Vísir - 06.02.1919, Qupperneq 2
/
V l % l R
Ivefpestii 82
Lindlækoiriu.
Haðressar og divanar
f&Bt í
M'j óstræti 10.
Bresku kosningarnar.
Af 21611211 kosningabærum
mönnum (og konutn) í Englandi,
Skotlandi og írlandi, greiddu a*ð
eins 10755268 atkvæöi í þingkosn-
ingunum í desember, eða tæpur
helmingur.
Samsteypuflokkur Lloyd George
vann stósigur, eins og kunnugt er
og befir nú um 300 atkv. meiri
hluta i þinginu. Af greiddum at-
kvæ'ðum við kosningamar féll þó
að eins tæpur helmingur (ekki
fuílar 5 tnilj.) atkvæöa á þing-
mannaefni þess flokks, og hefði
hann því aö réttu lagi ekki átt a*S
rtá meirihluta í þinginu. Hinir
flokkarnir allir. að undateknum
„Sinn Fein“ höfðu rétt til flern
þingsæta en þeir fengu. f. d. hlutu
fylgismenn Asquiths rj4 milj. at~
kvæða við kosningamar, en kom--
ust að éins 25 að. Eftir atkvæða-
inagni befðu þeir att aö verða 70
—80.
í Irlandi hefir hlutfallið orðið
svipað, mi’lli Sinn Fein flokksins
og héimastjórnarmanna. Sinn Fein
þingmannaefni hlutu samtaiá
497522 atkv., en heimastjómar-
menn 235255. Af S. F. náðu 77
Losnlngu, en að eins 7 heimastj.m.
Meða! Sinn Fein þingmannanna er
ein kona, og er hún eina konan
setn kosningu náði. Þessi kona er
greifafrú Markievicz, og var tölu-
vert riðin við uppreisn þá, sem sii
Roger Casement hof í írlandi um
árið, og hafði þá stýrt herflokk
Sinn Fein manna í Dublin og var-
ist þar lengi atlögum stjómarhers-
ins.
Sinn Fein þingmenn ætla að
gera þing-verkfall og koma ekki
til þings, og verður því engin kona
á þingi Breta fyrst um sinn.
f stjómarflokknum hafa íhalds-
menn vfirgnæfandi meirihluta.
Frjálslyndi flokkurinn hefir þar
ekki nema 143 atkvæði af 528. Er
því búist við. að Lloyd George
muni veita erfitt að koma fram
umbótatillögum sínum, og að hann
muni, áður en langt líður, verða
að rjúfa þing og stofna til nýrra
kosninga.
Þeim, sem inist hafa ástvini sína
í veiki þeirri, er geisaði í Reykja-
vík frá því síðast í október í haust
og langt fram í desembermánuð,
og sem síðan barst víðsvegar um
land, og nefnd er inflúensa, finst
þeir vera ærið sárt leíknir af völd-
um hennar og það ekki að ástæðu-
lausu.
En er hér nokkrum mn að kenna,
sem heft hefði getað veikina?
Já. Landlækni einura, en öðrum
ekki.
Það er óneitanlega sárt, að verða
að vita það, að maður, skuli geta
kent nokkrum manni mn dauða
svo margra rnætra manna, sem
raun er á orðin, og um allar þær
sorgarhörmungar, sem dvmið hafa
eins og reiðarslag yfir f jölda heim-
ila, bæði innan* Reykjavíkur og
utan. og á enn vafalaust eftir að
dynja yfir mikinn fjöldá annara
heimila hér á landi áður en Iýkur.
En svona er það nú samt.
Hvernig er landlækni um þetta
að kenna?
A þann hátt, að liann hleypti
sóttkveikju veikinnar viðstöðulaust
á land úr skipum, sem komu til
Reykjavíkur frá útlöndmn, þrátt
fyrir það, þótt honum væri fulT-
kunnugt um, að sýkingarhættan
væri innanborðs, og vissi hversu
mannskæð veikin liafði reynst vföa
l erlendis, þar sem spurst hafðí tfí
hennar.
Hvernig gat landlæknir varnað
pestinni landgöngu?*
Hann gat það með samgöngu-
banni í samvinnu við heilbrigðis-
stjórn landsins, ef hann hefði vilj-
að. Hann vissi snemma í sutjnar eöa
jafnvel fyr, eiiis og aðrir^ að inflú-
ensa geisaði í útlöndum og fór óð-
fluga yfir, lánd úr lándi, með mikl-
manndáuða t'. sutmunt löndun-
um. Var því innanhandar fyrir
hann, og auðvitað sjáiífsagtT a$
hafa strangar gætur á því, þegar
skip komu af liafi, hvort sótt vært
nieð þeim eða ekkí, og ef svo væri,
þá hlifðarlaust að banna skipverj-
um og landsmönnum samgöngur,
jiangað til að öll sótthætta — smit-
un — væri úti. En í stað þess, að
gásta þessa, eins og‘ honum var
skylt, levfði hann samgöngur við
landsmenn mönnum aí sóttmeng-
uðum skipum. Slíkt atferli af land-
lækni er óverjandi og ófyrirgetan-
!egt me5 öllu.
