Vísir - 01.03.1919, Blaðsíða 3

Vísir - 01.03.1919, Blaðsíða 3
\ ' Vatnsveitan. Vegna viðgepöar á vatnsveitunni verðar --:Tt iokað íyrir vatnið < í kvöld kl. 6 Borgarstjóriim í ftaykjavík 1. mars 1919. K. Zimsen. Hjúskapur. Á laugardaginn voru gefin sam- an í hjónaband: Súsanna G. Elías- dóttir og Þorvaldur R. Helgason, smiSur. Fundur veröur haldinn á morgun kl. 3^4 í félaginu „Stjarnan í austri“. FrostiS herti mjög er á daginn lei’S í gær, og var orSið 12—13 stig í gærkveldi hér í bænum. 1 morgun var komiS 15,8 st. frost h€r í Reykjavík og ofsa. norðanveður, 17,9 á IsafirSi, 15 á Akureyri, 18 á Grímsstööum, 11,7 á áSeySisfiröi og 15 í Vestmannaeyjum. Noröan- átt alstaðar og stórhríS fyrir norö- an og austan. KolaverðiS lækkað. Stjórnin hefir nú ákveSiS aS lækka kolaverSiS enn um 50 kr. 4 smál., og vei'öur verðið 200 kr. frá }jví í dag. Lyfjabúðin seld. Samningar munu vera á döfinni um sölu lyfjabúöarinnar héma. — Kaupandinn er Þorst. Sch. Thor- steinsson, cand. pharm., sonur DavíSs læknis Thorsteinssonar frá ísafirði. Slys í Vestmannaéyjum. Maöur féll útbyröis af mótor- bát hjá Vestmannaeyjum í gær, og druknaöi. Vatnsveitunni verður lokað kl. 6 í kveld vegna viðgerðar. S vartf elling ar beittir ofbeldi. Það sem hér fer á eftir er út- dráttur úr grein, sem birtist í enska blaðinu „Westminster Gaz- ette“ þ. 28. jan. s. 1.: Montenegrobúar kvarta um hungur, kúgun og lítilsvirðingu á sjálfsákvörðunarréttinum, sem ó- friðurinn var háður fyrir. Þegar Austurríki sagði Serbíu stríð á hendur varð Montenegro fyrst allra til að koma henni til hjálpar, og neitaði öllum tilboðum Austurríkis um landaukninga og fjárstyrk. Þá var Montenegro eng- um samningum bundið við Serbíu, um -að ganga i liö við hana og ekki var heldur krafist neinna trygg- inga af stórveldunum áður en hjálpin yrði látin i té. 47 þúsund Svartfellingar börðust við hlið Serba í vinsra fylkingararmi, og það voru þeir, sem í lok ársins 1915 björguðu leifum Serbahers með því að tefja her Mackensens í þrjá mánuði. En þegar svo að á þá var ráðist, þá kom enginn þeim til hjálpar. En þegar vopnahléð var samið, lögðu hersveitir Serba landið undir sig, með aðstoð franskra hersveita. 1 skjóli þeirra hersveita kom flokkur landshornamanna inn í landið og í fylgd með þeim gamlir uþpreisnarmenn frá Montenegro, sem flestir höfðu verið dæmdir fyrir þátttöku i samsærinu gegn konunginum og ættmennum hans árið 1907. Þessi lýður kallaði sam- an málamynda þjóðfund og köll- uðu það „Grand Skupshtina“, sem hvergi er nefn í stjórnskipunar- lögum landsins. Þeir, sem þing þetta sátu, höfðu ekkert umboð frá þjóðinni. í sumum héruðum höfðu landshornamennirnir látið kjósa 10 fulltrúa og völdu sjálfir 2 þeirra til að sækja þingið. I öðrum hér- uðum kusu þeir fulltrúana sjálfir og hétu þeim borgun fyrir að taka kosningunni, en héraðsbúar lögðu blátt bann fyrir það, (að menn þessir töluðu í þeirra nafni og vör- uðu þá við því, að koma aftur til heimkynna sinna. Þegar á þingið kom í Podgoritsa var því lýst yfir, að konungurhm og ráðherrar hans væru í varðhaldi i Frakklandi, ákærðir um að hafa reynt að selja landið Austurríkis- mönnum, en nú hefðu þeir boðiS ítölum það til kaups. Þeir myndu þvi ekki eiga afturkvæmt. Einnig var sagt, að þeir hefðu tekið við 200 þús. sterlingsundum á mánuði af bandamönnum, en ekki látið < landið njóta neins af þeim styrk. Og loks var sagt, að Wilson for- seti hefði krafist þess, að konung- ur yrði seftur af. Auðvitað er ekki eitt satt orð i þessum staðhæfingum. Þegar ó- friðurinn hófst, hétu bandamenn þvi að sjá smárikjunum fyrir nauðsynjum þeirra. Sebriu var heitið 10 niilj. og Montenegro 200 þús. sterl. pd. á ári. Montenegro- stjórn hefir varið meiru fé til þjóð- þarfa en hún tók við, og tillag Frakka var ekki int af hendi síð- asta árið. r<- Á „þinginu“ i Podgoritsa ,var ekki leyft að hreyfa neinum mót- mælum. Þegar Jovan Plamenatsr fyrv. ráðherra kvaddi sér hljóðs, gerðu landshornamennimir