Vísir - 21.10.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 21.10.1918, Blaðsíða 2
VÍSIR j T»' r (lítiö brúkað) fæst keypt með tækifærisverði nHíPlí I lflílfl samr® er a^ur en ®otn,a ^er- 11U.UU ijijóðfœraJbnísið gefur upplýsingar. Tau-skör mjög hentugir inniskór, seljast með allar stærðir kjá Jes Zimsen. Litla búðin kími 529 — er nógu stór íyrir alla — Cigarettur, 40 tegundir — Enskar — Amerískar — Tyrkneskar — Egypskar Vindlar, danskir, 30 tegundir, gamlar og yelþektar Chokoladé, Danskt Amerikanskt Munntóbak (B. B.) Confelít 30 tegundir, ótiýrar. Dökkjarpur hestur vel stór, 6 vetra, (óvíst um mark) i góðum holdum, fax- og tagl- prúður, gamaljárnaður, klárgeng- ur, tapaðist nýlega úr Lauga- landi. Finnandi beðinn skila 1 Laugaland eða gera undirrituð- um aðvart. Páll Ólafsson, Crettisgötu 2. Eldsvoði i Víðinesi. Eldur kom upp í Víðinesi, hér inni i vogunum, fyrir helgina, og brann þar eldhús og fjós til kaldra kola. Tvær kýr köfnuðu í fjósinu og allur vetrarforði bóndans af eldiviði hafði brunnið. Bóndinn á Víðinesi heitir Sig- urður Einarsson, Mótekja bæjarins nú og í fyrra. Mikiö hefir veriö talaö og skrif- aö um mótekju bæjarins í fyrra, og meginiö af því af litlu viti eöa sanngirni, og enn viröist fólkiö ekki hafa fengið nóg af að ausa úr sér fávisku og gífuryrðum þar að lútandi. Eg hefi nú látið mér alt þetta umtal í léttu rúmi liggja og ekki virt það svars, en nú fyrir stuttu voru á bæjarstjórnarfundi viðhöfö um þaö svo óviðurkvæmileg orð, sérsaklega af einum bæjarfulltrúa, að í þetta skifti ætla eg að láta til mín heyra, meðal annars af því, aö ummæli þau, er þar voru viö höfð, snertu fleiri en mig einan. Af því að þaö, sem sagt hefix verið um mótekju bæjarins i sum- ar, hefir stutt mjög aö því aö kasta skugga á sömu starfsemi í fyrra, ætla eg aö leyfa mér aö gera dálítinn samanburö á fyrir- komulagi og aöstööu og lofa svo sanngjörnum mönnum meö heil- brigöri skynsemi að dæma um mis- muninn og hvort óeðlilegt sé, þótt annar hafi nú orðið árangurinn, og hvort það sé nokkurt dásam- legt kraftaverk, sem nota beri til aö ausa saklausa menn auri. í fyrravot í maí var byrjað aö vinna inni í Kringlumýri, þá var mýrin eitt forarfen, maöur óö leir- inn og vatnið upp undir hné, mýr- in öll þýfö, enginn fráræsluskurð- ur klaki í jöröu. Þaö var byrjað á því að taka einn stórann og djúp- ann fráræsluskurð, og held eg aö öllum, er*á staðinn komu, hafi þá þegar verið ljóst, aö afar-miklu fé yröi aö verja til undirbúnings; en tíminn var naumur, og þvi urðu framkvæmdir á mótekju fyrir bæ- inn að gerast samhliða undirbún- ingi verksins, samkvæmt ákvörö- un bæjarstjórnar, um aö taka þá þegar upp svo mikið af mó, án tillits til örðugleikanna, sem öll- um var ljóst, aö voru miklir og margir. Það var ákveðið aö nota afar- rnargt fólk og að leyfa fólki að borga mó meö vinnu barna og gamalmenna, sem annara, fólkinu leyft að vinna hálfa daga eða jafn- vel stund úr degi. Þegar svo til vinnunnar kom, með afar-margt yg misjafnt fólk, reyndist öll að- staöa enn öröugri en maöur hafði búist viö. T. d. í fráræsluskurðin- utn, sem mest af mónum var tekið upp úr í fyrra, af skiljanlegum á- stæðum, varð fólkið aö standa í vatni upp fyrir hné og veiða mó- inn þar upp úr. 1 Vélar voru keyptar og með þeirn unnið, og í tilefni af því að einn bæjarfulltrúi lét þess getið á um- ræddum bæjarstjórnarfundi, að í fyrra hefði fólkið ekki komist á lag með aö nota þær, þá verð eg aö lýsa því yfir, aö þetta er alveg rangt. Vélarnar voru notaðar af fylsta viti, því að meö þeim var framleitt eins mikið af mó og þeim er ætlað aö gera,*og frekari árang- urs er mér ekki kunnugt um, aö venjulega sé krafist. Þess má líka geta, að notkun þeirra í fyrra var erfið, sökum vatns o. fl. En þó'að svona vel gengi aö nota þær, og þó að sá mór, er í gegnum þær gekk, reyndist vel eftir atvikum, þá er mér sagt, að þær hafi ekki verið notaðar í sumar, sennilega af því aö þær eru dýrar í notkun og mannfrekar, þó að inórinn sé líka miklu betri. Er það mjög mikið álitamál, hvort ekki hefði mjög vel borgað sig að nota þær aftur í sumar, og hefði verið höfð hugs- un á aö bæta nauðsynlegum vélum við, þá orkar það ekki tvímælis. Þá kem eg aö því atriði, er í fyrra var aðalkjarni aöfinslunnar og sem hafði viö nokkur rök að styðjast. Þaö er, aö mórinn var ekki