Vísir - 20.10.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 20.10.1918, Blaðsíða 2
VÍSIR Verzl „Goðafoss” N ý b o m i ð: Colgatés-Slieggs^pa An dllts-orem — Tannpasta Bay-Rnm. Vezl. ,Goðafoss” hefir fengið: Crep-pappír — Hillnpappír "W. O. pappír Svampar é% ls.r. 1,25, stórt úrvai. Til sölu er vélbátur f á g æ t u standica. 9 smálestir, með 8 hesta Alphavél (2 cyl.) bygður 1906 úr eik og furu, ný endurbættur Veiðarfæri fylgja ef óskað er. Uppl. gefur Vald. Erlendsson Amtmannsstlg 4, kl. B—7 daglega. eða Stefán Gnðmnndsson, Hóium í Dýrafirði. Nýkomið: Fyrir karlmenn Regnkápnr Rykfrakkar Peysur Nærföt Manchetskyrtnr hv. og misl, Fiibbar linir og harðir. Gúmmí-flibbar Sokkar Húfnr og treflar Regnhlífar Göngustafir og margt fleira. Best að vesla í f atabúðinni Sfmi 269. Hafnarstr. 16. Friðnrinn og sambandsmðlið. Herra ritstjóri! Viljið þér gera svo vel og birta eftirfarandi. Blað yðar er svo gætið, að mér finst það eiga einna best heima þar. Þykir yður ekki eins og mér, sambandsmálið vera rætt í skrítn- um tón? Eg læt sjálfur sam- bandsmálið afskiftalaust, mér finst það nefnilega vera verk stjórn- málamannanna, þeirra pólitísku „fagmanna“, að leiða það til lykta; við hinir megum ekbi trufla þá á meðan. En nú kem- ur það á daginn, að andstæð- ingar frumvarpsins, telja hina, sem með því eru, varmenni og fanta og lýsa því í skrifum sín- um um málið með óþrifnum orðum. Eg skil vel báða parta. Sam- bandslagamenn taka frumvarp- inu af því að þeir með köldu og rólegu byggjuviti sjá land- inn laglegan slag á borði, en andstæðingunum ræður tilfinn- ingin, sem vitanlega er afar virðingarverð, en léleg undir- staða undir viturlegri framkomu þó stundum lánist; og ekki verð- ur þeim brugðið um varmensku af þeirri ástæðu, þó það sé handhæg og billeg „röksemd11, enda hafa sambandslagamenn hvergi gripið til hennar Mór gremst þetta, þv{ eg vil að málið só rætt rólega og kalt, eins og sæmir, en ekki með þessum fjósamenskubrag, sem andstæðingar málsins hafa uppi. Að vísu kemur hann opt kát- broslega fyrir, eins og t. d. þeg- ar í sama dálki 6. tbl. Einars Þveræings er því lýst yfir, að ritstjórinn vilji engann mann á- reita eða bregða um illarhvatir, og neðar í sama dátki ber hann svik á einn af aðal forvígismönn- um sambandslaganna. Þetta er bæði hlægilegt og grátlegt, en áreiðanlega ilt til afspurnar. I inst yður ekki líka ? Eu það sem eg vildi sagt hafa kemur til af orðum „Kjósauda11 í ofannefndu tbl. „Einars Þver- æings“, um hlutleysi vort í ófriði þeim, sem nú stendur og friðn- um. Myndin sem hann bregður upp af hlutleysinu er þessi: Dan- ir lenda i ófriðnum i bandalagi við Þjóðverja, en við fáum við- urkenningu bandamanna fyrir fánanum og þar með séum við úr allri hættu. Ja! væri það svona einfalt, þá væri það alt gott. En hvað segðu Danir? Heldur bann að þeir viðurkendu, og heldur hann að Þjóðverjar myndu viðurkenna í öþökk Dana, ef þeir væru bandamenn? Væri ekki sennilegra að þeir skoðuðu þáð sem óvinsamlegt bragð og teldu oss í flokki bandamanna og skip vor? Hvar stæðum vér þá? En ef Danir lentu í ófriðn- um bandamannamegin, hvaðþá? Það nefnir Kjósandi ekki, eins og það gæti ekki komið fyrir. Þá riði oss á að fá Þjóðverja til að viðurkenna hlutleysi vort og fána, svo skipum vorum væri ó- hætt, sem bandamenn og Danir vitanlega myndu koma í veg fyrir að tækist með því að hindra oss frá sambandi við Þjóðverja. En segjum svo, að það tækist. Mundu þá ekki Danir og banda- menn skoða það sem óvinar- bragð og hegða sér eftir því? Nema hvað? Og alt kæmi þá í sama stað niður. Þvl