Vísir - 28.10.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 28.10.1918, Blaðsíða 3
VíoIR Búkhár, iaxhár, taglhár, trénll, marhálm og gamalt vel þnrt hey keypt s mi 646- íyrir hæsta verð i Söðlasmiðahúðinni á Langaveg 18 B. slmi 646- Bifreiðin HF. 8 fer suður í Njardvíkur, þriöjudaginn 29. þ. m. frá Kirkjuveg i Hafnarfirði kl. 7 f. h. — 4 menn geta fengið far, Uppjýsingar í síma 36. B. 1. Sæberg. Hljóðfærahús Reykjavíknr er flntt i Hótel Island við Aðalstræti. á sinn hátt nýtir í franisókn inenn- ingarinnar (18. fyrirl.). Þá eiga síSustu 2—3 fyrirlestrarnir aS sýna, hvemig miSla má málum milli einlyndis og márglyndis, hvernig sitt á viS á hverju aldurs- skeiöi, benda á leiöir eins og líf í andstæöum, andlega víxlyrkju, eining í fjölbreytni o. fl. Þrátt tyi- ir allar hömlur á aS vera hægt aS benda á fyrirmynd þroska og fullkomins lífs, þar sem öll per- sónan fær aS njóta sín í samræmi, eins og allir partar trjesins í vexti fagurs viöar. Iionum eru eins og manninum takmörk sett, en hanu á sjer Jtó bæfii sterkan stofn, djúp- ar rætur, sem sjúga næringu úr skauti jaröarinnar, og víSar limar, sem breiðast við ljósi og lofti him- insins, gefa ilm og skugga og bera fulljtroskaða ávexti. Sigurður Nordal. (Önnur blöö höfuöstaöarins eru vinsamlega beöin aö' flytja grein þessa.) Staðhættir kringum Kötlu. Eg hefi verið að bíða eftir því, að einhver kunnugur yrði ti) að skýra fyrir mönnum stað- hætti kringum Kötlugosið, því að mér hafa fundist frásagnirnar oft bera vott um ókunnugleik. Eg er ekki færastur um það, því að eg hefi ekki komið á þessar etöðvar nema einu sinni. En fyrst enginn annar verður til, vil eg reyna það samt. Á Mýrdalejökli austanverðum eru tvær afarbreiðar bungur, önnur norðar, hin sunnar, báðar um 5000 fet á hæð. Eru þær sem næst beint norður af austurhluta Mýrdalsins. Blasa þær báðar við úr SkaftártuDgunni og sveit- unum þar fyrir austan, en sunn- an að sést ekki nema ein bunga. Breiður slakki er milli bungn- anna. Austur af þessum bung- um, heldur sunnar en austur af slakkanum milli þeirra, er þriðja bungan, mun lægri en hinar. í þessum Jökulslakka er Kötlu- gjá, eftir því sem menn sögðu mér fyrir austan, sem mundu gosið 1860. Þeim bar öllum eaman um það, hvar gosið hefði komið npp úr jöklinum. Hún virðist því vcra skakt sett á uppdrætti Björns Gunnlaugsson- ar, of sunnarlega og austarlega. Af þessum bungum fellur af- skaplega mikill skriðjökull fram á láglendið. Nær hann í boga frá Höfðabrekkufjöllum, sem eru austast á hálendi því, er hlífir Mýrdalnum, alla leið norður og austur i Einhyrningsfjöll, rorðan og austan undir jöklinum. Skrið- jökull þessi er svartur og sönd- ugur laDgt upp eftir, en klýfur sig víða um smáfell, sem standa upp úr jökulbrúniuni. Sum af þessum fellum eru nú laus við jökulinn. Eitt af þeim er Hafursey. Allur þessi skriðjökull, sem er um 30 km. „fyrir eggina“, virð- ist hafa sprungið fram í einu er gosið byrjaði. Þetta er þó ekki svo að skilja, að alstaðar hafi umrótið verið jatnmikið. En eftir þeim frétt- um eem nú eru komnar, er það Ijóst, að fióðið hefir komið úr allri jöknlröndinni. Þetta gæti varla átt sér stað, ef Katla væri þar sem hún er sett á uppdrættinum, því að það- an hallar öllu suður af. Eu sé hún uppi í jökulslakkanum, eins og Síðumenn segja, er þetta skiljanlegt, því að þá klofnar flóðið um austustu (litlu) bung- una og steypist bæði austur og suður af jöklinum samtímis. Þetta hefir optar borið við, þegar Katla hefir gosið. Það er því ekki rétt, að enginn hafi