góöur; þ. e. a. s. nokkur hluti hans. En var það þeim er að verk- inu unnu eöa verkinu stjórnuöu að kenna? Því svara eg hiklaust neitandi, og það af þeirri einföldu ástæðu, að það er auðvelt að sanna, aö einu rnátti gilda hver eöa hverj- : ir stjórnuðu verkinu, það var ekki hægt að fá betri mó úr Kringlu- mýri í þvi ástandi, sem hún þá var; hitt má deila um, hvort ekki hefði verið réttara að flokka mó- inn eftir gæðum, og að það ekki var gert, var ekki mín sök, né annara, er aö verkinu unnu. Og þrátt fyrir alt reyndist mikið af mónum vel, svo vel, að sumir þeir : borgarar, er ekki áttu nógu sterk orö í fyrstu til. aö útmála, hve vondur hann væri og afsögðu pant- anir sínar, þeir hinrr sömu gatu helst ekki fengið nóg af honum, þegar þeir höföu reynt hann; svo j vel félst þeim á hann, og voru það þó engir fjárhagslegir aumingjar, , er afarkostum yröu að sæta, eOa þektir væru að því að kaupa sér i óhag. Eftir sumarið í fyrra var mýrin vel framræst með skurði, svo að segja í gegn um hana; auk þess út frá þéim aðalskurði teknir fjór- ir stórir skurðir, auk afarmargra smáskuröa, er teknir voru til yfir- j borðsþurkunar, og mýrin því nær j öll sléttuð. Svo, í vetur sem leið, lét þáverandi bæjarverkfræðingur nokkra flokka af þeim mönnum, er dýrtíðarvinnu höfðu hjá bæn- um, gera mikinn undirbúning í mýrinni, meðal annars dýpka aðal- skurðinn, svo aö frárensli fengist neöan við mólagið, og víkka og laga skurði; sem sagt fullgera VÍ81B, Aígraiásla ■ i 14, opln ir& kl, 8—8 & hvefjnm d»gf, Skriístoía & sam*. stsJ. Sími 400. P. 0. Box 8«7. Ritatj6rínm til vi9t»s lrft kl. £—8. Aagiýgisgnm vaitt möttaka i Luida- stjöruuMai Bítúr kl. 8 ft kvðldin. AngiýBiagavert: 70 »nr. hvwi em 441k* istísitii aagi. 7 nnra oro lotárngljssngQBi »el öbseyttn letri. það, er ekki varö gert í fyrra fyrir vatni og af fleirum ástæöum. Nú hefi eg nokkurn veginn sýnt, hvernig aðstaðan og fyrirkomu- lagiö var í fyrra og hverjar um- bætur höföu verið geröar, þegar byrjað var í vor. í vor var mýrin öll sígin og það geisi-mikiö meö- fram skurðunum, svo að ekki ætti að þurfa neina afburða skynsemi til að skilja, að mólagið hafi þétst og úr því hafi pressast töluveiá af leir og öðrum efnum, sem ofmikið bar á, að annað er að byrja aö taka upp, þegar standa má þur neðst í gröfum á sauðskinsskóm með slétta og þura mýrina í kringum sig tilbúna fyrir þurkvöll; að mun- ur er á að í sumar má verkstjórinn velja úr fólki og þarf ekki að taka nema ákveðinn fjölda, og rnátti hafa sama fólkið allan tímann, en í fyrra varö aö sæta því, aö taka alt það fólk, sem fengið hafði lof- orð fyrir mó gegn vinnu, og það stund og stund úr degi, og vita því aldrei að kvöldi, hvað margt fólk yrði að morgni og verða dag- lega að fylla upp hvern flokk, og aö vera skyldaður til að hafa alt að því helmingi fleira fólk með margfalt verri kringumstæðum. Hér er þessi samanburður eklci sýndur til að draga úr þeirri dýrð, er Ijórnað hefir unx nxótekjuna í sumar. Mér er ánægja að því, að það er eg sagöi í fyrra, um framtíö mótekjunnar, hefir að mörgu leyti rætst. Og eg þykist þess fullviss, að einmitt þeir, sem í sumar hafa unnið að verkinu, muni öðrum fremur skilja mismuninn, að minsta kosti þeir, sem verið hafa þar bæði sumrin. Þá kem eg Ioks að þeim ósann- gjörnu og ósönnu árásurn, er verk- ið í fyrra sætti, sem auðvitað mjög mikið snerta mig. Eg get orðið stuttorður um þær; sumpart af þvi aö þær eru ekki svara veröar, svo illkvitnis- og aulalega eru þær fram bornar, og sýna hve megn öfundin er yfir því hnossi, sem einstaka hræöa hefir haldið |að hlyti að vera i því, að fá að leggja sig í líma og reyna að gera skyldu sínna og fá að launum aurkast og bakbit fólksins. Og svo milrils hefir þvi þótt viö þurfa, að ein- staka göfugmenni, af álika hröt- um og eg hefi greint, hafa þurft að ryðja sínum kristilegu vand- lætingunx alla leið í borgarstjórann og aöra valdhafa bæjarins, til að firra þeim vandræöum að eg hefði hér atvinnu hjá bænum, og virðist það hafa borið tilætlaðan árang- ur, þótt ekki hafi þeir áorkað því, að það yröi mér að því fótakefli, er til var stofnað, og skal ekki far- ið frekar út i það nú; má vera að til þess fái eg tækifæri síðar, í sambandi við störf min fyrir bæinn. En furðulegast er, aö það sk'uli henda bæjarfulltrúa, að nota stöðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.