aðsúg að honum, og erkibiskupinn í Montenegro, yfirmaðúr þjóðkirkj- unnar, valinkunnur ‘ áttræður öld- ungur sætti misþyrmingum á al- mannafæri. Og það var nú sam- þykt með „lófaklappi" eftir hálfs dags fund: 1. að Nikita konung- ur og Petrovitchættin öll skyldi rekin1 frá ríkjum; 2. að Monte- negro skuli sameinað Serbiu und- ir stjórn Karageorgevitchættar- innar og að þjóðin skuli verða einn hluti þeirrar þjóðar, sem mynduð 109 rólega og dyaríega, að hún varð aftur róleg. „Við skulum setja sem svo, að eg vaeri þér og þ>ér hefðuð sent mér eitthvað, sem mig liefði tilfinnanlega vanhagað um, mynduð þér hafa getað búist við, að eg reiddist af því?“ Hún hristi höfuðið við þessari orðflækju- list hans. „En — en eg sagði yður um hljóðfærið; — það var næstum eins og eg hefði beðið um það“, sagði hún í lágum hljóðum. „Eg veit að ekkert var yður fjarlægara en það“, sagði hann alvarlega. En hún var ekki ánægð ; hún stóð enn í sömu sporum og hreyfði til hendurnar i hálf- gerðu fáti; Clive veitti þvi eftirtekt, hvað þær voru grannar og langar. „Mér datt þetta ekki í hug, — en eg var svo glöð, svo hamingjusöm — það var eins og hljóðfærið hefði dottið ofan úr loftinu — að eg hugsaði ekki um hvort það væri rétt af mér að taka við því“. „Það hryggir mig ef koma mín hefir vald- ið yður óþæginda út af því, þá hefði eg betur ekki komið.“ —- Nú varð þögn, svo fann hann alt í eiun leið út úr vandræðunum. — „Lítið á, ungfrú Mína.“ Hún lyfti höfðinu snögglega og roðnaði. „Hvers vegna kallið þér mig ungfrú Mínu. eins og eg væri hefðarmey?" spui-ði hún hálf gröm í geði. 110 Clive fékk sér stól og settist. Hún fékk ser sæti gagnvart honum. „Ef eg væri svo ókurteis, að kalla yður Mínu, þá yrðuð þér að kalla mig Clive, og yð- ur mundi ekki vera um það,“ sagði hann hlæj- andi. ,Nei,“ sagði hún hikandi. „Af hverju haldið þér þá, að eg kunni ekki aö haga mér eins vel og þér?“ Hún andvarpaði, eins og hún gæfist upp íyrir röksemdum hans, en sagði þó: „Eg syng á götunum til þess að afa ofan af fyrir mér; eg er ekki hefðarmey,1' sagöi hún. 0 „Afsakið, eg er ekki á sama máli. En við skulum ykki þræta um það. Eg ætlaði að korna með uppástungu.“ Hún leit á hann og grunsemdarvottur sást í munnvikjunum. „Ef þér viljið ekki taka við hljóðfærinu, til minn- ingar um atburðinn frá kveldnu sæla, þá höf- um við það þannig, að þér borgið mér fyrir það.“ Hún starði á hann stórúm augum og með opnar varir. „Borga yður! Þér vitið að eg get það ekki. Það hlýtur að hafa kostað mik- ið fé. Elisha segir, að það sé eitt hið besta og fallegasta píanó, sem hann hafi nokkurn- tíma séð, og það er óhætt aö trúa því, sem hann segir.“ „Það er vafalaust satt,“ sagði Clive. „Og nr þar sem þér verðið fræg söngkona, þá skuluð þér borga mér tuttugu og fimm pund fyrir hljóðfærið, það er jafn liá upphæð og þér fáið fvrir að syngja fáein lög. Á þetta að verða aö samningum?“ Hún stundi þungan og fölnaði. „Haldið þér að eg geti nokkurn tíma sung- ið svo vel, að eg geti unnið mér nóg inn til þess að borga hljóðfærið? Haldið þér það í raun og veru? Ó, segið ekki já að eins til að þóknast m§r — til þess að draga mig á tálar“. Svo bætti hún við í lágum hljóðum: ,;Eg veit ekki hvers vegna þér eruð svo góö- ur, — eg skil það ekki. Enginn hefði gert annað eins, iafnvel þó hann hefði verið rikur, — þér hljótið að vera stórríkur ?“ Clive ætlaði að fara að segja henni bros- andi, að hann væri alt annað en ríkur, en hann sá sig um hönd, er hann hugsaði um það, að tekjur hans mundu í hennar augum stórfé, svo hann lét sér nægja að ypta öxlum. „Aðrir gefa ekki hljóðfæri út um hvippinn og hvappinn", sagði hún. „Þér gieymið samningi okkar. Eg ætla ekki að gefa vður —“. Elisha kom nú aftur til þeirra og sagði: „Eg ætla að biðja Mínu að syngja með pianoinu, þá nýtur rödd hennar sín betur en þegar eg spila undir á fiðluna“. Hann settist við hljóðfærið og byrjaði að

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.