óttast um Meðallandið. Allir kunnugir vissu að bæði því og neðstu bygð Skaftártungunnar var hætta búin. Hlaupið 1755 sópaði t. d. burtu 160 lömbum úr Hrifunes-(Hrísnes)-hólminum, og maður, sem þar var staddur, var mjög hætt kominn. Þegar hlaupið fer austur af jöklinum, fer það i gamla vatna- farvegi, sem annars eru þurrir, eða því sem næst, og skellur á Hólmsá þvera skamtf yrir norð- an Hrífunes. En þar háar brekk- ur, skógi vaxnar, með ánni að austan, og beljar vatnið upp í þær miðjar. Brúin á Hólmsá er skamt fyrir norðan bæinn í Hrífunesi og stóð á háum stöpl- um, hlöðnum um og vel stein- llmdum. Hún er nú farin og stöplarnir líka. Hár molþar- bakki, margar mannhæðir, var að anni bjá bænum, og var áin að grafa Þar undan túninu þeg- ar eg kom þar. Upp á þennan bakka hefir vatnið flóð, fyrst fólkið flúði ór bænum. Austan við Hrífunes taka við miklar engjar, flatlendar, og er hætt við, að flóð hafi yfir þær og sandur borist á þær. Ekki all-langt suður frá Hrífu- nesi er Leiðvöllur. Áður en Skaftáreldarnir breyttu vötnun- ui4 var sá bær í Skaftártungu. Nú rennnr óldvatnið fyrir ofan hann. Suður af Leiðvelli er flatt land beggja megin Kúðafijóts. Þar er Álftaverið að vestan, en neðsti hluti Moðallandsins að austan. Þe<-snm sveitum var þvi báðum hætta búin, ef hlaupið lenti í Hólmsá (sem er aðal vatnsmagn- ið í Kúðafljóti). Nú hefir hlaup- ið flóð austur úr farveginum. Álftaverið er ekki eins varn- arlaust fyrir hlaupunum og margur virðist halda. Nokkrir hávaðar eru austau til á Mýr- dalssandi, hraun, mismunandi gömul, sem megna þvl að kasta af sér strauænum og hlifa dá- lítið bygðinni; enda er óra-lang- ur vegur frá jöklinum fram í Álftaver, en sandurinn feikna breiður. Yenjulega fara hlaupin þr]ár leiðir. Leiðinni austur af jöklinum er þegar lýst. Hún liggur beint í Hólmsá. Leiðin suðaustur af jöklinum. Þá fer vatnið fyrir sunnan Haf- ursey og milli Hjörleifshöfðans og Álftaversins fram sandinn til sjávar. Sú leið er bæði breið og greið fyrir vatnið, enda or það búið að gera þann usla á beirri leið, sem það virðist geta gert. Leiðin suður af jöklinum. Þá steypist vatnið fram i fjalla- þrengslin fyrir vestan Hafursey, milli hennar og Höfðabrekku- fjallanna. Þar er næst Höfða- brekkufjöllum einstakt fjall, sem heitir Selfjali, og oft er nefnt í sambandi við hlaupin. Á þessu svæði falla tvö vötn fram sand- inn; Múlakvisl fram með Höfða- brekkufjöllunum en Sandvatnið anstar og beygir austur fyrir Hjörleifshöfða, sem er hálend ey sunnarlega á sandinum. All- ur saudurinn milli Hjörleifshöfða og Höfðabrekkufjalla er skap- aður farvegur fyrir þessi hlaup. Hann er líklega um l1/^ míla á breidd og sléttur að kalla. Komist vatnið samt ekki fyrir á honum, beljar það austur fyr- ir höfðann (sameinast suðaustur- hlaupinu). En Höfðabrekkufjöll- in veita ósigrandi viðnám að vestan. Nú tvinnast vatnsrásirnar svo um allan sandinn, að hvert hlaup- ið rennur í annað. En þetta eru aðalstefnurnar, sem nú er lýst. Líkur eru til að Katla sé ekki ætíð á sama stað í jöklinum, þótt sjálfsagt muni það litlu. T. d, hafa stundum við Kötlu- gos komið flóð í Jökulsá á Sól- heimasandi. En þetta er ennþá óráðin gáta. Aðeins einn mað- ur, sem séð hefir gjána eftirný- afstaðið gos, hefir lýst henni. Það er sr. Jón Austmann. Lýs- ing hans er í „Skýrslum um Kötlugos““ í Safni til sögu ís- lands, V. bindi. Annars eru uppvörpin hiúin jökli milli gos- anna. G. M. Pliticosvindla og Embassy-cigaretur úr Landstjörnunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.