vitanlegt er af þessu, að engin leið er oss til bjargar, ef sambandsþjóð vor lendir í ófriði, nema að fyrir- fram sé oss trygt, að vér séum henni alveg óbundnir um slíkt, og getum farið ferða vorra jafn- hlutlausir fyrir því, undir vorum eigin hlutlausa fána. Og í tilbót segir Kjósandi, að þó slíkra trygginga hefði verið þörf — sem aldrei hafi verið — þá sé hún nú horfin „eins og ófriðn- um er nú komið". Þetta kalla eg að selja feldinn áður en björn- inn er unninn, því þótt friðar- blika sé nú, getur hún brugðist, enda hefir svo orðið fyr en að þessu sinni, og annar ófriður gæti risið, jafnvel þegar að þess- um loknum. Eu mér finst það mjög rangt, að bregða upp jafn- rangri mynd af jafnþýðingarmiklu atriði fyrir þjóðina. í þeim til- gangi, að fá hana til að greiða atkvæði á móti lögum, sem tryggja hana gegn óþægindum á þessu sviði, þótt Kjósanda sé fall sambaudsiaganna bjartfólgið alvörumál og það af bestu hvöt- um. Þökk fyrir rúmið. Annar kjósandi. Stjórnin og fullveldið. Það er sagt, að forsætisráð- herrann 'gangi á milli trúnað- armanna sinna þessa dagana og spyrji þá, hvort þeir mnni ekki eftir einhverju, sem þurfi að breyta, „þegar við erum orðnir fullválda“. Ráðherrann ætti, eftir vandlega yfirvegun og nákvæman saman- burð á Tjörneshneyksli atvinnu- málaráðherrans, Öskjuhlíðarfarg- ani fjármálaráðherrans, sykur- hneyksli þeirra beggja og kjöt- hneyksli yfirráðherrans, og með hæfilegu tilliti til allra samá- byrgðarskakkafalla landsverslun- arinnar, að leggja fyrir sjálfan sig og 'samverkamenn sína þá samviskuspurningu, hvort ekki mundi „eftir atvikum“ eiga veL við að gera einhverja breytingu í stjórnarráðiuu, „þegar við erum. orðnir fullvalda11. Sparningar. Yill Vísir gera svo vel og taka eftirfarandi spurningar til birt- ingar og athugunar. Hvað líður nefndinni (velferð- arnefnd hét hún víst, — en hvað meira man eg uú ekki), sem bæjar stjórnin skipaði í fyrrá, og átti að leiðbeina fólkinu um samsetn- ing og nýting matvæla í dýrtíð- inni ? Er hún sofnuð svefninum langa ? Eða hefir hún aldrei vakn- að ? Það virðast þó einmitt nú þeir timar hér í bæ, að hún gæti haft eitthvað þarft og leiðbein- andi að segja. Það eru mjólkurdýrtíðin og mjólkurvandræðin, sem sverfa svo að fólki, að mjög ískyggilegt er útlitið. Er ekki þörf á og bryn nauðsyn, að ^eiðbeina fólki nú þegar ógjörningur er að nota mjólk til matar fyrir óhemju dýr- leika á henni, en áreiðanlega hægt að gera fæðuna notalega, þó að lítil eða engin mjólk sé, ef vel er matreitt og haganlega bland- að saman fæðutegundum, og þarf ekki að vera líkt því eins dýrt eins og ef notuð er mjólk til muna. í sumum útlendum blöðum, er birt matarskrá yfir hvern viku- dag; ódýr og sæmilega góður matur. Mundi ekki svipað geta komið að notum hér? Mundu blöðin ekki góðfúslega vilja gera það einstöku sinnum, að flytja þaunig lagaðar leiðbeiningar, ef þau væru beðin? Til eru þau dæmi, að hafra- mjölsseyði hefir verið notað handa börnum og lösnu fólki, sem ekki hefir getað fengið mjólk að mun og hefir reynst mjög holt og nær- andi. Ekki er víst að allar fá- tæku konurnar, sem ekki geta keypt þessa dýru mjólk handa börnum sínum, viti um þetta ódýra næringarefni, eða gái að, að gefa börnunum það. Svo er máske eittvað annað ennþá betra handa börnum og lösnu fólki, sem læknarnir og efnafræðing- arnir vissu um og vildu þá vera svo alþýðlegir og góðir, að gefa bendingar um það. Kona. Aths. Blöðin myndu vafalaust öll fús til þess að birta leiðbeiningar í þát átt, sem hér er um að ræða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.