sunnudaginn. Skilist á Laugav. 2. [20 Herrahringur með hálf demant merktur „H.L.“ „I.L.“ beggja megin við steininn, hefir tapast á Vesturgötunni. Skilistá Vestur- götu 17 uppi. [38 Peningabudda með peningum hefir tapast á Vesturgötu. Skil- ist gegn fundarl. A.v.á. [43 Lindarpenni tapaðist í gær. Skilist gegn fnnarl. i Félags- prentsmiðjuna. [55 Fundist hefir peningabudda. Réttur eigandi vitji á Laugaveg 12. [46 ístöð, beislisstangir, beislis- keðjur og munnjárn (í stóru úr- vali), baktöskur, handtöskur, ferðakistur vaðsekkir o.m.fl. ný- komið í söðlasmíðabúðina, Lauga- veg 18 B. Sími 646. [53 Velverkaðar þorskhausakinnar ásamt trosi til sölu á Smiðjustíg 7. [51 Ný ensk tromma til sölu. A. v.á. [46 Hús til sölu laust til íbúðar 1. okt. A.v.á. [50 Barnavagn til sölu á Vita- stíg 13 eða í skiftum fyrir kerru [41 Ung stúlka, vön heyvinnu, óskast í sumar upp í Borgar- fjörð- A.v.á. [8 Sláttumaður óskar eftir akk- orðslætti þessa viku 0g næstu. Uppl. í síma 737A. [23 Stúlka óskast 1 sumarvist. Hátt kaup. Uppl. Njálsg. 20. [27 2 kaupakonur óskast á gott sveitaheimili. Uppi. á Laugav. 8. [32 14 ára gamlan dreng vantár til snúninga og keyrslu. Uppl. í bakaríinu á Hverfisgötu 72. [40 Stúlka óskast í vist strax til Alice Sigurðsson Þingholtsstr. 12 [49 Stúlka óskast í vist strax yfir lengri eða skemri tíma. Uppl. Ránargötu 29 A. [37 Stálpuð telpa óskast til að gæta barns um tveggja mánaða tíma. Hátt kaup! A.v.á. [42 Unglingsstúlka 14 —16 ára óskast til morgunverka. Uppl. gefur Johanne L. Hansen, Banka- stræti 14. [45 Drengur 12—14 ára óskast í sveit á gott heimili, Uppl. í búðinni Bergstaðastr. 29. Mag- nús Sæmundsson, kaupm. [47 Kaupakona og kaupamann. vantar á gott heimili í Borgar- firði. Uppl. Bergstaðastr. 19 hjá Guðm. Jónssyni skósmið. [48 Unglingsstúlka úr sveit, sem ætlar að vera hér á kvennaskól- anum næsta vetur, óskar eftir að fá fæði og húsnæði á góðu heimili, gegn því að vinna þar jafnmarga mánuði, að skólanum loknum. Uppl. kl. 4 — 7 e.h. á Lindarg. 5 (uppi). [54 Félagsprcntamsfijan. >•

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.