Maður, seni innleiðir þannig
kvefpéstina inn í landið, er sami
maðurinn, sem trúað var fyrir heil-
brigðisástandi þjóðar sinnar, og
sem skylt er að vaka yfir heilbrigði
landsmanna yfirleitt. Og það er
hann, sem á að brýna þessa sömu
skyldu fyrir öðrum læknum lands-
ins og-hafa vakandi auga á því. að
]ieir hlýði skipunum hans og leið-
beiningum þar að lútandi. eftir því
sem framast er unt. Já, en það er
bann einn, sem með ófyrirleitni
j sinni býður pjestina velkomna í
íandið, sem á væpum manaoaruma
varð hundruðum manna að bana,
ungra og hraustra efnis- og ágæt-
ismanna, karla og kvenna, sem
landi og lýð er ómetanlegt tjón að
missa, auk allra þeirra sorgartára,
sem ekkjur, eklar, föður og móður-
la.us böm, aldraðir foreldrar, syst-
kin, frændur, vinir og vandamenn
bafa úthelt yfir látnum ástvinum
sínum og gröfum þeirra.
Fyrir fáum árum hélt þessi sami
maður langar ræður um þaö, hve
mikils virði mannslífið værí og
reíknaði það þá ú'í, en þó síst of
hátt, og Iagði mikið út af því. Nu
virðist hann haía gleymt því, hvers
virði mannslífið sé, eða vera kom-
inrr á gagnstæða skoðun. F.n reynd-
arstóð þá sérstakleg’a á. Þá var
hann að berjast fyrir launahækkun
sinní og embættisbræðra sinna og
fyrir hækkun á þóknun til lækna
fyrir læknastörf þeirra, en ekki
fyrir lieill og heilsu þjóðarinnat
beinlmis. Þetta var nú síst last-
andi. ef hann jafnframt hefði haft
hug á því, að rækja vel skyldustörf
sín og brýna slíka skyl'du fyrir
•stéttarbræðnim sínum, en svo virð-
ist þó ekki hafa verið, heldur að-
altilgangurinn sá, að afla sjálfum
sér fjár, sem þó var því að ems
hægt, að aðrir nytu af.
Nú, þegar menn fórn að láta í
!jós óánægju sína til landlæfcnis
yfir vanrækslu hans á vömum
gegn innflutningi kvefsóttarinnar
í haust, sá hann að hún var á rök-
um bygð, enda þótt hann ekki vilji
láta það opinberiega. Þá leist
honum það ráð vænst, að feta í
spor Pílatusar með því, að þvq
hendttr sínar og segja: Saklaus er
-eg í dauða þessara manna. Þetta
sést glögt af greinum þteim, er
hann hefir fylt blöðin með um
hríð. En þessi handaþvottur er á-
rangurslaus, eins og hanrr- hefir
sjáffur séð, þegar frá leið. Því þá
hugkvæmist honum, að þvo sig á
ný og láta landssjóð kosta þvott
inn, sem er útgáfa rits þess, er
larrdlæknir nefnir „Um kvefpest“
Ekki er inaðurinn vandur að virð-
ingu sinni! Að hann skyldi fara
að gefa slíkt rit út löngu eftir. að
þörfin er um garð gengtn, og al-
menningur er sjálfur búinn að
finna þatt ráð með ráðum 1ækna
sinna, sem helst mumi duga. Mér
finst að lianri hefði áít að lilygðast
sín alvarlega fyrir vanrækslu sína
i embættisdekstri og þegja sem
steinn við ávítum syrgjendanna,
því það hefði sómt sér betur fyrir
hann, en þessi kattarþvottur, með
útgáfu og útsending ritsins.
Það sér hver hugsandi maður,
að auðvelt væri að verja ísland
fyrir sóttum frá öðrunr lönrlum, ef
læknarnir hefðu hugsun á því, því
að flestir hérðslæknar eru búsettir
í kauptúnum. Og í flestöllum, eí
ekki ölluni þeim stöðum, sem skip
koma fyrst að landi frá útlöndum
eru búsettir læknar og heilbrigðis-
nefndir. Þess vegna verður því
ekki itieð sannindum barið við, að
Heildsala Smáaala
dámmibortar
stórar birgðir nýkomnar,
mjög ódýrir i
Versl. B. H. Bjarnason
Kókó
Grænur, Bannir, Hnmar
Krakmöndlnr, Kerti. mu m.
er langódýrast í
Versl. B. H. Bjarnason
NiðnrsoÓDir
Ávextir
margar teg. í verslua
Ginars Aruasonar.
— Simi 49 —
lez og lökur
nýkomið í verfilun
Einars Arnasonar.
ókleift sé að verja landiS fyrir út-
iendum farsóttum.
Af þvi sein hér hefir verið benfc
a, tun starfrækslu landlæknis í
er maður, sem ekki er staríi sinu
vaxinn nú orðið. hvað sern verið
liefir áðnr fyr, og honum því eigi
lengur trúandi fyrir jafn-ábyrgð-
armiklu embættí íramvegis og
landlæknisembættið er. Finst mér
því bæði eðlilegt og skylt, a® veit-
ingarvaldið víki fionum nú þegar
frá embætti, svo eigi hljótist meira
tjón af vanrækslu hans, <en orðið
er, og skipi í það annan mann,
sem hæfari er og færari um a8
rækja það af alúð og samvisku-
semi.
La»l eg svo hér staðar numið aö
sinni, en vænti þess, að mér gefist
tækifæri til Jiess aö færa nánari
rök fyrir sannindum þessa máls og
lýsa eölilegu vantrausti á Guð-
mttndi Bjömssvni setn landlækni.
Sig. Jónsson,
Amárstöðuin.
Aths.
Pó að raunar megi telja frekarl
ttmræður um þetta mál óþarfar, í
þessu blaði að minsta kosti, og
frá þeirri hlið, sem greinarhöf-
undur ræðir það, þá vildi Vísir
ekki neita þessari grein um rúm.
Greinin var ætluð öðru blaði, sem
ekki vildi birta bana, en Vísir
finntir ekki ástæðti til að heftet
þánnig málfrelsi manna.
embætti hans, er auðséð. að hann